Hvalurinn reyndist blendingur langreyðar og steypireyðar Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 19. júlí 2018 15:19 Kristján Loftsson er forstjóri Hvals. Hann sagðist fullviss um að hvalurinn væri blendingur sem nú hefur fengist staðfest. Vísir/Getty Hvalurinn sem dreginn var á land af skipum Hvals hf. í hvalstöðinni í Hvalfirði þann 7. júlí var blendingur langreyðar og steypireyðar. Þetta staðfesta niðurstöður erfðafræðirannsókna. Faðirinn var langreyður og móðirin steypireyður. Talið var að hvalurinn gæti mögulega verið steypireyður sem bannað er að veiða. Hefur verið fjallað um málið í erlendum fjölmiðlum þar sem sérfræðingar hafa talið víst að um steypireyð var að ræða. Kölluðu hvalasérfræðingar eftir því að hvalveiðifloti Hvals hf. yrði kyrrsettur uns skorið yrði úr því með erfðavísindarannsókn að um blending væri að ræða. Kristján Loftsson, forstjóri Hvals, sagðist alltaf sannfærður um að hvalurinn væri blendingur. Stærðamunur er á tegundunum tveimur sem um ræðir en steypireyður er stærsta dýr heims. Þyngdarmunur dýranna nemur um 60-80 tonnum. Efri hluti þeirra, sá er kemur upp úr sjónum, er þó áþekkur í sýn. Gísli Víkingsson, hvalasérfræðingur hjá Hafró, sagði við fréttastofu þann 13. júlí að rannsóknir á borð við þessar færu yfirleitt fram á haustin. Í þessu tilfelli hafi verið óskað eftir því að semja við rannsóknarstofu um að skoða sýnið sem fyrst. Þeirri rannsókn er nú lokið og niðurstaðan að um blending hafi verið að ræða.Tilkynningin frá Hafró Þann 7. júlí sl. var hvalur dreginn á land í hvalstöðinni í Hvalfirði sem bar einkenni bæði langreyðar og steypireyðar. Starfsmaður Hafrannsóknastofnunar sem var við mælingar og sýnatöku í hvalstöðinni tilkynnti strax um atvikið og gerði viðeigandi athuganir og mælingar auk sýnatöku. Bráðabirgðaniðurstaða Hafrannsóknastofnunar var að um væri að ræða blending en að staðfestingu yrði leitað með erfðafræðilegum aðferðum í vertíðarlok líkt og gert hefur verið í fyrri tilfellum þegar meintir blendingar hafa veiðst. Í kjölfar mikillar umræðu um það að umræddur hvalur væri hugsanlega steypireyður var ákveðið að flýta eins og kostur væri greiningu erfðasýna til að fá niðurstöðu eins fljótt og mögulegt væri. Þeirri vinnu er nú lokið. Niðurstöður erfðafræðirannsóknanna staðfesta að umræddur hvalur sem veiddur var þann 7. júlí síðastliðinn var blendingur langreyðar og steypireyðar og að móðirin var steypireyður en faðirinn langreyður.Nánar um rannsóknina Erfðagreining fór fram á rannsóknastofu MATÍS en úrvinnsla gagnanna var unnin af erfðasérfræðingi Hafrannsóknastofnunar í samvinnu við sérfræðing MATÍS. Umrætt sýni var greint ásamt öðrum sýnum úr blendingum sem safnað hefur verið úr atvinnuveiðum frá árinu 1983, alls 5 einstaklingum. Þá voru greind erfðasýni úr 24 langreyðum sem safnað var í ár auk þeirra 154 sem veiddust árið 