Fyrstu myndirnar úr milljarðamynd Baltasars Stefán Ó. Jónsson skrifar 14. mars 2018 07:56 Við frumsýningu síðustu stórmyndar Baltasars Kormáks, Everest, árið 2015. VÍSIR/GETTY Fyrstu myndirnar úr næstu stórmynd Baltasars Kormáks, Adrift, hafa litið dagsins ljós. Kvikmyndin, sem ætlað er að rati í kvikmyndahús í sumar, er byggð á sannsögulegum atburðum. Hún segir frá ungri konu, Tami Oldham Ashcraft, sem þarf að takast á við mikið mótlæti á Kyrrahafinu eftir að skúta, sem hún og unnusti hennar höfðu tekið að sér að sigla frá Tahíti til San Diego í Bandaríkjunum fyrir eigendur hennar, gjöreyðilagðist í fjórða stigs fellibyl árið 1983. Í hamaganginum fékk Tami höfuðhögg og var meðvitundarlaus í 27 klukkustundir. Þegar hún vaknaði var mastrið, vélin og rafkerfið ónýtt. Talstöðin týnd og lítið eftir af mat og ferskvatni. Með lífsviljann að vopni reyndi hún að bjarga sér um 2.400 kílómetrum frá landi með því að beina skútunni eftir hafstraumum sem hún vonaði að myndu bera hana í land. Aðalleikonan myndarinnar, Shailene Woodley, segir í samtali við USA Today að hún hafi sérstaklega lært að sigla seglskútu fyrir myndina.Sjá einnig: Mikill meðbyr með milljarðamynd Baltasars: „Það er svolítill hiti á þessu“„Að leika konu sem komst í gegnum einhverjar hættulegustu aðstæður sem manneskja getur staðið frammi fyrir, á viljastyrknum einum, heillaði mig mjög mikið,“ er haft eftir Woodley. Hún bætir við að hvert einasta áhættuatriði í myndinni hafi verið tekið upp úti á rúmsjó. „Í alvöru, ég hef aldrei skemmt mér jafn vel við tökur.“ USA Today ræðir jafnframt við Baltasar sem segir að fáar myndir um sjálfsbjörg skarti konu í aðalhlutverki. Þá telur hann heillandi hvernig myndinni tekst að blanda saman ástarsögu aðalpersónanna við sjálfsbjargarviðleitni konunnar.Myndirnar má nálgast á vef USA Today með því að smella hér. Tengdar fréttir Mikill meðbyr með milljarðamynd Baltasars: „Það er svolítill hiti á þessu“ Baltasar Kormákur undirbýr myndina Adrift með töffara í aðalhlutverki sem er ekki einfalt "bjútí“. 9. febrúar 2017 15:45 Mest lesið Shine on, you crazy Íslendingar! Gagnrýni Grét oft fyrstu mánuðina en gafst ekki upp Lífið Eignuðust „risastóran“ dreng Lífið Hjálpa öðrum að eignast lítil kraftaverk Lífið samstarf „Hann er góð blanda af Labrador og German Shepherd“ Lífið Ómar og Eva Margrét gift og gengu frá kaupmála Lífið Ætlar ekki að verða stærstur, bara bestur Lífið Léttir að fá greininguna eftir langvarandi verki Lífið Englar Birnis frumsýndir og heimildarmynd á leiðinni Tónlist Gugga lét Gauta heyra það fyrir hæð hans Lífið Fleiri fréttir Ómar og Eva Margrét gift og gengu frá kaupmála Ætlar ekki að verða stærstur, bara bestur Eignuðust „risastóran“ dreng Grét oft fyrstu mánuðina en gafst ekki upp Ungur karlmaður á Akureyri hefur saumað tvo þjóðbúninga á sig „Hann er góð blanda af Labrador og German Shepherd“ Hætt við atkvæðagreiðslu um þátttöku Ísraels í Eurovision Léttir að fá greininguna eftir langvarandi verki Gugga lét Gauta heyra það fyrir hæð hans Þetta eru dómarar í Ungfrú Ísland Teen Aron Mola og Birgitta Líf í glitrandi stemningu Hvetur til mánaðarlegra klúðursfunda á vinnustöðum Upp úr sauð fyrir utan Þróttaraheimilið Stjörnulífið: Aníta Briem og Inga Tinna þakklátar ástinni „Ókei, mér er ætlað annað hlutverk núna“ Endurkoma flatjarðarkenningarinnar: „Ef þau ljúga um þetta …“ Kyssast og kela en missa svo áhugann Sækir kraft í storminn sem systurnar upplifðu í forsjárdeilunni Fornbílar og þjóðbúningar á Eyrarbakka í dag Alltaf hörð á því að halda meðgöngunni áfram Krakkatían: Dúkkuhús Gabbýjar, hringtorg og körfuboltamaður „Það er ekkert sem brýtur mann“ Barneignir og sauðfjárrækt á sviðinu í Aratungu Diane Keaton er látin Glæsileg Regnbogahátíð í Vík alla helgina Fréttatía vikunnar: Magga Stína, Nóbelsverðlaun og riðuveiki Tvisvar sóttur af lögreglu eftir flótta af spítalanum „Vó þetta er geggjað, en svo hélt ég bara áfram með daginn“ Hristir hausinn yfir fyrra líferni Heiður Ósk og Davíð keyptu parhús í Hafnarfirði Sjá meira
