Gaman að sjá að „tónlistin hafi haft tilætluð áhrif“ Guðný Hrönn skrifar 19. febrúar 2018 08:00 Daníel Bjarnason er sigurvegari Norrænu kvikmyndatónskáldaverðlaunanna 2018. VÍSIR/ERNIR Í gær voru norrænu kvikmyndatónskáldaverðlaunin voru í Berlín og íslenska tónskáldið Daníel Bjarnason hlaut þau fyrir tónlist sína við kvikmynd Hafsteins Gunnars Sigurðssonar Undir trénu. Verðlaunin voru afhent við hátíðlega athöfn. Daníel gat ekki verið viðstaddur og umboðsmaður hans Edna Pletchetero tók því við þeim fyrir hans hönd. Verðlaunin tileinkaði hann félaga sínum, tónskáldinu Jóhanni Jóhannssyni, sem lést þann 9. febrúar. „Ég gat reyndar ekki farið út því ég er að stjórna upptökum á Sinfóníuhljómsveit Íslands. Ég sendi bara kveðjur með myndbandsupptöku,“ sagði Daníel glaður í bragði þegar blaðamaður náði tali af honum. Daníel er að vonum himinlifandi með viðurkenninguna. „Þetta er mikill heiður og ánægjulegt að fá þessi verðlaun. Ég vona bara að þau verði til þess að myndin, Undir trénu, fái enn frekari athygli sem og íslensk kvikmynda- og sjónvarpsþáttagerð almennt.“ Dómnefndin rökstuddi verðlaunaafhendinguna með eftirfarandi hætti: „Hin frábæra tónlist Daníels virkar á köflum sem hálfgerð árás á skilningarvit áhorfandans. Upplifunin er unaðslega óþægileg, ef þannig mætti orða það. Hljóðrásin veitir hinni brengluðu kvikmynd aukna dýpt og undirstrikar brothætt sálarlíf persónanna. Tónræn áferð er frumleg og framvinda stefja óvænt. Framúrskarandi kvikmyndatónlist.“Stöðugt samtal Spurður út í hvernig honum líði við að lesa umsögn dómnefndar segir Daníel: „Það er alltaf gaman að lesa það sem einhver annar segir. Mér finnst bara gott að fólk noti svona sterk lýsingarorð og að tónlistin hafi haft tilætluð áhrif. Það var alltaf hugsunin hjá mér og Hafsteini að tónlistin væri svolítið afgerandi og væri stór hluti af myndinni þó að hún væri kannski notuð sparlega. Og það held ég að hafi tekist ágætlega.“ Aðspurður nánar út í samstarf hans og Hafsteins Gunnars segir Daníel að þeir hafi verið í stöðugu samtali frá því að myndin var bara handrit. „Við vorum í miklu sambandi alveg frá fyrstu stigum. Við náðum að tala nóg um tónlistina, en svo er alltaf eitt að tala um tónlist og annað að hlusta á hana og búa hana til. Ég gerði nokkuð mikið af skissum og prufum og svo sigtuðum við úr því. Það var mjög gott, að vinna þannig, því Hafsteinn var kominn með nóg af tónlist á meðan hann var enn að klippa myndina. Þegar Daníel er spurður út í hvort hann ætli að semja meiri kvikmyndatónlist á næstu misserum segir hann: „Já, það er eitthvað í pípunum en ekki beint eitthvað sem ég get talað um akkúrat núna.“ Birtist í Fréttablaðinu Tengdar fréttir Daníel Bjarnason vann Norrænu kvikmyndatónskáldsverðlaunin Daníel Bjarnason er sigurvegari Norrænu kvikmyndatónskáldsverðlaunanna 2018 fyrir tónlist sína við Undir trénu. 