Allt í háaloft vegna skyndilegs brotthvarfs yfirþjálfara Ægis Kolbeinn Tumi Daðason og Þórhildur Erla Pálsdóttir skrifa 24. apríl 2018 23:30 Jacky Pellerin fer yfir málin með Eygló Ósk Gústavsdóttur, fremstu sundkonu landsins. Vísir/Daníel Þau tíðindi að Jacky Pellerin, yfirþjálfari hjá Sundfélaginu Ægi, muni hætta störfum hjá félaginu eftir nokkrar vikur mælast afar illa fyrir hjá fjölda iðkenda og foreldra þeirra. Tíðindin virðast hafa komið þeim í opna skjöldu. Jacky segir ákvörðunina félagsins og eiginkona hans segir útlitið ekki gott fyrir 90 ára sögu Ægis. Í tilkynningu á heimasíðu Ægis í fyrrakvöld var hins vegar látið að því liggja að Jacky hefði sjálfur ákveðið að hætta.Nýr þjálfari þegar verið ráðinn „Að loknu Íslandsmeistaramóti í dag tilkynnti Jacky Pellerin sundmönnum Ægis að þetta hafi verið hans síðasta stórmót sem yfirþjálfari félagsins og að hann muni láta af störfum eftir yfirstandandi sundár,“ sagði í tilkynningunni frá stjórninni. Var Jacky óskað góðs gengis á nýjum vettvangi um leið og iðkendur og þjálfarar voru boðaðir á fund um kvöldið á efri hæð Laugardalslaugar. Áður en til fundarins kom var nýr yfirþjálfari tilkynntur, Guðmundur Sveinn Hafþórsson. Liðu fimmtán klukkustundir frá því að tilkynnt var að Jacky væri hættur og þangað til tilkynnt var að gengið hefði verið frá samningi við nýjan þjálfara. Jacky, sem var landsliðsþjálfari í sundi þangað til í fyrra meðfram störfum sínum fyrir Ægi, tjáði RÚV í gær að það væri alfarið ákvörðun sundfélagsins að hann hætti störfum fyrir félagið. Hann hefði hvorki sagt upp né ákveðið að láta af störfum.Mætti ekki á fundinn Jacky neitaði að mæta á fundinn í gærkvöldi í Laugardalslaug og samkvæmt heimildum Vísis lýstu margir þjálfarar yfir óánægju með brotthvarf þjálfarans. Þá mun franska sundþjálfaranum hafa verið tjáð í tölvupósti frá stjórn að hann ætti ekki að ræða brotthvarf sitt við iðkendurna þær vikur sem hann ætti eftir í starfi. Á Facebook-síðu Sundfélagsins Ægis leiðréttir eiginkona hans, Bryndís Ólafsdóttir Pellerin, tilkynningu Ægis hvað varðar hvenær sá franski hóf að þjálfa hjá félaginu. Skeikaði þar þremur árum. Þá velta forráðamenn því fyrir sér hvort ekki sé mikil hætta á að iðkendur hreinilega yfirgefi félagið og hefji æfingar þar sem Jacky ætli að þjálfa. „Þetta lítur alla vega ekki vel út fyrir 90 ára sögu Ægis,“ segir Bryndís við þeim vangaveltum.Tilkynninguna frá stjórninni má sjá í heild hér að neðanAð loknu Íslandsmeistaramóti í dag tilkynnti Jacky Pellerin sundmönnum Ægis að þetta hafi verið hans síðasta stórmót sem yfirþjálfari félagsins og að hann muni láta af störfum eftir yfirstandandi sundár.Jacky hefur starfað sem yfirþjálfari sundfélagsins Ægis frá árinu 2007 og þjálfað marga af helstu afreksmönnum þess. Hann skilar góðu búi og er gaman að geta þess að Ægir sótti fjölda íslandsmeistaratitla um helgina og verðlaun.Stjórn Ægis þakkar Jacky gott samstarf á liðnum árum og óskar honum alls góðs á nýjum vettvangi.Boðið verður upp á fund fyrir sundmenn og aðstandendur þeirra á morgun klukkan 18:00 á efri hæð Laugardalslaugar með stjórn félagsins og þjálfurum.Stjórnin. Sund Mest lesið Þóra grætur í koddann ef Þorsteinn verður áfram með liðið Fótbolti Segir dóttur sína hafa gert mistök með því að velja íslenska landsliðið Fótbolti Mátti ekki kaupa íbúð Babe Ruth Sport „Þetta snýst ekki bara um Sveindísi og Karólínu“ Fótbolti Hneig niður tvisvar á risamóti í golfi Golf Jordan