Segir launahækkanir forstjóra ríkisstofnana ekki koma á óvart Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar 4. júlí 2018 21:00 Jón Þór Ólafsson, þingmaður Pírata, segir þær launahækkanir sem forstjórar ríkisstofnana hafa fengið undanfarið ekki koma á óvart. Um sé að ræða framhald á þróun sem hófst með ákvörðun kjararáðs á kjördag í október 2016 þegar laun ráðherra og annarra ráðamanna voru hækkuð um tugi prósenta. „Og svo þessar áframhaldandi hækkanir toppanna í samfélaginu, langt umfram almenna launaþróun, langt umfram það sem landsmenn hafa verið að reyna að stilla í hófið til að halda stöðugleika. Þannig að þetta kemur ekkert á óvart. Þetta er bara stefna og hefur verið í gangi,“ sagði Jón Þór í viðtali við Sunnu Sæmundsdóttur, fréttamann, í beinni útsendingu í fréttum Stöðvar 2 í kvöld. Spurður út í þessar hækkanir og hvað honum þætti um þær í ljósi þess að kjarasamningar eru lausir sagði hann grundvöllinn fyrir ró á vinnumarkaði sátt og sanngirni en sanngirni væri ekki eitthvað sem menn væru að sjá. „Þetta er náttúrulega bara hræðilegt. Þú grundvallar ekki ró á vinnumarkaði og þar af leiðandi efnahagsstöðugleika nema með sátt og sanngirni. Sanngirni er grundvöllurinn að þessu og það er ekki það sem við erum að sjá. Það þýðir þá náttúrulega bara það að það er engin tilviljun að það er búið að skipta um forystu í Eflingu og í VR,“ sagði Jón Þór. Hann telur að ýmislegt sé hægt að gera í stöðunni. „Það er ýmislegt hægt að gera. Til dæmis getur Alþingi með góðu fordæmi leiðrétt sín laun til lækkunar eins og við Píratar höfum verið að leggja ítrekað fram, núna síðast bara fyrir svona þremur vikum síðan. Það myndi strax sýna eitthvað en það sem vantar er náttúrulega það að ef menn ætla að gera þetta þá verða þeir að setjast niður og tala opinskátt það hvað á að gera. Þetta verður að vera einhvers konar allsherjar nálgun þar sem ráðherrarnir stíga fram og sýna fordæmi.“ Kjaramál Tengdar fréttir Allt að helmingur af launum ríkisforstjóra í formi yfirvinnu Umtalsverður munur er á því hversu margar yfirvinnueiningar er gert ráð fyrir í launum ríkisforstjóra samkvæmt nýjum úrskurði Kjararáðs. 4. júlí 2018 16:29 Síðasta verkið var um 10,8% hækkun Síðasta verk kjararáðs var að hækka laun ýmissa forstöðumanna ríkisstofnanna. 4. júlí 2018 09:46 Vill festa laun æðstu stjórnenda við almenna launaþróun Þingmaður Vinstri grænna telur að setja eigi ríkisfyrirtækjum starfskjarareglur þar sem kveðið yrði á um að laun stjórnenda fylgi almennri launaþróun í landinu. Framkvæmdastjóri Samtaka atvinnulífsins segir tugprósenta launahækkanir forstjóra ríkisfyrirtækja grafalvarlegt mál og slæmt innlegg í kjaraviðræður. 4. júlí 2018 20:00 Mest lesið „Ég hef aldrei upplifað annan eins harm“ Innlent Gaf fingurinn á Miklubraut Innlent Hrindir af stað söfnun fyrir móður stúlkunnar sem lést í Suður-Afríku Innlent Breiddi út faðminn fyrir rasista: „Þið þurfið ekki að biðjast afsökunar á að vera hvít lengur“ Erlent Hundrað og fjörutíu milljarða bótakrafa á Samherja sé súrrealísk Innlent „Þetta hefur verið þungur tími“ Innlent Sprengdu rússneskan hershöfðingja í loft upp í Moskvu Erlent Appelsínugular og gular viðvaranir á aðfangadag Veður Nýr ritstjóri stöðvaði umfjöllun um brottvísanir Trump Erlent Undirbúningur árásarinnar stóð yfir í marga mánuði Erlent Fleiri fréttir Glæný Maskínukönnun og jólaóveður Ársæll hringdi beint í utanríkisráðherra eftir fundinn Ósannað að fimmtán ára stúlka hafi stungið sextán ára pilt tvisvar Sameina Farice, Öryggisfjarskipti og