Sport

Myndband úr dómsal: Conor þarf að greiða 50 þúsund dali í tryggingu

Samúel Karl Ólason skrifar
Conor McGregor á leið í dómsal í dag.
Conor McGregor á leið í dómsal í dag. Vísir/EPA
Bardagakappinn Conor McGregor mun þurfa að greiða 50 þúsund dali í tryggingu til að sleppa úr haldi lögreglu. Þá verður honum leyft að fara til Írlands þar til hann þarf að mæta aftur fyrir dómara þann 14. júní. Conor gaf sig fram við lögreglu í nótt eftir að hafa gengið berserksgang í Barclays Center og slasað tvo aðra bardagakappa.

Hann hefur verið kærður fyrir þrjár líkamsárásir og ólæti og hefur ekki gefið upp afstöðu sína gagnvart kærunum.

Sjá einnig: „Það ógeðslegasta“ sem gerst hefur í sögu UFC

Fjöldi aðdáenda Conor mættu í dómshús í dag og studdu bardagakappann sem var klæddur sömu fötum og hann var í í gærkvöldi. Honum var svo fylgt út úr dómssalnum af lífverði og ræddi hann ekki við aðdáendur sína sem biðu hans fyrir utan.

Conor var einnig skipað að hafa ekki samskipti við þá Ozzy Arias, Ray Borg, Jason Ledbetter, Michael Chiesa og Ricardo Chico. Hann má ekki ræða við þá á nokkurn hátt og ekki koma nærri heimilum þeirra né vinnustöðum. Gerði hann það yrði hann handtekinn.

MMA

Tengdar fréttir

Sjáðu Conor í handjárnum

Conor McGregor var leiddur út af lögreglustöð í Brooklyn í handjárnum rétt áðan og í dómssal.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×