Fótbolti

Rúrik framlengir við Sandhausen

Anton Ingi Leifsson skrifar
Rúrik í leik með Sandhausen í vetur.
Rúrik í leik með Sandhausen í vetur. vísir/getty
Rúrik Gíslason hefur skrifað undir tveggja ára samning við SV Sandhausen en hann lék með þýska B-deildarliðinu síðari hlutann á nýafstöðnu tímabili.

Rúrik kom til Sandhausen frá Nürnberg í janúar og samdi þá út leiktíðina. Nú er ljóst að HM-farinn hefur skrifað undir tveggja ára samning við Sandhausen sem gildir til ársins 2020.

„Það er mjög sérstakt fyrir okkur að Rúrik verði hjá okkur í tvö ár til viðbótar. Hann varð mjög mikilvægur leikmaður hjá okkur á einungis hálfu ári,” sagði stjórnarformaður Sandhause, Ottmar Schörk.

„Sú staðreynd að hann framlengir fyrir HM sýnir aðdáun hans á klúbbnum, þjálfarateyminu og liðinu.”

„Mig hlakkar til næstu tveggja ára hjá Sandhausen. Ég fann fyrir trausti hér og náði fram góðri frammistöðu. Vonandi get ég haldið áfram að þróast sem leikmaður hjá Sandhausen og ná að spila vel næstu árin,” sagði Rúrik.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×