Mikilvægt að sækja andlega vellíðan ekki bara í snjallsímann Hersir Aron Ólafsson skrifar 31. janúar 2018 20:00 Jákvæð skilaboð á samfélagsmiðlum eru gjarnan notuð sem eins konar skammtímaredding við vanlíðan. Þetta segir doktorsnemi í sálfræði sem vinnur að rannsóknum á andlegri líðan ungmenna. Hún segir mikilvægt að sinna geðheilbrigðisrækt af sama krafti og líkamsrækt. Fíkn eða frelsi? Þetta var yfirskrift málstofu í Háskólanum í Reykjavík í dag, en þar var einblínt á sálræn og félagsleg áhrif snjalltækja, samfélagsmiðla og tölvuleikja. Þorlákur Helgason, dósent við sálfræðideild skólans, flutti upphafserindið. Hann segir snjallsíma og samfélagsmiðla hannaða til þess að halda fólki við efnið, þar sem það leiti sífellt einhvers konar viðurkenningar. „Ein sterkasta styrking sem til er fyrir hegðun er athygli, læk og samfélagið, þessir félagslegu styrkleikar. Þeir eru alveg morandi í símanum, þú þarft ekki að hitta fólk augliti til auglitis,“ segir Þorlákur. Ingibjörg Eva Þórisdóttir er doktorsnemi við sálfræðideild skólans, en hún hefur undanfarin ár rannsakað andlega líðan ungs fólks í tengslum við samfélagsmiðlanotkun. Hún segir að það sé orðið „normið“ að fólk, sérstaklega ungt, noti snjallsímann klukkustundum saman á hverjum einasta degi. Þrátt fyrir að daglegar athafnir séu í sífellt meiri mæli skipulagðar í gegnum miðlana sé nauðsynlegt að leyfa þeim ekki að stjórna lífi sínu. „Ég held þú getir alveg tekið þátt í samfélaginu með hóflegri notkun. Fjórir tímar á dag, það er tíminn sem við erum að skoða núna, unglingar sem eyða fjórum tímum á dag eða meira, það er rosalega mikill tími,“ segir Ingibjörg.Mikilvægt að rækta andann Hún segir rannsóknir merkja greinilega tengingu milli vanlíðanar og mikillar notkunar samfélagsmiðla. Hins vegar átti fólk sig í sífellt meiri mæli á mikilvægi þess að sinna andlegri heilbrigði rétt eins og líkamlegri. „Geðheilbrigðisefling þarf að vera jafn eðlilegur hluti af heilsueflingu eins og tannhirða, hreyfing eða það að borða hollt og gott,“ bendir Ingibjörg á. Þannig beinist geðheilbrigðisefling ekki bara að því að leita sér hjálpar þegar manni líði illa, heldur að einblína á hvað láti manni raunverulega líða vel. „Læk“, athugasemdr og nýir fylgjendur á Instagram sé oft notað til að fylla upp í gat, sem einstaklingurinn ætti í raun og veru að stoppa í sjálfur. „Það hvað þú ert með marga followers, það skiptir ekki máli. Í heildarsamhenginu þarf það ekki að skipta máli. Við þurfum að viðurkenna okkur sjálf til að byrja með.“ Mest lesið Klórar sér í kollinum yfir kvennaverkfallinu Innlent Skýrt ákall um heilsdagsverkfall á kvennafrídegi í ár Innlent „Það getur einhver verið að tæla barnið þitt fyrir framan þig“ Innlent Gerðu árás á rússneska efnaverksmiðju í Bryansk Erlent Lýstu yfir hættustigi vegna flugvélar í vanda Innlent „Alvarlegt áfall á Grundartanga” sem beri að bregðast við hratt Innlent Hálfsdagslokun leikskóla skyndilega orðin að heilsdagslokun Innlent Kona grunuð um íkveikjur á Selfossi gengur laus Innlent Kynfræðsla ekki endilega forgangsatriði í fermingarfræðslu Innlent Trump gæti veitt sjálfum sér tugi milljarða í bætur