Getur verið vesen að vera eineggja tvíburar Guðný Hrönn skrifar 12. febrúar 2018 07:00 Tvítugu tvíburasysturnar Elín og Hrefna segja stundum vesen að vera eineggja tvíburar. Vísir/ernir Tvíburasysturnar Hrefna Ósk og Elín Hrönn Jónsdætur eru óneitanlega afar líkar í útliti og hátterni og kunna margar skemmtilegar sögur um hvaða ruglingi það hefur valdið. „Ég er til dæmis alltaf að lenda í því að segja vinkonum mínum einhverja sögu og þær segja: „æji, hún Hrefna var að enda við að að segja okkur þetta.“ Við erum alltaf saman og upplifum alltaf það sama þannig að við erum alltaf að segja fólki í kringum okkur sömu sögurnar,“ segir Elín. „Já, allir vinir okkar fá að heyra sömu sögurnar tvisvar og eru orðin frekar þreyttir á því,“ segir Hrefna og hlær. Þess má geta að systurnar eru í sama vinahóp, sama leiklistarhóp og meira að segja í sömu vinnunni. „Við gerum allt saman og erum með sömu áhugamálin,“ segir Hrefna og Elín tekur undir með henni. Systurnar segja að flestir nánir vinir þeirra og fjölskyldumeðlimir þekki þær í sundur á meðan sumir sjái aldrei muninn. „Sumir ná þessu aldrei.“ Beðnar um að rifja upp atvik þar sem líkindi þeirra ollu veseni segir Elín: „Til dæmis í fermingunni okkar þá ætlaði presturinn ekki að þekkja okkur í sundur. Hann var alls ekki viss. Við þurftum að gefa honum merki um hvor væri hvað í athöfninni.“ „Svo á Hrefna kærasta og ég lenti í því tvisvar sama daginn að hann hélt að ég væri hún,“ segir Elín og systurnar hlæja. „Hann þekkir okkur samt alveg í sundur,“ bætir Hrefna við.Tvítugu tvíburasysturnar Elín og Hrefna segja stundum vesen að vera eineggja tvíburar.Vísir/ernir„Svo höfum við líka lent í því að víxla óvart vegabréfum í Leifsstöð,“ segir Hrefna. „En við föttuðum það ekki fyrr en við vorum komnar í gegn og það skipti engu máli.“ „Það hefur líka alveg komið fyrir að við þekkjum okkur ekki í sundur á ljósmyndum. Það á aðallega við um gamlar myndir, en það hefur líka komið fyrir með nýjar myndir. Það er pínu vandræðalegt,“ segir Elín.Reyna að vera ólíkar í klæðaburði Aðspurðar hvort þær hafi einhvern tímann reynt að gera tilraun til að vera ólíkar í útliti segir Elín: „Já, ég klippti hárið mitt styttra.“ „Það ætti að auðvelda fólki að þekkja okkur í sundur,“ segir Hrefna. „En við vinnum reyndar hjá Kjörís og erum með hárnet í vinnunni, þannig að klippingin gerir ekki mikið þar,“ segir Elín og hlær. „En annars reynum við að klæða okkur ólíkt,“ bætir Hrefna við en tekur fram að þær systur séu reyndar með svipaðan fatasmekk. Spurður hvort þær sáu háðar hvor annarri segir Elín: „Ég hugsa að við gætum alveg verið sjálfstæðar ef á myndi reyna. En ég held að Hrefna sé háðari mér heldur en ég henni.“ Hrefna er ósammála og er viss um að Elín sé háð henni en ekki öfugt. „En við skemmtum okkur alltaf best þegar við erum saman,“ segir Elín. Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Gríðarlega löng röð í verslun Nocco Lífið Litlu munaði að þyrlan þyrfti að nauðlenda Lífið „Fólk hló og grét til skiptis“ Lífið Tíu stellingar sem örva G-blettinn Lífið Fréttatía vikunnar: Staða íslenskunnar, ríkislögreglustjóri og formannskjör Lífið Glæsihús augnlæknis til sölu Lífið Af og frá að fimmti þáttur hafi verið klipptur extra mikið Lífið Bubba svarað og „barnaleg vitleysa“ í Borgó Menning Ólöf Skafta og Kristín dannaðar í miðborginni Lífið Stór hluti fólks „aumingjar og haugar“ Lífið Fleiri fréttir Neistaflug hjá Guggu og Flona á rúntinum Gríðarlega löng röð í verslun Nocco Litlu munaði að þyrlan þyrfti að nauðlenda „Fólk hló og grét til skiptis“ Fréttatía vikunnar: Staða íslenskunnar, ríkislögreglustjóri og formannskjör Tíu stellingar sem örva G-blettinn Einstök íslensk verk sem hlutu hönnunarverðlaunin Fleiri lög berjast um farseðilinn þrátt fyrir óvissuna Glæsihús augnlæknis til sölu Ólöf Skafta og Kristín dannaðar í miðborginni Af og frá að fimmti þáttur hafi verið klipptur extra mikið Áföll og samskiptamynstur erfast milli kynslóða Tíu töff pelsar fyrir veturinn „Mjög pirruð út í hvort annað eftir frumsýninguna“ Ölgerðin lítur Orkutal „öfgahægrisins“ alvarlegum augum Spennandi fiski-takkó fyrir alla fjölskylduna Kastaði sér niður fimmtán stiga: „Marinn, þjáður og aumkunarverður“ „Get ekki hætt að hlusta og gráta“ Lögmálið um lítil typpi Dansandi bræður slá í gegn á stóra sviðinu Safaríkur kjúklingaréttur sem slær alltaf í gegn Smart og stílíseruð í Sigvaldablokk Stórstjörnur í snjóbrettasenunni fögnuðu Fann engin önnur ráð en „að ganga í söfnuð Votta Jehóva“ Einbýlishús í Garðabænum eftir miklar framkvæmdir Sérstök og sjaldgæf íslensk nöfn: „Vitanlega var mér strítt“ „Konan hans hlýtur að taka á honum þegar hún heyrir þetta“ Slær á sögusagnirnar með lúmskum skilaboðum Eins og sebrahestur umkringdur ljónum Sjáðu nýtt og stærðarinnar veitingasvæði í Smáralind Sjá meira
Tvíburasysturnar Hrefna Ósk og Elín Hrönn Jónsdætur eru óneitanlega afar líkar í útliti og hátterni og kunna margar skemmtilegar sögur um hvaða ruglingi það hefur valdið. „Ég er til dæmis alltaf að lenda í því að segja vinkonum mínum einhverja sögu og þær segja: „æji, hún Hrefna var að enda við að að segja okkur þetta.“ Við erum alltaf saman og upplifum alltaf það sama þannig að við erum alltaf að segja fólki í kringum okkur sömu sögurnar,“ segir Elín. „Já, allir vinir okkar fá að heyra sömu sögurnar tvisvar og eru orðin frekar þreyttir á því,“ segir Hrefna og hlær. Þess má geta að systurnar eru í sama vinahóp, sama leiklistarhóp og meira að segja í sömu vinnunni. „Við gerum allt saman og erum með sömu áhugamálin,“ segir Hrefna og Elín tekur undir með henni. Systurnar segja að flestir nánir vinir þeirra og fjölskyldumeðlimir þekki þær í sundur á meðan sumir sjái aldrei muninn. „Sumir ná þessu aldrei.“ Beðnar um að rifja upp atvik þar sem líkindi þeirra ollu veseni segir Elín: „Til dæmis í fermingunni okkar þá ætlaði presturinn ekki að þekkja okkur í sundur. Hann var alls ekki viss. Við þurftum að gefa honum merki um hvor væri hvað í athöfninni.“ „Svo á Hrefna kærasta og ég lenti í því tvisvar sama daginn að hann hélt að ég væri hún,“ segir Elín og systurnar hlæja. „Hann þekkir okkur samt alveg í sundur,“ bætir Hrefna við.Tvítugu tvíburasysturnar Elín og Hrefna segja stundum vesen að vera eineggja tvíburar.Vísir/ernir„Svo höfum við líka lent í því að víxla óvart vegabréfum í Leifsstöð,“ segir Hrefna. „En við föttuðum það ekki fyrr en við vorum komnar í gegn og það skipti engu máli.