Endurtekning er þemað í níundu útgáfu af Mænu Stefán Þór Hjartarson skrifar 15. mars 2018 06:00 Hópurinn úr Listaháskólanum skoðar pappír fyrir tímaritið Mænu hjá Gunnari Eggertssyni hf. Mæna er gefin út í 400 eintökum. Mæna, tímarit um hönnun, er gefið út árlega af hönnunar- og arkitektúrdeild Listaháskóla Íslands. Í ár kemur Mæna út í níunda skiptið. Í tímaritinu má finna greinar um grafíska hönnun, arkitektúr, fatahönnun og vöruhönnun, en Mæna er algjörlega hönnuð af nemum í grafískri hönnun á þriðja ári. „Þetta eru í rauninni fræðilegar greinar um hönnun, allt frá umfjöllun um lokaverkefni nemenda og síðan fræðilegar greinar byggðar á áhugaverðum pælingum sem koma upp út frá lokaverkefnunum,“ segir Sverrir Örn Pálsson en hann er einn af hönnunarteymi Mænu. Ritstjórar Mænu koma úr hópi kennara deildarinnar og í ár eru það þau Arnar Freyr Guðmundsson, Johanna Siebein, Jónas Valtýsson og Birna Geirfinnsdóttir. Þetta er annað árið sem tímaritið er tvítyngt – kemur bæði út á ensku og íslensku, enda er Mæna líka að einhverju leyti hugsuð sem kynningarefni fyrir Listaháskólann. „Síðustu ár hefur verið eitt þema sem hönnunin byggist á og þemað í ár er endurtekning. Greinarnar tengjast þemanu mismikið en snerta á því á einn eða annan hátt. Konseptið og layoutið byggir samt mikið á endurtekningu.“ Í kvöld verður útgáfuhóf vegna útgáfu Mænu og fer það fram í Hafnarhúsinu og er hluti af HönnunarMars í tengslum við samsýningu FÍT, Félag íslenskra teiknara, en hófið er haldið í sama rými og sú sýning. Leikar hefjast klukkan 17.30 og stendur sýningin fram á sunnudag. Mæna kemur út í um það bil 400 eintökum og verður hægt að nálgast tímaritið á meðan upplag endist. Einnig má nálgast Mænu á vefsíðunni mæna.is. Birtist í Fréttablaðinu HönnunarMars Tíska og hönnun Mest lesið Smurði kúk um allt stofugólfið þar til hann kafnaði úti í horni Lífið Blaðri því út um allan bæ að hann sé næsti Bond Bíó og sjónvarp Gugga fer yfir eineltið, frægðina og eftirpartýið með Drake Lífið Olli sjálfum sér vonbrigðum í sturtunni Lífið Fáum við einn þátt í viðbót af Stranger Things? Bíó og sjónvarp Kallar Sóla klónabarnið sitt Lífið Ólafur Jóhann er konungur bóksölunnar 2025 Menning Hvað vildu Íslendingar vita á árinu 2025? Lífið Við þurfum að ræða Sydney Sweeney Gagnrýni Mótmælir söfnuninni: „Ég myndi frekar stinga byssu upp í rassgatið á mér“ Lífið Fleiri fréttir Best klæddu Íslendingarnir 2025 Pæjur, börn og nóg af leðri fyrir alla Íslenskt La(m)bubu úr gæru, soðnu kindahorni og fiskaugum Ástin blómstrar í appelsínugulu leðri „Maður á ekki að vera feiminn við að vera fínn“ Einn áhrifamesti arkitekt samtímans látinn Best klæddu stjörnurnar samkvæmt Vogue Langskemmtilegast að vera alveg sama Skilaboð frá Höllu á Facebook upphaf að farsælu samstarfi Heitustu pörin í húrrandi jólagír Sjá meira
Mæna, tímarit um hönnun, er gefið út árlega af hönnunar- og arkitektúrdeild Listaháskóla Íslands. Í ár kemur Mæna út í níunda skiptið. Í tímaritinu má finna greinar um grafíska hönnun, arkitektúr, fatahönnun og vöruhönnun, en Mæna er algjörlega hönnuð af nemum í grafískri hönnun á þriðja ári. „Þetta eru í rauninni fræðilegar greinar um hönnun, allt frá umfjöllun um lokaverkefni nemenda og síðan fræðilegar greinar byggðar á áhugaverðum pælingum sem koma upp út frá lokaverkefnunum,“ segir Sverrir Örn Pálsson en hann er einn af hönnunarteymi Mænu. Ritstjórar Mænu koma úr hópi kennara deildarinnar og í ár eru það þau Arnar Freyr Guðmundsson, Johanna Siebein, Jónas Valtýsson og Birna Geirfinnsdóttir. Þetta er annað árið sem tímaritið er tvítyngt – kemur bæði út á ensku og íslensku, enda er Mæna líka að einhverju leyti hugsuð sem kynningarefni fyrir Listaháskólann. „Síðustu ár hefur verið eitt þema sem hönnunin byggist á og þemað í ár er endurtekning. Greinarnar tengjast þemanu mismikið en snerta á því á einn eða annan hátt. Konseptið og layoutið byggir samt mikið á endurtekningu.“ Í kvöld verður útgáfuhóf vegna útgáfu Mænu og fer það fram í Hafnarhúsinu og er hluti af HönnunarMars í tengslum við samsýningu FÍT, Félag íslenskra teiknara, en hófið er haldið í sama rými og sú sýning. Leikar hefjast klukkan 17.30 og stendur sýningin fram á sunnudag. Mæna kemur út í um það bil 400 eintökum og verður hægt að nálgast tímaritið á meðan upplag endist. Einnig má nálgast Mænu á vefsíðunni mæna.is.
Birtist í Fréttablaðinu HönnunarMars Tíska og hönnun Mest lesið Smurði kúk um allt stofugólfið þar til hann kafnaði úti í horni Lífið Blaðri því út um allan bæ að hann sé næsti Bond Bíó og sjónvarp Gugga fer yfir eineltið, frægðina og eftirpartýið með Drake Lífið Olli sjálfum sér vonbrigðum í sturtunni Lífið Fáum við einn þátt í viðbót af Stranger Things? Bíó og sjónvarp Kallar Sóla klónabarnið sitt Lífið Ólafur Jóhann er konungur bóksölunnar 2025 Menning Hvað vildu Íslendingar vita á árinu 2025? Lífið Við þurfum að ræða Sydney Sweeney Gagnrýni Mótmælir söfnuninni: „Ég myndi frekar stinga byssu upp í rassgatið á mér“ Lífið Fleiri fréttir Best klæddu Íslendingarnir 2025 Pæjur, börn og nóg af leðri fyrir alla Íslenskt La(m)bubu úr gæru, soðnu kindahorni og fiskaugum Ástin blómstrar í appelsínugulu leðri „Maður á ekki að vera feiminn við að vera fínn“ Einn áhrifamesti arkitekt samtímans látinn Best klæddu stjörnurnar samkvæmt Vogue Langskemmtilegast að vera alveg sama Skilaboð frá Höllu á Facebook upphaf að farsælu samstarfi Heitustu pörin í húrrandi jólagír Sjá meira