Þrettán ár síðan að Newcastle eyddi mest í einn leikmann: Metið sem stendur enn Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 30. ágúst 2018 15:00 Michael Owen kynntur til leiks sem nýr leikmaður Newcastle fyrir þrettán árum síðan. Vísir/Getty Stóru fótboltafélög heimsins eru flest vön því að slá metið yfir dýrasta leikmann félagsins á hverju ári. Verð fótboltamanna hefur hækkað ótrúlega síðustu ár og því er það stórmerkilegt að met eins liðs í ensku úrvalsdeildinni sé orðið þrettán ára gamalt. Í dag 30. ágúst eru nefnilega liðin heil þrettán ár síðan að Newcastle United gerði Michael Owen að dýrasta leikmanni félagsins.#OnThisDay in 2005 Michael Owen passed a medical at Newcastle ahead of becoming the club's record signing. 13 years on, that £17m fee is STILL the #NUFC transfer record... pic.twitter.com/MAxuEsiHCa — Match of the Day (@BBCMOTD) August 30, 2018Á þessum degi árið 2005 þá keypti Newcastle United Michael Owen frá spænska stórliðinu Real Madrid fyrir sautján milljónir punda. Owen tók þar með titilinn dýrasti leikmaðurinn í sögu Newcastle af Alan Shearer og hefur haldið honum síðan. Shearer hafði verið sá dýrasti hjá félaginu í níu ár. Michael Owen sló í gegn sem leikmaður Liverpool frá 1996 til 2004 en hafði verið í eitt tímabil hjá Real Madrid. Liverpool vildi kaupa Owen aftur en var ekki tilbúið að borga svona mikið fyrir hann. Real Madrid keypti hann á átta milljónir punda frá Liverpool um miðjan ágúst 2004 eða aðeins rúmum tólf mánuðum fyrr.On this day in 2005, Newcastle signed Michael Owen for a club record £17m... And he is still their record signing, 13 years later... pic.twitter.com/fztabuclbQ — TheFootballRepublic (@TheFootballRep) August 30, 2018Michael Owen bryjaði vel hjá Newcastle og skoraði 7 mörk í fyrstu 8 deildarleikjunum en varð svo fyrir því að ristarbrotna og lék aðeins einn leik til viðbótar á leiktíðinni. Owen sleit síðan krossband í fyrsta leik Englands á HM 2006 og missti af nær öllu 2006-07 tímabilinu. Owen lék tvö tímabil í viðbót með Newcastle, skoraði 11 mörk í 29 leikjum 2007-08 og 8 mörk í 28 leikjum 2008-09. Þegar fimm ára samningur Michael Owen rann út þá samdi hann við Manchester United og spilaði þar næstu tímabil. Hann lagði svo skóna á hilluna sem leikmaður Stoke City eftir 2012-13 tímabilið.Dýrustu leikmennirnir í sögu Newcastle United: 1. Michael Owen, frá Real Madrid - 17 milljónir punda 2005 2. Alan Shearer, frá Blackburn Rovers - 15 milljónir punda 1996 3. Georginio Wijnaldum, frá PSV Eindhoven - 14,5 milljónir pund 2014 4. Aleksandar Mitrovic, frá RSC Anderlecht - 13 milljónir pund 2014 5. Florian Thauvin, frá Olympique Marseille - 13 milljónir pund 2014 Enski boltinn Tengdar fréttir Liverpool framherjarnir eru ennþá þeir yngstu Raheem Sterling skoraði á dögunum sitt fimmtugasta mark í ensku úrvalsdeildinni og aðeins tíu leikmenn í sögu deildarinnar hafa verið yngri á slíkum tímamótum. 29. ágúst 2018 13:00 Michael Owen hataði síðustu árin á ferlinum: „Þetta var hræðilegt“ Michael Owen var einn efnilegasti fótboltamaður heims þegar hann var ungur. Meiðsli komu í veg fyrir að hann næði þeim hæðum sem margir bjuggust við og hann hataði síðustu ár ferils síns. 27. ágúst 2018 08:00 Mest lesið Íslendingar ættu frekar að vera hræddir Handbolti Íslendingar sitja fastir í Svíþjóð Handbolti Skandall á EM í handbolta: „Hefði aldrei átt að gerast“ Handbolti Dagur henti tveimur leikmönnum sínum upp í stúku Handbolti Gleðin snerist í sorg hjá Danmörku Handbolti Austurríkismenn hjálpuðu Alfreð Handbolti Úthúðuðu Alfreð og starfið talið í húfi í kvöld Handbolti „Elvar og Ýmir voru rosalegir“ Handbolti Marokkó leitar réttar síns hjá FIFA: „Þetta sár grær ekki auðveldlega“ Fótbolti Fá meira fyrir níu pílna legg heldur en að vinna mótið Sport Fleiri fréttir Guéhi genginn til liðs við City „Þetta eru svakaleg kaup“ Sagður fá lengri líflínu „Þegar þú ert ráðinn til Chelsea er bara spurning hvenær þú verður rekinn“ Aston Villa mistókst að höggva í forskot Arsenal Útivallarófarir Newcastle halda áfram „Ekki hrifinn af bauli eigin stuðningsmanna“ Íhuga að reka Glasner eftir reiðikastið Sjáðu hvernig United vann City og öll mörkin úr enska í gær Mætti brjálaður í viðtal og hjólaði í stjórnina Pirrandi kvöld fyrir topplið Arsenal í Skírisskógi Dagar Frank hjá Tottenham taldir? Benoný skoraði sigurmark Stockport Kærkominn sigur í fyrsta deildarleik Rosenior með Chelsea Víti í súginn í fjórða jafntefli Liverpool í röð Markaskorarinn Mbeumo: „Old Trafford var ótrúlegur í dag“ Draumabyrjun hjá Carrick Alveg sama hvað Roy Keane hefur að segja Slot segir Salah enn vera mjög mikilvægan fyrir Liverpool Glasner hættir með Crystal Palace í vor og Guehi fer nú í janúar Félagsfærni og persónuleiki skiptir miklu máli þegar Tuchel velur HM-hópinn Nýr þjálfari Chelsea minnti leikmenn á að þvo sér um hendur Engin mistök þegar „rangstöðumark“ Wirtz var dæmt gilt Ekki viss um framtíð sína hjá Liverpool Nýr stjóri Chelsea sagðist sjálfur bera ábyrgð á mistökum markvarðarins „Þetta get ég og þarf að gera oftar“ Skytturnar með forystuna en Garnacho stal þrumunni af Gyökeres Guardiola segir að Haaland sé úrvinda Segir ósanngjarnt að kalla Arsenal „Set Piece FC“ Eitt félag hefur grætt mest á mistökum VAR Sjá meira
Stóru fótboltafélög heimsins eru flest vön því að slá metið yfir dýrasta leikmann félagsins á hverju ári. Verð fótboltamanna hefur hækkað ótrúlega síðustu ár og því er það stórmerkilegt að met eins liðs í ensku úrvalsdeildinni sé orðið þrettán ára gamalt. Í dag 30. ágúst eru nefnilega liðin heil þrettán ár síðan að Newcastle United gerði Michael Owen að dýrasta leikmanni félagsins.#OnThisDay in 2005 Michael Owen passed a medical at Newcastle ahead of becoming the club's record signing. 13 years on, that £17m fee is STILL the #NUFC transfer record... pic.twitter.com/MAxuEsiHCa — Match of the Day (@BBCMOTD) August 30, 2018Á þessum degi árið 2005 þá keypti Newcastle United Michael Owen frá spænska stórliðinu Real Madrid fyrir sautján milljónir punda. Owen tók þar með titilinn dýrasti leikmaðurinn í sögu Newcastle af Alan Shearer og hefur haldið honum síðan. Shearer hafði verið sá dýrasti hjá félaginu í níu ár. Michael Owen sló í gegn sem leikmaður Liverpool frá 1996 til 2004 en hafði verið í eitt tímabil hjá Real Madrid. Liverpool vildi kaupa Owen aftur en var ekki tilbúið að borga svona mikið fyrir hann. Real Madrid keypti hann á átta milljónir punda frá Liverpool um miðjan ágúst 2004 eða aðeins rúmum tólf mánuðum fyrr.On this day in 2005, Newcastle signed Michael Owen for a club record £17m... And he is still their record signing, 13 years later... pic.twitter.com/fztabuclbQ — TheFootballRepublic (@TheFootballRep) August 30, 2018Michael Owen bryjaði vel hjá Newcastle og skoraði 7 mörk í fyrstu 8 deildarleikjunum en varð svo fyrir því að ristarbrotna og lék aðeins einn leik til viðbótar á leiktíðinni. Owen sleit síðan krossband í fyrsta leik Englands á HM 2006 og missti af nær öllu 2006-07 tímabilinu. Owen lék tvö tímabil í viðbót með Newcastle, skoraði 11 mörk í 29 leikjum 2007-08 og 8 mörk í 28 leikjum 2008-09. Þegar fimm ára samningur Michael Owen rann út þá samdi hann við Manchester United og spilaði þar næstu tímabil. Hann lagði svo skóna á hilluna sem leikmaður Stoke City eftir 2012-13 tímabilið.Dýrustu leikmennirnir í sögu Newcastle United: 1. Michael Owen, frá Real Madrid - 17 milljónir punda 2005 2. Alan Shearer, frá Blackburn Rovers - 15 milljónir punda 1996 3. Georginio Wijnaldum, frá PSV Eindhoven - 14,5 milljónir pund 2014 4. Aleksandar Mitrovic, frá RSC Anderlecht - 13 milljónir pund 2014 5. Florian Thauvin, frá Olympique Marseille - 13 milljónir pund 2014
