Fyrstu myndirnar úr milljarðamynd Baltasars Stefán Ó. Jónsson skrifar 14. mars 2018 07:56 Við frumsýningu síðustu stórmyndar Baltasars Kormáks, Everest, árið 2015. VÍSIR/GETTY Fyrstu myndirnar úr næstu stórmynd Baltasars Kormáks, Adrift, hafa litið dagsins ljós. Kvikmyndin, sem ætlað er að rati í kvikmyndahús í sumar, er byggð á sannsögulegum atburðum. Hún segir frá ungri konu, Tami Oldham Ashcraft, sem þarf að takast á við mikið mótlæti á Kyrrahafinu eftir að skúta, sem hún og unnusti hennar höfðu tekið að sér að sigla frá Tahíti til San Diego í Bandaríkjunum fyrir eigendur hennar, gjöreyðilagðist í fjórða stigs fellibyl árið 1983. Í hamaganginum fékk Tami höfuðhögg og var meðvitundarlaus í 27 klukkustundir. Þegar hún vaknaði var mastrið, vélin og rafkerfið ónýtt. Talstöðin týnd og lítið eftir af mat og ferskvatni. Með lífsviljann að vopni reyndi hún að bjarga sér um 2.400 kílómetrum frá landi með því að beina skútunni eftir hafstraumum sem hún vonaði að myndu bera hana í land. Aðalleikonan myndarinnar, Shailene Woodley, segir í samtali við USA Today að hún hafi sérstaklega lært að sigla seglskútu fyrir myndina.Sjá einnig: Mikill meðbyr með milljarðamynd Baltasars: „Það er svolítill hiti á þessu“„Að leika konu sem komst í gegnum einhverjar hættulegustu aðstæður sem manneskja getur staðið frammi fyrir, á viljastyrknum einum, heillaði mig mjög mikið,“ er haft eftir Woodley. Hún bætir við að hvert einasta áhættuatriði í myndinni hafi verið tekið upp úti á rúmsjó. „Í alvöru, ég hef aldrei skemmt mér jafn vel við tökur.“ USA Today ræðir jafnframt við Baltasar sem segir að fáar myndir um sjálfsbjörg skarti konu í aðalhlutverki. Þá telur hann heillandi hvernig myndinni tekst að blanda saman ástarsögu aðalpersónanna við sjálfsbjargarviðleitni konunnar.Myndirnar má nálgast á vef USA Today með því að smella hér. Tengdar fréttir Mikill meðbyr með milljarðamynd Baltasars: „Það er svolítill hiti á þessu“ Baltasar Kormákur undirbýr myndina Adrift með töffara í aðalhlutverki sem er ekki einfalt "bjútí“. 9. febrúar 2017 15:45 Mest lesið Hætt að nota föt til að fela sig Tíska og hönnun Hitinn náði nýjum hæðum á klúbbnum Lífið Leikkonan Diane Ladd er látin Lífið Ólöf mætti með Magnús upp á arminn Lífið Krýndur „kynþokkafyllsti maður ársins“ Lífið Aniston hefur fundið ástina á ný Lífið „Ég sótti ekki einu sinni um háskóla á Íslandi“ Lífið Fékk hvorki að setja eigið nafn né dulnefni á þættina sína Lífið Fyrrverandi ráðherra Dana: „Þið voruð aldrei nýlenda“ Menning Dagur Sig genginn í það heilaga Lífið Fleiri fréttir Með heimsfræg verk sín í sumarbústað sem gerður er úr tveimur eldri húsum Ólöf mætti með Magnús upp á arminn Aniston hefur fundið ástina á ný Krýndur „kynþokkafyllsti maður ársins“ Breiðholtsskóli og Hagaskóli áfram í úrslit í Skrekk Leikkonan Diane Ladd er látin Hitinn náði nýjum hæðum á klúbbnum Málar myndir með vinstri hendi eftir heilablóðfall „Ég sótti ekki einu sinni um háskóla á Íslandi“ Sjö lykilþættir að árangursríkari samskiptum Stjörnulífið: „Ef fólk hættir að gagnrýna mig svelt ég“ Hefur farið í gegnum sambandsslit, gjaldþrot og fjárkúgunarmál frammi fyrir þjóðinni Leikstýrir kærastanum í stærsta harmleik sögunnar Fékk hvorki að setja eigið nafn né dulnefni á þættina sína Spenna á rafíþróttaæfingu fyrir eldri borgara Dagur Sig genginn í það heilaga Svona er kynlífsþjónusta á Íslandi Tók tíu klukkustundir að komast í búninginn Krakkatían: Dóra landkönnuður, Neyðarlínan og „borgin eilífa“ Kyngdi stoltinu og fjölmargir buðu fram nýra Tchéky Karyo látinn Stjörnurnar á hrekkjavökunni: Louvre-þjófur og vampírur Fréttatía vikunnar: Ríkislögreglustjóri, fellibylur og rasisti Láta forræðishyggju hinna fullorðnu ekki fipa sig Heillandi raðhús Evu Maríu og Trausta til sölu Nýr skemmti- og spjallþáttur á Sýn Fundin eftir sjö vikur á vergangi: „Takk hver sem þú ert“ Fresta hrekkjavöku til að tryggja öryggi lítilla skrímsla Stjörnurnar skinu skært á sögulegum sjónvarpsverðlaunum Atli Steinn fann ástina á ný Sjá meira
