Sport

Einn hataðasti leikmaður NFL-deildarinnar leggur skóna á hilluna

Henry Birgir Gunnarsson skrifar
Incognito þolir ekki álagið lengur og er hættur.
Incognito þolir ekki álagið lengur og er hættur. vísir/getty
Varnarmaðurinn umdeildi, Richie Incognito hjá Buffalo Bills, tilkynnti í gær að ferli hans í NFL-deildinni væri lokið.

Hann hefur spilað með Bills síðustu þrjú ár og það vel. Svo vel að hann hefur verið valinn í stjörnuleik deildarinnar, Pro Bowl, öll þrjú árin.

„Lifrin og nýrun hjá mér eru farin að bila. Stressið er að drepa mig. Ég þarf því að taka rétta ákvörðun og hún er að hætta,“ sagði Incognito.

Það er ekki langt síðan hann gerði nýjan samning við Buffalo. Skömmu eftir að hann skrifaði undir rak hann umboðsmanninn sinn á Twitter.

Incognito var áður leikmaður Miami Dolphins en var rekinn frá félaginu eftir að hafa lagt Jonathan Martin í einelti. Þá var hann einnig dæmdur í leikbann hálfa leiktíðina fyrir eineltið. Leikmaðurinn hefur einnig verið sakaður um kynþáttaníð og eflaust margir fegnir að sjá á bak honum.

NFL

Tengdar fréttir

Incognito segist ekki vera kynþáttahatari

Richie Incognito, leikmaður Miami Dolphins, er einn umtalaðasti og hataðasti maður Bandaríkjanna í dag. Liðsfélagi hans, Jonathan Martin, hætti eftir að hafa orðið fyrir einelti frá Incognito.

Sannleikurinn mun jarða þig

Eitt stærsta fréttamál síðasta árs í bandaríska íþróttaheiminum var frétt um meint einelti í búningsklefa NFL-liðsins Miami Dolphins.

Incognito stóð fyrir skipulögðu einelti

Það er búið að bíða lengi eftir skýrslu um ástandið í búningsklefa Miami Dolphins. Þar hefur logað stafna á milli eftir ásakanir um gróft einelti.

Martin var niðurlægður á hverjum degi

NFL-leikmaðurinn sem varð fyrir einelti og hætti að spila fyrir Miami Dolphins, Jonathan Martin, hefur ekkert tjáð sig síðan hann gekk lét sig hverfa.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×