Það er svo erfitt að keppa í tónlist Guðný Hrönn skrifar 1. mars 2018 08:00 Rósa (í miðjunni) segir einstaklega góða stemningu ríkja innan Fókus-hópsins. Vísir/ernir Það ríkir gleði og góð stemning í sönghópnum Fókus að sögn Rósu Bjargar, einnar af meðlimum hópsins, en Fókus skipa þau Karítas Harpa Davíðsdóttir, Eiríkur Þór Hafdal, Sigurjón Örn Böðvarsson, Hrafnhildur Ýr Víglundsdóttir og Rósa Björg Ómarsdóttir. Rósa segir þó líka geta verið krefjandi að vera partur af sönghóp þar sem allir eru þannig lagað í sama hlutverkinu. „Það getur klárlega verið erfitt. Við erum öll aðalsöngvarar,“ segir hún og hlær. „Og ef maður er mikið með einhverjum þá myndast auðvitað alltaf einhver spenna. En það er bara eðlilegt,“ segir Rósa glöð í bragði. „Við höfum það bara sem reglu að tala opinskátt ef eitthvað er að trufla okkur. Við vorum svo miklir vinir áður en við fórum út í þetta verkefni og viljum ekki skemma það. Þetta er auðvitað mikið álag þó þetta sé draumaálag.“ Meðlimir hópsins kynntust í annarri þáttaröð Voice. Þar voru þau að keppa við hvert annað en urðu samt fljótt miklir vinir. „Það var alltaf svo gaman baksviðs og það myndaðist þannig séð aldrei einhver samkeppni á milli okkar. Við studdum alltaf við bakið á hvert öðru,“ útskýrir Rósa. Strax eftir Voice fóru þau að ræða um að gera eitthvað saman, samhliða sólóverkefnum. „Við töluðum um að halda tónleika saman eða eitthvað og við gerðum það. Það vatt svo upp á sig því við fengum svo góðar viðtökur,“ segir Rósa. Núna er Fókus að keppa í Söngvakeppni Sjónvarpsins með lagið Aldrei gefast upp og hópurinn freistar þess að komast á Eurovision í maí. Rósa segir þau fara með það viðhorf sem þau tileinkuðu sér í Voice í Söngvakeppni Sjónvarpsins. „Við lítum ekki á þetta sem samkeppni. Það er svo erfitt að keppa í tónlist því þetta er bara spurning um hvað fólk fílar.“Mismiklir aðdáendur Spurð út í hvort þau séu öll miklir Eurovision-aðdáendur segir Rósa: „Já, en við vorum kannski mismiklir aðdáendur. En eftir þetta ferli eru allir í hópnum orðnir miklir Eurovision-aðdáendur. Sjálf hef ég horft á keppnina frá því að ég man eftir mér. Sigurjón og Eiríkur eru sérstaklega miklir aðdáendur, þeir eru alveg með öll ártöl og allt á hreinu.“ Rósa hefur farið á Eurovision sem áhorfandi og síðan þá hefur hún horft öðrum augum á keppnina. „Þetta er svo mikil upplifun og þarna ríkir svo mikil gleði. Ég varð bara ástfangin af þessu,“ segir Rósa. Hún bætir við að lokum að hópurinn sé afar þakklátur fyrir góð viðbrögð sem hann hefur fengið. „Það er ótrúlegt að finna hvað maður er að ná til margra, erlendis og hérlendis.“ Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Gríðarlega löng röð í verslun Nocco Lífið Litlu munaði að þyrlan þyrfti að nauðlenda Lífið „Fólk hló og grét til skiptis“ Lífið Tíu stellingar sem örva G-blettinn Lífið Fréttatía vikunnar: Staða íslenskunnar, ríkislögreglustjóri og formannskjör Lífið Glæsihús augnlæknis til sölu Lífið Af og frá að fimmti þáttur hafi verið klipptur extra mikið Lífið Bubba svarað og „barnaleg vitleysa“ í Borgó Menning Ólöf Skafta og Kristín dannaðar í miðborginni Lífið Stór hluti fólks „aumingjar og haugar“ Lífið Fleiri fréttir Áratugir af óvissu enduðu með einni setningu í ræktinni Neistaflug hjá Guggu og Flona á rúntinum Gríðarlega löng röð í verslun Nocco Litlu munaði að þyrlan þyrfti að nauðlenda „Fólk hló og grét til skiptis“ Fréttatía vikunnar: Staða íslenskunnar, ríkislögreglustjóri og formannskjör Tíu stellingar sem örva G-blettinn Einstök íslensk verk sem hlutu hönnunarverðlaunin Fleiri lög berjast um farseðilinn þrátt fyrir óvissuna Glæsihús augnlæknis til sölu Ólöf Skafta og Kristín dannaðar í miðborginni Af og frá að fimmti þáttur hafi verið klipptur extra mikið Áföll og samskiptamynstur erfast milli kynslóða Tíu töff pelsar fyrir veturinn „Mjög pirruð út í hvort annað eftir frumsýninguna“ Ölgerðin lítur Orkutal „öfgahægrisins“ alvarlegum augum Spennandi fiski-takkó fyrir alla fjölskylduna Kastaði sér niður fimmtán stiga: „Marinn, þjáður og aumkunarverður“ „Get ekki hætt að hlusta og gráta“ Lögmálið um lítil typpi Dansandi bræður slá í gegn á stóra sviðinu Safaríkur kjúklingaréttur sem slær alltaf í gegn Smart og stílíseruð í Sigvaldablokk Stórstjörnur í snjóbrettasenunni fögnuðu Fann engin önnur ráð en „að ganga í söfnuð Votta Jehóva“ Einbýlishús í Garðabænum eftir miklar framkvæmdir Sérstök og sjaldgæf íslensk nöfn: „Vitanlega var mér strítt“ „Konan hans hlýtur að taka á honum þegar hún heyrir þetta“ Slær á sögusagnirnar með lúmskum skilaboðum Eins og sebrahestur umkringdur ljónum Sjá meira
Það ríkir gleði og góð stemning í sönghópnum Fókus að sögn Rósu Bjargar, einnar af meðlimum hópsins, en Fókus skipa þau Karítas Harpa Davíðsdóttir, Eiríkur Þór Hafdal, Sigurjón Örn Böðvarsson, Hrafnhildur Ýr Víglundsdóttir og Rósa Björg Ómarsdóttir. Rósa segir þó líka geta verið krefjandi að vera partur af sönghóp þar sem allir eru þannig lagað í sama hlutverkinu. „Það getur klárlega verið erfitt. Við erum öll aðalsöngvarar,“ segir hún og hlær. „Og ef maður er mikið með einhverjum þá myndast auðvitað alltaf einhver spenna. En það er bara eðlilegt,“ segir Rósa glöð í bragði. „Við höfum það bara sem reglu að tala opinskátt ef eitthvað er að trufla okkur. Við vorum svo miklir vinir áður en við fórum út í þetta verkefni og viljum ekki skemma það. Þetta er auðvitað mikið álag þó þetta sé draumaálag.“ Meðlimir hópsins kynntust í annarri þáttaröð Voice. Þar voru þau að keppa við hvert annað en urðu samt fljótt miklir vinir. „Það var alltaf svo gaman baksviðs og það myndaðist þannig séð aldrei einhver samkeppni á milli okkar. Við studdum alltaf við bakið á hvert öðru,“ útskýrir Rósa. Strax eftir Voice fóru þau að ræða um að gera eitthvað saman, samhliða sólóverkefnum. „Við töluðum um að halda tónleika saman eða eitthvað og við gerðum það. Það vatt svo upp á sig því við fengum svo góðar viðtökur,“ segir Rósa. Núna er Fókus að keppa í Söngvakeppni Sjónvarpsins með lagið Aldrei gefast upp og hópurinn freistar þess að komast á Eurovision í maí. Rósa segir þau fara með það viðhorf sem þau tileinkuðu sér í Voice í Söngvakeppni Sjónvarpsins. „Við lítum ekki á þetta sem samkeppni. Það er svo erfitt að keppa í tónlist því þetta er bara spurning um hvað fólk fílar.