Tónlist

Föstudagsplaylisti Barða Jóhannssonar

Hjalti Freyr Ragnarsson skrifar
Barði Jóhannsson.
Barði Jóhannsson. Vísir/aðsend mynd

Barði, sem oft er kenndur við hljómsveit sína Bang Gang, gerði föstudagslagalista Vísis að þessu sinni, „post-Verslunarmannahelgar playlista,“ eins og hann orðar það.

Hann er nýkominn heim úr tónleikaferðalagi með Bang Gang um Kína. Þar var spilað í fjórum borgum en sveitin hefur ferðast þónokkuð oft til landsins á síðustu árum og á dygga aðdáendur þar í landi.

Þetta ár er áhugavert fyrir Bang Gang en 3 plötur sveitarinnar eiga afmæli. Fyrsta platan YOU á 20 ára afmæli, Something Wrong er 15 ára og Ghosts From the Past er 10 ára. Samkvæmt Barða verður haldið upp á þetta og kemur í ljós á næstu vikum hvernig það mun fara fram.

„Ég byrja playlistann á laginu It’s Alright sem varð aldrei smáskífa en virðist eiga langt líf. Svo koma alls konar hressandi lög sem er gott að nota við ferðalög í huganum eða eitthvað rólegt stúss,“ segir Barði um lagavalið.

Barði Jóhannsson hefur komið víða við á ferlinum, unnið tónlist fyrir kvikmyndir og leikverk, átt þátt í gerð sjónvarpsþáttanna ógleymanlegu Konfekt og Gnarrenburg, og nýverið vann hann tónlist með JB Dunckel, öðrum helmingi dúósins Air, í verkefninu Starwalker.


Tengdar fréttir

Nýtt lag frá Barða og JB Dunckel úr Air

Starwalker, hljómsveit þeirra Barða og JB Dunckel úr Air senda frá sér plötu 1. apríl næstkomandi en í dag kom út nýtt lag frá þeim félögum sem nefnist Everybody's Got Their Own Way.Athugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.