Fyrstu myndirnar úr næstu stórmynd Baltasars Kormáks, Adrift, hafa litið dagsins ljós. Kvikmyndin, sem ætlað er að rati í kvikmyndahús í sumar, er byggð á sannsögulegum atburðum. Hún segir frá ungri konu, Tami Oldham Ashcraft, sem þarf að takast á við mikið mótlæti á Kyrrahafinu eftir að skúta, sem hún og unnusti hennar höfðu tekið að sér að sigla frá Tahíti til San Diego í Bandaríkjunum fyrir eigendur hennar, gjöreyðilagðist í fjórða stigs fellibyl árið 1983. Í hamaganginum fékk Tami höfuðhögg og var meðvitundarlaus í 27 klukkustundir. Þegar hún vaknaði var mastrið, vélin og rafkerfið ónýtt. Talstöðin týnd og lítið eftir af mat og ferskvatni. Með lífsviljann að vopni reyndi hún að bjarga sér um 2.400 kílómetrum frá landi með því að beina skútunni eftir hafstraumum sem hún vonaði að myndu bera hana í land. Aðalleikonan myndarinnar, Shailene Woodley, segir í samtali við USA Today að hún hafi sérstaklega lært að sigla seglskútu fyrir myndina.Sjá einnig: Mikill meðbyr með milljarðamynd Baltasars: „Það er svolítill hiti á þessu“„Að leika konu sem komst í gegnum einhverjar hættulegustu aðstæður sem manneskja getur staðið frammi fyrir, á viljastyrknum einum, heillaði mig mjög mikið,“ er haft eftir Woodley. Hún bætir við að hvert einasta áhættuatriði í myndinni hafi verið tekið upp úti á rúmsjó. „Í alvöru, ég hef aldrei skemmt mér jafn vel við tökur.“ USA Today ræðir jafnframt við Baltasar sem segir að fáar myndir um sjálfsbjörg skarti konu í aðalhlutverki. Þá telur hann heillandi hvernig myndinni tekst að blanda saman ástarsögu aðalpersónanna við sjálfsbjargarviðleitni konunnar.Myndirnar má nálgast á vef USA Today með því að smella hér.
Tengdar fréttir Mikill meðbyr með milljarðamynd Baltasars: „Það er svolítill hiti á þessu“ Baltasar Kormákur undirbýr myndina Adrift með töffara í aðalhlutverki sem er ekki einfalt "bjútí“. 9. febrúar 2017 15:45 Mest lesið Hætt að nota föt til að fela sig Tíska og hönnun Hitinn náði nýjum hæðum á klúbbnum Lífið Leikkonan Diane Ladd er látin Lífið Ólöf mætti með Magnús upp á arminn Lífið Krýndur „kynþokkafyllsti maður ársins“ Lífið Aniston hefur fundið ástina á ný Lífið „Ég sótti ekki einu sinni um háskóla á Íslandi“ Lífið Fékk hvorki að setja eigið nafn né dulnefni á þættina sína Lífið Fyrrverandi ráðherra Dana: „Þið voruð aldrei nýlenda“ Menning Dagur Sig genginn í það heilaga Lífið Fleiri fréttir Með heimsfræg verk sín í sumarbústað sem gerður er úr tveimur eldri húsum Ólöf mætti með Magnús upp á arminn Aniston hefur fundið ástina á ný Krýndur „kynþokkafyllsti maður ársins“ Breiðholtsskóli og Hagaskóli áfram í úrslit í Skrekk Leikkonan Diane Ladd er látin Hitinn náði nýjum hæðum á klúbbnum Málar myndir með vinstri hendi eftir heilablóðfall „Ég sótti ekki einu sinni um háskóla á Íslandi“ Sjö lykilþættir að árangursríkari samskiptum Stjörnulífið: „Ef fólk hættir að gagnrýna mig svelt ég“ Hefur farið í gegnum sambandsslit, gjaldþrot og fjárkúgunarmál frammi fyrir þjóðinni Leikstýrir kærastanum í stærsta harmleik sögunnar Fékk hvorki að setja eigið nafn né dulnefni á þættina sína Spenna á rafíþróttaæfingu fyrir eldri borgara Dagur Sig genginn í það heilaga Svona er kynlífsþjónusta á Íslandi Tók tíu klukkustundir að komast í búninginn Krakkatían: Dóra landkönnuður, Neyðarlínan og „borgin eilífa“ Kyngdi stoltinu og fjölmargir buðu fram nýra Tchéky Karyo látinn Stjörnurnar á hrekkjavökunni: Louvre-þjófur og vampírur Fréttatía vikunnar: Ríkislögreglustjóri, fellibylur og rasisti Láta forræðishyggju hinna fullorðnu ekki fipa sig Heillandi raðhús Evu Maríu og Trausta til sölu Nýr skemmti- og spjallþáttur á Sýn Fundin eftir sjö vikur á vergangi: „Takk hver sem þú ert“ Fresta hrekkjavöku til að tryggja öryggi lítilla skrímsla Stjörnurnar skinu skært á sögulegum sjónvarpsverðlaunum Atli Steinn fann ástina á ný Sjá meira
Mikill meðbyr með milljarðamynd Baltasars: „Það er svolítill hiti á þessu“ Baltasar Kormákur undirbýr myndina Adrift með töffara í aðalhlutverki sem er ekki einfalt "bjútí“. 9. febrúar 2017 15:45