Sony biðst afsökunar á umdeildu atriði í mynd um Pétur kanínu Hulda Hólmkelsdóttir skrifar 12. febrúar 2018 16:14 Margir kannast eflaust við Pétur kanínu úr barnabókum Beatrix Potter. Skjáskot Framleiðendur nýrrar teiknimyndar um ævintýri Péturs kanínu hafa gefið frá sér opinbera afsökunarbeiðni vegna atriðis í myndarinnar sem þykir gera lítið úr fæðuofnæmi. Myndin er byggð á Sögunni um Pétur kanínu eftir Beatrix Potter þar sem Pétur og vinir hans heyja harða baráttu gegn bóndanum Tom McGregor. Í atriðinu umdeilda ráðast Pétur og félagar á McGregor vopnaðir ýmsum berjum, ávöxtum og grænmeti, meðal annars brómberjum. Eitt berjanna fer upp í McGregor og fær hann í kjölfarið ofnæmiskast Atriðið vakti harkaleg viðbrögð ýmissa hagsmunasamtaka og þegar þetta er skrifað hafa rúmlega 10 þúsund manns lagt nafn sitt við undirskriftalista þar sem þess er krafist að Sony, sem framleiddi myndina, biðjist afsökunar. „Brandarar um fæðuofnæmi eru skaðlegir samfélaginu okkar,“ sagði í viðvörun frá samtökum barna með fæðuofnæmi, dótturfélagi astma- og ofnæmissamtaka bandaríkjanna. „Í ofnæmiskasti þurfa sjúklingar lyfið epinephrine til að bjarga lífi sínu og þurfa að fara á næsta sjúkrahús í eftirfylgni. Sá raunverulegi ótti og kvíði sem fólk upplifir í ofnæmiskasti er alvarlegt mál.“ Sony Pictures sendi svo frá sér yfirlýsingu á sunnudag þar sem það hefði verið rangt að halda atriðinu í myndinni, jafnvel þó að um teiknimynd og grín væri að ræða. „Við hörmum það mjög að hafa ekki verið meðvitaðri um þetta málefni og við biðjum stinnilega afsökunar,“ sagði í yfirlýsingunni. Mest lesið Kallar Sóla klónabarnið sitt Lífið Við þurfum að ræða Sydney Sweeney Gagnrýni Mótmælir söfnuninni: „Ég myndi frekar stinga byssu upp í rassgatið á mér“ Lífið Fannst látinn á fjöllum degi eftir afmælisdaginn Lífið Golfkúlan hafnaði í höfði forsætisráðherra Lífið Barnabarn Íþróttaálfsins á leiðinni Lífið Uppáhaldsatriðin að mati höfunda Skaupsins Lífið Scary Movie-stjarna látin Lífið Biostrength er tæknibylting í styrktarþjálfun Lífið samstarf Kraftaverkaaðgerð batt enda á fimm ár af sársauka Lífið Fleiri fréttir Béla Tarr er látinn Óttast að kvikmyndahús endi eins og djassklúbbar Játaði ást sína á Jenner Marvel-stjarna varð fyrir heilaskaða Enduðu Stranger Things í Þjórsárdal Fyrsta stiklan úr Íslandsstórvirki Nolan mætt á netið Wire-stjarna látin langt fyrir aldur fram Bestu, stærstu, slökustu og verstu myndir ársins 2025 Framhald af Napóleonsskjölunum í vinnslu Enginn Óskar til Íslands 2026 Bestu myndir Robs Reiner Dick van Dyke á hundrað ára afmæli Pulp Fiction leikarinn Peter Greene látinn Frumsýning á Vísi: „Sýna fólki hver Bubbi er í raun og veru“ Nágrannar kveðja endanlega í dag Lawrence og Hutcherson snúa aftur í Hungurleikana Ósáttur við framhaldið: „Skildu ekki hvað gerði þá fyrstu sérstaka“ „Það er hægt að búa til alvöru hasarmyndir á Íslandi“ Yrsa, Hannes og Björg í eina sæng með Thule Sjá meira
