Innlent

Slasaðist í bílveltu á Suðurstrandarvegi

Jóhann K. Jóhannsson og Margrét Helga Erlingsdóttir skrifa
Einn slasaðist þegar bíll valt á Suðurstrandarvegi um hálf eitt leytið í dag.
Einn slasaðist þegar bíll valt á Suðurstrandarvegi um hálf eitt leytið í dag. Vísir/Stöð 2

Umferðarslys varð á Suðurstrandarvegi um klukkan hálf eitt í dag þegar bifreið fór út af veginum við Krísuvíkurveg.

Slökkviliðs-og sjúkraflutningamenn voru sendir frá Hafnarfirði og Grindavík en ökumaðurinn var einn í bílnum sem valt og þurfti að beita klippum til að ná ökumanninum út.

Hann var fluttur með sjúkrabíl á slysadeild Landspítalans í Fossvogi en samkvæmt upplýsingum frá Lögreglunni á Suðurnesjum eru meiðsli hans ekki talin alvarleg.Athugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.