Það er svo erfitt að keppa í tónlist Guðný Hrönn skrifar 1. mars 2018 08:00 Rósa (í miðjunni) segir einstaklega góða stemningu ríkja innan Fókus-hópsins. Vísir/ernir Það ríkir gleði og góð stemning í sönghópnum Fókus að sögn Rósu Bjargar, einnar af meðlimum hópsins, en Fókus skipa þau Karítas Harpa Davíðsdóttir, Eiríkur Þór Hafdal, Sigurjón Örn Böðvarsson, Hrafnhildur Ýr Víglundsdóttir og Rósa Björg Ómarsdóttir. Rósa segir þó líka geta verið krefjandi að vera partur af sönghóp þar sem allir eru þannig lagað í sama hlutverkinu. „Það getur klárlega verið erfitt. Við erum öll aðalsöngvarar,“ segir hún og hlær. „Og ef maður er mikið með einhverjum þá myndast auðvitað alltaf einhver spenna. En það er bara eðlilegt,“ segir Rósa glöð í bragði. „Við höfum það bara sem reglu að tala opinskátt ef eitthvað er að trufla okkur. Við vorum svo miklir vinir áður en við fórum út í þetta verkefni og viljum ekki skemma það. Þetta er auðvitað mikið álag þó þetta sé draumaálag.“ Meðlimir hópsins kynntust í annarri þáttaröð Voice. Þar voru þau að keppa við hvert annað en urðu samt fljótt miklir vinir. „Það var alltaf svo gaman baksviðs og það myndaðist þannig séð aldrei einhver samkeppni á milli okkar. Við studdum alltaf við bakið á hvert öðru,“ útskýrir Rósa. Strax eftir Voice fóru þau að ræða um að gera eitthvað saman, samhliða sólóverkefnum. „Við töluðum um að halda tónleika saman eða eitthvað og við gerðum það. Það vatt svo upp á sig því við fengum svo góðar viðtökur,“ segir Rósa. Núna er Fókus að keppa í Söngvakeppni Sjónvarpsins með lagið Aldrei gefast upp og hópurinn freistar þess að komast á Eurovision í maí. Rósa segir þau fara með það viðhorf sem þau tileinkuðu sér í Voice í Söngvakeppni Sjónvarpsins. „Við lítum ekki á þetta sem samkeppni. Það er svo erfitt að keppa í tónlist því þetta er bara spurning um hvað fólk fílar.“Mismiklir aðdáendur Spurð út í hvort þau séu öll miklir Eurovision-aðdáendur segir Rósa: „Já, en við vorum kannski mismiklir aðdáendur. En eftir þetta ferli eru allir í hópnum orðnir miklir Eurovision-aðdáendur. Sjálf hef ég horft á keppnina frá því að ég man eftir mér. Sigurjón og Eiríkur eru sérstaklega miklir aðdáendur, þeir eru alveg með öll ártöl og allt á hreinu.“ Rósa hefur farið á Eurovision sem áhorfandi og síðan þá hefur hún horft öðrum augum á keppnina. „Þetta er svo mikil upplifun og þarna ríkir svo mikil gleði. Ég varð bara ástfangin af þessu,“ segir Rósa. Hún bætir við að lokum að hópurinn sé afar þakklátur fyrir góð viðbrögð sem hann hefur fengið. „Það er ótrúlegt að finna hvað maður er að ná til margra, erlendis og hérlendis.“ Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Berbrjósta og bleikhærðar með byltingu Lífið Skiptir stærðin raunverulega máli? Lífið „Blessaður, þú ert með heilaæxli“ Lífið Einbýlishús með möguleika á makaskiptum Lífið Frumsýning á Vísi: Stikla fyrir aðra seríu af Bannað að hlæja Lífið Stórstjörnur í mögulegum ástarþríhyrningi Lífið Segir Gleðigönguna ekki vera fyrir sig en styður baráttuna Lífið Sagan þegar Villi Vill ákvað að lagið Söknuður yrði í eigin jarðarför Lífið Taumlaus gleði og stjörnum prýddir tónleikar Lífið Leikur Elsu Lund í fatla eftir vondan skell Lífið Fleiri fréttir Skiptir stærðin raunverulega máli? Berbrjósta og bleikhærðar með byltingu Taylor Swift trúlofuð Taumlaus gleði og stjörnum prýddir tónleikar Stórstjörnur í mögulegum ástarþríhyrningi Leikur Elsu Lund í fatla eftir vondan skell Segir Gleðigönguna ekki vera fyrir sig en styður baráttuna Einbýlishús með möguleika á makaskiptum Sagan þegar Villi Vill ákvað að lagið Söknuður yrði í eigin jarðarför Frumsýning á Vísi: Stikla fyrir aðra seríu af Bannað að hlæja Dansinn dunaði á Menningarnótt Will Smith sakaður um að falsa áhorfendur með gervigreind Lil Nas X laus gegn tryggingu „Blessaður, þú ert með heilaæxli“ Woody Allen segist enginn aðdáandi Pútíns Ein glæsilegasta leikkona landsins selur slotið Lil Nas X ákærður fyrir brot á alríkislögum Ljúffengir hafraklattar með kaffinu Þetta eru keppendur Ungfrú Ísland Teen 2025 Hegðun Benedikts kom upp um bónorðið „Hjálpar okkur í að nýta þjónustu sem er ekki til á Íslandi í dag en ætti að vera til“ Fagurkeri selur miðbæjarperlu „Ég trúði því aldrei að ég yrði þessi gaur“ Sonur Rögnu og Árna kominn með nafn Stjörnulífið: Maraþon, brúðkaup og gellugallinn Myndaveisla: Vestri fékk konunglegar móttökur á Ísafirði Kom með blóðugar tær í mark eftir heilt maraþon berfættur Tóku hlé í miðju hlaupi til að halda tónleika Skúli hannaði hof fyrir Grímu Fann nýjan tilgang í kjölfar lömunar í kraftlyftingum Sjá meira
Það ríkir gleði og góð stemning í sönghópnum Fókus að sögn Rósu Bjargar, einnar af meðlimum hópsins, en Fókus skipa þau Karítas Harpa Davíðsdóttir, Eiríkur Þór Hafdal, Sigurjón Örn Böðvarsson, Hrafnhildur Ýr Víglundsdóttir og Rósa Björg Ómarsdóttir. Rósa segir þó líka geta verið krefjandi að vera partur af sönghóp þar sem allir eru þannig lagað í sama hlutverkinu. „Það getur klárlega verið erfitt. Við erum öll aðalsöngvarar,“ segir hún og hlær. „Og ef maður er mikið með einhverjum þá myndast auðvitað alltaf einhver spenna. En það er bara eðlilegt,“ segir Rósa glöð í bragði. „Við höfum það bara sem reglu að tala opinskátt ef eitthvað er að trufla okkur. Við vorum svo miklir vinir áður en við fórum út í þetta verkefni og viljum ekki skemma það. Þetta er auðvitað mikið álag þó þetta sé draumaálag.“ Meðlimir hópsins kynntust í annarri þáttaröð Voice. Þar voru þau að keppa við hvert annað en urðu samt fljótt miklir vinir. „Það var alltaf svo gaman baksviðs og það myndaðist þannig séð aldrei einhver samkeppni á milli okkar. Við studdum alltaf við bakið á hvert öðru,“ útskýrir Rósa. Strax eftir Voice fóru þau að ræða um að gera eitthvað saman, samhliða sólóverkefnum. „Við töluðum um að halda tónleika saman eða eitthvað og við gerðum það. Það vatt svo upp á sig því við fengum svo góðar viðtökur,“ segir Rósa. Núna er Fókus að keppa í Söngvakeppni Sjónvarpsins með lagið Aldrei gefast upp og hópurinn freistar þess að komast á Eurovision í maí. Rósa segir þau fara með það viðhorf sem þau tileinkuðu sér í Voice í Söngvakeppni Sjónvarpsins. „Við lítum ekki á þetta sem samkeppni. Það er svo erfitt að keppa í tónlist því þetta er bara spurning um hvað fólk fílar.