Gaman að sjá að „tónlistin hafi haft tilætluð áhrif“ Guðný Hrönn skrifar 19. febrúar 2018 08:00 Daníel Bjarnason er sigurvegari Norrænu kvikmyndatónskáldaverðlaunanna 2018. VÍSIR/ERNIR Í gær voru norrænu kvikmyndatónskáldaverðlaunin voru í Berlín og íslenska tónskáldið Daníel Bjarnason hlaut þau fyrir tónlist sína við kvikmynd Hafsteins Gunnars Sigurðssonar Undir trénu. Verðlaunin voru afhent við hátíðlega athöfn. Daníel gat ekki verið viðstaddur og umboðsmaður hans Edna Pletchetero tók því við þeim fyrir hans hönd. Verðlaunin tileinkaði hann félaga sínum, tónskáldinu Jóhanni Jóhannssyni, sem lést þann 9. febrúar. „Ég gat reyndar ekki farið út því ég er að stjórna upptökum á Sinfóníuhljómsveit Íslands. Ég sendi bara kveðjur með myndbandsupptöku,“ sagði Daníel glaður í bragði þegar blaðamaður náði tali af honum. Daníel er að vonum himinlifandi með viðurkenninguna. „Þetta er mikill heiður og ánægjulegt að fá þessi verðlaun. Ég vona bara að þau verði til þess að myndin, Undir trénu, fái enn frekari athygli sem og íslensk kvikmynda- og sjónvarpsþáttagerð almennt.“ Dómnefndin rökstuddi verðlaunaafhendinguna með eftirfarandi hætti: „Hin frábæra tónlist Daníels virkar á köflum sem hálfgerð árás á skilningarvit áhorfandans. Upplifunin er unaðslega óþægileg, ef þannig mætti orða það. Hljóðrásin veitir hinni brengluðu kvikmynd aukna dýpt og undirstrikar brothætt sálarlíf persónanna. Tónræn áferð er frumleg og framvinda stefja óvænt. Framúrskarandi kvikmyndatónlist.“Stöðugt samtal Spurður út í hvernig honum líði við að lesa umsögn dómnefndar segir Daníel: „Það er alltaf gaman að lesa það sem einhver annar segir. Mér finnst bara gott að fólk noti svona sterk lýsingarorð og að tónlistin hafi haft tilætluð áhrif. Það var alltaf hugsunin hjá mér og Hafsteini að tónlistin væri svolítið afgerandi og væri stór hluti af myndinni þó að hún væri kannski notuð sparlega. Og það held ég að hafi tekist ágætlega.“ Aðspurður nánar út í samstarf hans og Hafsteins Gunnars segir Daníel að þeir hafi verið í stöðugu samtali frá því að myndin var bara handrit. „Við vorum í miklu sambandi alveg frá fyrstu stigum. Við náðum að tala nóg um tónlistina, en svo er alltaf eitt að tala um tónlist og annað að hlusta á hana og búa hana til. Ég gerði nokkuð mikið af skissum og prufum og svo sigtuðum við úr því. Það var mjög gott, að vinna þannig, því Hafsteinn var kominn með nóg af tónlist á meðan hann var enn að klippa myndina. Þegar Daníel er spurður út í hvort hann ætli að semja meiri kvikmyndatónlist á næstu misserum segir hann: „Já, það er eitthvað í pípunum en ekki beint eitthvað sem ég get talað um akkúrat núna.“ Birtist í Fréttablaðinu Tengdar fréttir Daníel Bjarnason vann Norrænu kvikmyndatónskáldsverðlaunin Daníel Bjarnason er sigurvegari Norrænu kvikmyndatónskáldsverðlaunanna 2018 fyrir tónlist sína við Undir trénu. 18. febrúar 2018 17:00 Mest lesið Valdi hættur að spila í neðri deildunum Lífið „Yngsti „self made“ milljónamæringur undir þrítugu“ Lífið Gugga í gúmmíbát fagnaði afmæli sínu með heitustu guggum landsins Lífið Heillandi arkitektúr í Garðabæ Lífið Fagnar því að hafa klárað „erfiðustu kappreiðar í heimi“ Lífið Skjótt skipast veður í slaufun: Íhugar endurkomu Lífið Embla Wigum og Lindsey Lohan glæsilegar á rauða dreglinum Lífið Söguleg sátt milli há- og lágmenningar á Klapparstíg Lífið Hall og Oates ná sáttum Lífið