James Gunn rekinn sem leikstjóri Guardians of the Galaxy 3 Birgir Olgeirsson skrifar 20. júlí 2018 20:15 Leikstjórinn James Gunn. Vísir/Getty James Gunn hefur verið rekinn sem leikstjóri þriðju myndarinnar um ofurhetjuteymið Guardians of the Galaxy.Ákvörðunin um brottreksturinn var tekin eftir að umdeild tíst kvikmyndagerðarmannsins komust í umferð. James Gunn hefur gagnrýnt forseta Bandaríkjanna harðlega undanfarið en íhaldsmenn hafa nú deilt gömlum tístum frá leikstjóranum þar sem hann grínaðist með nauðganir og barnaníð. Stjórnarformaður fyrirtækisins Walt Disney, sem á Marvel Studios sem framleiða Guardians of the Galaxy, segir þessi tíst leikstjórans óverjanleg með öllu og langt því fram að vera í anda þeirra gilda sem fyrirtækið stendur fyrir.Eftir að tístin komust aftur í umferð steig James Gunn fram og tjáði sig um þau. Hann sagði á Twitter-síðu sinni í gær að hann hefði í upphafi síns ferils leitast við að ögra og gert myndir og sagt brandara sem voru svívirðilegir og hneykslanlegir. „Eins og ég hef rætt margsinnis opinberlega, ég hef þroskast sem manneskja og það á einnig við um verkin mín og húmor,“ sagði Gunn og bætti við: „Það er ekki þar með sagt að ég sé orðin betri manneskja, en ég er mjög frábrugðinn því sem ég var fyrir nokkrum árum,“ sagði Gunn og benti á að í dag halli hann sér minna að reiði þegar hann leitar að innblæstri í störfum sínum.Chris Pratt ásamt James Gunn á tökustað Guardians of the Galaxy vol. 2.Marvel StudiosTístin voru birt á vef The Daily Caller en tístin voru rituð á árunum 2008 og 2009. Skömmu eftir að tístin voru birt á vefnum hvöttu íhaldsmenn fylgjendur sína til að spyrja Gunn út í þau á Comic-Con ráðstefnunni í San Diego. Gunn hefur undanfarið ár unnið að handritaskrifum fyrir þriðju Guardians of the Galaxy-myndina. Tökur á myndinni áttu að hefjast í haust og var búist við að hún yrði frumsýnd árið 2020. Guardians-myndirnar hafa notið gífurlegra vinsælda. Fyrsta myndin þénaði 773 milljónir dollara á heimsvísu og seinni myndin 863 milljónir dollara. Bíó og sjónvarp Disney Mest lesið „Grunar að hann hafi bara vitað upp á hár hvað væri að fara að gerast“ Lífið Ein heitasta söngkona landsins á lausu Lífið Samfélagsmiðlar sýna ekki einmanaleikann Lífið Tuttugu ára aldursmunur og ástin blómstrar Lífið Stjörnubarnið komið í heiminn Lífið Óþekkjanleg stjarna Bíó og sjónvarp Svona verða stórtónleikar Kaleo í Vaglaskógi Lífið Ástin sveif yfir ítölskum vötnum Lífið Skotheld og skemmtileg hlauparáð Lífið Devin Booker á Íslandi Lífið Fleiri fréttir Óþekkjanleg stjarna Ingvar E. valinn besti leikarinn í Grikklandi Malkovich klipptur út úr Hinum fjóru fræknu Reykjavík Visual Effects tilnefnt til tveggja Emmy-verðlauna Sleðinn úr Citizen Kane orðinn næstverðmætasti leikmunurinn Severance sópar að sér Emmy-tilnefningum Bestu hlutverk Michaels Madsen: Óþokki með viskýrödd og uppáhald Tarantino Djöfullinn klæðist Prada á ný Grindavík sigursæl erlendis Skapandi sumarstarf varð að þætti á laugardagskvöldum á RÚV Næsti Bond undir þrítugu og þrír efstir á blaði Villeneuve leikstýrir næstu mynd um James Bond Ólafur Darri og Hera Hilmars halda áfram að heilla heiminn Amatörar, hvalfirskur bóndi og barátta við borgina verðlaunuð Sjá meira
