Uppnefnd dúkkulísa og krakki en markmiðið nú í höfn Kristín Ólafsdóttir skrifar 6. september 2018 15:30 Kristín Soffía er þakklát fyrir þverpólitíska samstöðu um göngugötur í miðbænum. Vísir/stefán Kristín Soffía Jónsdóttir, borgarfulltrúi Samfylkingarinnar, hefur barist fyrir innleiðingu göngugatna í miðborg Reykjavíkur síðan árið 2010. Tillaga þess efnis var samþykkt í borgarstjórn vikunni. Kristín Soffía segir langa þrautagöngu nú að baki – sem oft og tíðum varð ansi persónuleg – og er þakklát fyrir þverpólitíska samstöðu. Þá vonast hún til þess að breytingarnar verði innleiddar sem fyrst. Borgarstjórn samþykkti á þriðjudag að fela umhverfis- og skipulagssviði að útfæra Laugaveg og Bankastræti sem göngugötur allt árið um kring. Þá kemur einnig til greina að gera götur í Kvosinni að göngusvæði. Tillagan var samþykk þvert á flokka en barist hefur verið fyrir innleiðingu göngugatna innan borgarstjórnar í nokkurn tíma.Fólk stressað frá upphafi Kristín Soffía Jónsdóttir, borgarfulltrúi Samfylkingarinnar, hefur farið þar fremst í flokki í gegnum tíðina, ásamt borgarfulltrúunum Hjálmari Sveinssyni, Karli Sigurðssyni og Gísla Marteini Baldurssyni. Kristín Soffía byrjaði fyrst að skoða möguleikann á Laugavegi sem göngugötu árið 2010 og segir í samtali við Vísi að hún hafi verið afar bjartsýn á brautargengi tillögunnar í fyrstu. En svo tók við þrautaganga, sem töluvert hefur verið fjallað um í fjölmiðlun.Sjá einnig: Segja fólk sem vill ganga í miðborginni geta gengið í kringum tjörnina„Fólk var stressað alveg frá upphafi. Þetta er náttúrulega lífsviðurværi fólks, það eru ofsalega margar smáverslanir í miðborginni þar sem eigendurnir standa vaktina og þegar verið að gera svona stórar breytingar þá verður fólk, eðlilega, svolítið stressað,“ segir Kristín Soffía í samtali við Vísi.Vegfarendur leysa bíla af hólmi á Laugavegi.Mynd/ReykjavíkurborgUppnefnd „dúkkulísa“ og „krakki“ Þá hafi verslunareigendur snemma skipt sér í fylkingar. „Það voru annars vegar þeir verslunareigendur sem vildu meina það að óbreytt ástand væri ekki málið. Þetta voru verslunarmenn eins og Hörður í Macland, Þura Hauksdóttir í Spúútnik og Bára Hólmgeirsdóttir í Aftur. Ef þau hefðu ekki verið svona sterkur hópur á móti þeim sem voru neikvæðastir þá hefði þetta aldrei gengið upp. Þannig að þau eiga mikið hrós skilið,“ segir Kristín Soffía. „En svo voru aðrir sem voru ekki tilbúnir að treysta á að göngugötur gætu bjargað einhverju. Þetta var rosalegt til að byrja með. Ég var uppnefnd dúkkulísa, puntudúkka og krakki, og það var orðinn fastur punktur í tilverunni að dauði miðborgarinnar væri boðaður í hvert skipti sem átti að fara að takmarka bílaumferð. En það hefur sem betur fer ekki ræst.“Þau ánægjulegu tímamót urðu rétt í þessu að nær öll borgarstjorn sameinaðist um að Laugavegur og Bankastræti - og valdar götur í Kvos - verði gerðar að göngugötum allt árið. Málið var samþykkt án mótatkvæða. Þetta kallar maður fína byrjun á góðum vetri. #betriReykjavik pic.twitter.com/E26M6lQ8yh— Dagur B. Eggertsson (@Dagurb) September 4, 2018 Þverpólitísk samstaða ómetanleg Fjölmiðlaumfjöllun um ósætti og erjur milli minnihluta og meirihluta í borgarstjórn hefur verið áberandi síðustu vikur og mánuði. Þverpólitísk samstaða ríkir þó um göngugöturnar nú og því fagnar Kristín Soffía. „Það er svo notalegt. Það lítur kannski út fyrir að pólitíkin snúist bara um átök en í raun og veru, þegar næst svona breið sátt um mál sem eru stór, eins og þetta, þá líður öllum betur. Það er svo gaman þegar við getum gert svona hluti saman. Það er ómetanlegt að þetta hafi endað svona.