2015. Jafnframt voru greind eldri sýni úr steypireyði (23 einstaklingar) sem til eru í lífsýnasafni Hafrannsóknastofnunar. Tvennskonar aðferðum var beitt við greiningu sýna. Annars vegar voru raðgreindir hvatberar (mtDNA) auk þess sem 15 erfðamörk voru greindmeð svokallaðri mikrósatelíta (nDNA) aðferð. Erfðaefni hvatberanna erfist beint frá móður og staðfestir greiningin að móðir umrædds hvals var steypireyður. Þar sem hvatbera greiningin staðfestir ekki tegund föðursins var frekari greining gerð með umræddri mikrósatelíta aðferð. Meðfylgjandi mynd sýnir niðurstöður þeirrar greiningar og unnið var í greiningarforritinu STRUCTURE.Á myndinni má sjá niðurstöður fyrir alla 206 hvalina sem rannsakaðir voru. Einleitu rauðu súlurnar sýna langreyðar en grænu heilu súlurnar sýna eldri sýni úr steypireyði. Þau 5 sýni sem eru bæði rauð og græn eru úr hvölum sem greinast sem blendingar. Hluti þeirra hefur áður verið greindur sem blendingar og niðurstöður birtar í ritrýndum vísindatímaritum. Umræddur hvalur sem veiddist 7. júlí er merktur sem Hvalur 22 á myndinni. Niðurstöður greininganna staðfesta að allir hvalirnir sem greindir hafaverið sem blendingar af útlitseinkennum eru blendingar af fyrstu kynslóð þar sem annað foreldrið var hrein steypireyður og hitt foreldrið langreyður. Niðurstöðurnar erfðafræðirannsóknanna staðfesta sem fyrr segir að umræddur hvalur sem veiddur var þann 7. júlí síðastliðinn var blendingur langreyðar og steypireyðar. Tengdar fréttir Hvalasérfræðingar kalla eftir því að hvalveiðiflotinn verði kyrrsettur Telja miklar líkur á að dýrið hafi verið steypireyður. 16. júlí 2018 18:35 Kristján handviss um að hvalurinn sé blendingur Ég er algjörleg viss um það að þetta sé blendingshvalur segir Kristján Loftsson forstjóri Hvals. 12. júlí 2018 16:31 Óska eftir flýtimeðferð í greiningu á erfðasýni hvalsins Ýmist er talið að um steypireyð eða blending sé að ræða. 13. júlí 2018 19:30 Forsætisráðherra telur óskynsamlegt að halda hvalveiðum áfram Erfðarannsókn á hval sem veiddur var um helgina stendur nú yfir en verið er að skera úr um tegund hvalsins. Sérfræðingar telja ýmist að um steypireyð eða blending steypireyðar og langreyðar sé að ræða. 14. júlí 2018 19:30 Mest lesið Bandaríkin beittu neitunarvaldinu gegn kröfu um vopnahlé Erlent Raunvirði íbúða lækkar á ný Innlent Mótmælir breyttu fyrirkomulagi í nemendaráðskosningum Innlent „Hver ætlar að fylgjast með því að hann komi ekki til baka?