Enski boltinn Tengdar fréttir Liverpool framherjarnir eru ennþá þeir yngstu Raheem Sterling skoraði á dögunum sitt fimmtugasta mark í ensku úrvalsdeildinni og aðeins tíu leikmenn í sögu deildarinnar hafa verið yngri á slíkum tímamótum. 29. ágúst 2018 13:00 Michael Owen hataði síðustu árin á ferlinum: „Þetta var hræðilegt“ Michael Owen var einn efnilegasti fótboltamaður heims þegar hann var ungur. Meiðsli komu í veg fyrir að hann næði þeim hæðum sem margir bjuggust við og hann hataði síðustu ár ferils síns. 27. ágúst 2018 08:00 Mest lesið Íslendingar ættu frekar að vera hræddir Handbolti Íslendingar sitja fastir í Svíþjóð Handbolti Skandall á EM í handbolta: „Hefði aldrei átt að gerast“ Handbolti Dagur henti tveimur leikmönnum sínum upp í stúku Handbolti Gleðin snerist í sorg hjá Danmörku Handbolti Austurríkismenn hjálpuðu Alfreð Handbolti Úthúðuðu Alfreð og starfið talið í húfi í kvöld Handbolti „Elvar og Ýmir voru rosalegir“ Handbolti Marokkó leitar réttar síns hjá FIFA: „Þetta sár grær ekki auðveldlega“ Fótbolti Fá meira fyrir níu pílna legg heldur en að vinna mótið Sport Fleiri fréttir Guéhi genginn til liðs við City „Þetta eru svakaleg kaup“ Sagður fá lengri líflínu „Þegar þú ert ráðinn til Chelsea er bara spurning hvenær þú verður rekinn“ Aston Villa mistókst að höggva í forskot Arsenal Útivallarófarir Newcastle halda áfram „Ekki hrifinn af bauli eigin stuðningsmanna“ Íhuga að reka Glasner eftir reiðikastið Sjáðu hvernig United vann City og öll mörkin úr enska í gær Mætti brjálaður í viðtal og hjólaði í stjórnina Pirrandi kvöld fyrir topplið Arsenal í Skírisskógi Dagar Frank hjá Tottenham taldir? Benoný skoraði sigurmark Stockport Kærkominn sigur í fyrsta deildarleik Rosenior með Chelsea Víti í súginn í fjórða jafntefli Liverpool í röð Markaskorarinn Mbeumo: „Old Trafford var ótrúlegur í dag“ Draumabyrjun hjá Carrick Alveg sama hvað Roy Keane hefur að segja Slot segir Salah enn vera mjög mikilvægan fyrir Liverpool Glasner hættir með Crystal Palace í vor og Guehi fer nú í janúar Félagsfærni og persónuleiki skiptir miklu máli þegar Tuchel velur HM-hópinn Nýr þjálfari Chelsea minnti leikmenn á að þvo sér um hendur Engin mistök þegar „rangstöðumark“ Wirtz var dæmt gilt Ekki viss um framtíð sína hjá Liverpool Nýr stjóri Chelsea sagðist sjálfur bera ábyrgð á mistökum markvarðarins „Þetta get ég og þarf að gera oftar“ Skytturnar með forystuna en Garnacho stal þrumunni af Gyökeres Guardiola segir að Haaland sé úrvinda Segir ósanngjarnt að kalla Arsenal „Set Piece FC“ Eitt félag hefur grætt mest á mistökum VAR Sjá meira
Liverpool framherjarnir eru ennþá þeir yngstu Raheem Sterling skoraði á dögunum sitt fimmtugasta mark í ensku úrvalsdeildinni og aðeins tíu leikmenn í sögu deildarinnar hafa verið yngri á slíkum tímamótum. 29. ágúst 2018 13:00
Michael Owen hataði síðustu árin á ferlinum: „Þetta var hræðilegt“ Michael Owen var einn efnilegasti fótboltamaður heims þegar hann var ungur. Meiðsli komu í veg fyrir að hann næði þeim hæðum sem margir bjuggust við og hann hataði síðustu ár ferils síns. 27. ágúst 2018 08:00