“Mismiklir aðdáendur Spurð út í hvort þau séu öll miklir Eurovision-aðdáendur segir Rósa: „Já, en við vorum kannski mismiklir aðdáendur. En eftir þetta ferli eru allir í hópnum orðnir miklir Eurovision-aðdáendur. Sjálf hef ég horft á keppnina frá því að ég man eftir mér. Sigurjón og Eiríkur eru sérstaklega miklir aðdáendur, þeir eru alveg með öll ártöl og allt á hreinu.“ Rósa hefur farið á Eurovision sem áhorfandi og síðan þá hefur hún horft öðrum augum á keppnina. „Þetta er svo mikil upplifun og þarna ríkir svo mikil gleði. Ég varð bara ástfangin af þessu,“ segir Rósa. Hún bætir við að lokum að hópurinn sé afar þakklátur fyrir góð viðbrögð sem hann hefur fengið. „Það er ótrúlegt að finna hvað maður er að ná til margra, erlendis og hérlendis.“
Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Gríðarlega löng röð í verslun Nocco Lífið Litlu munaði að þyrlan þyrfti að nauðlenda Lífið „Fólk hló og grét til skiptis“ Lífið Tíu stellingar sem örva G-blettinn Lífið Fréttatía vikunnar: Staða íslenskunnar, ríkislögreglustjóri og formannskjör Lífið Glæsihús augnlæknis til sölu Lífið Af og frá að fimmti þáttur hafi verið klipptur extra mikið Lífið Bubba svarað og „barnaleg vitleysa“ í Borgó Menning Ólöf Skafta og Kristín dannaðar í miðborginni Lífið Stór hluti fólks „aumingjar og haugar“ Lífið Fleiri fréttir Áratugir af óvissu enduðu með einni setningu í ræktinni Neistaflug hjá Guggu og Flona á rúntinum Gríðarlega löng röð í verslun Nocco Litlu munaði að þyrlan þyrfti að nauðlenda „Fólk hló og grét til skiptis“ Fréttatía vikunnar: Staða íslenskunnar, ríkislögreglustjóri og formannskjör Tíu stellingar sem örva G-blettinn Einstök íslensk verk sem hlutu hönnunarverðlaunin Fleiri lög berjast um farseðilinn þrátt fyrir óvissuna Glæsihús augnlæknis til sölu Ólöf Skafta og Kristín dannaðar í miðborginni Af og frá að fimmti þáttur hafi verið klipptur extra mikið Áföll og samskiptamynstur erfast milli kynslóða Tíu töff pelsar fyrir veturinn „Mjög pirruð út í hvort annað eftir frumsýninguna“ Ölgerðin lítur Orkutal „öfgahægrisins“ alvarlegum augum Spennandi fiski-takkó fyrir alla fjölskylduna Kastaði sér niður fimmtán stiga: „Marinn, þjáður og aumkunarverður“ „Get ekki hætt að hlusta og gráta“ Lögmálið um lítil typpi Dansandi bræður slá í gegn á stóra sviðinu Safaríkur kjúklingaréttur sem slær alltaf í gegn Smart og stílíseruð í Sigvaldablokk Stórstjörnur í snjóbrettasenunni fögnuðu Fann engin önnur ráð en „að ganga í söfnuð Votta Jehóva“ Einbýlishús í Garðabænum eftir miklar framkvæmdir Sérstök og sjaldgæf íslensk nöfn: „Vitanlega var mér strítt“ „Konan hans hlýtur að taka á honum þegar hún heyrir þetta“ Slær á sögusagnirnar með lúmskum skilaboðum Eins og sebrahestur umkringdur ljónum Sjá meira