Mulletið að komast aftur í tísku Guðný Hrönn skrifar 8. febrúar 2018 12:30 Sítt að aftan kemur alltaf aftur. Það kannast flestir við frasann: „business in the front, party in the back“ sem var gjarnan notaður um sítt að aftan – eða mullet-klippinguna sem var svo vinsæl á áttunda og níunda áratugnum, bæði hjá konum og körlum. Á seinni árum hefur ekki mikið farið fyrir þeirri klippingu. En hárgreiðslukonan Jónína Ósk Jóhannsdóttir segir gömlu góðu mullet-klippinguna vera að komast aftur í tísku, þó í nýrri útgáfu. Jónína fór á stóran viðburð í London í október í fyrra þar sem nýjustu straumar og stefnur í hárgreiðsluheiminum voru kynntar til leiks. „Ég fann fyrir sterkum áhrifum mulletsins. En sú útgáfa þeirrar klippingar sem við fengum að sjá hér á árum áður kemur reyndar líklegast aldrei aftur. Það má svo sem deila um hvort þessi klipping hafi nokkurn tímann verið klæðileg,“ viðurkennir Jónína. „Ég myndi kalla nútíma-mulletið meira shag-greiðslu sem er eins konar blanda af 1970-rokkstíl og 1980-mulleti. En mullet getur líka verið í svo mörgum útgáfum, ýkt og svo meira látlaust. Mér finnst mulletið klárlega komið til að vera og vonast til þess að sjá fleiri slíkar klippingar úti á götu,“ segir Jónína sem er hrifin af klippingunni.Fékk hallærislegan stimpilHún segir sítt að aftan-greiðsluna vera eins konar yfirlýsingu. „Ef þú klippir á þig mullet þá ertu klárlega að taka ákvörðun um að skarta ákveðnum stíl. En mullet fékk á sig hallærislegan stimpil og fólk verður oft hrætt þegar maður stingur upp á því að klippa mullet. En góð útgeislun er oft nóg til að sannfæra náungann um að ákveðin klipping sé ekki hallærisleg. Jónína verður þess vör að fólk sé orðið óhræddara við að skarta óvenjulegum klippingum, óháð því hvað sé í tísku þessa stundina. „Fjölbreytileikinn fær að njóta sín mun meira. Tískan í dag er að vera þú sjálfur. Mér hefur alltaf þótt mullet vera svona ljótt/flott, það er bara eitthvað sem heillar mig við það.“ Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Telur notkun á lagi í Miðflokks-stuðningsmyndbandi siðlausa Lífið Stjörnulífið: „Ég get ekki frestað þessu lengur“ Lífið Heldur ótrauð áfram þrátt fyrir að ná ekki milljónamarkmiðinu Lífið Melanie Watson er látin Lífið Bæði sorg og gleði að ala upp fimm börn með sérþarfir Lífið Vinsælustu myndböndin á Vísi á árinu Lífið „Hæ ástin mín, Nýtt í hverjum mánuði á fimmtudaginn, ertu laus?“ Áskorun „Fyrri kona mannsins míns er með Parkinson, ekki ég“ Áskorun Glódís Perla og Kristófer gengu í það heilaga Lífið Íslenskur mágur Rex Heuermann efins um ódæði hans Lífið Fleiri fréttir Melanie Watson er látin Telur notkun á lagi í Miðflokks-stuðningsmyndbandi siðlausa Stjörnulífið: „Ég get ekki frestað þessu lengur“ Heldur ótrauð áfram þrátt fyrir að ná ekki milljónamarkmiðinu Brigitte Bardot er látin Glódís Perla og Kristófer gengu í það heilaga Bæði sorg og gleði að ala upp fimm börn með sérþarfir Sjálfur jólasveinninn skotspónn samsæriskenninga Þakkar Trump í ólettutilkynningunni Íslenskur mágur Rex Heuermann efins um ódæði hans Vinsælustu myndböndin á Vísi á árinu Frægir fjölguðu sér árið 2025 Gítarleikari The Cure er látinn Skilaði týndum heyrnartólum alla leið til Hamborgar Sjáðu nýja stiklu úr stjörnuprýddri hasarmynd Balta Ásgeir Kolbeins furðu lostinn yfir steini í jólapakkanum Viðtöl ársins 2025: Missir, afsögn ráðherra, umsáturseinelti og læknir sem þóttist vera með krabbamein Sat uppi með sex kíló af kæstri skötu Kristmundur Axel tók við af Bubba Seinfeld og Friends-leikari látinn Jólagjafir íslenskra vinnustaða Deildar meiningar um lyktina: „Þetta er byrjendaskata“ Fréttamenn gæða sér á skötu í gegnum árin Laufey á landinu Þar sem vinsælustu lög landsins verða til Þessi smurðu mest á reikning Jommunnar Einhverfir kaþólikkar um allan heim heita Þorlákur Cooper bað móðurina um hönd Hadid „Mér finnst gaman að láta sjokkera mig“ Brúðkaup ársins 2025 Sjá meira