Henderson snýr aftur í ensku úrvalsdeildina Enski boltinn Danska þjóðin í áfalli: „Verra en okkar versta martröð“ Sport Sjáðu þáttinn um N1 mótið: Sprungnar vindsængur, lukkuljón og Ronaldo hárgreiðsla Fótbolti Viðurkenndi sök og má ekki keppa í CrossFit í fjögur ár Sport Dagskráin í dag: Golf og aftur golf Sport Fleiri fréttir Yfirgefur herbúðir Chelsea tveimur dögum fyrir úrslitaleik Lárus Orri byrjaður að bæta við sig Bræðurnir heiðraðir í fyrsta æfingaleik Liverpool Crystal Palace fær ekki að spila í Evrópudeildinni Alcaraz í úrslit Wimbledon þriðja árið í röð Tók fjóra daga þegar hún var tíu ára en getur nú unnið fimmta árið í röð Ragnhildur fyrst Íslendinga til að vinna LET Access mót Forest íhugar lögsókn gegn Tottenham Krabbameinslyf felldi fótboltamann á lyfjaprófi Þorsteinn Gauti semur við Sandefjord Fyrst Íslendinga til að skora og leggja upp í sama leik á EM Taka einn efnilegasta leikmanninn frá Íslandsmeisturum Hauka EM í dag: Nóg komið af leiðindum, kveðjustund og Copacabana „Þetta snýst ekki bara um Sveindísi og Karólínu“ Sjáðu þáttinn um N1 mótið: Sprungnar vindsængur, lukkuljón og Ronaldo hárgreiðsla Julio de Assis og Luka Gasic í Stjörnuna Ísak Snær lánaður til Lyngby Jordan Henderson snýr aftur í ensku úrvalsdeildina Arsenal og Liverpool að slá heimsmetið Þóra grætur í koddann ef Þorsteinn verður áfram með liðið Viðurkenndi sök og má ekki keppa í CrossFit í fjögur ár Segir dóttur sína hafa gert mistök með því að velja íslenska landsliðið Hneig niður tvisvar á risamóti í golfi Wenger á allt annarri skoðun en Klopp United leitar að yfirmanni leikmannakaupa Mátti ekki kaupa íbúð Babe Ruth Dagskráin í dag: Golf og aftur golf Skýrsla Arons: Stórum spurningum þarf að svara „Þegar við spilum svona þá uppskerum við yfirleitt“ Sveindís: Maður vinnur ekki leiki nema að skora mörk Sjá meira
Þau tíðindi að Jacky Pellerin, yfirþjálfari hjá Sundfélaginu Ægi, muni hætta störfum hjá félaginu eftir nokkrar vikur mælast afar illa fyrir hjá fjölda iðkenda og foreldra þeirra. Tíðindin virðast hafa komið þeim í opna skjöldu. Jacky segir ákvörðunina félagsins og eiginkona hans segir útlitið ekki gott fyrir 90 ára sögu Ægis. Í tilkynningu á heimasíðu Ægis í fyrrakvöld var hins vegar látið að því liggja að Jacky hefði sjálfur ákveðið að hætta.Nýr þjálfari þegar verið ráðinn „Að loknu Íslandsmeistaramóti í dag tilkynnti Jacky Pellerin sundmönnum Ægis að þetta hafi verið hans síðasta stórmót sem yfirþjálfari félagsins og að hann muni láta af störfum eftir yfirstandandi sundár,“ sagði í tilkynningunni frá stjórninni. Var Jacky óskað góðs gengis á nýjum vettvangi um leið og iðkendur og þjálfarar voru boðaðir á fund um kvöldið á efri hæð Laugardalslaugar. Áður en til fundarins kom var nýr yfirþjálfari tilkynntur, Guðmundur Sveinn Hafþórsson. Liðu fimmtán klukkustundir frá því að tilkynnt var að Jacky væri hættur og þangað til tilkynnt var að gengið hefði verið frá samningi við nýjan þjálfara. Jacky, sem var landsliðsþjálfari í sundi þangað til í fyrra meðfram störfum sínum fyrir Ægi, tjáði RÚV í gær að það væri alfarið ákvörðun sundfélagsins að hann hætti störfum fyrir félagið. Hann hefði hvorki sagt upp né ákveðið að láta af störfum.Mætti ekki á fundinn Jacky neitaði að mæta á fundinn í gærkvöldi í Laugardalslaug og samkvæmt heimildum Vísis lýstu margir þjálfarar yfir óánægju með brotthvarf þjálfarans. Þá mun franska sundþjálfaranum hafa verið tjáð í tölvupósti frá