Mikilvægt að sækja andlega vellíðan ekki bara í snjallsímann Hersir Aron Ólafsson skrifar 31. janúar 2018 20:00 Jákvæð skilaboð á samfélagsmiðlum eru gjarnan notuð sem eins konar skammtímaredding við vanlíðan. Þetta segir doktorsnemi í sálfræði sem vinnur að rannsóknum á andlegri líðan ungmenna. Hún segir mikilvægt að sinna geðheilbrigðisrækt af sama krafti og líkamsrækt. Fíkn eða frelsi? Þetta var yfirskrift málstofu í Háskólanum í Reykjavík í dag, en þar var einblínt á sálræn og félagsleg áhrif snjalltækja, samfélagsmiðla og tölvuleikja. Þorlákur Helgason, dósent við sálfræðideild skólans, flutti upphafserindið. Hann segir snjallsíma og samfélagsmiðla hannaða til þess að halda fólki við efnið, þar sem það leiti sífellt einhvers konar viðurkenningar. „Ein sterkasta styrking sem til er fyrir hegðun er athygli, læk og samfélagið, þessir félagslegu styrkleikar. Þeir eru alveg morandi í símanum, þú þarft ekki að hitta fólk augliti til auglitis,“ segir Þorlákur. Ingibjörg Eva Þórisdóttir er doktorsnemi við sálfræðideild skólans, en hún hefur undanfarin ár rannsakað andlega líðan ungs fólks í tengslum við samfélagsmiðlanotkun. Hún segir að það sé orðið „normið“ að fólk, sérstaklega ungt, noti snjallsímann klukkustundum saman á hverjum einasta degi. Þrátt fyrir að daglegar athafnir séu í sífellt meiri mæli skipulagðar í gegnum miðlana sé nauðsynlegt að leyfa þeim ekki að stjórna lífi sínu. „Ég held þú getir alveg tekið þátt í samfélaginu með hóflegri notkun. Fjórir tímar á dag, það er tíminn sem við erum að skoða núna, unglingar sem eyða fjórum tímum á dag eða meira, það er rosalega mikill tími,“ segir Ingibjörg.Mikilvægt að rækta andann Hún segir rannsóknir merkja greinilega tengingu milli vanlíðanar og mikillar notkunar samfélagsmiðla. Hins vegar átti fólk sig í sífellt meiri mæli á mikilvægi þess að sinna andlegri heilbrigði rétt eins og líkamlegri. „Geðheilbrigðisefling þarf að vera jafn eðlilegur hluti af heilsueflingu eins og tannhirða, hreyfing eða það að borða hollt og gott,“ bendir Ingibjörg á. Þannig beinist geðheilbrigðisefling ekki bara að því að leita sér hjálpar þegar manni líði illa, heldur að einblína á hvað láti manni raunverulega líða vel. „Læk“, athugasemdr og nýir fylgjendur á Instagram sé oft notað til að fylla upp í gat, sem einstaklingurinn ætti í raun og veru að stoppa í sjálfur. „Það hvað þú ert með marga followers, það skiptir ekki máli. Í heildarsamhenginu þarf það ekki að skipta máli. Við þurfum að viðurkenna okkur sjálf til að byrja með.“ Mest lesið Vaktin: Tillagan samþykkt og annarri umræðu um veiðigjöld lokið Innlent Vændiskaupendur séu oftast fjölskyldufeður á leið til vinnu eða fundar Innlent „Hann er að eigna sér eitthvað sem hann á ekki“ Innlent Fordæmalaus ákvörðun sem gæti breytt Alþingi til framtíðar Innlent Lögregla rannsakar alvarlegt slys í Lágafellslaug Innlent Velti bílnum við Fjarðarhraun Innlent Hóta að loka svæðinu við Seljalandsfoss Innlent Lögregla rannsakar slys í sundlauginni í Stykkishólmi Innlent Krefjast bóta verði ekki fallið frá áformum um skólaþorp Innlent Kristrún fái ef til vill að bragða á eigin meðali fyrr en síðar Innlent Fleiri fréttir