Stjúpbörn- og foreldrar: „Alltof mörg tilfelli þar sem þetta gengur ekki nógu vel“ Lífið Fleiri fréttir „Yngsti „self made“ milljónamæringur undir þrítugu“ Heillandi arkitektúr í Garðabæ Valdi hættur að spila í neðri deildunum Gugga í gúmmíbát fagnaði afmæli sínu með heitustu guggum landsins Hall og Oates ná sáttum Embla Wigum og Lindsey Lohan glæsilegar á rauða dreglinum Hannaði innsetningargallann í þrívíddarforriti vegna tímaþröngar Hóta enn á ný að úthýsa vinsælli „spýtukarlanekt“ Hugleiks Skjótt skipast veður í slaufun: Íhugar endurkomu Ragnheiður og Benedikt eiga von á jóladreng Fagnar því að hafa klárað „erfiðustu kappreiðar í heimi“ Ragga Nagli minnir á „grænu flöggin“ í samböndum Stjúpbörn- og foreldrar: „Alltof mörg tilfelli þar sem þetta gengur ekki nógu vel“ Elín Dís og Sigurður keyptu raðhús í Fossvogi á 175 milljónir Söguleg sátt milli há- og lágmenningar á Klapparstíg Anton Corbijn heiðursgestur RIFF Með um 300 tegundir af rósum í garðinum sínum Jóhann Alfreð og Valdís keyptu hús í Mosfellsbæ Fyrsta tónlistarfólkið á almyrkvahátíðinni kynnt til leiks Opnaði sig um skilnaðinn: „Hún eldar ekki, þrífur ekki og virðist ekki mjög móðurleg“ Aldraður boltasækir steig síðasta dansinn Suðrænn og ferskur þeytingur að hætti Jönu Eva Laufey og Haraldur stækka við sig á Skaganum „Dýrmætt að fá að hafa þetta svona persónulegt“ Eigendaskipti á Kaffi Laugalæk: Breyta til en lofa sömu stemningu Leifur Andri og Hugrún trúlofuð Fyrstu skrefin tekin á sama stað og símtalið um fæðinguna barst Stjörnulífið: Ástin, glimmer og ofurkroppar „Við ætlum að hlaupa fyrir hana Birtu okkar“ Tekinn fullur, missti fjölskylduna og fékk krabbamein á sama árinu Sjá meira
Í gær voru norrænu kvikmyndatónskáldaverðlaunin voru í Berlín og íslenska tónskáldið Daníel Bjarnason hlaut þau fyrir tónlist sína við kvikmynd Hafsteins Gunnars Sigurðssonar Undir trénu. Verðlaunin voru afhent við hátíðlega athöfn. Daníel gat ekki verið viðstaddur og umboðsmaður hans Edna Pletchetero tók því við þeim fyrir hans hönd. Verðlaunin tileinkaði hann félaga sínum, tónskáldinu Jóhanni Jóhannssyni, sem lést þann 9. febrúar. „Ég gat reyndar ekki farið út því ég er að stjórna upptökum á Sinfóníuhljómsveit Íslands. Ég sendi bara kveðjur með myndbandsupptöku,“ sagði Daníel glaður í bragði þegar blaðamaður náði tali af honum. Daníel er að vonum himinlifandi með viðurkenninguna. „Þetta er mikill heiður og ánægjulegt að fá þessi verðlaun. Ég vona bara að þau verði til þess að myndin, Undir trénu, fái enn frekari athygli sem og íslensk kvikmynda- og sjónvarpsþáttagerð almennt.“ Dómnefndin rökstuddi verðlaunaafhendinguna með eftirfarandi hætti: „Hin frábæra tónlist Daníels virkar á köflum sem hálfgerð árás á skilningarvit áhorfandans. Upplifunin er unaðslega óþægileg, ef þannig mætti orða það. Hljóðrásin veitir hinni brengluðu kvikmynd aukna dýpt og undirstrikar brothætt sálarlíf persónanna. Tónræn áferð er frumleg og framvinda stefja óvænt. Framúrskarandi kvikmyndatónlist.“Stöðugt samtal Spurður út í hvernig honum líði við að lesa umsögn dómnefndar segir Daníel: „Það er alltaf gaman að lesa það sem einhver annar segir. Mér finnst bara gott að fólk noti svona sterk lýsingarorð og að tónlistin hafi haft tilætluð áhrif. Það var alltaf hugsunin hjá mér og Hafsteini að tónlistin væri svolítið afgerandi og væri stór hluti af myndinni þó að hún væri kannski notuð sparlega. Og það held ég að hafi tekist ágætlega.