“ Innlent Grunaður um að fara inn á heimili fjölskyldu og brjóta þar á barni Innlent Hundruð milljóna vanti: „Þetta er hreint misrétti“ Innlent Ók á vegavinnumann og flúði vettvang Innlent Kimmel tekinn af dagskrá: Donald Trump grafi undan lýðræðinu Innlent Vítamínmarkaðurinn á Íslandi eins og villta vestrið Innlent Gekk fram á dauða seli: „Svona á enginn að gera“ Innlent Fleiri fréttir Raunvirði íbúða lækkar á ný Mótmælir breyttu fyrirkomulagi í nemendaráðskosningum Grunaður um að fara inn á heimili fjölskyldu og brjóta þar á barni Ók á vegavinnumann og flúði vettvang Biðla til fólks að taka vel á móti sölumönnum þó svikahrappar séu á ferð Kimmel tekinn af dagskrá: Donald Trump grafi undan lýðræðinu Bókun 35 fór hnökralaust í gegnum fyrstu umræðu en gæti reynt á í næstu Hundruð milljóna vanti: „Þetta er hreint misrétti“ „Hver ætlar að fylgjast með því að hann komi ekki til baka?“ Vítamínmarkaðurinn á Íslandi eins og villta vestrið Tjáir sig um brottvísun Kourani og tekist á um Jimmy Kimmel Tóku fyrstu skóflustungu að næsta áfanga miðbæjarins á Selfossi „Ýtnir og frekir“ útlendingar þykjist heyrnarlausir til að svíkja af fólki fé BSRB fordæmir áform ríkisstjórnar um að skerða réttindi starfsfólks Piltur stakk mann ítrekað en var sýknaður af tilraun til manndráps Hafnir landsins þurfa hátt í hundrað milljarða næstu fimmtán árin Harma áform stjórnvalda sem heimila hækkun gjalda Innan við helmingur segist trúaður Guðjón Ragnar skipaður skólameistari „Ég er bara eins og ég er og tala bara eins og ég tala“ Inga á móti neitunarvaldi sveitarfélaga „Ævintýralegur ávinningur“ og ráðherra segir auðvelt að sækja um Kjósa um sameiningu sveitarfélaganna í lok nóvember og desember Gísli Marteinn „alls ekki“ á leið í framboð Vilja að átján ára fái að kaupa áfengi Ráðherra boðar stórtækar breytingar og Viðskiptaráð vill finna olíu Hafnar kröfu um ógildingu ákvörðunar Skipulagsstofnunar Svona gæti Sundabraut litið út: Brú eða göng meðal valkosta Stefnir í að forystan verði óbreytt Gekk fram á dauða seli: „Svona á enginn að gera“ Sjá meira
Hvalurinn sem dreginn var á land af skipum Hvals hf. í hvalstöðinni í Hvalfirði þann 7. júlí var blendingur langreyðar og steypireyðar. Þetta staðfesta niðurstöður erfðafræðirannsókna. Faðirinn var langreyður og móðirin steypireyður. Talið var að hvalurinn gæti mögulega verið steypireyður sem bannað er að veiða. Hefur verið fjallað um málið í erlendum fjölmiðlum þar sem sérfræðingar hafa talið víst að um steypireyð var að ræða. Kölluðu hvalasérfræðingar eftir því að hvalveiðifloti Hvals hf. yrði kyrrsettur uns skorið yrði úr því með erfðavísindarannsókn að um blending væri að ræða. Kristján Loftsson, forstjóri Hvals, sagðist alltaf sannfærður um að hvalurinn væri blendingur. Stærðamunur er á tegundunum tveimur sem um ræðir en steypireyður er stærsta dýr heims. Þyngdarmunur dýranna nemur um 60-80 tonnum. Efri hluti þeirra, sá er kemur upp úr sjónum, er þó áþekkur í sýn. Gísli Víkingsson, hvalasérfræðingur hjá Hafró, sagði við fréttastofu þann 13. júlí að rannsóknir á borð við þessar færu yfirleitt fram á haustin. Í þessu tilfelli hafi verið óskað eftir því að semja við rannsóknarstofu um að skoða sýnið sem fyrst. Þeirri rannsókn er nú lokið og niðurstaðan að um blending