Framleiðendur nýrrar teiknimyndar um ævintýri Péturs kanínu hafa gefið frá sér opinbera afsökunarbeiðni vegna atriðis í myndarinnar sem þykir gera lítið úr fæðuofnæmi. Myndin er byggð á Sögunni um Pétur kanínu eftir Beatrix Potter þar sem Pétur og vinir hans heyja harða baráttu gegn bóndanum Tom McGregor. Í atriðinu umdeilda ráðast Pétur og félagar á McGregor vopnaðir ýmsum berjum, ávöxtum og grænmeti, meðal annars brómberjum. Eitt berjanna fer upp í McGregor og fær hann í kjölfarið ofnæmiskast Atriðið vakti harkaleg viðbrögð ýmissa hagsmunasamtaka og þegar þetta er skrifað hafa rúmlega 10 þúsund manns lagt nafn sitt við undirskriftalista þar sem þess er krafist að Sony, sem framleiddi myndina, biðjist afsökunar. „Brandarar um fæðuofnæmi eru skaðlegir samfélaginu okkar,“ sagði í viðvörun frá samtökum barna með fæðuofnæmi, dótturfélagi astma- og ofnæmissamtaka bandaríkjanna. „Í ofnæmiskasti þurfa sjúklingar lyfið epinephrine til að bjarga lífi sínu og þurfa að fara á næsta sjúkrahús í eftirfylgni. Sá raunverulegi ótti og kvíði sem fólk upplifir í ofnæmiskasti er alvarlegt mál.“ Sony Pictures sendi svo frá sér yfirlýsingu á sunnudag þar sem það hefði verið rangt að halda atriðinu í myndinni, jafnvel þó að um teiknimynd og grín væri að ræða. „Við hörmum það mjög að hafa ekki verið meðvitaðri um þetta málefni og við biðjum stinnilega afsökunar,“ sagði í yfirlýsingunni.
Mest lesið Kallar Sóla klónabarnið sitt Lífið Við þurfum að ræða Sydney Sweeney Gagnrýni Mótmælir söfnuninni: „Ég myndi frekar stinga byssu upp í rassgatið á mér“ Lífið Fannst látinn á fjöllum degi eftir afmælisdaginn Lífið Golfkúlan hafnaði í höfði forsætisráðherra Lífið Barnabarn Íþróttaálfsins á leiðinni Lífið Uppáhaldsatriðin að mati höfunda Skaupsins Lífið Scary Movie-stjarna látin Lífið Biostrength er tæknibylting í styrktarþjálfun Lífið samstarf Kraftaverkaaðgerð batt enda á fimm ár af sársauka Lífið Fleiri fréttir Béla Tarr er látinn Óttast að kvikmyndahús endi eins og djassklúbbar Játaði ást sína á Jenner Marvel-stjarna varð fyrir heilaskaða Enduðu Stranger Things í Þjórsárdal Fyrsta stiklan úr Íslandsstórvirki Nolan mætt á netið Wire-stjarna látin langt fyrir aldur fram Bestu, stærstu, slökustu og verstu myndir ársins 2025 Framhald af Napóleonsskjölunum í vinnslu Enginn Óskar til Íslands 2026 Bestu myndir Robs Reiner Dick van Dyke á hundrað ára afmæli Pulp Fiction leikarinn Peter Greene látinn Frumsýning á Vísi: „Sýna fólki hver Bubbi er í raun og veru“ Nágrannar kveðja endanlega í dag Lawrence og Hutcherson snúa aftur í Hungurleikana Ósáttur við framhaldið: „Skildu ekki hvað gerði þá fyrstu sérstaka“ „Það er hægt að búa til alvöru hasarmyndir á Íslandi“ Yrsa, Hannes og Björg í eina sæng með Thule Sjá meira