hluta Neyðarlínunnar Gaf fingurinn á Miklubraut Birtir drög að lögum um lagareldi: Hyggst leggja niður Fiskeldissjóð Hundrað og fjörutíu milljarða bótakrafa á Samherja sé súrrealísk Skemmdir í kirkjugörðum vegna aksturs utan vegar Ólýsanlegur harmur fyrir fjölskylduna og söfnun hleypt af stokkunum „Ég hef aldrei upplifað annan eins harm“ Vill leiða lista Sjálfstæðismanna í Reykjanesbæ „Þetta hefur verið þungur tími“ Naut aðstoðar samskiptasérfræðinga vegna veiðigjaldamálsins Hrindir af stað söfnun fyrir móður stúlkunnar sem lést í Suður-Afríku Varð vitni að ótrúlegum norðurljósum: „Mér fannst þetta magnað“ Færir nýársboðið fram á þrettándann Fjórir fluttir á sjúkrahús eftir bílveltu á Suðurlandi Leggur aftur til hverfislögreglustöð í Breiðholti Nú má heita Love, Tóní, Ranimosk og Draumur Kvartar til umboðsmanns og vonar að Vegagerðin sjái að sér Ætlar ekki að beita sér í máli starfsmanns Útlendingastofnunar „Ég vil ekki nokkurn tímann sjá neitt svona aftur“ Gyðingar á Íslandi upplifa aukinn ótta Ferðaþjónusta blómstrar í uppsveitum Árnessýslu „Þetta er bara ljótt“ Hljóti að vera komið að því að skoða öryggisgæslu við skóla Ætlar að skýra hvenær rjúfa megi þagnarskyldu Þagnarskylda heilbrigðisstarfsfólks og öryggisgæsla við grunnskóla Eyjólfur í orlof og Inga þrefaldur ráðherra Vegagerðin segir flóðin í Vík fyrirséð Sjá meira
Jón Þór Ólafsson, þingmaður Pírata, segir þær launahækkanir sem forstjórar ríkisstofnana hafa fengið undanfarið ekki koma á óvart. Um sé að ræða framhald á þróun sem hófst með ákvörðun kjararáðs á kjördag í október 2016 þegar laun ráðherra og annarra ráðamanna voru hækkuð um tugi prósenta. „Og svo þessar áframhaldandi hækkanir toppanna í samfélaginu, langt umfram almenna launaþróun, langt umfram það sem landsmenn hafa verið að reyna að stilla í hófið til að halda stöðugleika. Þannig að þetta kemur ekkert á óvart. Þetta er bara stefna og hefur verið í gangi,“ sagði Jón Þór í viðtali við Sunnu Sæmundsdóttur, fréttamann, í beinni útsendingu í fréttum Stöðvar 2 í kvöld. Spurður út í þessar hækkanir og hvað honum þætti um þær í ljósi þess að kjarasamningar eru lausir sagði hann grundvöllinn fyrir ró á vinnumarkaði sátt og sanngirni en sanngirni væri ekki eitthvað sem menn væru að sjá. „Þetta er náttúrulega bara hræðilegt. Þú grundvallar ekki ró á vinnumarkaði og þar af leiðandi efnahagsstöðugleika nema með sátt og sanngirni. Sanngirni er grundvöllurinn að þessu og það er ekki það sem við erum að sjá. Það þýðir þá náttúrulega bara það að það er engin tilviljun að það er búið að skipta um forystu í Eflingu og í VR,“ sagði Jón Þór. Hann telur að ýmislegt sé hægt að gera í stöðunni. „Það er ýmislegt hægt að gera. Til dæmis getur Alþingi með góðu fordæmi leiðrétt sín laun til lækkunar eins og við Píratar höfum verið að leggja ítrekað fram, núna síðast bara fyrir svona þremur vikum síðan. Það myndi strax sýna eitthvað en það sem vantar er náttúrulega það að ef menn ætla að gera þetta þá verða þeir að setjast niður og tala opinskátt það hvað á að gera. Þetta verður að vera einhvers konar allsherjar nálgun þar sem ráðherrarnir stíga fram og sýna fordæmi.“