“ „Það hefur líka alveg komið fyrir að við þekkjum okkur ekki í sundur á ljósmyndum. Það á aðallega við um gamlar myndir, en það hefur líka komið fyrir með nýjar myndir. Það er pínu vandræðalegt,“ segir Elín.Reyna að vera ólíkar í klæðaburði Aðspurðar hvort þær hafi einhvern tímann reynt að gera tilraun til að vera ólíkar í útliti segir Elín: „Já, ég klippti hárið mitt styttra.“ „Það ætti að auðvelda fólki að þekkja okkur í sundur,“ segir Hrefna. „En við vinnum reyndar hjá Kjörís og erum með hárnet í vinnunni, þannig að klippingin gerir ekki mikið þar,“ segir Elín og hlær. „En annars reynum við að klæða okkur ólíkt,“ bætir Hrefna við en tekur fram að þær systur séu reyndar með svipaðan fatasmekk. Spurður hvort þær sáu háðar hvor annarri segir Elín: „Ég hugsa að við gætum alveg verið sjálfstæðar ef á myndi reyna. En ég held að Hrefna sé háðari mér heldur en ég henni.“ Hrefna er ósammála og er viss um að Elín sé háð henni en ekki öfugt. „En við skemmtum okkur alltaf best þegar við erum saman,“ segir Elín.
Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Gríðarlega löng röð í verslun Nocco Lífið Litlu munaði að þyrlan þyrfti að nauðlenda Lífið „Fólk hló og grét til skiptis“ Lífið Tíu stellingar sem örva G-blettinn Lífið Fréttatía vikunnar: Staða íslenskunnar, ríkislögreglustjóri og formannskjör Lífið Glæsihús augnlæknis til sölu Lífið Af og frá að fimmti þáttur hafi verið klipptur extra mikið Lífið Bubba svarað og „barnaleg vitleysa“ í Borgó Menning Ólöf Skafta og Kristín dannaðar í miðborginni Lífið Stór hluti fólks „aumingjar og haugar“ Lífið Fleiri fréttir Neistaflug hjá Guggu og Flona á rúntinum Gríðarlega löng röð í verslun Nocco Litlu munaði að þyrlan þyrfti að nauðlenda „Fólk hló og grét til skiptis“ Fréttatía vikunnar: Staða íslenskunnar, ríkislögreglustjóri og formannskjör Tíu stellingar sem örva G-blettinn Einstök íslensk verk sem hlutu hönnunarverðlaunin Fleiri lög berjast um farseðilinn þrátt fyrir óvissuna Glæsihús augnlæknis til sölu Ólöf Skafta og Kristín dannaðar í miðborginni Af og frá að fimmti þáttur hafi verið klipptur extra mikið Áföll og samskiptamynstur erfast milli kynslóða Tíu töff pelsar fyrir veturinn „Mjög pirruð út í hvort annað eftir frumsýninguna“ Ölgerðin lítur Orkutal „öfgahægrisins“ alvarlegum augum Spennandi fiski-takkó fyrir alla fjölskylduna Kastaði sér niður fimmtán stiga: „Marinn, þjáður og aumkunarverður“ „Get ekki hætt að hlusta og gráta“ Lögmálið um lítil typpi Dansandi bræður slá í gegn á stóra sviðinu Safaríkur kjúklingaréttur sem slær alltaf í gegn Smart og stílíseruð í Sigvaldablokk Stórstjörnur í snjóbrettasenunni fögnuðu Fann engin önnur ráð en „að ganga í söfnuð Votta Jehóva“ Einbýlishús í Garðabænum eftir miklar framkvæmdir Sérstök og sjaldgæf íslensk nöfn: „Vitanlega var mér strítt“ „Konan hans hlýtur að taka á honum þegar hún heyrir þetta“ Slær á sögusagnirnar með lúmskum skilaboðum Eins og sebrahestur umkringdur ljónum Sjáðu nýtt og stærðarinnar veitingasvæði í Smáralind Sjá meira