Gísli Eyjólfsson sýndi og sannaði í dag af hverju hann er af mörgum talinn vera besti leikmaður Pepsi deildarinnar í knattspyrnu.
Skoraði hann sigurmarkið í 1-0 sigri gegn Keflavík með glæsilegu einstaklingsframtaki, sitt þriðja í sumar, og bar höfuð og herðar yfir aðra leikmenn á vellinum.
Gat hann því ekki verið annað en ánægður í leikslok þegar að blaðamaður Vísis náði tali af honum.
„Þetta er frábært, maður getur ekki beðið um meira en fullt hús stiga eftir þrjár umferðir og mark. Ég var mjög peppaður fyrir þennan leik og hungraður í þrjú stig, “ sagði Gísli Eyjólfsson í leikslok.
Gísli bjóst við sterku Keflavíkurliði í dag og sagði leikinn hafa verið erfiðan.
„Við vissum að Keflavík myndi koma sterkt til leiks og vera þéttir tilbaka. Þeir voru það og það var erfitt að spila í gegnum vörn þeirra. Útaf því sköpuðum við ekki mikið af færum en vörnin okkar stóð fyrir sínu í dag.”
Gísli hefur verið frábær í sumar og skorað þrjú mörk í þrem leikjum líkt og kom fram að ofan. Blaðamaður Vísis spurði hann því hvort það sé ekki stutt í atvinnumennskuna.
„Það verður einhver að pota þessum bolta inn og það er búið að heppnast ágætlega hjá mér í sumar. Ég hef ekki hugmynd hvort ég fari eitthvað út í sumar, en hef maður heldur svona áfram býðst manni kannski eitthvað spennandi tækifæri.”
Gísli sagðist að lokum vera temmilega spenntur fyrir Eurovision í kvöld. Þjálfari hans væri þó öllu spenntari.
„Ég held að Gústi (innskot blaðamanns: þjálfari Breiðabliks) sé miklu peppaðri en ég. Hann var að grípa fram í mér í viðtali áðan og fullyrti að Ísrael myndi vinna Eurovision í ár. Hann er þjálfarinn, þannig að ég verð að taka undir með honum,” sagði Gísli brosandi að lokum áður en hélt inn í klefa.
Gísli: Gústi miklu peppaðari en ég
Magnús Ellert Bjarnason skrifar

Mest lesið

Arteta: Við kennum engum um
Enski boltinn

McTominay hetja United gegn Chelsea
Enski boltinn

Liverpool vann í endurkomu Wilder
Enski boltinn

Þórir og Noregur fóru létt með Angóla
Handbolti

Leon Bailey skaut Villa í þriðja sætið
Enski boltinn

Drukku meira en þær máttu
Fótbolti