Það kannast flestir við frasann: „business in the front, party in the back“ sem var gjarnan notaður um sítt að aftan – eða mullet-klippinguna sem var svo vinsæl á áttunda og níunda áratugnum, bæði hjá konum og körlum. Á seinni árum hefur ekki mikið farið fyrir þeirri klippingu. En hárgreiðslukonan Jónína Ósk Jóhannsdóttir segir gömlu góðu mullet-klippinguna vera að komast aftur í tísku, þó í nýrri útgáfu. Jónína fór á stóran viðburð í London í október í fyrra þar sem nýjustu straumar og stefnur í hárgreiðsluheiminum voru kynntar til leiks. „Ég fann fyrir sterkum áhrifum mulletsins. En sú útgáfa þeirrar klippingar sem við fengum að sjá hér á árum áður kemur reyndar líklegast aldrei aftur. Það má svo sem deila um hvort þessi klipping hafi nokkurn tímann verið klæðileg,“ viðurkennir Jónína. „Ég myndi kalla nútíma-mulletið meira shag-greiðslu sem er eins konar blanda af 1970-rokkstíl og 1980-mulleti. En mullet getur líka verið í svo mörgum útgáfum, ýkt og svo meira látlaust. Mér finnst mulletið klárlega komið til að vera og vonast til þess að sjá fleiri slíkar klippingar úti á götu,“ segir Jónína sem er hrifin af klippingunni.Fékk hallærislegan stimpilHún segir sítt að aftan-greiðsluna vera eins konar yfirlýsingu. „Ef þú klippir á þig mullet þá ertu klárlega að taka ákvörðun um að skarta ákveðnum stíl. En mullet fékk á sig hallærislegan stimpil og fólk verður oft hrætt þegar maður stingur upp á því að klippa mullet. En góð útgeislun er oft nóg til að sannfæra náungann um að ákveðin klipping sé ekki hallærisleg. Jónína verður þess vör að fólk sé orðið óhræddara við að skarta óvenjulegum klippingum, óháð því hvað sé í tísku þessa stundina. „Fjölbreytileikinn fær að njóta sín mun meira. Tískan í dag er að vera þú sjálfur. Mér hefur alltaf þótt mullet vera svona ljótt/flott, það er bara eitthvað sem heillar mig við það.“
Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Telur notkun á lagi í Miðflokks-stuðningsmyndbandi siðlausa Lífið Stjörnulífið: „Ég get ekki frestað þessu lengur“ Lífið Heldur ótrauð áfram þrátt fyrir að ná ekki milljónamarkmiðinu Lífið Melanie Watson er látin Lífið Bæði sorg og gleði að ala upp fimm börn með sérþarfir Lífið Vinsælustu myndböndin á Vísi á árinu Lífið „Hæ ástin mín, Nýtt í hverjum mánuði á fimmtudaginn, ertu laus?“ Áskorun „Fyrri kona mannsins míns er með Parkinson, ekki ég“ Áskorun Glódís Perla og Kristófer gengu í það heilaga Lífið Íslenskur mágur Rex Heuermann efins um ódæði hans Lífið Fleiri fréttir Melanie Watson er látin Telur notkun á lagi í Miðflokks-stuðningsmyndbandi siðlausa Stjörnulífið: „Ég get ekki frestað þessu lengur“ Heldur ótrauð áfram þrátt fyrir að ná ekki milljónamarkmiðinu Brigitte Bardot er látin Glódís Perla og Kristófer gengu í það heilaga Bæði sorg og gleði að ala upp fimm börn með sérþarfir Sjálfur jólasveinninn skotspónn samsæriskenninga Þakkar Trump í ólettutilkynningunni Íslenskur mágur Rex Heuermann efins um ódæði hans Vinsælustu myndböndin á Vísi á árinu Frægir fjölguðu sér árið 2025 Gítarleikari The Cure er látinn Skilaði týndum heyrnartólum alla leið til Hamborgar Sjáðu nýja stiklu úr stjörnuprýddri hasarmynd Balta Ásgeir Kolbeins furðu lostinn yfir steini í jólapakkanum Viðtöl ársins 2025: Missir, afsögn ráðherra, umsáturseinelti og læknir sem þóttist vera með krabbamein Sat uppi með sex kíló af kæstri skötu Kristmundur Axel tók við af Bubba Seinfeld og Friends-leikari látinn Jólagjafir íslenskra vinnustaða Deildar meiningar um lyktina: „Þetta er byrjendaskata“ Fréttamenn gæða sér á skötu í gegnum árin Laufey á landinu Þar sem vinsælustu lög landsins verða til Þessi smurðu mest á reikning Jommunnar Einhverfir kaþólikkar um allan heim heita Þorlákur Cooper bað móðurina um hönd Hadid „Mér finnst gaman að láta sjokkera mig“ Brúðkaup ársins 2025 Sjá meira
Viðtöl ársins 2025: Missir, afsögn ráðherra, umsáturseinelti og læknir sem þóttist vera með krabbamein