“Mismiklir aðdáendur Spurð út í hvort þau séu öll miklir Eurovision-aðdáendur segir Rósa: „Já, en við vorum kannski mismiklir aðdáendur. En eftir þetta ferli eru allir í hópnum orðnir miklir Eurovision-aðdáendur. Sjálf hef ég horft á keppnina frá því að ég man eftir mér. Sigurjón og Eiríkur eru sérstaklega miklir aðdáendur, þeir eru alveg með öll ártöl og allt á hreinu.“ Rósa hefur farið á Eurovision sem áhorfandi og síðan þá hefur hún horft öðrum augum á keppnina. „Þetta er svo mikil upplifun og þarna ríkir svo mikil gleði. Ég varð bara ástfangin af þessu,“ segir Rósa. Hún bætir við að lokum að hópurinn sé afar þakklátur fyrir góð viðbrögð sem hann hefur fengið. „Það er ótrúlegt að finna hvað maður er að ná til margra, erlendis og hérlendis.“
Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Berbrjósta og bleikhærðar með byltingu Lífið Skiptir stærðin raunverulega máli? Lífið „Blessaður, þú ert með heilaæxli“ Lífið Einbýlishús með möguleika á makaskiptum Lífið Frumsýning á Vísi: Stikla fyrir aðra seríu af Bannað að hlæja Lífið Stórstjörnur í mögulegum ástarþríhyrningi Lífið Segir Gleðigönguna ekki vera fyrir sig en styður baráttuna Lífið Sagan þegar Villi Vill ákvað að lagið Söknuður yrði í eigin jarðarför Lífið Taumlaus gleði og stjörnum prýddir tónleikar Lífið Leikur Elsu Lund í fatla eftir vondan skell Lífið Fleiri fréttir Skiptir stærðin raunverulega máli? Berbrjósta og bleikhærðar með byltingu Taylor Swift trúlofuð Taumlaus gleði og stjörnum prýddir tónleikar Stórstjörnur í mögulegum ástarþríhyrningi Leikur Elsu Lund í fatla eftir vondan skell Segir Gleðigönguna ekki vera fyrir sig en styður baráttuna Einbýlishús með möguleika á makaskiptum Sagan þegar Villi Vill ákvað að lagið Söknuður yrði í eigin jarðarför Frumsýning á Vísi: Stikla fyrir aðra seríu af Bannað að hlæja Dansinn dunaði á Menningarnótt Will Smith sakaður um að falsa áhorfendur með gervigreind Lil Nas X laus gegn tryggingu „Blessaður, þú ert með heilaæxli“ Woody Allen segist enginn aðdáandi Pútíns Ein glæsilegasta leikkona landsins selur slotið Lil Nas X ákærður fyrir brot á alríkislögum Ljúffengir hafraklattar með kaffinu Þetta eru keppendur Ungfrú Ísland Teen 2025 Hegðun Benedikts kom upp um bónorðið „Hjálpar okkur í að nýta þjónustu sem er ekki til á Íslandi í dag en ætti að vera til“ Fagurkeri selur miðbæjarperlu „Ég trúði því aldrei að ég yrði þessi gaur“ Sonur Rögnu og Árna kominn með nafn Stjörnulífið: Maraþon, brúðkaup og gellugallinn Myndaveisla: Vestri fékk konunglegar móttökur á Ísafirði Kom með blóðugar tær í mark eftir heilt maraþon berfættur Tóku hlé í miðju hlaupi til að halda tónleika Skúli hannaði hof fyrir Grímu Fann nýjan tilgang í kjölfar lömunar í kraftlyftingum Sjá meira