James Gunn hefur verið rekinn sem leikstjóri þriðju myndarinnar um ofurhetjuteymið Guardians of the Galaxy.Ákvörðunin um brottreksturinn var tekin eftir að umdeild tíst kvikmyndagerðarmannsins komust í umferð. James Gunn hefur gagnrýnt forseta Bandaríkjanna harðlega undanfarið en íhaldsmenn hafa nú deilt gömlum tístum frá leikstjóranum þar sem hann grínaðist með nauðganir og barnaníð. Stjórnarformaður fyrirtækisins Walt Disney, sem á Marvel Studios sem framleiða Guardians of the Galaxy, segir þessi tíst leikstjórans óverjanleg með öllu og langt því fram að vera í anda þeirra gilda sem fyrirtækið stendur fyrir.Eftir að tístin komust aftur í umferð steig James Gunn fram og tjáði sig um þau. Hann sagði á Twitter-síðu sinni í gær að hann hefði í upphafi síns ferils leitast við að ögra og gert myndir og sagt brandara sem voru svívirðilegir og hneykslanlegir. „Eins og ég hef rætt margsinnis opinberlega, ég hef þroskast sem manneskja og það á einnig við um verkin mín og húmor,“ sagði Gunn og bætti við: „Það er ekki þar með sagt að ég sé orðin betri manneskja, en ég er mjög frábrugðinn því sem ég var fyrir nokkrum árum,“ sagði Gunn og benti á að í dag halli hann sér minna að reiði þegar hann leitar að innblæstri í störfum sínum.Chris Pratt ásamt James Gunn á tökustað Guardians of the Galaxy vol. 2.Marvel StudiosTístin voru birt á vef The Daily Caller en tístin voru rituð á árunum 2008 og 2009. Skömmu eftir að tístin voru birt á vefnum hvöttu íhaldsmenn fylgjendur sína til að spyrja Gunn út í þau á Comic-Con ráðstefnunni í San Diego. Gunn hefur undanfarið ár unnið að handritaskrifum fyrir þriðju Guardians of the Galaxy-myndina. Tökur á myndinni áttu að hefjast í haust og var búist við að hún yrði frumsýnd árið 2020. Guardians-myndirnar hafa notið gífurlegra vinsælda. Fyrsta myndin þénaði 773 milljónir dollara á heimsvísu og seinni myndin 863 milljónir dollara.
Bíó og sjónvarp Disney Mest lesið „Grunar að hann hafi bara vitað upp á hár hvað væri að fara að gerast“ Lífið Ein heitasta söngkona landsins á lausu Lífið Samfélagsmiðlar sýna ekki einmanaleikann Lífið Tuttugu ára aldursmunur og ástin blómstrar Lífið Stjörnubarnið komið í heiminn Lífið Óþekkjanleg stjarna Bíó og sjónvarp Svona verða stórtónleikar Kaleo í Vaglaskógi Lífið Ástin sveif yfir ítölskum vötnum Lífið Skotheld og skemmtileg hlauparáð Lífið Devin Booker á Íslandi Lífið Fleiri fréttir Óþekkjanleg stjarna Ingvar E. valinn besti leikarinn í Grikklandi Malkovich klipptur út úr Hinum fjóru fræknu Reykjavík Visual Effects tilnefnt til tveggja Emmy-verðlauna Sleðinn úr Citizen Kane orðinn næstverðmætasti leikmunurinn Severance sópar að sér Emmy-tilnefningum Bestu hlutverk Michaels Madsen: Óþokki með viskýrödd og uppáhald Tarantino Djöfullinn klæðist Prada á ný Grindavík sigursæl erlendis Skapandi sumarstarf varð að þætti á laugardagskvöldum á RÚV Næsti Bond undir þrítugu og þrír efstir á blaði Villeneuve leikstýrir næstu mynd um James Bond Ólafur Darri og Hera Hilmars halda áfram að heilla heiminn Amatörar, hvalfirskur bóndi og barátta við borgina verðlaunuð Sjá meira