Annað hljóð í bandaríska strokknum Stefán Ó. Jónsson skrifar 15. mars 2018 06:28 Theresa May heimsótti Donald Trump í Hvíta húsið í upphafi síðasta árs. Hér má sjá þau með brjóstmynd af hinum breska Winston Churchill. Vísir/AFp Hvíta húsið segist styðja breska bandamenn sína heilshugar þegar kemur að brottvísun 23 rússneskra erindreka frá Bretlandi.Forsætisráðherra Bretlands, Theresa May, tilkynnti í gær að erindrekarnir yrðu sendir úr landi eftir að stjórnvöld í Moskvu neituðu að útskýra hvernig taugaeitur, sem sagt er að eingöngu sé framleitt í Rússlandi, var notað til þess að reyna að myrða fyrrverandi njósnarann Sergei Skripal í Bretlandi. Skripal og dóttir hans liggja þungt haldin á sjúkrahúsi og urðu fleiri fyrir áhrifum eitursins. Rússar hafa ekki hvikað í afstöðu sinni. Þeir komu ekki nálægt banatilræðinu, ekki frekar en 13 öðrum tilfellum þegar eitrað hefur verið fyrir einstaklingum, sem allir höfðu tengsl við Rússland, í Bretlandi.Sjá einnig: Mestu brottvísanir í áratugiBandaríkjamenn hafa til þessa ekki verið tilbúnir til að taka jafn djúpt í árinni þegar kemur að íhlutun Rússa í innanríkismálum annarra landa eins og bresk stjórnvöld gerðu í gær. Síðustu mánuði hefur ítrekað verið rætt og ritað um hugsanlega aðkomu rússneskra stjórnvalda að forsetakosningunum vestanhafs. Leyniþjónustur Bandaríkjanna eru sannfærðar um íhlutun, rannsóknarnefnd repúblikana ekki. Hvað sem því líður virðist vera komið nýtt hljóð í bandaríska strokkinn. Talsmaður Hvíta hússins sakaði þannig Rússa um að grafa undan öryggi ríkja um víða veröld, eitthvað sem bandarísk stjórnvöld hafa verið treg við að tala um opinberlega. Fréttaskýrendur eru líka á einu máli um að eindreginn stuðningur Hvíta hússins við Theresu May í brottvísunarmálinu teljist til töluverðra tíðinda. Talsmaður Hvíta Hússins, Sarah Huckabee Sanders, sagði í samtali við blaðamenn í gær að Bandaríkin vildu tryggja að sambærilegar árásir myndu ekki eiga sér stað aftur. Brottvísun erindrekanna væru jafnframt bara viðbrögð Breta við árásinni. „Þessar nýjustu gjörðir Rússa falla inn í hegðunarmynstur þeirra þar sem gefa lítið fyrir alþjóðlegt lagaumhverfi, grafa undan sjálfstæði og öryggi ríkja heimsins ásamt því að draga úr tiltrú á lýðræðislegum ferlum og stofnunum á Vesturlöndum,“ sagði Sanders. Yfirlýsingar talsmannsins ríma við ummæli sendiherra Bandaríkjanna hjá Sameinuðu þjóðunum, Nikki Haley, sem sagði í gær að samband Breta og Bandaríkjamanna væri afar sérstakt. Þjóð hennar myndi ávallt standa þétt við bakið á sínum nánustu bandamönnum. Bandaríkin Taugaeitursárás í Bretlandi Tengdar fréttir Bretland óskar eftir fundi í öryggisráðinu vegna árásarinnar á Skripal Bretland hefur óskað eftir fundi í öryggisráði Sameinuðu þjóðanna vegna árásarinnar á fyrrverandi njósnara Rússa, Sergei Skripal. 14. mars 2018 11:52 Bretar ætla að reka 23 rússneska njósnara úr landi Það var gert eftir að Rússar neituðu að útskýra hvernig taugaeitur sem þróað var í Rússlandi var notað til þess að reyna að myrða fyrrverandi njósnarann Sergei Skripal í Bretlandi. 14. mars 2018 13:32 Mestu brottvísanir í áratugi Deila Rússa og Breta vegna Skripal-málsins harðnar. Tugum erindreka vísað á brott. Rússar ósáttir og hóta gagnaðgerðum. Formaður Verkamannaflokksins hneykslar Theresu May. 15. mars 2018 06:00 Mest lesið Matráður segir upp á Mánagarði Innlent Dómur fyrir að nauðga fermingarstúlkum staðfestur Innlent Sigurður handtekinn í stærsta kristal-amfetamínmáli sögunnar Innlent „Pabbi minn hefði örugglega orðið reiður“ Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Segja „fit to fly“ vottorð brjóta gegn siðareglum lækna Innlent Byrja að rukka sérstaklega fyrir ökuskírteini á plasti Innlent „Tifandi tímasprengjur“ á leið út í samfélagið Innlent Viðsnúningur í manndrápsmáli