“En hvenær verða breytingarnar innleiddar?„Við vitum það ekki, ef ég á að segja alveg eins og er, en okkur langar til að hlaupa hratt. Við þurfum að byrja á því að skoða fullt af tæknilegum málum, eins og aðgengi að baklóðum sem hefur verið að breytast mjög mikið, en við viljum tryggja að þetta gerist sem fyrst,“ segir Kristín Soffía. Borgarstjórn Göngugötur Reykjavík Skipulag Tengdar fréttir Kvöldlokun vekur litla gleði verslunareigenda Borgarráð hefur samþykkt að loka fyrir umferð bíla frá klukkan 16.00 til 07.00 á tímabilinu 14. til 23. desember í miðbænum. Verslunareigendur eru ekki sáttir og segja bæinn vera orðinn einsleitan. 5. desember 2017 11:00 Laugavegur og Bankastræti göngugötur allt árið um kring Borgarfulltrúarnir Dagur B. Eggertsson og Hildur Björnsdóttir eru sammála um að breytingin sé til góðs. 4. september 2018 17:33 Segja fólk sem vill ganga í miðborginni geta gengið í kringum tjörnina Borgarráð samþykkti á fundi sínum í gær að opna göngugötur í miðborg Reykjavíkur á aðventunni. 1. desember 2017 06:28 Mest lesið „Þegar þú verður ráðherra verður þú að tala af ábyrgð“ Innlent Biðin eftir leikskólaplássi kostaði móður vinnuna Innlent Nennti ekki að tala við „atvinnubetlara“ og sagði henni að fokka sér Innlent Fráfarandi starfsmaður Sólheima: „Eins og ég sé að sleppa frá einangruðu einræðisríki“ Innlent Ekkert bólaði á ræðumanni Innlent Ótrúlegur árekstur: „Ég sá bara dekk og púströr“ Innlent Hinsegin fólk upplifi óöryggi í strætisvögnum Innlent Vildi kynnast Kristjáni en var ítrekað sagt að „fokka sér“ Innlent Lýsti sjálfsvígshugsunum í pontu Alþingis Innlent Sósíalistar vilja Sönnu burt en hún kveðst koma af fjöllum Innlent Fleiri fréttir „Þegar þú verður ráðherra verður þú að tala af ábyrgð“ Ekkert bólaði á ræðumanni Biðin eftir leikskólaplássi kostaði móður vinnuna Lýsti sjálfsvígshugsunum í pontu Alþingis Hinsegin fólk upplifi óöryggi í strætisvögnum Nennti ekki að tala við „atvinnubetlara“ og sagði henni að fokka sér Afgerandi niðurstaða um þjóðarmorð og óþreyjufullir foreldar á Nesinu Sósíalistar vilja Sönnu burt en hún kveðst koma af fjöllum Fráfarandi starfsmaður Sólheima: „Eins og ég sé að sleppa frá einangruðu einræðisríki“ „Ég veit ekki hversu hátt þarf að öskra orðið þjóðarmorð“ Vildi kynnast Kristjáni en var ítrekað sagt að „fokka sér“ Stöðugildum á vegum ríkis fjölgaði um rúm 500 á síðasta ári Reikna með gosi í lok mánaðar Rændi bíl í Veiðivötnum og ók undir áhrifum af vettvangi Vonar að fólk taki ekki mark á auglýsingum þar sem farið er með rangindi Ótrúlegur árekstur: „Ég sá bara dekk og púströr“ Merki um að gjá í samfélaginu sé að stækka Skýrt að Ísland sé ekki griðastaður stríðsglæpamanna Stjórnvöld ætli að hafa yfirhöndina gagnvart skipulögðum glæpahópum Ísraelar sakaðir um þjóðarmorð og dómsmálaráðherra styður lögregluna í aðgerðum gegn Hells Angels Lokun Sorpu á Dalvegi enn frestað Munu áfram stýra fastanefndunum Fá að halda framkvæmdum áfram í bili Eldur í geymslu í blokk á Selfossi Yfirlæknir gagnrýnir auglýsingu gegn lyfi við RS-veiru Flestir sem skráðu sig í Skorradalshrepp fá að kjósa Frumvarp um afnám laga um orlof húsmæðra lagt fram í tíunda sinn Ríkið situr á þúsundum hektara af framræstu votlendi Sló töskunni í vélarhlíf lögreglubifreiðar „Þetta var vissulega ekki í starfslýsingunni“ Sjá meira
