Eru greinilega að gera eitthvað rétt Guðný Hrönn skrifar 2. febrúar 2018 11:00 Rokkstjóri Aldrei fór ég suður, tónlistamaðurinn Kristján Freyr Halldórsson (t.h.), og bæjarstjóri Ísafjarðarbæjar, Gísli Halldór Halldórsson, eru spenntir fyrir páskunum. vísir/ernir Tónlistarhátíðin Aldrei fór ég suður verður haldin í fimmtánda sinn á Ísafirði um páskana og í gær var hluti dagskrárinnar tilkynntur. Í tilkynningunni kemur fram að Dimma, JóiPé og Króli, Hatari og Á móti sól muni koma fram á hátíðinni svo einhver dæmi séu tekin. Rokkstjóri hátíðarinnar, tónlistarmaðurinn og Hnífsdælingurinn Kristján Freyr Halldórsson, er að vonum spenntur og trúir því varla að þetta sé í fimmtánda sinn sem hátíðin er haldin. Kristján hefur verið með puttana í skipulagi hátíðarinnar alveg frá upphafi, frá því að hátíðin var haldin fyrst árið 2004. „Það er eiginlega alveg ótrúlegt að þetta sé fimmtánda hátíðin. Og ég verð að segja fyrir hönd okkar allra sem stöndum að þessu að í hvert einasta sinn sem við förum að hringja í tónlistarfólk þá svarar það kallinu. Við höldum einhvern veginn alltaf að við séum að brenna út en við erum greinilega að gera eitthvað rétt,“ segir Kristján og hlær. „Fólk er alltaf til í að koma. Við reynum líka að gera gott ævintýri úr þessu og ég held að það sé kannski galdurinn.“ Kristján segir mikið vatn hafa runnið til sjávar síðar hátíðin var fyrst sett á laggirnar. Í upphafi var þetta tilraun til að fá fólk í gott partí til Ísafjarðar að sögn Kristjáns. „En þessu var strax vel tekið. Og frá því að vera einhver svona brandari þá hefur þetta þróast yfir í að vera einn af stærstu menningarviðburðum sem haldnir eru úti á landi.“ Kristján segir alltaf jafn ánægjulegt að sjá hvernig allt samfélagið á Ísafirði leggst á eitt við að setja hátíðina upp. „Það er varla einn íbúi sem ekki kemur að hátíðinni með einhverju hættim. Þetta er eiginlega lyginni líkast.“ Þegar Kristján er spurður út í eftirminnilegt atvik frá Aldrei fór ég suður segir hann: „Það kemur endalaust upp í hugann. En eitt sinn kom atvik upp þegar hljómsveitin Hjálmar kom hingað til að spila. Þetta voru fyrstu tónleikarnir Hjálma með nýjum hljóðfæraleikurum frá Svíþjóð. Hópurinn hafði æft eins og ég veit ekki hvað og kom svo keyrandi vestur með fullt af stórum og þungum hljóðfærum. Það var snjóþungt og þetta var löng bílferð.“„En þeir náðu svo bara að spila eitt og hálft lag á tónleikunum sjálfum vegna þess að Dóri Hermanns, kynnirinn okkar þetta árið, sjómaður í kringum sjötugt, nennti ekki að hlusta á reggí-tónlist.“ „Hann stoppaði Hjálma af með því að þakka þeim fyrir og tilkynna hljómsveitina Trabant á svið. Þetta var náttúrulega hræðilegt,“ segir Kristján og hlær. Hann bætir við að í dag geti skipuleggjendur Aldrei fór ég suður og meðlimir Hjálma hlegið að atvikinu. „Það náðu allir sáttum að lokum.“ Að lokum vill Kristján minna á að Aldrei fór ég suður er fjölskylduhátíð. „Þetta er meira en bara tónleikahátíð. Það eru allir velkomnir og það kostar ekkert inn.“ Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Syrgir gamla íslenska skyrið: „Nánast með verstu menningarglæpum okkar sögu“ Menning „Yngsti „self made“ milljónamæringur undir þrítugu“ Lífið Innsýn í molnandi hjónaband: „Persónuleikinn þinn var ekki svona fyrir nokkrum árum“ Lífið Tíramísú sem morgunmatur fyrir alla fjölskylduna Lífið Valdi hættur að spila í neðri deildunum Lífið Die Antwoord og M.O.P. ásamt fleirum á Secret Solstice Lífið Gugga í gúmmíbát fagnaði afmæli sínu með heitustu guggum landsins Lífið Söguleg sátt milli há- og lágmenningar á Klapparstíg Lífið Heillandi arkitektúr í Garðabæ Lífið Skjótt skipast veður í slaufun: Íhugar endurkomu Lífið Fleiri fréttir Tíramísú sem morgunmatur fyrir alla fjölskylduna Innsýn í molnandi hjónaband: „Persónuleikinn þinn var ekki svona fyrir nokkrum árum“ „Yngsti „self made“ milljónamæringur undir þrítugu“ Heillandi arkitektúr í Garðabæ Valdi hættur að spila í neðri deildunum Gugga í gúmmíbát fagnaði afmæli sínu með heitustu guggum landsins Hall og Oates ná sáttum Embla Wigum og Lindsey Lohan glæsilegar á rauða dreglinum Hannaði innsetningargallann í þrívíddarforriti vegna tímaþröngar Hóta enn á ný að úthýsa vinsælli „spýtukarlanekt“ Hugleiks Skjótt skipast veður í slaufun: Íhugar endurkomu Ragnheiður og Benedikt eiga von á jóladreng Fagnar því að hafa klárað „erfiðustu kappreiðar í heimi“ Ragga Nagli minnir á „grænu flöggin“ í samböndum Stjúpbörn- og foreldrar: „Alltof mörg tilfelli þar sem þetta gengur ekki nógu vel“ Elín Dís og Sigurður keyptu raðhús í Fossvogi á 175 milljónir Söguleg sátt milli há- og lágmenningar á Klapparstíg Anton Corbijn heiðursgestur RIFF Með um 300 tegundir af rósum í garðinum sínum Jóhann Alfreð og Valdís keyptu hús í Mosfellsbæ Fyrsta tónlistarfólkið á almyrkvahátíðinni kynnt til leiks Opnaði sig um skilnaðinn: „Hún eldar ekki, þrífur ekki og virðist ekki mjög móðurleg“ Aldraður boltasækir steig síðasta dansinn Suðrænn og ferskur þeytingur að hætti Jönu Eva Laufey og Haraldur stækka við sig á Skaganum „Dýrmætt að fá að hafa þetta svona persónulegt“ Eigendaskipti á Kaffi Laugalæk: Breyta til en lofa sömu stemningu Leifur Andri og Hugrún trúlofuð Fyrstu skrefin tekin á sama stað og símtalið um fæðinguna barst Stjörnulífið: Ástin, glimmer og ofurkroppar Sjá meira
Tónlistarhátíðin Aldrei fór ég suður verður haldin í fimmtánda sinn á Ísafirði um páskana og í gær var hluti dagskrárinnar tilkynntur. Í tilkynningunni kemur fram að Dimma, JóiPé og Króli, Hatari og Á móti sól muni koma fram á hátíðinni svo einhver dæmi séu tekin. Rokkstjóri hátíðarinnar, tónlistarmaðurinn og Hnífsdælingurinn Kristján Freyr Halldórsson, er að vonum spenntur og trúir því varla að þetta sé í fimmtánda sinn sem hátíðin er haldin. Kristján hefur verið með puttana í skipulagi hátíðarinnar alveg frá upphafi, frá því að hátíðin var haldin fyrst árið 2004. „Það er eiginlega alveg ótrúlegt að þetta sé fimmtánda hátíðin. Og ég verð að segja fyrir hönd okkar allra sem stöndum að þessu að í hvert einasta sinn sem við förum að hringja í tónlistarfólk þá svarar það kallinu. Við höldum einhvern veginn alltaf að við séum að brenna út en við erum greinilega að gera eitthvað rétt,“ segir Kristján og hlær. „Fólk er alltaf til í að koma. Við reynum líka að gera gott ævintýri úr þessu og ég held að það sé kannski galdurinn.“ Kristján segir mikið vatn hafa runnið til sjávar síðar hátíðin var fyrst sett á laggirnar. Í upphafi var þetta tilraun til að fá fólk í gott partí til Ísafjarðar að sögn Kristjáns. „En þessu var strax vel tekið. Og frá því að vera einhver svona brandari þá hefur þetta þróast yfir í að vera einn af stærstu menningarviðburðum sem haldnir eru úti á landi.“ Kristján segir alltaf jafn ánægjulegt að sjá hvernig allt samfélagið á Ísafirði leggst á eitt við að setja hátíðina upp. „Það er varla einn íbúi sem ekki kemur að hátíðinni með einhverju hættim. Þetta er eiginlega lyginni líkast.