í Landsrétti Innlent Steinþór „svo skelfdur eða forviða“ að hann gat ekki gætt sín Innlent Fleiri fréttir Um átta þúsund norður-kóreskir hermenn á landamærunum Horfði á lík fljóta fram hjá Tala látinna á Spáni hækkar Rússar og Íranar auka samstarf í varnarmálum Stórsigur beggja innan skekkjumarka Ný flaug flaug lengra en áður Leita manns sem skildi eftir sprengiefni á lestarstöð í Berlín Sækja hraðar fram í Dónetsk Trump lék ruslakarl í Wisconsin Halda áfram leit eftir eyðileggingu flóðanna Nágranna Erlu enn saknað: „30 bílar bara í hrúgu hérna fyrir utan hjá mér“ Segjast rannsaka ásakanir um kosningasvik í Georgíu Beðin um að tilkynna líkfundi Óttast að hermenn Kim öðlist reynslu af hernaði Sagði Trump heltekinn hefndarvilja Tala látinna á Spáni hækkar hratt Biden í bobba eftir ummæli um rusl Loftvarnir Íran verulega laskaðar eftir árásir helgarinnar „Við getum ekki þrýst á fólk að koma til baka“ Naim Qassem tekur við stjórn Hezbollah Sporvagn af sporinu í Osló og inn í verslun Ákvörðun Ísrael að banna UNRWA vekur reiði og ótta Bæjarstjóri austurrísks bæjar skotinn til bana Jafnaðarmenn í Litháen unnu sigur Vara eindregið við mengun frá gashelluborðum Japanska ríkisstjórnin missti meirihluta sinn Vill hvorki gera meira né minna úr árásunum en ástæða er til Orðljótir stuðningsmenn Trump létu gamminn geisa í New York Líkamsleifar manns úr Sverris sögu frá 1197 fundnar Þingmanni vikið úr Verkamannaflokknum eftir líkamsárás Sjá meira
Hvíta húsið segist styðja breska bandamenn sína heilshugar þegar kemur að brottvísun 23 rússneskra erindreka frá Bretlandi.Forsætisráðherra Bretlands, Theresa May, tilkynnti í gær að erindrekarnir yrðu sendir úr landi eftir að stjórnvöld í Moskvu neituðu að útskýra hvernig taugaeitur, sem sagt er að eingöngu sé framleitt í Rússlandi, var notað til þess að reyna að myrða fyrrverandi njósnarann Sergei Skripal í Bretlandi. Skripal og dóttir hans liggja þungt haldin á sjúkrahúsi og urðu fleiri fyrir áhrifum eitursins. Rússar hafa ekki hvikað í afstöðu sinni. Þeir komu ekki nálægt banatilræðinu, ekki frekar en 13 öðrum tilfellum þegar eitrað hefur verið fyrir einstaklingum, sem allir höfðu tengsl við Rússland, í Bretlandi.Sjá einnig: Mestu brottvísanir í áratugiBandaríkjamenn hafa til þessa ekki verið tilbúnir til að taka jafn djúpt í árinni þegar kemur að íhlutun Rússa í innanríkismálum annarra landa eins og bresk stjórnvöld gerðu í gær. Síðustu mánuði hefur ítrekað verið rætt og ritað um hugsanlega aðkomu rússneskra stjórnvalda að forsetakosningunum vestanhafs. Leyniþjónustur Bandaríkjanna eru sannfærðar um íhlutun, rannsóknarnefnd repúblikana ekki. Hvað sem því líður virðist vera komið nýtt hljóð í bandaríska strokkinn. Talsmaður Hvíta hússins sakaði þannig Rússa um að grafa undan öryggi ríkja um víða veröld, eitthvað sem bandarísk stjórnvöld hafa verið treg við að tala um opinberlega. Fréttaskýrendur eru líka á einu máli um að eindreginn stuðningur Hvíta hússins við Theresu May í brottvísunarmálinu teljist til töluverðra tíðinda. Talsmaður Hvíta Hússins, Sarah Huckabee Sanders, sagði í samtali við blaðamenn í gær að Bandaríkin vildu tryggja að sambærilegar árásir myndu ekki eiga sér stað aftur. Brottvísun erindrekanna væru jafnframt bara viðbrögð Breta við árásinni. „Þessar nýjustu gjörðir Rússa falla inn í hegðunarmynstur þeirra þar sem gefa lítið fyrir alþjóðlegt lagaumhverfi, grafa undan sjálfstæði og öryggi ríkja heimsins ásamt því að draga úr tiltrú á lýðræðislegum ferlum og stofnunum á Vesturlöndum,“ sagði Sanders. Yfirlýsingar talsmannsins ríma við ummæli sendiherra Bandaríkjanna hjá Sameinuðu þjóðunum, Nikki Haley, sem sagði í gær að samband Breta og Bandaríkjamanna væri afar sérstakt. Þjóð hennar myndi ávallt standa þétt við bakið á sínum nánustu bandamönnum.