Sögulegur dagur á Alþingi og vændi í Airbnb-íbúðum Árekstur bíls og vespu á Hafnarfjarðarvegi Sögulegur dagur á Alþingi: Lýðræðisákvæði eða kjarnorkusprengja? Varðskipið Þór heldur heim frá Noregi í næstu viku Frumvarpið komið yfir erfiðasta hjallann en gæti átt nóg eftir Einn handtekinn í mansalsrannsókn lögreglunnar Vændiskaupendur séu oftast fjölskyldufeður á leið til vinnu eða fundar Lögregla rannsakar slys í sundlauginni í Stykkishólmi Kristrún fái ef til vill að bragða á eigin meðali fyrr en síðar Hóta að loka svæðinu við Seljalandsfoss „Hann er að eigna sér eitthvað sem hann á ekki“ „Hræðilegar fréttir fyrir lýðræðið á Íslandi“ Fordæmalaus ákvörðun sem gæti breytt Alþingi til framtíðar Dramatík á Alþingi og bílastæðablús hjá World Class Velti bílnum við Fjarðarhraun Flytja hluta starfsemi SAk vegna myglu Sjá ekki fyrir endann á umfangsmikilli rannsókn á fíkniefnaframleiðslu „Þetta er alvarlegur áfellisdómur yfir forsætisráðherra“ Vaktin: Tillagan samþykkt og annarri umræðu um veiðigjöld lokið Fundu 36 hugsanlega þolendur mansals á Íslandi í alþjóðlegri lögregluaðgerð „Eftir þetta hvassviðri í þinginu í gær heldur lífið áfram“ Tekjur af laxveiði í Borgarfirði eru vel yfir 50% af tekjum landbúnaðar á svæðinu Krefjast bóta verði ekki fallið frá áformum um skólaþorp Halda áfram að ræða veiðigjöldin Tekur önnur Íslendinga þátt í erfiðustu og lengstu kappreið í heimi Draga Dettifoss til Reykjavíkur Sleginn í andlitið með hnúajárni Lögregla rannsakar alvarlegt slys í Lágafellslaug Þingfundi frestað: Stjórnarandstaðan lagði fram „aðeins mýkri“ tillögu „Það er þarna sem rússneskir kafbátar fara í gegn“ Sjá meira
Jákvæð skilaboð á samfélagsmiðlum eru gjarnan notuð sem eins konar skammtímaredding við vanlíðan. Þetta segir doktorsnemi í sálfræði sem vinnur að rannsóknum á andlegri líðan ungmenna. Hún segir mikilvægt að sinna geðheilbrigðisrækt af sama krafti og líkamsrækt. Fíkn eða frelsi? Þetta var yfirskrift málstofu í Háskólanum í Reykjavík í dag, en þar var einblínt á sálræn og félagsleg áhrif snjalltækja, samfélagsmiðla og tölvuleikja. Þorlákur Helgason, dósent við sálfræðideild skólans, flutti upphafserindið. Hann segir snjallsíma og samfélagsmiðla hannaða til þess að halda fólki við efnið, þar sem það leiti sífellt einhvers konar viðurkenningar. „Ein sterkasta styrking sem til er fyrir hegðun er athygli, læk og samfélagið, þessir félagslegu styrkleikar. Þeir eru alveg morandi í símanum, þú þarft ekki að hitta fólk augliti til auglitis,“ segir Þorlákur. Ingibjörg Eva Þórisdóttir er doktorsnemi við sálfræðideild skólans, en hún hefur undanfarin ár rannsakað andlega líðan ungs fólks í tengslum við samfélagsmiðlanotkun. Hún segir að það sé orðið „normið“ að fólk, sérstaklega ungt, noti snjallsímann klukkustundum saman á hverjum einasta degi. Þrátt fyrir að daglegar athafnir séu í sífellt meiri mæli skipulagðar í gegnum miðlana sé nauðsynlegt að leyfa þeim ekki að stjórna lífi sínu. „Ég held þú getir alveg tekið þátt í samfélaginu með hóflegri notkun. Fjórir tímar á dag, það er tíminn sem við erum að skoða núna, unglingar sem eyða fjórum tímum á dag eða meira, það er rosalega mikill tími,“ segir