McConaughey keypti heilsíðuauglýsingu fyrir Super Bowl meistarann Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 12. febrúar 2018 23:30 Nick Foles með dóttur sinni. Vísir/Getty Strákarnir frá Austin í Texas standa saman. Það sýndi bandaríski leikarinn Matthew McConaughey og sannaði um helgina. Matthew McConaughey notaði þá séstaka leið til að óska leikstjórnenda Super Bowl meistara Philadelphia Eagles til hamingju með árangurinn. McConaughey er einn þekktasti og vinsælasti leikari Bandaríkjanna og fékk meðal annars Óskarsverðlaunin fyrir leik sinn í Dallas Buyers Club árið 2013. Meðal þekktustu mynda hans eru þó rómantísku gamanmyndirnar The Wedding Planner (2001), How to Lose a Guy in 10 Days (2003), Failure to Launch (2006), Fool's Gold (2008) og Ghosts of Girlfriends Past (2009). McConaughey hefur haft það ágætt upp úr leiklistaferli sínum og hann ákvað að kaupa heilsíðu í blaðinu Austin American-Statesman. Það gerði hann einungis til að koma kveðjunni til Foles.Matthew McConaughey buys full-page ad to congratulate fellow Austin, Texas native, Nick Foles. https://t.co/cFfgvrqPlzpic.twitter.com/tSjbtV9GKy — NBC Sports (@NBCSports) February 11, 2018 Nick Foles byrjaði tímabilið sem varamaður en var kosinn besti leikmaður Super Bowl leiksins þar sem hann leiddi Ernina til sigurs. Þetta var fyrsti titillinn í sögu Philadelphia Eagles. Saga Foles vakti mikla athygli og frammistaðan hans tryggir honum eflaust það góðan samning að hann þarf ekki að hafa miklar áhyggjur af peningamálunum í framtíðinni. Það héldu margir að von Philadelphia Eagles um titil væri úti þegar aðalleikstjórnandi liðsins meiddist á lokasprettinum en Nick Foles sá til þess að titilinn var þeirra. Hann er þegar orðin goðsögn í sögu Philadelphia Eagles. Það vissu kannski færri af því að Nick Foles var fæddur og uppalinn í Austin í Texas-fylki. Hann á það sameiginlegt með leikaranum Matthew McConaughey. Auglýsingu McConaughey má síðan sjá hér fyrir neðan. Þar stendur: „Frá einum heimamanni til annars. Til hamingju Nick Foles. Haltu áfram að lifa lífinu, Matthew McConaughey.“Look at this full-page ad in today’s American-Statesman from McConaughey to Nick Foles. @Eaglespic.twitter.com/zEtkejQT6O — Brian Davis (@BDavisAAS) February 11, 2018 NFL Mest lesið Kærastinn eltir Sveindísi Jane til Norður-Ameríku Fótbolti KSÍ sektar Árbæ um 250 þúsund krónur Íslenski boltinn Šeško nú helsta skotmark Rauðu djöflanna Enski boltinn Hundur beit fyrrum leikmann Barcelona í punginn Fótbolti Íslendingalið Brann úr leik líkt og Guðmundur sem lagði þó upp Fótbolti Dagskráin í dag: Risaleikir fyrir íslenskan fótbolta og Lundúnaslagur Sport Semple til Grindavíkur Körfubolti Þurfa að sanna að þær séu konur áður en þær fá að keppa á HM Sport ÍR aftur á toppinn Íslenski boltinn „Gaman þrátt fyrir skrýtnar kringumstæður“ Fótbolti Fleiri fréttir Þurfa að sanna að þær séu konur áður en þær fá að keppa á HM Hundur beit fyrrum leikmann Barcelona í punginn Dagskráin í dag: Risaleikir fyrir íslenskan fótbolta og Lundúnaslagur KSÍ sektar Árbæ um 250 þúsund krónur Šeško nú helsta skotmark Rauðu djöflanna Kærastinn eltir Sveindísi Jane til Norður-Ameríku ÍR aftur á toppinn „Gaman þrátt fyrir skrýtnar kringumstæður“ „Í raun eina færið sem þeir skapa sér“ Íslendingalið Brann úr leik líkt og Guðmundur sem lagði þó upp Semple til Grindavíkur Andri Fannar til Tyrklands Hin efnilega Rebekka Sif til Nordsjælland frá Gróttu Uppgjörið: Breiðablik - Lech Poznan 0-1 | Tilþrifalítið á Kópavogsvelli Sunna Rún til liðs við Íslandsmeistarana Þrettán íslenskir dómarar að dæma í Evrópu í vikunni NBA stjarna sökuð um að stela tugum milljóna frá spilavítum Ósyndar NFL-stjörnur biðja Michael Phelps um aðstoð Félix sá fjórði dýrasti samanlagt Halldór óttast ekki að fá annan skell Dahlmeier látin en ómögulegt að ná líki hennar af fjallinu Gamall Stjörnumaður kemur aftur til Íslands og semur við Álftanes Wirtz með fyrsta markið sitt fyrir Liverpool Dregið í riðla á HM í Las Vegas Stelpurnar fóru illa með færeyrsku frænkur sínar Gott að koma til Íslands en skrýtið að mæta Blikunum UEFA tapaði milljörðum króna á Evrópumóti kvenna Sömdu við manninn með sex fingur á hægri hendi Vefsíða Arsenal hrundi í miðju Gyokeres æði Bayern staðfestir kaupin á Diaz: „Lucho ist hier“ Sjá meira