Fyrstu myndirnar úr næstu stórmynd Baltasars Kormáks, Adrift, hafa litið dagsins ljós. Kvikmyndin, sem ætlað er að rati í kvikmyndahús í sumar, er byggð á sannsögulegum atburðum. Hún segir frá ungri konu, Tami Oldham Ashcraft, sem þarf að takast á við mikið mótlæti á Kyrrahafinu eftir að skúta, sem hún og unnusti hennar höfðu tekið að sér að sigla frá Tahíti til San Diego í Bandaríkjunum fyrir eigendur hennar, gjöreyðilagðist í fjórða stigs fellibyl árið 1983. Í hamaganginum fékk Tami höfuðhögg og var meðvitundarlaus í 27 klukkustundir. Þegar hún vaknaði var mastrið, vélin og rafkerfið ónýtt. Talstöðin týnd og lítið eftir af mat og ferskvatni. Með lífsviljann að vopni reyndi hún að bjarga sér um 2.400 kílómetrum frá landi með því að beina skútunni eftir hafstraumum sem hún vonaði að myndu bera hana í land. Aðalleikonan myndarinnar, Shailene Woodley, segir í samtali við USA Today að hún hafi sérstaklega lært að sigla seglskútu fyrir myndina.Sjá einnig: Mikill meðbyr með milljarðamynd Baltasars: „Það er svolítill hiti á þessu“„Að leika konu sem komst í gegnum einhverjar hættulegustu aðstæður sem manneskja getur staðið frammi fyrir, á viljastyrknum einum, heillaði mig mjög mikið,“ er haft eftir Woodley. Hún bætir við að hvert einasta áhættuatriði í myndinni hafi verið tekið upp úti á rúmsjó. „Í alvöru, ég hef aldrei skemmt mér jafn vel við tökur.“ USA Today ræðir jafnframt við Baltasar sem segir að fáar myndir um sjálfsbjörg skarti konu í aðalhlutverki. Þá telur hann heillandi hvernig myndinni tekst að blanda saman ástarsögu aðalpersónanna við sjálfsbjargarviðleitni konunnar.Myndirnar má nálgast á vef USA Today með því að smella hér.
Tengdar fréttir Mikill meðbyr með milljarðamynd Baltasars: „Það er svolítill hiti á þessu“ Baltasar Kormákur undirbýr myndina Adrift með töffara í aðalhlutverki sem er ekki einfalt "bjútí“. 9. febrúar 2017 15:45 Mest lesið Shine on, you crazy Íslendingar! Gagnrýni Grét oft fyrstu mánuðina en gafst ekki upp Lífið Eignuðust „risastóran“ dreng Lífið Hjálpa öðrum að eignast lítil kraftaverk Lífið samstarf „Hann er góð blanda af Labrador og German Shepherd“ Lífið Ómar og Eva Margrét gift og gengu frá kaupmála Lífið Ætlar ekki að verða stærstur, bara bestur Lífið Léttir að fá greininguna eftir langvarandi verki Lífið Englar Birnis frumsýndir og heimildarmynd á leiðinni Tónlist Gugga lét Gauta heyra það fyrir hæð hans Lífið Fleiri fréttir Ómar og Eva Margrét gift og gengu frá kaupmála Ætlar ekki að verða stærstur, bara bestur Eignuðust „risastóran“ dreng Grét oft fyrstu mánuðina en gafst ekki upp Ungur karlmaður á Akureyri hefur saumað tvo þjóðbúninga á sig „Hann er góð blanda af Labrador og German Shepherd“ Hætt við atkvæðagreiðslu um þátttöku Ísraels í Eurovision Léttir að fá greininguna eftir langvarandi verki Gugga lét Gauta heyra það fyrir hæð hans Þetta eru dómarar í Ungfrú Ísland Teen Aron Mola og Birgitta Líf í glitrandi stemningu Hvetur til mánaðarlegra klúðursfunda á vinnustöðum Upp úr sauð fyrir utan Þróttaraheimilið Stjörnulífið: Aníta Briem og Inga Tinna þakklátar ástinni „Ókei, mér er ætlað annað hlutverk núna“ Endurkoma flatjarðarkenningarinnar: „Ef þau ljúga um þetta …“ Kyssast og kela en missa svo áhugann Sækir kraft í storminn sem systurnar upplifðu í forsjárdeilunni Fornbílar og þjóðbúningar á Eyrarbakka í dag Alltaf hörð á því að halda meðgöngunni áfram Krakkatían: Dúkkuhús Gabbýjar, hringtorg og körfuboltamaður „Það er ekkert sem brýtur mann“ Barneignir og sauðfjárrækt á sviðinu í Aratungu Diane Keaton er látin Glæsileg Regnbogahátíð í Vík alla helgina Fréttatía vikunnar: Magga Stína, Nóbelsverðlaun og riðuveiki Tvisvar sóttur af lögreglu eftir flótta af spítalanum „Vó þetta er geggjað, en svo hélt ég bara áfram með daginn“ Hristir hausinn yfir fyrra líferni Heiður Ósk og Davíð keyptu parhús í Hafnarfirði Sjá meira
Mikill meðbyr með milljarðamynd Baltasars: „Það er svolítill hiti á þessu“ Baltasar Kormákur undirbýr myndina Adrift með töffara í aðalhlutverki sem er ekki einfalt "bjútí“. 9. febrúar 2017 15:45