Innlent

Nafn mannsins sem lést á Heimakletti

Kolbeinn Tumi Daðason skrifar
Sigurlás Þorleifsson var knattspyrnugoðsögn í Vestmannaeyjum. Þá var hann kennari og síðar skólastjóri við Grunnskólann í Vestmannaeyjum.
Sigurlás Þorleifsson var knattspyrnugoðsögn í Vestmannaeyjum. Þá var hann kennari og síðar skólastjóri við Grunnskólann í Vestmannaeyjum.
Maðurinn sem lést í Heimakletti í Vestmannaeyjum í gær hét Sigurlás Þorleifsson. Hann var sextugur. Hann starfaði lengi við Grunnskólann í Vestmannaeyjum og í fimm ár sem skólastjóri. Sigurláss er minnst á heimasíðu Grunnskólans í Vestmannaeyjum en nemendum við skólann var tilkynnt um tíðindin í morgun. Áttu nemendur rólega stund með kennurunum í sínum bekk. Verður skólahald með eðlilegum hætti fram að hádegi en skóla mun ljúka klukkan 13.Sigurlás var lykilmaður í knattspyrnumenningu Eyjamanna í marga áratugi. Hann lék lengi með ÍBV og jafnframt tíu landsleiki fyrir Íslands hönd. Í þeim skoraði hann tvö mörk en hann var mikill markaskorari. Náði hann í tvígang þeim árangri að vera markahæsti leikmaður í efstu deild, annars vegar með Víkingi í Reykjavík og hins vegar ÍBV. Hann er þriðji markahæsti leikmaður ÍBV í efstu deild.Þá er hann einn ástsælasti þjálfari Eyjamanna. Hann hefur þjálfað meistaraflokka félagsins bæði í karla- og kvennaflokki auk þess að þjálfa yngri iðkendur í Eyjum. Eyjamenn nær og fjær minnast Sigurláss, sem jafnan var kallaður Lási, á samfélagsmiðlum í dag.Sigurlás læt­ur eft­ir sig eig­in­konu, fimm upp­kom­in börn og fjög­ur barna­börn.

Tengd skjöl


Tengdar fréttirAthugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.