Strákarnir frá Austin í Texas standa saman. Það sýndi bandaríski leikarinn Matthew McConaughey og sannaði um helgina. Matthew McConaughey notaði þá séstaka leið til að óska leikstjórnenda Super Bowl meistara Philadelphia Eagles til hamingju með árangurinn. McConaughey er einn þekktasti og vinsælasti leikari Bandaríkjanna og fékk meðal annars Óskarsverðlaunin fyrir leik sinn í Dallas Buyers Club árið 2013. Meðal þekktustu mynda hans eru þó rómantísku gamanmyndirnar The Wedding Planner (2001), How to Lose a Guy in 10 Days (2003), Failure to Launch (2006), Fool's Gold (2008) og Ghosts of Girlfriends Past (2009). McConaughey hefur haft það ágætt upp úr leiklistaferli sínum og hann ákvað að kaupa heilsíðu í blaðinu Austin American-Statesman. Það gerði hann einungis til að koma kveðjunni til Foles.Matthew McConaughey buys full-page ad to congratulate fellow Austin, Texas native, Nick Foles. https://t.co/cFfgvrqPlzpic.twitter.com/tSjbtV9GKy — NBC Sports (@NBCSports) February 11, 2018 Nick Foles byrjaði tímabilið sem varamaður en var kosinn besti leikmaður Super Bowl leiksins þar sem hann leiddi Ernina til sigurs. Þetta var fyrsti titillinn í sögu Philadelphia Eagles. Saga Foles vakti mikla athygli og frammistaðan hans tryggir honum eflaust það góðan samning að hann þarf ekki að hafa miklar áhyggjur af peningamálunum í framtíðinni. Það héldu margir að von Philadelphia Eagles um titil væri úti þegar aðalleikstjórnandi liðsins meiddist á lokasprettinum en Nick Foles sá til þess að titilinn var þeirra. Hann er þegar orðin goðsögn í sögu Philadelphia Eagles. Það vissu kannski færri af því að Nick Foles var fæddur og uppalinn í Austin í Texas-fylki. Hann á það sameiginlegt með leikaranum Matthew McConaughey. Auglýsingu McConaughey má síðan sjá hér fyrir neðan. Þar stendur: „Frá einum heimamanni til annars. Til hamingju Nick Foles. Haltu áfram að lifa lífinu, Matthew McConaughey.“Look at this full-page ad in today’s American-Statesman from McConaughey to Nick Foles. @Eaglespic.twitter.com/zEtkejQT6O — Brian Davis (@BDavisAAS) February 11, 2018
NFL Mest lesið Kærastinn eltir Sveindísi Jane til Norður-Ameríku Fótbolti KSÍ sektar Árbæ um 250 þúsund krónur Íslenski boltinn Šeško nú helsta skotmark Rauðu djöflanna Enski boltinn Hundur beit fyrrum leikmann Barcelona í punginn Fótbolti Íslendingalið Brann úr leik líkt og Guðmundur sem lagði þó upp Fótbolti Dagskráin í dag: Risaleikir fyrir íslenskan fótbolta og Lundúnaslagur Sport Semple til Grindavíkur Körfubolti Þurfa að sanna að þær séu konur áður en þær fá að keppa á HM Sport ÍR aftur á toppinn Íslenski boltinn „Gaman þrátt fyrir skrýtnar kringumstæður“ Fótbolti Fleiri fréttir Þurfa að sanna að þær séu konur áður en þær fá að keppa á HM Hundur beit fyrrum leikmann Barcelona í punginn Dagskráin í dag: Risaleikir fyrir íslenskan fótbolta og Lundúnaslagur KSÍ sektar Árbæ um 250 þúsund krónur Šeško nú helsta skotmark Rauðu djöflanna Kærastinn eltir Sveindísi Jane til Norður-Ameríku ÍR aftur á toppinn „Gaman þrátt fyrir skrýtnar kringumstæður“ „Í raun eina færið sem þeir skapa sér“ Íslendingalið Brann úr leik líkt og Guðmundur sem lagði þó upp Semple til Grindavíkur Andri Fannar til Tyrklands Hin efnilega Rebekka Sif til Nordsjælland frá Gróttu Uppgjörið: Breiðablik - Lech Poznan 0-1 | Tilþrifalítið á Kópavogsvelli Sunna Rún til liðs við Íslandsmeistarana Þrettán íslenskir dómarar að dæma í Evrópu í vikunni NBA stjarna sökuð um að stela tugum milljóna frá spilavítum Ósyndar NFL-stjörnur biðja Michael Phelps um aðstoð Félix sá fjórði dýrasti samanlagt Halldór óttast ekki að fá annan skell Dahlmeier látin en ómögulegt að ná líki hennar af fjallinu Gamall Stjörnumaður kemur aftur til Íslands og semur við Álftanes Wirtz með fyrsta markið sitt fyrir Liverpool Dregið í riðla á HM í Las Vegas Stelpurnar fóru illa með færeyrsku frænkur sínar Gott að koma til Íslands en skrýtið að mæta Blikunum UEFA tapaði milljörðum króna á Evrópumóti kvenna Sömdu við manninn með sex fingur á hægri hendi Vefsíða Arsenal hrundi í miðju Gyokeres æði Bayern staðfestir kaupin á Diaz: „Lucho ist hier“ Sjá meira