18. febrúar 2018 17:00 Mest lesið Vala Grand og Brynjólfur flytja á Skagann Lífið Drakk ógeðslega illa og hætti eftir blindafyllerí Lífið Elta drauminn um hægara líf eftir fjögur ár á Íslandi Lífið Hvar er Mollý Tik Tok skinka í dag? Lífið Miðar á Kaleo endurseldir á margföldu verði Lífið „Svo leiðinlegt að pæla hvað öðru fólki finnst“ Tónlist Eitt glæsilegasta hrossabú landsins falt fyrir tæpan einn og hálfan milljarð Lífið Landsliðsmaður gifti sig í Vík í Mýrdal Lífið „Núna þori ég miklu meira“ Tíska og hönnun Árin hjá Spotify ævintýri líkust Lífið Fleiri fréttir Miðar á Kaleo endurseldir á margföldu verði Hvar er Mollý Tik Tok skinka í dag? Landsliðsmaður gifti sig í Vík í Mýrdal Eitt glæsilegasta hrossabú landsins falt fyrir tæpan einn og hálfan milljarð Elta drauminn um hægara líf eftir fjögur ár á Íslandi Sólveig og Halldór gáfu dótturinni nafn Slær á létta strengi í þinginu og afhenti ráðherra „Gyllta tappann“ Of Monsters and Men gefa út nýtt lag Brady og Bloom sagðir sólgnir í Sweeney Fyrst skíði og nú golf Rétturinn sem fær konurnar niður á hnén „Takk Hreyfill frá Vorsabæ“ Vala Grand og Brynjólfur flytja á Skagann Árin hjá Spotify ævintýri líkust Einar fékk meira hár en Baldur „Öruggt athvarf fyrir hinsegin samfélagið“ Stjörnulífið: Suðræn sæla og seiðandi kroppar Drakk ógeðslega illa og hætti eftir blindafyllerí „Aldrei grátið jafn mikið af gleði“ „Það eru smá blendnar tilfinningar að vera farin“ Travolta klæddi sig óvænt upp sem Danny Zuko Elliot Page frumsýndi nýju kærustuna á Skólavörðustígnum Skordýrabrúðkaup í Laugardalslaug Krakkatían: Leikhópurinn Lotta, fótboltamót og sumarsólstöður Sonur Rögnu og Árna fæddur Einn með fyrsta vinning og vann tæpar 54 milljónir Lilja Sif Pétursdóttir krýnd Miss Supranational Europe og talin myndfríðust Fréttatía vikunnar: Leiðtogafundur, Hollywood-stjarna og umdeilt brúðkaup Stefnir á sigur í stærstu kokkakeppni heims Áslaug selur glæsiíbúð í Reykjavík Sjá meira
Í gær voru norrænu kvikmyndatónskáldaverðlaunin voru í Berlín og íslenska tónskáldið Daníel Bjarnason hlaut þau fyrir tónlist sína við kvikmynd Hafsteins Gunnars Sigurðssonar Undir trénu. Verðlaunin voru afhent við hátíðlega athöfn. Daníel gat ekki verið viðstaddur og umboðsmaður hans Edna Pletchetero tók því við þeim fyrir hans hönd. Verðlaunin tileinkaði hann félaga sínum, tónskáldinu Jóhanni Jóhannssyni, sem lést þann 9. febrúar. „Ég gat reyndar ekki farið út því ég er að stjórna upptökum á Sinfóníuhljómsveit Íslands. Ég sendi bara kveðjur með myndbandsupptöku,“ sagði Daníel glaður í bragði þegar blaðamaður náði tali af honum. Daníel er að vonum himinlifandi með viðurkenninguna. „Þetta er mikill heiður og ánægjulegt að fá þessi verðlaun. Ég vona bara að þau verði til þess að myndin, Undir trénu, fái enn frekari athygli sem og íslensk kvikmynda- og sjónvarpsþáttagerð almennt.“ Dómnefndin rökstuddi verðlaunaafhendinguna með eftirfarandi hætti: „Hin frábæra tónlist Daníels virkar á köflum sem hálfgerð árás á skilningarvit áhorfandans. Upplifunin er unaðslega óþægileg, ef þannig mætti orða það. Hljóðrásin veitir hinni brengluðu kvikmynd aukna dýpt og undirstrikar brothætt sálarlíf persónanna. Tónræn áferð er frumleg og framvinda stefja óvænt. Framúrskarandi kvikmyndatónlist.“Stöðugt samtal Spurður út í hvernig honum líði við að lesa umsögn dómnefndar segir Daníel: „Það er alltaf gaman að lesa það sem einhver annar segir. Mér finnst bara gott að fólk noti svona sterk lýsingarorð og að tónlistin hafi haft tilætluð áhrif. Það var alltaf hugsunin hjá mér og Hafsteini að tónlistin væri svolítið afgerandi og væri stór hluti af myndinni þó að hún væri kannski notuð sparlega. Og það held ég að hafi tekist ágætlega.