Fótbolti

Aðstoðarþjálfari Man City færður til í starfi

Arnar Geir Halldórsson skrifar
Torrent hefur verið aðstoðarmaður Guardiola alla tíð síðan sá síðarnefndi hóf glæstan þjálfaraferil sinn.
Torrent hefur verið aðstoðarmaður Guardiola alla tíð síðan sá síðarnefndi hóf glæstan þjálfaraferil sinn. vísir/getty
Domenec Torrent verður arftaki Patrick Vieira hjá bandaríska úrvalsdeildarliðinu New York City en Torrent hefur verið aðstoðarmaður Pep Guardiola undanfarin ellefu ár; eða allt frá því að Guardiola hóf sinn þjálfaraferil hjá Barcelona B.

Vieira tók við franska úrvalsdeildarliðinu Nice í gær eftir að hafa stýrt New York City í MLS deildinni síðan í ársbyrjun 2016. Þar áður var hann einn af aðstoðarþjálfurum Man City, líkt og Torrent.

Eins og sjá má er sterk tenging á milli City liðanna í Manchester annars vegar og New York hins vegar enda eru félögin í eigu sömu aðila.

Keppni í MLS deildinni er í fullum gangi þessa dagana og verður svo áfram þó HM í Rússlandi sé í þann mund að hefjast. Bandaríkjamenn ekki með í lokakeppni HM í þetta skiptið en það gerðist síðast árið 1986.

New York City er í 2.sæti Austurdeildarinnar en skærasta stjarna liðsins er spænski markahrókurinn David Villa.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×