frá eigin stjórn Erlent Fleiri fréttir Kona grunuð um íkveikjur á Selfossi gengur laus „Vonbrigði hvað kom lítið út úr fundinum í gær“ Fangavörður rekinn fyrir að stela af fanga Óvissa á Grundartanga og flugumferðarstjórar funda Hafsteinn Dan tekur við formennsku í refsiréttarnefnd Klórar sér í kollinum yfir kvennaverkfallinu Hálfsdagslokun leikskóla skyndilega orðin að heilsdagslokun „Alvarlegt áfall á Grundartanga” sem beri að bregðast við hratt Ný samnorræn og baltnesk gervigreindarmiðstöð opnuð í dag „Það getur einhver verið að tæla barnið þitt fyrir framan þig“ Lýstu yfir hættustigi vegna flugvélar í vanda Fjölgun á þeim sem lögregla fylgir úr landi Skýrt ákall um heilsdagsverkfall á kvennafrídegi í ár Kynfræðsla ekki endilega forgangsatriði í fermingarfræðslu Fleiri stöðugildi sjúkraþjálfara muni fara í skriffinnsku „Þessi starfsemi er komin til að vera“ Samþykktu leiðtogaprófkjör hjá Viðreisn í Reykjavík Kannast ekki við gagnrýni á fegurðarsamkeppni ungmenna Ekki sé gagnlegt að etja Krabbameinsfélaginu og Ljósinu saman Stöðva framleiðslu í álverinu á Grundartanga Óvissustig vegna snjóflóðahættu í Ólafsfjarðarmúla Olíuboranir að hefjast beint norður af Íslandi Óttast afleiðingar þess að fjársterkari kaupendur sitji einir að markaðnum Fermingarfræðslan umdeilda stappi nærri sturlun Fundi frestað þar til á morgun Stopp á fasteignamarkaði, Miðflokkur á flugi og fegurðarsamkeppni Barn flutt á sjúkrahús eftir að hafa lent undir bíl Flugvél snúið til Keflavíkur vegna bilunar Skipta út hraðhleðslustöðinni vegna bilunar Verktakar hyggjast leita réttar síns eftir að ríkið rifti samningi Sjá meira
Jákvæð skilaboð á samfélagsmiðlum eru gjarnan notuð sem eins konar skammtímaredding við vanlíðan. Þetta segir doktorsnemi í sálfræði sem vinnur að rannsóknum á andlegri líðan ungmenna. Hún segir mikilvægt að sinna geðheilbrigðisrækt af sama krafti og líkamsrækt. Fíkn eða frelsi? Þetta var yfirskrift málstofu í Háskólanum í Reykjavík í dag, en þar var einblínt á sálræn og félagsleg áhrif snjalltækja, samfélagsmiðla og tölvuleikja. Þorlákur Helgason, dósent við sálfræðideild skólans, flutti upphafserindið. Hann segir snjallsíma og samfélagsmiðla hannaða til þess að halda fólki við efnið, þar sem það leiti sífellt einhvers konar viðurkenningar. „Ein sterkasta styrking sem til er fyrir hegðun er athygli, læk og samfélagið, þessir félagslegu styrkleikar. Þeir eru alveg morandi í símanum, þú þarft ekki að hitta fólk augliti til auglitis,“ segir Þorlákur. Ingibjörg Eva Þórisdóttir er doktorsnemi við sálfræðideild skólans, en hún hefur undanfarin ár rannsakað andlega líðan ungs fólks í tengslum við samfélagsmiðlanotkun. Hún segir að það sé orðið „normið“ að fólk, sérstaklega ungt, noti snjallsímann klukkustundum saman á hverjum einasta degi. Þrátt fyrir að daglegar athafnir séu í sífellt meiri mæli skipulagðar í gegnum miðlana sé nauðsynlegt að leyfa þeim ekki að stjórna lífi sínu. „Ég held þú getir alveg tekið þátt í samfélaginu með hóflegri notkun. Fjórir tímar á dag, það er tíminn sem við erum að skoða núna, unglingar sem eyða fjórum tímum á dag eða meira, það er rosalega mikill tími,“ segir Ingibjörg.Mikilvægt að rækta andann Hún segir rannsóknir merkja greinilega tengingu milli vanlíðanar og mikillar notkunar samfélagsmiðla. Hins vegar átti fólk sig í sífellt meiri mæli á mikilvægi þess að sinna andlegri heilbrigði rétt eins og líkamlegri. „Geðheilbrigðisefling þarf að vera jafn eðlilegur hluti af heilsueflingu eins og tannhirða, hreyfing eða það að borða hollt og gott,“ bendir Ingibjörg á. Þannig beinist geðheilbrigðisefling ekki bara að því að leita sér hjálpar þegar manni líði illa, heldur að einblína á hvað láti manni raunverulega líða vel. „Læk“, athugasemdr og nýir fylgjendur á Instagram sé oft notað til að fylla upp í gat, sem einstaklingurinn ætti í raun og veru að stoppa í sjálfur. „Það hvað þú ert með marga followers, það skiptir ekki máli. Í heildarsamhenginu þarf það ekki að skipta máli. Við þurfum að viðurkenna okkur sjálf til að byrja með.“
Mest lesið Klórar sér í kollinum yfir kvennaverkfallinu Innlent Skýrt ákall um heilsdagsverkfall á kvennafrídegi í ár Innlent „Það getur einhver verið að tæla barnið þitt fyrir framan þig“ Innlent Gerðu árás á rússneska efnaverksmiðju í Bryansk Erlent Lýstu yfir hættustigi vegna flugvélar í vanda Innlent „Alvarlegt áfall á Grundartanga” sem beri að bregðast við hratt Innlent Hálfsdagslokun leikskóla skyndilega orðin að heilsdagslokun Innlent Kona grunuð um íkveikjur á Selfossi gengur laus Innlent Kynfræðsla ekki endilega forgangsatriði í fermingarfræðslu Innlent Trump gæti veitt sjálfum sér tugi milljarða í bætur frá eigin stjórn Erlent Fleiri fréttir Kona grunuð um íkveikjur á Selfossi gengur laus „Vonbrigði hvað kom lítið út úr fundinum í gær“ Fangavörður rekinn fyrir að stela af fanga Óvissa á Grundartanga og flugumferðarstjórar funda Hafsteinn Dan tekur við formennsku í refsiréttarnefnd Klórar sér í kollinum yfir kvennaverkfallinu Hálfsdagslokun leikskóla skyndilega orðin að heilsdagslokun „Alvarlegt áfall á Grundartanga” sem beri að bregðast við hratt Ný samnorræn og baltnesk gervigreindarmiðstöð opnuð í dag „Það getur einhver verið að tæla barnið þitt fyrir framan þig“ Lýstu yfir hættustigi vegna flugvélar í vanda Fjölgun á þeim sem lögregla fylgir úr landi Skýrt ákall um heilsdagsverkfall á kvennafrídegi í ár Kynfræðsla ekki endilega forgangsatriði í fermingarfræðslu Fleiri stöðugildi sjúkraþjálfara muni fara í skriffinnsku „Þessi starfsemi er komin til að vera“ Samþykktu leiðtogaprófkjör hjá Viðreisn í Reykjavík Kannast ekki við gagnrýni á fegurðarsamkeppni ungmenna Ekki sé gagnlegt að etja Krabbameinsfélaginu og Ljósinu saman Stöðva framleiðslu í álverinu á Grundartanga Óvissustig vegna snjóflóðahættu í Ólafsfjarðarmúla Olíuboranir að hefjast beint norður af Íslandi Óttast afleiðingar þess að fjársterkari kaupendur sitji einir að markaðnum Fermingarfræðslan umdeilda stappi nærri sturlun Fundi frestað þar til á morgun Stopp á fasteignamarkaði, Miðflokkur á flugi og fegurðarsamkeppni Barn flutt á sjúkrahús eftir að hafa lent undir bíl Flugvél snúið til Keflavíkur vegna bilunar Skipta út hraðhleðslustöðinni vegna bilunar Verktakar hyggjast leita réttar síns eftir að ríkið rifti samningi Sjá meira