hafi verið að ræða.Tilkynningin frá Hafró Þann 7. júlí sl. var hvalur dreginn á land í hvalstöðinni í Hvalfirði sem bar einkenni bæði langreyðar og steypireyðar. Starfsmaður Hafrannsóknastofnunar sem var við mælingar og sýnatöku í hvalstöðinni tilkynnti strax um atvikið og gerði viðeigandi athuganir og mælingar auk sýnatöku. Bráðabirgðaniðurstaða Hafrannsóknastofnunar var að um væri að ræða blending en að staðfestingu yrði leitað með erfðafræðilegum aðferðum í vertíðarlok líkt og gert hefur verið í fyrri tilfellum þegar meintir blendingar hafa veiðst. Í kjölfar mikillar umræðu um það að umræddur hvalur væri hugsanlega steypireyður var ákveðið að flýta eins og kostur væri greiningu erfðasýna til að fá niðurstöðu eins fljótt og mögulegt væri. Þeirri vinnu er nú lokið. Niðurstöður erfðafræðirannsóknanna staðfesta að umræddur hvalur sem veiddur var þann 7. júlí síðastliðinn var blendingur langreyðar og steypireyðar og að móðirin var steypireyður en faðirinn langreyður.Nánar um rannsóknina Erfðagreining fór fram á rannsóknastofu MATÍS en úrvinnsla gagnanna var unnin af erfðasérfræðingi Hafrannsóknastofnunar í samvinnu við sérfræðing MATÍS. Umrætt sýni var greint ásamt öðrum sýnum úr blendingum sem safnað hefur verið úr atvinnuveiðum frá árinu 1983, alls 5 einstaklingum. Þá voru greind erfðasýni úr 24 langreyðum sem safnað var í ár auk þeirra 154 sem veiddust árið 2015. Jafnframt voru greind eldri sýni úr steypireyði (23 einstaklingar) sem til eru í lífsýnasafni Hafrannsóknastofnunar. Tvennskonar aðferðum var beitt við greiningu sýna. Annars vegar voru raðgreindir hvatberar (mtDNA) auk þess sem 15 erfðamörk voru greindmeð svokallaðri mikrósatelíta (nDNA) aðferð. Erfðaefni hvatberanna erfist beint frá móður og staðfestir greiningin að móðir umrædds hvals var steypireyður. Þar sem hvatbera greiningin staðfestir ekki tegund föðursins var frekari greining gerð með umræddri mikrósatelíta aðferð. Meðfylgjandi mynd sýnir niðurstöður þeirrar greiningar og unnið var í greiningarforritinu STRUCTURE.Á myndinni má sjá niðurstöður fyrir alla 206 hvalina sem rannsakaðir voru. Einleitu rauðu súlurnar sýna langreyðar en grænu heilu súlurnar sýna eldri sýni úr steypireyði. Þau 5 sýni sem eru bæði rauð og græn eru úr hvölum sem greinast sem blendingar. Hluti þeirra hefur áður verið greindur sem blendingar og niðurstöður birtar í ritrýndum vísindatímaritum. Umræddur hvalur sem veiddist 7. júlí er merktur sem Hvalur 22 á myndinni. Niðurstöður greininganna staðfesta að allir hvalirnir sem greindir hafaverið sem blendingar af útlitseinkennum eru blendingar af fyrstu kynslóð þar sem annað foreldrið var hrein steypireyður og hitt foreldrið langreyður. Niðurstöðurnar erfðafræðirannsóknanna staðfesta sem fyrr segir að umræddur hvalur sem veiddur var þann 7. júlí síðastliðinn var blendingur langreyðar og steypireyðar.
