Bíó og sjónvarp

Ólafur Darri og Jason Statham á eftir risahákarli

Stefán Árni Pálsson skrifar
Ólafur Darri kemur vel út í stiklunni.
Ólafur Darri kemur vel út í stiklunni.

Leikarinn Ólafur Darri Ólafsson fer með hlutverk í nýjustu kvikmynd stórleikarans Jason Statham, The Meg.

Með aðalhlutverk í myndinni fara þau Ruby Rose, Jason Statham og Rainn Wilson og birtist fyrsta stiklan á YouTube í vikunni.

Þar má sjá Ólaf Darra í tvígang en í kvikmyndinni er Ólafur í hópi fólks sem reynir að klófesta risahákarl af tegundinni Megalodon sem voru til fyrir um þremur milljónum ára.

Það er Jon Turteltaub leikstýrir The Meg en hann hefur meðal annars leikstýrt National Treasure, Phenomenon og Cool Runnings. Hér að neðan má sjá brot úr kvikmyndinni.



Athugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.