stjórn að hann ætti ekki að ræða brotthvarf sitt við iðkendurna þær vikur sem hann ætti eftir í starfi. Á Facebook-síðu Sundfélagsins Ægis leiðréttir eiginkona hans, Bryndís Ólafsdóttir Pellerin, tilkynningu Ægis hvað varðar hvenær sá franski hóf að þjálfa hjá félaginu. Skeikaði þar þremur árum. Þá velta forráðamenn því fyrir sér hvort ekki sé mikil hætta á að iðkendur hreinilega yfirgefi félagið og hefji æfingar þar sem Jacky ætli að þjálfa. „Þetta lítur alla vega ekki vel út fyrir 90 ára sögu Ægis,“ segir Bryndís við þeim vangaveltum.Tilkynninguna frá stjórninni má sjá í heild hér að neðanAð loknu Íslandsmeistaramóti í dag tilkynnti Jacky Pellerin sundmönnum Ægis að þetta hafi verið hans síðasta stórmót sem yfirþjálfari félagsins og að hann muni láta af störfum eftir yfirstandandi sundár.Jacky hefur starfað sem yfirþjálfari sundfélagsins Ægis frá árinu 2007 og þjálfað marga af helstu afreksmönnum þess. Hann skilar góðu búi og er gaman að geta þess að Ægir sótti fjölda íslandsmeistaratitla um helgina og verðlaun.Stjórn Ægis þakkar Jacky gott samstarf á liðnum árum og óskar honum alls góðs á nýjum vettvangi.Boðið verður upp á fund fyrir sundmenn og aðstandendur þeirra á morgun klukkan 18:00 á efri hæð Laugardalslaugar með stjórn félagsins og þjálfurum.Stjórnin.
Sund Mest lesið Þóra grætur í koddann ef Þorsteinn verður áfram með liðið Fótbolti Segir dóttur sína hafa gert mistök með því að velja íslenska landsliðið Fótbolti Mátti ekki kaupa íbúð Babe Ruth Sport „Þetta snýst ekki bara um Sveindísi og Karólínu“ Fótbolti Hneig niður tvisvar á risamóti í golfi Golf Jordan Henderson snýr aftur í ensku úrvalsdeildina Enski boltinn Danska þjóðin í áfalli: „Verra en okkar versta martröð“ Sport Sjáðu þáttinn um N1 mótið: Sprungnar vindsængur, lukkuljón og Ronaldo hárgreiðsla Fótbolti Viðurkenndi sök og má ekki keppa í CrossFit í fjögur ár Sport Dagskráin í dag: Golf og aftur golf Sport Fleiri fréttir Yfirgefur herbúðir Chelsea tveimur dögum fyrir úrslitaleik Lárus Orri byrjaður að bæta við sig Bræðurnir heiðraðir í fyrsta æfingaleik Liverpool Crystal Palace fær ekki að spila í Evrópudeildinni Alcaraz í úrslit Wimbledon þriðja árið í röð Tók fjóra daga þegar hún var tíu ára en getur nú unnið fimmta árið í röð Ragnhildur fyrst Íslendinga til að vinna LET Access mót Forest íhugar lögsókn gegn Tottenham Krabbameinslyf felldi fótboltamann á lyfjaprófi Þorsteinn Gauti semur við Sandefjord Fyrst Íslendinga til að skora og leggja upp í sama leik á EM Taka einn efnilegasta leikmanninn frá Íslandsmeisturum Hauka EM í dag: Nóg komið af leiðindum, kveðjustund og Copacabana „Þetta snýst ekki bara um Sveindísi og Karólínu“ Sjáðu þáttinn um N1 mótið: Sprungnar vindsængur, lukkuljón og Ronaldo hárgreiðsla Julio de Assis og Luka Gasic í Stjörnuna Ísak Snær lánaður til Lyngby Jordan Henderson snýr aftur í ensku úrvalsdeildina Arsenal og Liverpool að slá heimsmetið Þóra grætur í koddann ef Þorsteinn verður áfram með liðið Viðurkenndi sök og má ekki keppa í CrossFit í fjögur ár Segir dóttur sína hafa gert mistök með því að velja íslenska landsliðið Hneig niður tvisvar á risamóti í golfi Wenger á allt annarri skoðun en Klopp United leitar að yfirmanni leikmannakaupa Mátti ekki kaupa íbúð Babe Ruth Dagskráin í dag: Golf og aftur golf Skýrsla Arons: Stórum spurningum þarf að svara „Þegar við spilum svona þá uppskerum við yfirleitt“ Sveindís: Maður vinnur ekki leiki nema að skora mörk Sjá meira