Kjaramál Tengdar fréttir Allt að helmingur af launum ríkisforstjóra í formi yfirvinnu Umtalsverður munur er á því hversu margar yfirvinnueiningar er gert ráð fyrir í launum ríkisforstjóra samkvæmt nýjum úrskurði Kjararáðs. 4. júlí 2018 16:29 Síðasta verkið var um 10,8% hækkun Síðasta verk kjararáðs var að hækka laun ýmissa forstöðumanna ríkisstofnanna. 4. júlí 2018 09:46 Vill festa laun æðstu stjórnenda við almenna launaþróun Þingmaður Vinstri grænna telur að setja eigi ríkisfyrirtækjum starfskjarareglur þar sem kveðið yrði á um að laun stjórnenda fylgi almennri launaþróun í landinu. Framkvæmdastjóri Samtaka atvinnulífsins segir tugprósenta launahækkanir forstjóra ríkisfyrirtækja grafalvarlegt mál og slæmt innlegg í kjaraviðræður. 4. júlí 2018 20:00 Mest lesið „Ég hef aldrei upplifað annan eins harm“ Innlent Gaf fingurinn á Miklubraut Innlent Hrindir af stað söfnun fyrir móður stúlkunnar sem lést í Suður-Afríku Innlent Breiddi út faðminn fyrir rasista: „Þið þurfið ekki að biðjast afsökunar á að vera hvít lengur“ Erlent Hundrað og fjörutíu milljarða bótakrafa á Samherja sé súrrealísk Innlent „Þetta hefur verið þungur tími“ Innlent Sprengdu rússneskan hershöfðingja í loft upp í Moskvu Erlent Appelsínugular og gular viðvaranir á aðfangadag Veður Nýr ritstjóri stöðvaði umfjöllun um brottvísanir Trump Erlent Undirbúningur árásarinnar stóð yfir í marga mánuði Erlent Fleiri fréttir Glæný Maskínukönnun og jólaóveður Ársæll hringdi beint í utanríkisráðherra eftir fundinn Ósannað að fimmtán ára stúlka hafi stungið sextán ára pilt tvisvar Sameina Farice, Öryggisfjarskipti og hluta Neyðarlínunnar Gaf fingurinn á Miklubraut Birtir drög að lögum um lagareldi: Hyggst leggja niður Fiskeldissjóð Hundrað og fjörutíu milljarða bótakrafa á Samherja sé súrrealísk Skemmdir í kirkjugörðum vegna aksturs utan vegar Ólýsanlegur harmur fyrir fjölskylduna og söfnun hleypt af stokkunum „Ég hef aldrei upplifað annan eins harm“ Vill leiða lista Sjálfstæðismanna í Reykjanesbæ „Þetta hefur verið þungur tími“ Naut aðstoðar samskiptasérfræðinga vegna veiðigjaldamálsins Hrindir af stað söfnun fyrir móður stúlkunnar sem lést í Suður-Afríku Varð vitni að ótrúlegum norðurljósum: „Mér fannst þetta magnað“ Færir nýársboðið fram á þrettándann Fjórir fluttir á sjúkrahús eftir bílveltu á Suðurlandi Leggur aftur til hverfislögreglustöð í Breiðholti Nú má heita Love, Tóní, Ranimosk og Draumur Kvartar til umboðsmanns og vonar að Vegagerðin sjái að sér Ætlar ekki að beita sér í máli starfsmanns Útlendingastofnunar „Ég vil ekki nokkurn tímann sjá neitt svona aftur“ Gyðingar á Íslandi upplifa aukinn ótta Ferðaþjónusta blómstrar í uppsveitum Árnessýslu „Þetta er bara ljótt“ Hljóti að vera komið að því að skoða öryggisgæslu við skóla Ætlar að skýra hvenær rjúfa megi þagnarskyldu Þagnarskylda heilbrigðisstarfsfólks og öryggisgæsla við grunnskóla Eyjólfur í orlof og Inga þrefaldur ráðherra Vegagerðin segir flóðin í Vík fyrirséð Sjá meira
Allt að helmingur af launum ríkisforstjóra í formi yfirvinnu Umtalsverður munur er á því hversu margar yfirvinnueiningar er gert ráð fyrir í launum ríkisforstjóra samkvæmt nýjum úrskurði Kjararáðs. 4. júlí 2018 16:29
Síðasta verkið var um 10,8% hækkun Síðasta verk kjararáðs var að hækka laun ýmissa forstöðumanna ríkisstofnanna. 4. júlí 2018 09:46
Vill festa laun æðstu stjórnenda við almenna launaþróun Þingmaður Vinstri grænna telur að setja eigi ríkisfyrirtækjum starfskjarareglur þar sem kveðið yrði á um að laun stjórnenda fylgi almennri launaþróun í landinu. Framkvæmdastjóri Samtaka atvinnulífsins segir tugprósenta launahækkanir forstjóra ríkisfyrirtækja grafalvarlegt mál og slæmt innlegg í kjaraviðræður. 4. júlí 2018 20:00
Breiddi út faðminn fyrir rasista: „Þið þurfið ekki að biðjast afsökunar á að vera hvít lengur“ Erlent
Breiddi út faðminn fyrir rasista: „Þið þurfið ekki að biðjast afsökunar á að vera hvít lengur“ Erlent