Getur verið vesen að vera eineggja tvíburar Guðný Hrönn skrifar 12. febrúar 2018 07:00 Tvítugu tvíburasysturnar Elín og Hrefna segja stundum vesen að vera eineggja tvíburar. Vísir/ernir Tvíburasysturnar Hrefna Ósk og Elín Hrönn Jónsdætur eru óneitanlega afar líkar í útliti og hátterni og kunna margar skemmtilegar sögur um hvaða ruglingi það hefur valdið. „Ég er til dæmis alltaf að lenda í því að segja vinkonum mínum einhverja sögu og þær segja: „æji, hún Hrefna var að enda við að að segja okkur þetta.“ Við erum alltaf saman og upplifum alltaf það sama þannig að við erum alltaf að segja fólki í kringum okkur sömu sögurnar,“ segir Elín. „Já, allir vinir okkar fá að heyra sömu sögurnar tvisvar og eru orðin frekar þreyttir á því,“ segir Hrefna og hlær. Þess má geta að systurnar eru í sama vinahóp, sama leiklistarhóp og meira að segja í sömu vinnunni. „Við gerum allt saman og erum með sömu áhugamálin,“ segir Hrefna og Elín tekur undir með henni. Systurnar segja að flestir nánir vinir þeirra og fjölskyldumeðlimir þekki þær í sundur á meðan sumir sjái aldrei muninn. „Sumir ná þessu aldrei.“ Beðnar um að rifja upp atvik þar sem líkindi þeirra ollu veseni segir Elín: „Til dæmis í fermingunni okkar þá ætlaði presturinn ekki að þekkja okkur í sundur. Hann var alls ekki viss. Við þurftum að gefa honum merki um hvor væri hvað í athöfninni.“ „Svo á Hrefna kærasta og ég lenti í því tvisvar sama daginn að hann hélt að ég væri hún,“ segir Elín og systurnar hlæja. „Hann þekkir okkur samt alveg í sundur,“ bætir Hrefna við.Tvítugu tvíburasysturnar Elín og Hrefna segja stundum vesen að vera eineggja tvíburar.Vísir/ernir„Svo höfum við líka lent í því að víxla óvart vegabréfum í Leifsstöð,“ segir Hrefna. „En við föttuðum það ekki fyrr en við vorum komnar í gegn og það skipti engu máli.“ „Það hefur líka alveg komið fyrir að við þekkjum okkur ekki í sundur á ljósmyndum. Það á aðallega við um gamlar myndir, en það hefur líka komið fyrir með nýjar myndir. Það er pínu vandræðalegt,“ segir Elín.Reyna að vera ólíkar í klæðaburði Aðspurðar hvort þær hafi einhvern tímann reynt að gera tilraun til að vera ólíkar í útliti segir Elín: „Já, ég klippti hárið mitt styttra.“ „Það ætti að auðvelda fólki að þekkja okkur í sundur,“ segir Hrefna. „En við vinnum reyndar hjá Kjörís og erum með hárnet í vinnunni, þannig að klippingin gerir ekki mikið þar,“ segir Elín og hlær. „En annars reynum við að klæða okkur ólíkt,“ bætir Hrefna við en tekur fram að þær systur séu reyndar með svipaðan fatasmekk. Spurður hvort þær sáu háðar hvor annarri segir Elín: „Ég hugsa að við gætum alveg verið sjálfstæðar ef á myndi reyna. En ég held að Hrefna sé háðari mér heldur en ég henni.“ Hrefna er ósammála og er viss um að Elín sé háð henni en ekki öfugt. „En við skemmtum okkur alltaf best þegar við erum saman,“ segir Elín. Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Emma Watson svipt ökuleyfinu Lífið Yngsti gusumeistari landsins Lífið Íslensk hátíska úr fiskileðri slær í gegn í Vogue Tíska og hönnun Væri teiknimyndapersóna í fullkomnum heimi Tíska og hönnun „Þú stýrir þínum rokkstjörnulífsstíl“ Lífið „Kókaín hefur tekið mig aftur og aftur til helvítis“ Lífið „Þetta er miklu stærra en fólk gerir sér grein fyrir“ Lífið Sjarmerandi raðhús í 105 Lífið Sögufrægur gítar Stones fannst hálfri öld eftir að honum var stolið Lífið Hvað er Labubu og hvers vegna eru allir að missa sig yfir því? Tíska og hönnun Fleiri fréttir Sumarlegt og ofurhollt kínóasalat að hætti Jönu Emma Watson svipt ökuleyfinu Yngsti gusumeistari landsins Sjarmerandi raðhús í 105 Sögufrægur gítar Stones fannst hálfri öld eftir að honum var stolið „Þetta er miklu stærra en fólk gerir sér grein fyrir“ „Óljósir, fallegir og stundum óþægilegir hlutir“ Óútgefinni tónlist Beyoncé stolið úr bíl danshöfundar „Þú stýrir þínum rokkstjörnulífsstíl“ „Yndislegir vinir gáfu okkur saman í plötubúð“ Sögulegt sveitaball í hundrað ár Boxari selur íbúð með heitum potti og Esju útsýni Telur að 511 kílómetra hlaupið styrki hlauparann „Kókaín hefur tekið mig aftur og aftur til helvítis“ Ómissandi gönguleiðir sem þú verður að prófa Stjörnulífið: „Engar áhyggjur við erum ekki skilin“ Riddarar kærleikans í hringferð um landið Endaði á geðdeild eftir notkun MDMA í sálfræðimeðferð Reykvíkingur ársins tileinkar samstarfsfólki útnefninguna Nágrannar kveðja sjónvarpsskjáinn „Það verður erfitt að trúa því að lífið muni einhvern tímann leiða eitthvað gott af sér” Krakkatían: Narnía, krónprins og sundlaugar Klay Thompson og Megan Thee Stallion nýtt par Börnin læra að sauma út, baka og elda í Hússtjórnarskólanum „Auðvitað væri ég til í að ná enn lengra“ Fréttatía vikunnar: Kjarnorkukafbátur, málþóf og magapína Hneykslast á freðnum Bieber dansa við Sexyy Redd og kyssa hana á ennið Ætlar að ná styrk í fingurna til að geta greitt dótturinni Ragga Holm og Elma trúlofaðar Eftirlætis náttúruperlur Ásu Steinars Sjá meira
Tvíburasysturnar Hrefna Ósk og Elín Hrönn Jónsdætur eru óneitanlega afar líkar í útliti og hátterni og kunna margar skemmtilegar sögur um hvaða ruglingi það hefur valdið. „Ég er til dæmis alltaf að lenda í því að segja vinkonum mínum einhverja sögu og þær segja: „æji, hún Hrefna var að enda við að að segja okkur þetta.“ Við erum alltaf saman og upplifum alltaf það sama þannig að við erum alltaf að segja fólki í kringum okkur sömu sögurnar,“ segir Elín. „Já, allir vinir okkar fá að heyra sömu sögurnar tvisvar og eru orðin frekar þreyttir á því,“ segir Hrefna og hlær. Þess má geta að systurnar eru í sama vinahóp, sama leiklistarhóp og meira að segja í sömu vinnunni. „Við gerum allt saman og erum með sömu áhugamálin,“ segir Hrefna og Elín tekur undir með henni. Systurnar segja að flestir nánir vinir þeirra og fjölskyldumeðlimir þekki þær í sundur á meðan sumir sjái aldrei muninn. „Sumir ná þessu aldrei.“ Beðnar um að rifja upp atvik þar sem líkindi þeirra ollu veseni segir Elín: „Til dæmis í fermingunni okkar þá ætlaði presturinn ekki að þekkja okkur í sundur. Hann var alls ekki viss. Við þurftum að gefa honum merki um hvor væri hvað í athöfninni.“ „Svo á Hrefna kærasta og ég lenti í því tvisvar sama daginn að hann hélt að ég væri hún,“ segir Elín og systurnar hlæja. „Hann þekkir okkur samt alveg í sundur,“ bætir Hrefna við.Tvítugu tvíburasysturnar Elín og Hrefna segja stundum vesen að vera eineggja tvíburar.Vísir/ernir„Svo höfum við líka lent í því að víxla óvart vegabréfum í Leifsstöð,“ segir Hrefna. „En við föttuðum það ekki fyrr en við vorum komnar í gegn og það skipti engu máli.