Sport

Incognito segist ekki vera kynþáttahatari

Richie Incognito.
Richie Incognito.
Richie Incognito, leikmaður Miami Dolphins, er einn umtalaðasti og hataðasti maður Bandaríkjanna í dag. Liðsfélagi hans, Jonathan Martin, hætti eftir að hafa orðið fyrir einelti frá Incognito.

Incognito kallaði hann öllum illum nöfnum og hótaði meðal annars að drepa Martin. Incognito var í kjölfarið vikið frá störfum ótímabundið.

Leikmaðurinn umdeildi hefur verið sakaður um ýmislegt síðustu daga. Meðal annars að vera kynþáttahatari. Svo hefur margt vafasamt komið í ljós í hegðun hans.

Hann hefur nú loksins rofið þögnina og gefið viðtal.

"Ég er ekki kynþáttahatari. Það er rangt að dæma mig á þennan hátt," sagði Incognito í viðtali við Jay Glazer hjá Fox-sjónvarpsstöðinni.

Hann dró síðan fram sms-skilaboð frá Martin þar sem Martin viðurkennir að ákveðinn talsmáti sé hluti af stemningunni í klefa Dolphins. Hann hætti einmitt út af þessari stemningu.

"Allir þetta sem kemur í ljós sýnir stemninguna og hversu þétt liðið er í klefanum. Ég skil að fólki finnist orðalagið í klefanum vafasamt og ég sé eftir því. Það er samt hluti af umhverfinu.

"Það var alltaf gott á milli mín og Martin. Þið getið spurt hvern sem er í liðinu og allir munu segja að ég hafi passað manna best upp á hann."

Incognito neitaði að svara því hvort forráðamenn Dolphins hefðu beðið hann um að herða Martin en það er eitt af því sem óháður rannsóknaraðili mun rannsaka á næstu vikum.

NFL



Fleiri fréttir

Sjá meira


×