Kristín Soffía Jónsdóttir, borgarfulltrúi Samfylkingarinnar, hefur barist fyrir innleiðingu göngugatna í miðborg Reykjavíkur síðan árið 2010. Tillaga þess efnis var samþykkt í borgarstjórn vikunni. Kristín Soffía segir langa þrautagöngu nú að baki – sem oft og tíðum varð ansi persónuleg – og er þakklát fyrir þverpólitíska samstöðu. Þá vonast hún til þess að breytingarnar verði innleiddar sem fyrst. Borgarstjórn samþykkti á þriðjudag að fela umhverfis- og skipulagssviði að útfæra Laugaveg og Bankastræti sem göngugötur allt árið um kring. Þá kemur einnig til greina að gera götur í Kvosinni að göngusvæði. Tillagan var samþykk þvert á flokka en barist hefur verið fyrir innleiðingu göngugatna innan borgarstjórnar í nokkurn tíma.Fólk stressað frá upphafi Kristín Soffía Jónsdóttir, borgarfulltrúi Samfylkingarinnar, hefur farið þar fremst í flokki í gegnum tíðina, ásamt borgarfulltrúunum Hjálmari Sveinssyni, Karli Sigurðssyni og Gísla Marteini Baldurssyni. Kristín Soffía byrjaði fyrst að skoða möguleikann á Laugavegi sem göngugötu árið 2010 og segir í samtali við Vísi að hún hafi verið afar bjartsýn á brautargengi tillögunnar í fyrstu. En svo tók við þrautaganga, sem töluvert hefur verið fjallað um í fjölmiðlun.Sjá einnig: Segja fólk sem vill ganga í miðborginni geta gengið í kringum tjörnina„Fólk var stressað alveg frá upphafi. Þetta er náttúrulega lífsviðurværi fólks, það eru ofsalega margar smáverslanir í miðborginni þar sem eigendurnir standa vaktina og þegar verið að gera svona stórar breytingar þá verður fólk, eðlilega, svolítið stressað,“ segir Kristín Soffía í samtali við Vísi.Vegfarendur leysa bíla af hólmi á Laugavegi.Mynd/ReykjavíkurborgUppnefnd „dúkkulísa“ og „krakki“ Þá hafi verslunareigendur snemma skipt sér í fylkingar. „Það voru annars vegar þeir verslunareigendur sem vildu meina það að óbreytt ástand væri ekki málið. Þetta voru verslunarmenn eins og Hörður í Macland, Þura Hauksdóttir í Spúútnik og Bára Hólmgeirsdóttir í Aftur. Ef þau hefðu ekki verið svona sterkur hópur á móti þeim sem voru neikvæðastir þá hefði þetta aldrei gengið upp. Þannig að þau eiga mikið hrós skilið,“ segir Kristín Soffía. „En svo voru aðrir sem voru ekki tilbúnir að treysta á að göngugötur gætu bjargað einhverju. Þetta var rosalegt til að byrja með. Ég var uppnefnd dúkkulísa, puntudúkka og krakki, og það var orðinn fastur punktur í tilverunni að dauði miðborgarinnar væri boðaður í hvert skipti sem átti að fara að takmarka bílaumferð. En það hefur sem betur fer ekki ræst.“Þau ánægjulegu tímamót urðu rétt í þessu að nær öll borgarstjorn sameinaðist um að Laugavegur og Bankastræti - og valdar götur í Kvos - verði gerðar að göngugötum allt árið. Málið var samþykkt án mótatkvæða. Þetta kallar maður fína byrjun á góðum vetri. #betriReykjavik pic.twitter.com/E26M6lQ8yh— Dagur B. Eggertsson (@Dagurb) September 4, 2018 Þverpólitísk samstaða ómetanleg Fjölmiðlaumfjöllun um ósætti og erjur milli minnihluta og meirihluta í borgarstjórn hefur verið áberandi síðustu vikur og mánuði. Þverpólitísk samstaða ríkir þó um göngugöturnar nú og því fagnar Kristín Soffía. „Það er svo notalegt. Það lítur kannski út fyrir að pólitíkin snúist bara um átök en í raun og veru, þegar næst svona breið sátt um mál sem eru stór, eins og þetta, þá líður öllum betur. Það er svo gaman þegar við getum gert svona hluti saman. Það er ómetanlegt að þetta hafi endað svona.“En hvenær verða breytingarnar innleiddar?„Við vitum það ekki, ef ég á að segja alveg eins og er, en okkur langar til að hlaupa hratt. Við þurfum að byrja á því að skoða fullt af tæknilegum málum, eins og aðgengi að baklóðum sem hefur verið að breytast mjög mikið, en við viljum tryggja að þetta gerist sem fyrst,“ segir Kristín Soffía.