“ „Það hefur líka alveg komið fyrir að við þekkjum okkur ekki í sundur á ljósmyndum. Það á aðallega við um gamlar myndir, en það hefur líka komið fyrir með nýjar myndir. Það er pínu vandræðalegt,“ segir Elín.Reyna að vera ólíkar í klæðaburði Aðspurðar hvort þær hafi einhvern tímann reynt að gera tilraun til að vera ólíkar í útliti segir Elín: „Já, ég klippti hárið mitt styttra.“ „Það ætti að auðvelda fólki að þekkja okkur í sundur,“ segir Hrefna. „En við vinnum reyndar hjá Kjörís og erum með hárnet í vinnunni, þannig að klippingin gerir ekki mikið þar,“ segir Elín og hlær. „En annars reynum við að klæða okkur ólíkt,“ bætir Hrefna við en tekur fram að þær systur séu reyndar með svipaðan fatasmekk. Spurður hvort þær sáu háðar hvor annarri segir Elín: „Ég hugsa að við gætum alveg verið sjálfstæðar ef á myndi reyna. En ég held að Hrefna sé háðari mér heldur en ég henni.“ Hrefna er ósammála og er viss um að Elín sé háð henni en ekki öfugt. „En við skemmtum okkur alltaf best þegar við erum saman,“ segir Elín.
Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Emma Watson svipt ökuleyfinu Lífið Yngsti gusumeistari landsins Lífið Íslensk hátíska úr fiskileðri slær í gegn í Vogue Tíska og hönnun Væri teiknimyndapersóna í fullkomnum heimi Tíska og hönnun „Þú stýrir þínum rokkstjörnulífsstíl“ Lífið „Kókaín hefur tekið mig aftur og aftur til helvítis“ Lífið „Þetta er miklu stærra en fólk gerir sér grein fyrir“ Lífið Sjarmerandi raðhús í 105 Lífið Sögufrægur gítar Stones fannst hálfri öld eftir að honum var stolið Lífið Hvað er Labubu og hvers vegna eru allir að missa sig yfir því? Tíska og hönnun Fleiri fréttir Sumarlegt og ofurhollt kínóasalat að hætti Jönu Emma Watson svipt ökuleyfinu Yngsti gusumeistari landsins Sjarmerandi raðhús í 105 Sögufrægur gítar Stones fannst hálfri öld eftir að honum var stolið „Þetta er miklu stærra en fólk gerir sér grein fyrir“ „Óljósir, fallegir og stundum óþægilegir hlutir“ Óútgefinni tónlist Beyoncé stolið úr bíl danshöfundar „Þú stýrir þínum rokkstjörnulífsstíl“ „Yndislegir vinir gáfu okkur saman í plötubúð“ Sögulegt sveitaball í hundrað ár Boxari selur íbúð með heitum potti og Esju útsýni Telur að 511 kílómetra hlaupið styrki hlauparann „Kókaín hefur tekið mig aftur og aftur til helvítis“ Ómissandi gönguleiðir sem þú verður að prófa Stjörnulífið: „Engar áhyggjur við erum ekki skilin“ Riddarar kærleikans í hringferð um landið Endaði á geðdeild eftir notkun MDMA í sálfræðimeðferð Reykvíkingur ársins tileinkar samstarfsfólki útnefninguna Nágrannar kveðja sjónvarpsskjáinn „Það verður erfitt að trúa því að lífið muni einhvern tímann leiða eitthvað gott af sér” Krakkatían: Narnía, krónprins og sundlaugar Klay Thompson og Megan Thee Stallion nýtt par Börnin læra að sauma út, baka og elda í Hússtjórnarskólanum „Auðvitað væri ég til í að ná enn lengra“ Fréttatía vikunnar: Kjarnorkukafbátur, málþóf og magapína Hneykslast á freðnum Bieber dansa við Sexyy Redd og kyssa hana á ennið Ætlar að ná styrk í fingurna til að geta greitt dótturinni Ragga Holm og Elma trúlofaðar Eftirlætis náttúruperlur Ásu Steinars Sjá meira