Ingibjörg.Mikilvægt að rækta andann Hún segir rannsóknir merkja greinilega tengingu milli vanlíðanar og mikillar notkunar samfélagsmiðla. Hins vegar átti fólk sig í sífellt meiri mæli á mikilvægi þess að sinna andlegri heilbrigði rétt eins og líkamlegri. „Geðheilbrigðisefling þarf að vera jafn eðlilegur hluti af heilsueflingu eins og tannhirða, hreyfing eða það að borða hollt og gott,“ bendir Ingibjörg á. Þannig beinist geðheilbrigðisefling ekki bara að því að leita sér hjálpar þegar manni líði illa, heldur að einblína á hvað láti manni raunverulega líða vel. „Læk“, athugasemdr og nýir fylgjendur á Instagram sé oft notað til að fylla upp í gat, sem einstaklingurinn ætti í raun og veru að stoppa í sjálfur. „Það hvað þú ert með marga followers, það skiptir ekki máli. Í heildarsamhenginu þarf það ekki að skipta máli. Við þurfum að viðurkenna okkur sjálf til að byrja með.“
Mest lesið Vaktin: Tillagan samþykkt og annarri umræðu um veiðigjöld lokið Innlent Vændiskaupendur séu oftast fjölskyldufeður á leið til vinnu eða fundar Innlent „Hann er að eigna sér eitthvað sem hann á ekki“ Innlent Fordæmalaus ákvörðun sem gæti breytt Alþingi til framtíðar Innlent Lögregla rannsakar alvarlegt slys í Lágafellslaug Innlent Velti bílnum við Fjarðarhraun Innlent Hóta að loka svæðinu við Seljalandsfoss Innlent Lögregla rannsakar slys í sundlauginni í Stykkishólmi Innlent Krefjast bóta verði ekki fallið frá áformum um skólaþorp Innlent Kristrún fái ef til vill að bragða á eigin meðali fyrr en síðar Innlent Fleiri fréttir Sögulegur dagur á Alþingi og vændi í Airbnb-íbúðum Árekstur bíls og vespu á Hafnarfjarðarvegi Sögulegur dagur á Alþingi: Lýðræðisákvæði eða kjarnorkusprengja? Varðskipið Þór heldur heim frá Noregi í næstu viku Frumvarpið komið yfir erfiðasta hjallann en gæti átt nóg eftir Einn handtekinn í mansalsrannsókn lögreglunnar Vændiskaupendur séu oftast fjölskyldufeður á leið til vinnu eða fundar Lögregla rannsakar slys í sundlauginni í Stykkishólmi Kristrún fái ef til vill að bragða á eigin meðali fyrr en síðar Hóta að loka svæðinu við Seljalandsfoss „Hann er að eigna sér eitthvað sem hann á ekki“ „Hræðilegar fréttir fyrir lýðræðið á Íslandi“ Fordæmalaus ákvörðun sem gæti breytt Alþingi til framtíðar Dramatík á Alþingi og bílastæðablús hjá World Class Velti bílnum við Fjarðarhraun Flytja hluta starfsemi SAk vegna myglu Sjá ekki fyrir endann á umfangsmikilli rannsókn á fíkniefnaframleiðslu „Þetta er alvarlegur áfellisdómur yfir forsætisráðherra“ Vaktin: Tillagan samþykkt og annarri umræðu um veiðigjöld lokið Fundu 36 hugsanlega þolendur mansals á Íslandi í alþjóðlegri lögregluaðgerð „Eftir þetta hvassviðri í þinginu í gær heldur lífið áfram“ Tekjur af laxveiði í Borgarfirði eru vel yfir 50% af tekjum landbúnaðar á svæðinu Krefjast bóta verði ekki fallið frá áformum um skólaþorp Halda áfram að ræða veiðigjöldin Tekur önnur Íslendinga þátt í erfiðustu og lengstu kappreið í heimi Draga Dettifoss til Reykjavíkur Sleginn í andlitið með hnúajárni Lögregla rannsakar alvarlegt slys í Lágafellslaug Þingfundi frestað: Stjórnarandstaðan lagði fram „aðeins mýkri“ tillögu „Það er þarna sem rússneskir kafbátar fara í gegn“ Sjá meira