Lífið

Íslenski hópurinn tók víkingaklappið með mörg þúsund manns í höllinni

Stefán Árni Pálsson í Lissabon skrifar
Skemmtilegt atvik frá gærkvöldinu.
Skemmtilegt atvik frá gærkvöldinu.
Ari Ólafsson komst ekki áfram í Eurovision en hann kom fram í Altice höllinni í Lissabon í Portúgal í gær og flutti lagið Our Choice í fyrri undanúrslitariðlinum.

Skemmtilegt atvik átti sér stað í einu auglýsingahléi í gær þegar Íslenski hópurinn byrjaði með víkingaklapp í græna herberginu, sem staðsett er í miðjum salnum. 

Í kjölfarið tók allur salurinn undir því var þetta án efa stærsta víkingaklappið í sögu Eurovision. Höllin tekur tuttugu þúsund manns. 

Hér að neðan má sjá myndband af atvikinu.

Þessi grein er í samstarfi við Vodafone.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×