Bandaríkin Taugaeitursárás í Bretlandi Tengdar fréttir Bretland óskar eftir fundi í öryggisráðinu vegna árásarinnar á Skripal Bretland hefur óskað eftir fundi í öryggisráði Sameinuðu þjóðanna vegna árásarinnar á fyrrverandi njósnara Rússa, Sergei Skripal. 14. mars 2018 11:52 Bretar ætla að reka 23 rússneska njósnara úr landi Það var gert eftir að Rússar neituðu að útskýra hvernig taugaeitur sem þróað var í Rússlandi var notað til þess að reyna að myrða fyrrverandi njósnarann Sergei Skripal í Bretlandi. 14. mars 2018 13:32 Mestu brottvísanir í áratugi Deila Rússa og Breta vegna Skripal-málsins harðnar. Tugum erindreka vísað á brott. Rússar ósáttir og hóta gagnaðgerðum. Formaður Verkamannaflokksins hneykslar Theresu May. 15. mars 2018 06:00 Mest lesið Matráður segir upp á Mánagarði Innlent Dómur fyrir að nauðga fermingarstúlkum staðfestur Innlent Sigurður handtekinn í stærsta kristal-amfetamínmáli sögunnar Innlent „Pabbi minn hefði örugglega orðið reiður“ Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Segja „fit to fly“ vottorð brjóta gegn siðareglum lækna Innlent Byrja að rukka sérstaklega fyrir ökuskírteini á plasti Innlent „Tifandi tímasprengjur“ á leið út í samfélagið Innlent Viðsnúningur í manndrápsmáli í Landsrétti Innlent Steinþór „svo skelfdur eða forviða“ að hann gat ekki gætt sín Innlent Fleiri fréttir Um átta þúsund norður-kóreskir hermenn á landamærunum Horfði á lík fljóta fram hjá Tala látinna á Spáni hækkar Rússar og Íranar auka samstarf í varnarmálum Stórsigur beggja innan skekkjumarka Ný flaug flaug lengra en áður Leita manns sem skildi eftir sprengiefni á lestarstöð í Berlín Sækja hraðar fram í Dónetsk Trump lék ruslakarl í Wisconsin Halda áfram leit eftir eyðileggingu flóðanna Nágranna Erlu enn saknað: „30 bílar bara í hrúgu hérna fyrir utan hjá mér“ Segjast rannsaka ásakanir um kosningasvik í Georgíu Beðin um að tilkynna líkfundi Óttast að hermenn Kim öðlist reynslu af hernaði Sagði Trump heltekinn hefndarvilja Tala látinna á Spáni hækkar hratt Biden í bobba eftir ummæli um rusl Loftvarnir Íran verulega laskaðar eftir árásir helgarinnar „Við getum ekki þrýst á fólk að koma til baka“ Naim Qassem tekur við stjórn Hezbollah Sporvagn af sporinu í Osló og inn í verslun Ákvörðun Ísrael að banna UNRWA vekur reiði og ótta Bæjarstjóri austurrísks bæjar skotinn til bana Jafnaðarmenn í Litháen unnu sigur Vara eindregið við mengun frá gashelluborðum Japanska ríkisstjórnin missti meirihluta sinn Vill hvorki gera meira né minna úr árásunum en ástæða er til Orðljótir stuðningsmenn Trump létu gamminn geisa í New York Líkamsleifar manns úr Sverris sögu frá 1197 fundnar Þingmanni vikið úr Verkamannaflokknum eftir líkamsárás Sjá meira
Bretland óskar eftir fundi í öryggisráðinu vegna árásarinnar á Skripal Bretland hefur óskað eftir fundi í öryggisráði Sameinuðu þjóðanna vegna árásarinnar á fyrrverandi njósnara Rússa, Sergei Skripal. 14. mars 2018 11:52
Bretar ætla að reka 23 rússneska njósnara úr landi Það var gert eftir að Rússar neituðu að útskýra hvernig taugaeitur sem þróað var í Rússlandi var notað til þess að reyna að myrða fyrrverandi njósnarann Sergei Skripal í Bretlandi. 14. mars 2018 13:32
Mestu brottvísanir í áratugi Deila Rússa og Breta vegna Skripal-málsins harðnar. Tugum erindreka vísað á brott. Rússar ósáttir og hóta gagnaðgerðum. Formaður Verkamannaflokksins hneykslar Theresu May. 15. mars 2018 06:00