“ Aðspurður nánar út í samstarf hans og Hafsteins Gunnars segir Daníel að þeir hafi verið í stöðugu samtali frá því að myndin var bara handrit. „Við vorum í miklu sambandi alveg frá fyrstu stigum. Við náðum að tala nóg um tónlistina, en svo er alltaf eitt að tala um tónlist og annað að hlusta á hana og búa hana til. Ég gerði nokkuð mikið af skissum og prufum og svo sigtuðum við úr því. Það var mjög gott, að vinna þannig, því Hafsteinn var kominn með nóg af tónlist á meðan hann var enn að klippa myndina. Þegar Daníel er spurður út í hvort hann ætli að semja meiri kvikmyndatónlist á næstu misserum segir hann: „Já, það er eitthvað í pípunum en ekki beint eitthvað sem ég get talað um akkúrat núna.“
Birtist í Fréttablaðinu Tengdar fréttir Daníel Bjarnason vann Norrænu kvikmyndatónskáldsverðlaunin Daníel Bjarnason er sigurvegari Norrænu kvikmyndatónskáldsverðlaunanna 2018 fyrir tónlist sína við Undir trénu. 18. febrúar 2018 17:00 Mest lesið Valdi hættur að spila í neðri deildunum Lífið „Yngsti „self made“ milljónamæringur undir þrítugu“ Lífið Gugga í gúmmíbát fagnaði afmæli sínu með heitustu guggum landsins Lífið Heillandi arkitektúr í Garðabæ Lífið Fagnar því að hafa klárað „erfiðustu kappreiðar í heimi“ Lífið Skjótt skipast veður í slaufun: Íhugar endurkomu Lífið Embla Wigum og Lindsey Lohan glæsilegar á rauða dreglinum Lífið Söguleg sátt milli há- og lágmenningar á Klapparstíg Lífið Hall og Oates ná sáttum Lífið Stjúpbörn- og foreldrar: „Alltof mörg tilfelli þar sem þetta gengur ekki nógu vel“ Lífið Fleiri fréttir „Yngsti „self made“ milljónamæringur undir þrítugu“ Heillandi arkitektúr í Garðabæ Valdi hættur að spila í neðri deildunum Gugga í gúmmíbát fagnaði afmæli sínu með heitustu guggum landsins Hall og Oates ná sáttum Embla Wigum og Lindsey Lohan glæsilegar á rauða dreglinum Hannaði innsetningargallann í þrívíddarforriti vegna tímaþröngar Hóta enn á ný að úthýsa vinsælli „spýtukarlanekt“ Hugleiks Skjótt skipast veður í slaufun: Íhugar endurkomu Ragnheiður og Benedikt eiga von á jóladreng Fagnar því að hafa klárað „erfiðustu kappreiðar í heimi“ Ragga Nagli minnir á „grænu flöggin“ í samböndum Stjúpbörn- og foreldrar: „Alltof mörg tilfelli þar sem þetta gengur ekki nógu vel“ Elín Dís og Sigurður keyptu raðhús í Fossvogi á 175 milljónir Söguleg sátt milli há- og lágmenningar á Klapparstíg Anton Corbijn heiðursgestur RIFF Með um 300 tegundir af rósum í garðinum sínum Jóhann Alfreð og Valdís keyptu hús í Mosfellsbæ Fyrsta tónlistarfólkið á almyrkvahátíðinni kynnt til leiks Opnaði sig um skilnaðinn: „Hún eldar ekki, þrífur ekki og virðist ekki mjög móðurleg“ Aldraður boltasækir steig síðasta dansinn Suðrænn og ferskur þeytingur að hætti Jönu Eva Laufey og Haraldur stækka við sig á Skaganum „Dýrmætt að fá að hafa þetta svona persónulegt“ Eigendaskipti á Kaffi Laugalæk: Breyta til en lofa sömu stemningu Leifur Andri og Hugrún trúlofuð Fyrstu skrefin tekin á sama stað og símtalið um fæðinguna barst Stjörnulífið: Ástin, glimmer og ofurkroppar „Við ætlum að hlaupa fyrir hana Birtu okkar“ Tekinn fullur, missti fjölskylduna og fékk krabbamein á sama árinu Sjá meira
Daníel Bjarnason vann Norrænu kvikmyndatónskáldsverðlaunin Daníel Bjarnason er sigurvegari Norrænu kvikmyndatónskáldsverðlaunanna 2018 fyrir tónlist sína við Undir trénu. 18. febrúar 2018 17:00