Bíó og sjónvarp

Frumsýning á stuttmynd: María sópaði til sín verðlaunum

Stefán Árni Pálsson skrifar
Myndin er skáldsaga sem sýnir hvernig persóna á einhverfurófinu upplifir umhverfið.
Myndin er skáldsaga sem sýnir hvernig persóna á einhverfurófinu upplifir umhverfið.

María Carmela Torrini er nemandi í kvikmyndagerð við fjölbrautaskólann við Ármúla en hún sendi á dögunum inn stuttmyndina Reglur Leiksins í Kvikmyndahátíð framhaldsskólanna þar sem hún hlaut verðlaun fyrir bestu myndina, besta leik, bestu tækni og áhorfendaverðlaunin.

Í tilefni þess að í næsta mánuði er mánuður einhverfu þá frumsýnir Lífið þessa verðlaunastuttmynd. Apríl er mánuður einhverju og er þá blái liturinn áberandi.

„Myndin er skáldsaga sem sýnir hvernig persóna á einhverfurófinu upplifir umhverfið í kringum sig. Ég skrifaði handritið vegna þess að mig langar að gefa krökkum, unglingum og fullorðnum tækifæri til að skilja betur manneskju á einhverfurófinu sem kann ekki að útskýra það sjálf,“ segir María.

„Aðalpersóna myndarinnar er byggð á minni eigin reynslu með einhverfu og þar sem ég hef hæfnina í að setja það í mynd ákvað ég að gera það í von um að þeir sem sæju myndina gætu fengið að skyggnast svolítið inn í þennan heim.“

Hér að neðan má sjá myndina í heild sinni.Athugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.