Stormzy stjarna Brit-verðlaunanna Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar 21. febrúar 2018 23:50 Stormzy var eðlilega skælbrosandi með verðlaunin sín í kvöld. vísir/getty Breski tónlistarmaðurinn Stormzy stal senunni á Brit, bresku tónlistarverðlaununum, í kvöld. Stormzy hirti öll helstu verðlaunin en Ed Sheeran var á meðal þeirra sem einnig voru tilnefndir. Stormzy var þannig valinn besti breski karlkyns tónlistarmaðurinn og plata hans, Gang Signs and Prayer, var valin breska plata ársins. Stormzy er grime-tónlistarmaður en grime er ákveðin tegund tónlistar sem varð til í London við upphaf aldarinnar. Grime er einhvers konar blanda af meðal annars raftónlist, reggí-danstónlist og hipp hoppi. Dua Lipa var valin besti breski kvenkyns tónlistarmaðurinn og Gorillaz besta breska hljómsveitin. Stjarna kvöldsins var óumdeilanlega Stormzy, að því er fram kemur í umfjöllun BBC um hátíðina. Hann hélt um höfuð sér þegar hann var kynntur sem besti karlkyns tónlistarmaðurinn og datt svo í gólfið þegar hann hlaut verðlaunin fyrir bestu plötuna. Stormzy sagði plötuna vera það erfiðasta sem hann hefði gert. „Ég hef aldrei unnið að neinu svona á lífsleiðinni. Við bjuggum eitthvað til sem er ekki hægt að líta framhjá og ég get staðið með í dag,“ sagði Stormzy sem kemur fram á Secret Solstice í Laugardalnum í sumar. Ed Sheeran, sem var vinsælasti tónlistarmaður liðins árs sé litið til spilana og seldra plötueintaka, var langt í frá tapsár heldur sagði fyrir hátíðina að honum þætti Stormzy eiga bestu plötu ársins. Mest lesið „Mig langar ekki lengur að deyja“ Lífið „Ég mun lifa á þessum degi út ævina“ Lífið Loni Anderson er látin Lífið Áferðarfallegir en óeftirminnilegir fjórmenningar Gagnrýni Calvin Harris orðinn faðir Lífið Samsæri tóbaksframleiðenda í reykfylltum bakherbergjum Lífið Brjánn hefur göngu sína í haust: „Erum við að falla úr efstu deild í Nórður-Kóreu?“ Lífið Myndaveisla: Ærandi pollagallastemming í Eyjum Lífið Hvetur fólk til að taka sjálfu með „þessu glæsiklofi“ Lífið Hermína sem missti folald og móðurlaus Tígull fundu hvort annað Lífið Fleiri fréttir „Öll dýrin í skóginum voru vinir“ Úr kjallaranum hjá mömmu yfir á stóra sviðið Opnar sig um stormasamt hjónaband á nýju plötunni Borgin býður í tívolíveislu Dylan leggur blátt símabann á tónleikagesti „Gerum allt fyrir konurnar í okkar lífi“ Quarashi á Lopapeysunni: „Við erum synir Akraness“ „Svo leiðinlegt að pæla hvað öðru fólki finnst“ Forsala á Kaleo seldist upp á innan við mínútu Sjá meira
Breski tónlistarmaðurinn Stormzy stal senunni á Brit, bresku tónlistarverðlaununum, í kvöld. Stormzy hirti öll helstu verðlaunin en Ed Sheeran var á meðal þeirra sem einnig voru tilnefndir. Stormzy var þannig valinn besti breski karlkyns tónlistarmaðurinn og plata hans, Gang Signs and Prayer, var valin breska plata ársins. Stormzy er grime-tónlistarmaður en grime er ákveðin tegund tónlistar sem varð til í London við upphaf aldarinnar. Grime er einhvers konar blanda af meðal annars raftónlist, reggí-danstónlist og hipp hoppi. Dua Lipa var valin besti breski kvenkyns tónlistarmaðurinn og Gorillaz besta breska hljómsveitin. Stjarna kvöldsins var óumdeilanlega Stormzy, að því er fram kemur í umfjöllun BBC um hátíðina. Hann hélt um höfuð sér þegar hann var kynntur sem besti karlkyns tónlistarmaðurinn og datt svo í gólfið þegar hann hlaut verðlaunin fyrir bestu plötuna. Stormzy sagði plötuna vera það erfiðasta sem hann hefði gert. „Ég hef aldrei unnið að neinu svona á lífsleiðinni. Við bjuggum eitthvað til sem er ekki hægt að líta framhjá og ég get staðið með í dag,“ sagði Stormzy sem kemur fram á Secret Solstice í Laugardalnum í sumar. Ed Sheeran, sem var vinsælasti tónlistarmaður liðins árs sé litið til spilana og seldra plötueintaka, var langt í frá tapsár heldur sagði fyrir hátíðina að honum þætti Stormzy eiga bestu plötu ársins.
Mest lesið „Mig langar ekki lengur að deyja“ Lífið „Ég mun lifa á þessum degi út ævina“ Lífið Loni Anderson er látin Lífið Áferðarfallegir en óeftirminnilegir fjórmenningar Gagnrýni Calvin Harris orðinn faðir Lífið Samsæri tóbaksframleiðenda í reykfylltum bakherbergjum Lífið Brjánn hefur göngu sína í haust: „Erum við að falla úr efstu deild í Nórður-Kóreu?“ Lífið Myndaveisla: Ærandi pollagallastemming í Eyjum Lífið Hvetur fólk til að taka sjálfu með „þessu glæsiklofi“ Lífið Hermína sem missti folald og móðurlaus Tígull fundu hvort annað Lífið Fleiri fréttir „Öll dýrin í skóginum voru vinir“ Úr kjallaranum hjá mömmu yfir á stóra sviðið Opnar sig um stormasamt hjónaband á nýju plötunni Borgin býður í tívolíveislu Dylan leggur blátt símabann á tónleikagesti „Gerum allt fyrir konurnar í okkar lífi“ Quarashi á Lopapeysunni: „Við erum synir Akraness“ „Svo leiðinlegt að pæla hvað öðru fólki finnst“ Forsala á Kaleo seldist upp á innan við mínútu Sjá meira