“ Þegar Kristján er spurður út í eftirminnilegt atvik frá Aldrei fór ég suður segir hann: „Það kemur endalaust upp í hugann. En eitt sinn kom atvik upp þegar hljómsveitin Hjálmar kom hingað til að spila. Þetta voru fyrstu tónleikarnir Hjálma með nýjum hljóðfæraleikurum frá Svíþjóð. Hópurinn hafði æft eins og ég veit ekki hvað og kom svo keyrandi vestur með fullt af stórum og þungum hljóðfærum. Það var snjóþungt og þetta var löng bílferð.“„En þeir náðu svo bara að spila eitt og hálft lag á tónleikunum sjálfum vegna þess að Dóri Hermanns, kynnirinn okkar þetta árið, sjómaður í kringum sjötugt, nennti ekki að hlusta á reggí-tónlist.“ „Hann stoppaði Hjálma af með því að þakka þeim fyrir og tilkynna hljómsveitina Trabant á svið. Þetta var náttúrulega hræðilegt,“ segir Kristján og hlær. Hann bætir við að í dag geti skipuleggjendur Aldrei fór ég suður og meðlimir Hjálma hlegið að atvikinu. „Það náðu allir sáttum að lokum.“ Að lokum vill Kristján minna á að Aldrei fór ég suður er fjölskylduhátíð. „Þetta er meira en bara tónleikahátíð. Það eru allir velkomnir og það kostar ekkert inn.“
Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Syrgir gamla íslenska skyrið: „Nánast með verstu menningarglæpum okkar sögu“ Menning „Yngsti „self made“ milljónamæringur undir þrítugu“ Lífið Innsýn í molnandi hjónaband: „Persónuleikinn þinn var ekki svona fyrir nokkrum árum“ Lífið Tíramísú sem morgunmatur fyrir alla fjölskylduna Lífið Valdi hættur að spila í neðri deildunum Lífið Die Antwoord og M.O.P. ásamt fleirum á Secret Solstice Lífið Gugga í gúmmíbát fagnaði afmæli sínu með heitustu guggum landsins Lífið Söguleg sátt milli há- og lágmenningar á Klapparstíg Lífið Heillandi arkitektúr í Garðabæ Lífið Skjótt skipast veður í slaufun: Íhugar endurkomu Lífið Fleiri fréttir Tíramísú sem morgunmatur fyrir alla fjölskylduna Innsýn í molnandi hjónaband: „Persónuleikinn þinn var ekki svona fyrir nokkrum árum“ „Yngsti „self made“ milljónamæringur undir þrítugu“ Heillandi arkitektúr í Garðabæ Valdi hættur að spila í neðri deildunum Gugga í gúmmíbát fagnaði afmæli sínu með heitustu guggum landsins Hall og Oates ná sáttum Embla Wigum og Lindsey Lohan glæsilegar á rauða dreglinum Hannaði innsetningargallann í þrívíddarforriti vegna tímaþröngar Hóta enn á ný að úthýsa vinsælli „spýtukarlanekt“ Hugleiks Skjótt skipast veður í slaufun: Íhugar endurkomu Ragnheiður og Benedikt eiga von á jóladreng Fagnar því að hafa klárað „erfiðustu kappreiðar í heimi“ Ragga Nagli minnir á „grænu flöggin“ í samböndum Stjúpbörn- og foreldrar: „Alltof mörg tilfelli þar sem þetta gengur ekki nógu vel“ Elín Dís og Sigurður keyptu raðhús í Fossvogi á 175 milljónir Söguleg sátt milli há- og lágmenningar á Klapparstíg Anton Corbijn heiðursgestur RIFF Með um 300 tegundir af rósum í garðinum sínum Jóhann Alfreð og Valdís keyptu hús í Mosfellsbæ Fyrsta tónlistarfólkið á almyrkvahátíðinni kynnt til leiks Opnaði sig um skilnaðinn: „Hún eldar ekki, þrífur ekki og virðist ekki mjög móðurleg“ Aldraður boltasækir steig síðasta dansinn Suðrænn og ferskur þeytingur að hætti Jönu Eva Laufey og Haraldur stækka við sig á Skaganum „Dýrmætt að fá að hafa þetta svona persónulegt“ Eigendaskipti á Kaffi Laugalæk: Breyta til en lofa sömu stemningu Leifur Andri og Hugrún trúlofuð Fyrstu skrefin tekin á sama stað og símtalið um fæðinguna barst Stjörnulífið: Ástin, glimmer og ofurkroppar Sjá meira