Game of Thrones og Star Wars í eina sæng Stefán Ó. Jónsson skrifar 7. febrúar 2018 05:55 David Benioff og D.B. Weiss eru að mati Lucasfilm einhverjir bestu núlifandi handritshöfundar heims. Vísir/Getty Framleiðslufyrirtækið Lucasfilm tilkynnti í gær að David Benioff og D.B. Weiss, sem þekktastir eru fyrir sjónvarpsþáttaraðarútgáfuna af Game of Thrones, munu skrifa og framleiða nýjar myndir í Star Wars-myndabálkinum. Fram kemur á vef Entertainment Weekly að myndirnar verði ekki beint framhald af þeim myndum sem nú eru í framleiðslu eða teknar hafa verið til sýninga á síðustu árum, þ.e. Geimgengisbálknum eða The Last Jedi. Forstjóri Lucasfilm, Kathleen Kennedy, er hoppandi kát með ráðninguna enda eru þeir Benioff og Weiss að hennar mati einhverjir bestu handritshöfundar samtímans. Persónusköpun þeirra og geta þeirra til að teikna upp marglaga söguþræði muni án efa fara með Stjörnustríð á áður ókannaðar slóðir. Þeir Benioff og Weiss segjast sjálfir himinlifandi að hafa fengið þetta tækifæri. Þeir muni setjast við skriftir um leið og tökum á síðustu þáttaröð Krúnuleikanna lýkur, einhvern tímann í lok þess árs eða byrjun þess næsta. Hér að neðan má sjá stutt myndskeið sem Entertainment Weekly setti saman í tilefni ráðningarinnar. Game of Thrones Star Wars Mest lesið Segist hafa gert merka uppgötvun nú þegar hann „nálgast endalok lífs“ síns Lífið „Þetta er lúmskt skrímsli“ Lífið Justin Bieber nýtur sín norður í landi Lífið Gerði samning við Apple: „Þetta er ótrúleg viðurkenning“ Lífið Risa fataherbergi í glæsilegri íbúð Patriks sem nú er til sölu Lífið Batinn á vefjagigt kom úr óvæntri átt Lífið samstarf Michael Bolton með ólæknandi krabbamein Lífið Rapphljómsveit til rannsóknar hjá hryðjuverkadeildinni Lífið Dóttir De Niro kemur út sem trans Lífið „Heyri allt í einu hversu steikt þetta er orðið“ þegar hún útskýrir veikindin fyrir vinum Menning Fleiri fréttir Fyrsta íslenska myndin í Cannes Premiere-flokki Íslendingurinn á bak við tugmilljarða myndina: „Þetta er eiginlega fram úr öllum vonum“ Viðræður hafnar um framhald á Adolescence Rísandi stórstjarna og alvöru hjartaknúsari Bestu myndir Vals Kilmer og verstu floppin Þeir munu túlka Bítlana í myndum Sam Mendes Sjá meira
Framleiðslufyrirtækið Lucasfilm tilkynnti í gær að David Benioff og D.B. Weiss, sem þekktastir eru fyrir sjónvarpsþáttaraðarútgáfuna af Game of Thrones, munu skrifa og framleiða nýjar myndir í Star Wars-myndabálkinum. Fram kemur á vef Entertainment Weekly að myndirnar verði ekki beint framhald af þeim myndum sem nú eru í framleiðslu eða teknar hafa verið til sýninga á síðustu árum, þ.e. Geimgengisbálknum eða The Last Jedi. Forstjóri Lucasfilm, Kathleen Kennedy, er hoppandi kát með ráðninguna enda eru þeir Benioff og Weiss að hennar mati einhverjir bestu handritshöfundar samtímans. Persónusköpun þeirra og geta þeirra til að teikna upp marglaga söguþræði muni án efa fara með Stjörnustríð á áður ókannaðar slóðir. Þeir Benioff og Weiss segjast sjálfir himinlifandi að hafa fengið þetta tækifæri. Þeir muni setjast við skriftir um leið og tökum á síðustu þáttaröð Krúnuleikanna lýkur, einhvern tímann í lok þess árs eða byrjun þess næsta. Hér að neðan má sjá stutt myndskeið sem Entertainment Weekly setti saman í tilefni ráðningarinnar.
Game of Thrones Star Wars Mest lesið Segist hafa gert merka uppgötvun nú þegar hann „nálgast endalok lífs“ síns Lífið „Þetta er lúmskt skrímsli“ Lífið Justin Bieber nýtur sín norður í landi Lífið Gerði samning við Apple: „Þetta er ótrúleg viðurkenning“ Lífið Risa fataherbergi í glæsilegri íbúð Patriks sem nú er til sölu Lífið Batinn á vefjagigt kom úr óvæntri átt Lífið samstarf Michael Bolton með ólæknandi krabbamein Lífið Rapphljómsveit til rannsóknar hjá hryðjuverkadeildinni Lífið Dóttir De Niro kemur út sem trans Lífið „Heyri allt í einu hversu steikt þetta er orðið“ þegar hún útskýrir veikindin fyrir vinum Menning Fleiri fréttir Fyrsta íslenska myndin í Cannes Premiere-flokki Íslendingurinn á bak við tugmilljarða myndina: „Þetta er eiginlega fram úr öllum vonum“ Viðræður hafnar um framhald á Adolescence Rísandi stórstjarna og alvöru hjartaknúsari Bestu myndir Vals Kilmer og verstu floppin Þeir munu túlka Bítlana í myndum Sam Mendes Sjá meira