Slökkviliðið óskar eftir því að íbúar á Álftanesi loki gluggum og hækki hita á ofnum vegna stórbrunans í Garðabæ. Þá er einnig mælt með því að ef íbúar annars staðar á höfuðborgarsvæðinu verði varir við reyk geri slíkt hið sama.
Gríðarmikinn reyk leggur frá atvinnuhúsnæði í Garðabæ þar sem eldur kviknaði eftir sprengingu. Allt tiltækt slökkvilið hefur verið kallað úr. Eldurinn er í Miðhrauni 4 þar sem fyrirtækin Icewear og Geymslur.is eru til staðar og er húsið við hlið fyrirtækisins Marel.
Íbúar á Álftanesi loki gluggum og hækki í ofnum
Tryggvi Páll Tryggvason skrifar
