Íhuga að ráða Michael B. Jordan í hlutverk Súperman Birgir Olgeirsson skrifar 13. september 2018 11:37 Leikarinn Michael B. Jordan. Vísir/Getty Leikarinn Henry Cavill er sagður á útleið sem Súperman og kvikmyndaverið Warner Brothers sagt íhuga að fá leikarann Micahel B. Jordan í hlutverkið. Cavill hefur leikið Superman í þremur kvikmyndum, Man of Steel, Batman v. Superman: Dawn of Justice og Justice League. Þessar myndir hafa verið undir væntingum Warner Brothers þegar kemur að tekjum og er kvikmyndaverið sagt íhuga að færa fókusinn á þessum kvikmyndaheimi yfir á frænku Superman, Supergirl.Henry Cavill hefur farið með hlutverk ofurhetjunnar Superman í þremur kvikmyndum.Vísir/GettyCavill átti að bregða stuttlega fyrir í hlutverki Superman í myndinni um ofurhetjuna Shazam sem er væntanleg. Hann var hins vegar upptekinn við tökur á Mission Impossible: Fallout og gat því ekki mætt í tökur. Er hann sagður hafa lagt rauðu skikkjuna á hilluna.Því er haldið fram á vefnum Deadline að Warner Brothers íhugi að ráð Michael B. Jordan í hltuverkið. Þær fregnir koma skömmu eftir að tilkynnt var um að Jordan myndi leiða stefnu innan kvikmyndaversins þegar kemur að því að vera með meiri fjölbreytni þegar kemur að söguþræði mynda og leikaravali. Ef Jordan verður fyrir valinu mun hann verða fyrsti svarti leikarinn til að fara með hlutverk Súperman. Mest lesið „Svo leiðinlegt að pæla hvað öðru fólki finnst“ Tónlist Rétturinn sem fær konurnar niður á hnén Lífið Slær á létta strengi í þinginu og afhenti ráðherra „Gyllta tappann“ Lífið Fyrst skíði og nú golf Lífið Vala Grand og Brynjólfur flytja á Skagann Lífið Brady og Bloom sagðir sólgnir í Sweeney Lífið Árin hjá Spotify ævintýri líkust Lífið Forsala á Kaleo seldist upp á innan við mínútu Tónlist Drakk ógeðslega illa og hætti eftir blindafyllerí Lífið Stjörnulífið: Suðræn sæla og seiðandi kroppar Lífið Fleiri fréttir Djöfullinn klæðist Prada á ný Grindavík sigursæl erlendis Skapandi sumarstarf varð að þætti á laugardagskvöldum á RÚV Næsti Bond undir þrítugu og þrír efstir á blaði Villeneuve leikstýrir næstu mynd um James Bond Ólafur Darri og Hera Hilmars halda áfram að heilla heiminn Amatörar, hvalfirskur bóndi og barátta við borgina verðlaunuð Sjá meira
Leikarinn Henry Cavill er sagður á útleið sem Súperman og kvikmyndaverið Warner Brothers sagt íhuga að fá leikarann Micahel B. Jordan í hlutverkið. Cavill hefur leikið Superman í þremur kvikmyndum, Man of Steel, Batman v. Superman: Dawn of Justice og Justice League. Þessar myndir hafa verið undir væntingum Warner Brothers þegar kemur að tekjum og er kvikmyndaverið sagt íhuga að færa fókusinn á þessum kvikmyndaheimi yfir á frænku Superman, Supergirl.Henry Cavill hefur farið með hlutverk ofurhetjunnar Superman í þremur kvikmyndum.Vísir/GettyCavill átti að bregða stuttlega fyrir í hlutverki Superman í myndinni um ofurhetjuna Shazam sem er væntanleg. Hann var hins vegar upptekinn við tökur á Mission Impossible: Fallout og gat því ekki mætt í tökur. Er hann sagður hafa lagt rauðu skikkjuna á hilluna.Því er haldið fram á vefnum Deadline að Warner Brothers íhugi að ráð Michael B. Jordan í hltuverkið. Þær fregnir koma skömmu eftir að tilkynnt var um að Jordan myndi leiða stefnu innan kvikmyndaversins þegar kemur að því að vera með meiri fjölbreytni þegar kemur að söguþræði mynda og leikaravali. Ef Jordan verður fyrir valinu mun hann verða fyrsti svarti leikarinn til að fara með hlutverk Súperman.
Mest lesið „Svo leiðinlegt að pæla hvað öðru fólki finnst“ Tónlist Rétturinn sem fær konurnar niður á hnén Lífið Slær á létta strengi í þinginu og afhenti ráðherra „Gyllta tappann“ Lífið Fyrst skíði og nú golf Lífið Vala Grand og Brynjólfur flytja á Skagann Lífið Brady og Bloom sagðir sólgnir í Sweeney Lífið Árin hjá Spotify ævintýri líkust Lífið Forsala á Kaleo seldist upp á innan við mínútu Tónlist Drakk ógeðslega illa og hætti eftir blindafyllerí Lífið Stjörnulífið: Suðræn sæla og seiðandi kroppar Lífið Fleiri fréttir Djöfullinn klæðist Prada á ný Grindavík sigursæl erlendis Skapandi sumarstarf varð að þætti á laugardagskvöldum á RÚV Næsti Bond undir þrítugu og þrír efstir á blaði Villeneuve leikstýrir næstu mynd um James Bond Ólafur Darri og Hera Hilmars halda áfram að heilla heiminn Amatörar, hvalfirskur bóndi og barátta við borgina verðlaunuð Sjá meira