“ Aðspurður nánar út í samstarf hans og Hafsteins Gunnars segir Daníel að þeir hafi verið í stöðugu samtali frá því að myndin var bara handrit. „Við vorum í miklu sambandi alveg frá fyrstu stigum. Við náðum að tala nóg um tónlistina, en svo er alltaf eitt að tala um tónlist og annað að hlusta á hana og búa hana til. Ég gerði nokkuð mikið af skissum og prufum og svo sigtuðum við úr því. Það var mjög gott, að vinna þannig, því Hafsteinn var kominn með nóg af tónlist á meðan hann var enn að klippa myndina. Þegar Daníel er spurður út í hvort hann ætli að semja meiri kvikmyndatónlist á næstu misserum segir hann: „Já, það er eitthvað í pípunum en ekki beint eitthvað sem ég get talað um akkúrat núna.“
Birtist í Fréttablaðinu Tengdar fréttir Daníel Bjarnason vann Norrænu kvikmyndatónskáldsverðlaunin Daníel Bjarnason er sigurvegari Norrænu kvikmyndatónskáldsverðlaunanna 2018 fyrir tónlist sína við Undir trénu. 18. febrúar 2018 17:00 Mest lesið Vala Grand og Brynjólfur flytja á Skagann Lífið Drakk ógeðslega illa og hætti eftir blindafyllerí Lífið Elta drauminn um hægara líf eftir fjögur ár á Íslandi Lífið Hvar er Mollý Tik Tok skinka í dag? Lífið Miðar á Kaleo endurseldir á margföldu verði Lífið „Svo leiðinlegt að pæla hvað öðru fólki finnst“ Tónlist Eitt glæsilegasta hrossabú landsins falt fyrir tæpan einn og hálfan milljarð Lífið Landsliðsmaður gifti sig í Vík í Mýrdal Lífið „Núna þori ég miklu meira“ Tíska og hönnun Árin hjá Spotify ævintýri líkust Lífið Fleiri fréttir Miðar á Kaleo endurseldir á margföldu verði Hvar er Mollý Tik Tok skinka í dag? Landsliðsmaður gifti sig í Vík í Mýrdal Eitt glæsilegasta hrossabú landsins falt fyrir tæpan einn og hálfan milljarð Elta drauminn um hægara líf eftir fjögur ár á Íslandi Sólveig og Halldór gáfu dótturinni nafn Slær á létta strengi í þinginu og afhenti ráðherra „Gyllta tappann“ Of Monsters and Men gefa út nýtt lag Brady og Bloom sagðir sólgnir í Sweeney Fyrst skíði og nú golf Rétturinn sem fær konurnar niður á hnén „Takk Hreyfill frá Vorsabæ“ Vala Grand og Brynjólfur flytja á Skagann Árin hjá Spotify ævintýri líkust Einar fékk meira hár en Baldur „Öruggt athvarf fyrir hinsegin samfélagið“ Stjörnulífið: Suðræn sæla og seiðandi kroppar Drakk ógeðslega illa og hætti eftir blindafyllerí „Aldrei grátið jafn mikið af gleði“ „Það eru smá blendnar tilfinningar að vera farin“ Travolta klæddi sig óvænt upp sem Danny Zuko Elliot Page frumsýndi nýju kærustuna á Skólavörðustígnum Skordýrabrúðkaup í Laugardalslaug Krakkatían: Leikhópurinn Lotta, fótboltamót og sumarsólstöður Sonur Rögnu og Árna fæddur Einn með fyrsta vinning og vann tæpar 54 milljónir Lilja Sif Pétursdóttir krýnd Miss Supranational Europe og talin myndfríðust Fréttatía vikunnar: Leiðtogafundur, Hollywood-stjarna og umdeilt brúðkaup Stefnir á sigur í stærstu kokkakeppni heims Áslaug selur glæsiíbúð í Reykjavík Sjá meira
Daníel Bjarnason vann Norrænu kvikmyndatónskáldsverðlaunin Daníel Bjarnason er sigurvegari Norrænu kvikmyndatónskáldsverðlaunanna 2018 fyrir tónlist sína við Undir trénu. 18. febrúar 2018 17:00