Borgarstjórn Göngugötur Reykjavík Skipulag Tengdar fréttir Kvöldlokun vekur litla gleði verslunareigenda Borgarráð hefur samþykkt að loka fyrir umferð bíla frá klukkan 16.00 til 07.00 á tímabilinu 14. til 23. desember í miðbænum. Verslunareigendur eru ekki sáttir og segja bæinn vera orðinn einsleitan. 5. desember 2017 11:00 Laugavegur og Bankastræti göngugötur allt árið um kring Borgarfulltrúarnir Dagur B. Eggertsson og Hildur Björnsdóttir eru sammála um að breytingin sé til góðs. 4. september 2018 17:33 Segja fólk sem vill ganga í miðborginni geta gengið í kringum tjörnina Borgarráð samþykkti á fundi sínum í gær að opna göngugötur í miðborg Reykjavíkur á aðventunni. 1. desember 2017 06:28 Mest lesið „Þegar þú verður ráðherra verður þú að tala af ábyrgð“ Innlent Biðin eftir leikskólaplássi kostaði móður vinnuna Innlent Nennti ekki að tala við „atvinnubetlara“ og sagði henni að fokka sér Innlent Fráfarandi starfsmaður Sólheima: „Eins og ég sé að sleppa frá einangruðu einræðisríki“ Innlent Ekkert bólaði á ræðumanni Innlent Ótrúlegur árekstur: „Ég sá bara dekk og púströr“ Innlent Hinsegin fólk upplifi óöryggi í strætisvögnum Innlent Vildi kynnast Kristjáni en var ítrekað sagt að „fokka sér“ Innlent Lýsti sjálfsvígshugsunum í pontu Alþingis Innlent Sósíalistar vilja Sönnu burt en hún kveðst koma af fjöllum Innlent Fleiri fréttir „Þegar þú verður ráðherra verður þú að tala af ábyrgð“ Ekkert bólaði á ræðumanni Biðin eftir leikskólaplássi kostaði móður vinnuna Lýsti sjálfsvígshugsunum í pontu Alþingis Hinsegin fólk upplifi óöryggi í strætisvögnum Nennti ekki að tala við „atvinnubetlara“ og sagði henni að fokka sér Afgerandi niðurstaða um þjóðarmorð og óþreyjufullir foreldar á Nesinu Sósíalistar vilja Sönnu burt en hún kveðst koma af fjöllum Fráfarandi starfsmaður Sólheima: „Eins og ég sé að sleppa frá einangruðu einræðisríki“ „Ég veit ekki hversu hátt þarf að öskra orðið þjóðarmorð“ Vildi kynnast Kristjáni en var ítrekað sagt að „fokka sér“ Stöðugildum á vegum ríkis fjölgaði um rúm 500 á síðasta ári Reikna með gosi í lok mánaðar Rændi bíl í Veiðivötnum og ók undir áhrifum af vettvangi Vonar að fólk taki ekki mark á auglýsingum þar sem farið er með rangindi Ótrúlegur árekstur: „Ég sá bara dekk og púströr“ Merki um að gjá í samfélaginu sé að stækka Skýrt að Ísland sé ekki griðastaður stríðsglæpamanna Stjórnvöld ætli að hafa yfirhöndina gagnvart skipulögðum glæpahópum Ísraelar sakaðir um þjóðarmorð og dómsmálaráðherra styður lögregluna í aðgerðum gegn Hells Angels Lokun Sorpu á Dalvegi enn frestað Munu áfram stýra fastanefndunum Fá að halda framkvæmdum áfram í bili Eldur í geymslu í blokk á Selfossi Yfirlæknir gagnrýnir auglýsingu gegn lyfi við RS-veiru Flestir sem skráðu sig í Skorradalshrepp fá að kjósa Frumvarp um afnám laga um orlof húsmæðra lagt fram í tíunda sinn Ríkið situr á þúsundum hektara af framræstu votlendi Sló töskunni í vélarhlíf lögreglubifreiðar „Þetta var vissulega ekki í starfslýsingunni“ Sjá meira
Kvöldlokun vekur litla gleði verslunareigenda Borgarráð hefur samþykkt að loka fyrir umferð bíla frá klukkan 16.00 til 07.00 á tímabilinu 14. til 23. desember í miðbænum. Verslunareigendur eru ekki sáttir og segja bæinn vera orðinn einsleitan. 5. desember 2017 11:00
Laugavegur og Bankastræti göngugötur allt árið um kring Borgarfulltrúarnir Dagur B. Eggertsson og Hildur Björnsdóttir eru sammála um að breytingin sé til góðs. 4. september 2018 17:33
Segja fólk sem vill ganga í miðborginni geta gengið í kringum tjörnina Borgarráð samþykkti á fundi sínum í gær að opna göngugötur í miðborg Reykjavíkur á aðventunni. 1. desember 2017 06:28
Ísraelar sakaðir um þjóðarmorð og dómsmálaráðherra styður lögregluna í aðgerðum gegn Hells Angels