Tengdar fréttir Hvalasérfræðingar kalla eftir því að hvalveiðiflotinn verði kyrrsettur Telja miklar líkur á að dýrið hafi verið steypireyður. 16. júlí 2018 18:35 Kristján handviss um að hvalurinn sé blendingur Ég er algjörleg viss um það að þetta sé blendingshvalur segir Kristján Loftsson forstjóri Hvals. 12. júlí 2018 16:31 Óska eftir flýtimeðferð í greiningu á erfðasýni hvalsins Ýmist er talið að um steypireyð eða blending sé að ræða. 13. júlí 2018 19:30 Forsætisráðherra telur óskynsamlegt að halda hvalveiðum áfram Erfðarannsókn á hval sem veiddur var um helgina stendur nú yfir en verið er að skera úr um tegund hvalsins. Sérfræðingar telja ýmist að um steypireyð eða blending steypireyðar og langreyðar sé að ræða. 14. júlí 2018 19:30 Mest lesið Bandaríkin beittu neitunarvaldinu gegn kröfu um vopnahlé Erlent Raunvirði íbúða lækkar á ný Innlent Mótmælir breyttu fyrirkomulagi í nemendaráðskosningum Innlent „Hver ætlar að fylgjast með því að hann komi ekki til baka?“ Innlent Grunaður um að fara inn á heimili fjölskyldu og brjóta þar á barni Innlent Hundruð milljóna vanti: „Þetta er hreint misrétti“ Innlent Ók á vegavinnumann og flúði vettvang Innlent Kimmel tekinn af dagskrá: Donald Trump grafi undan lýðræðinu Innlent Vítamínmarkaðurinn á Íslandi eins og villta vestrið Innlent Gekk fram á dauða seli: „Svona á enginn að gera“ Innlent Fleiri fréttir Raunvirði íbúða lækkar á ný Mótmælir breyttu fyrirkomulagi í nemendaráðskosningum Grunaður um að fara inn á heimili fjölskyldu og brjóta þar á barni Ók á vegavinnumann og flúði vettvang Biðla til fólks að taka vel á móti sölumönnum þó svikahrappar séu á ferð Kimmel tekinn af dagskrá: Donald Trump grafi undan lýðræðinu Bókun 35 fór hnökralaust í gegnum fyrstu umræðu en gæti reynt á í næstu Hundruð milljóna vanti: „Þetta er hreint misrétti“ „Hver ætlar að fylgjast með því að hann komi ekki til baka?“ Vítamínmarkaðurinn á Íslandi eins og villta vestrið Tjáir sig um brottvísun Kourani og tekist á um Jimmy Kimmel Tóku fyrstu skóflustungu að næsta áfanga miðbæjarins á Selfossi „Ýtnir og frekir“ útlendingar þykjist heyrnarlausir til að svíkja af fólki fé BSRB fordæmir áform ríkisstjórnar um að skerða réttindi starfsfólks Piltur stakk mann ítrekað en var sýknaður af tilraun til manndráps Hafnir landsins þurfa hátt í hundrað milljarða næstu fimmtán árin Harma áform stjórnvalda sem heimila hækkun gjalda Innan við helmingur segist trúaður Guðjón Ragnar skipaður skólameistari „Ég er bara eins og ég er og tala bara eins og ég tala“ Inga á móti neitunarvaldi sveitarfélaga „Ævintýralegur ávinningur“ og ráðherra segir auðvelt að sækja um Kjósa um sameiningu sveitarfélaganna í lok nóvember og desember Gísli Marteinn „alls ekki“ á leið í framboð Vilja að átján ára fái að kaupa áfengi Ráðherra boðar stórtækar breytingar og Viðskiptaráð vill finna olíu Hafnar kröfu um ógildingu ákvörðunar Skipulagsstofnunar Svona gæti Sundabraut litið út: Brú eða göng meðal valkosta Stefnir í að forystan verði óbreytt Gekk fram á dauða seli: „Svona á enginn að gera“ Sjá meira
Hvalasérfræðingar kalla eftir því að hvalveiðiflotinn verði kyrrsettur Telja miklar líkur á að dýrið hafi verið steypireyður. 16. júlí 2018 18:35
Kristján handviss um að hvalurinn sé blendingur Ég er algjörleg viss um það að þetta sé blendingshvalur segir Kristján Loftsson forstjóri Hvals. 12. júlí 2018 16:31
Óska eftir flýtimeðferð í greiningu á erfðasýni hvalsins Ýmist er talið að um steypireyð eða blending sé að ræða. 13. júlí 2018 19:30
Forsætisráðherra telur óskynsamlegt að halda hvalveiðum áfram Erfðarannsókn á hval sem veiddur var um helgina stendur nú yfir en verið er að skera úr um tegund hvalsins. Sérfræðingar telja ýmist að um steypireyð eða blending steypireyðar og langreyðar sé að ræða. 14. júlí 2018 19:30