Tíska og hönnun

Endurtekning er þemað í níundu útgáfu af Mænu

Stefán Þór Hjartarson skrifar
Hópurinn úr Listaháskólanum skoðar pappír fyrir tímaritið Mænu hjá Gunnari Eggertssyni hf. Mæna er gefin út í 400 eintökum.
Hópurinn úr Listaháskólanum skoðar pappír fyrir tímaritið Mænu hjá Gunnari Eggertssyni hf. Mæna er gefin út í 400 eintökum.

Mæna, tímarit um hönnun, er gefið út árlega af hönnunar- og arkitektúrdeild Listaháskóla Íslands. Í ár kemur Mæna út í níunda skiptið. Í tímaritinu má finna greinar um grafíska hönnun, arkitektúr, fatahönnun og vöruhönnun, en Mæna er algjörlega hönnuð af nemum í grafískri hönnun á þriðja ári.

„Þetta eru í rauninni fræðilegar greinar um hönnun, allt frá umfjöllun um lokaverkefni nemenda og síðan fræðilegar greinar byggðar á áhugaverðum pælingum sem koma upp út frá lokaverkefnunum,“ segir Sverrir Örn Pálsson en hann er einn af hönnunarteymi Mænu.

Ritstjórar Mænu koma úr hópi kennara deildarinnar og í ár eru það þau Arnar Freyr Guðmundsson, Johanna Siebein, Jónas Valtýsson og Birna Geirfinnsdóttir. Þetta er annað árið sem tímaritið er tvítyngt – kemur bæði út á ensku og íslensku, enda er Mæna líka að einhverju leyti hugsuð sem kynningarefni fyrir Listaháskólann.

„Síðustu ár hefur verið eitt þema sem hönnunin byggist á og þemað í ár er endurtekning. Greinarnar tengjast þemanu mismikið en snerta á því á einn eða annan hátt. Konseptið og layoutið byggir samt mikið á endurtekningu.“

Í kvöld verður útgáfuhóf vegna útgáfu Mænu og fer það fram í Hafnarhúsinu og er hluti af HönnunarMars í tengslum við samsýningu FÍT, Félag íslenskra teiknara, en hófið er haldið í sama rými og sú sýning. Leikar hefjast klukkan 17.30 og stendur sýningin fram á sunnudag. Mæna kemur út í um það bil 400 eintökum og verður hægt að nálgast tímaritið á meðan upplag endist.

Einnig má nálgast Mænu á vefsíðunni mæna.is.Athugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.