Mikilvægt að sækja andlega vellíðan ekki bara í snjallsímann Hersir Aron Ólafsson skrifar 31. janúar 2018 20:00 Jákvæð skilaboð á samfélagsmiðlum eru gjarnan notuð sem eins konar skammtímaredding við vanlíðan. Þetta segir doktorsnemi í sálfræði sem vinnur að rannsóknum á andlegri líðan ungmenna. Hún segir mikilvægt að sinna geðheilbrigðisrækt af sama krafti og líkamsrækt. Fíkn eða frelsi? Þetta var yfirskrift málstofu í Háskólanum í Reykjavík í dag, en þar var einblínt á sálræn og félagsleg áhrif snjalltækja, samfélagsmiðla og tölvuleikja. Þorlákur Helgason, dósent við sálfræðideild skólans, flutti upphafserindið. Hann segir snjallsíma og samfélagsmiðla hannaða til þess að halda fólki við efnið, þar sem það leiti sífellt einhvers konar viðurkenningar. „Ein sterkasta styrking sem til er fyrir hegðun er athygli, læk og samfélagið, þessir félagslegu styrkleikar. Þeir eru alveg morandi í símanum, þú þarft ekki að hitta fólk augliti til auglitis,“ segir Þorlákur. Ingibjörg Eva Þórisdóttir er doktorsnemi við sálfræðideild skólans, en hún hefur undanfarin ár rannsakað andlega líðan ungs fólks í tengslum við samfélagsmiðlanotkun. Hún segir að það sé orðið „normið“ að fólk, sérstaklega ungt, noti snjallsímann klukkustundum saman á hverjum einasta degi. Þrátt fyrir að daglegar athafnir séu í sífellt meiri mæli skipulagðar í gegnum miðlana sé nauðsynlegt að leyfa þeim ekki að stjórna lífi sínu. „Ég held þú getir alveg tekið þátt í samfélaginu með hóflegri notkun. Fjórir tímar á dag, það er tíminn sem við erum að skoða núna, unglingar sem eyða fjórum tímum á dag eða meira, það er rosalega mikill tími,“ segir Ingibjörg.Mikilvægt að rækta andann Hún segir rannsóknir merkja greinilega tengingu milli vanlíðanar og mikillar notkunar samfélagsmiðla. Hins vegar átti fólk sig í sífellt meiri mæli á mikilvægi þess að sinna andlegri heilbrigði rétt eins og líkamlegri. „Geðheilbrigðisefling þarf að vera jafn eðlilegur hluti af heilsueflingu eins og tannhirða, hreyfing eða það að borða hollt og gott,“ bendir Ingibjörg á. Þannig beinist geðheilbrigðisefling ekki bara að því að leita sér hjálpar þegar manni líði illa, heldur að einblína á hvað láti manni raunverulega líða vel. „Læk“, athugasemdr og nýir fylgjendur á Instagram sé oft notað til að fylla upp í gat, sem einstaklingurinn ætti í raun og veru að stoppa í sjálfur. „Það hvað þú ert með marga followers, það skiptir ekki máli. Í heildarsamhenginu þarf það ekki að skipta máli. Við þurfum að viðurkenna okkur sjálf til að byrja með.“ Mest lesið Systir og amma drengs í meðferð létust í Suður-Afríku Innlent Deildi nöfnum skjólstæðinga á Instagram Innlent „Þetta er alveg ásættanlegur samningur“ Innlent „Að öllu óbreyttu mun þjóðvegurinn fara í sundur“ Innlent „Við erum pottþétt að koma út í mínus, hversu miklum vitum við ekki“ Innlent Það helsta úr fyrsta skammti Epstein-skjalanna Erlent Pútín sagður hafa valið Witkoff Erlent Svona á að raða í uppþvottavélina Innlent Epstein-skjölin birt Erlent Íslendingar þægileg fórnarlömb fyrir vasaþjófa Innlent Fleiri fréttir Grunuð um að koma til landsins til að brjóta á öldruðum Leggja hald á skip á alþjóðahafsvæði undan ströndum Venesúela Bindur vonir við Vor til vinstri Systir og amma drengs í meðferð létust í Suður-Afríku „Við erum pottþétt að koma út í mínus, hversu miklum vitum við ekki“ „Þetta er alveg ásættanlegur samningur“ Deildi nöfnum skjólstæðinga á Instagram Íslendingar þægileg fórnarlömb fyrir vasaþjófa „Að öllu óbreyttu mun þjóðvegurinn fara í sundur“ Vonbrigði í Vík og rýnt í Epstein-skjölin Morgundagurinn sá stysti á árinu Langtímaleigan 23 þúsund krónum dýrari á ári Grenjandi rigning og hífandi rok á aðfangadag Reyndi að komast inn á lögreglustöð með fíkniefni Svona á að raða í uppþvottavélina „Verður vonandi til að styrkja íslensku einkareknu miðlana“ Talinn hafa komið til landsins til að stela Snorkstelpan snýr aftur eftir ágreining um höfundarrétt Framlög til einkarekinna fjölmiðla næstum tvöfaldast Meðferð við spilafíkn loks niðurgreidd af Sjúkratryggingum Kílómetragjaldið bitni helst á sparneytnum eldsneytisbílum Tvær íslenskar konur létust í umferðarslysinu í Suður-Afríku Íslendingar lentu í alvarlegu slysi í Suður-Afríku Stóraukið fjármagn til Frú Ragnheiðar Standi ekki til að leggja niður Rás 2 þrátt fyrir boðaða heimild Bæta hjóla- og göngustíga í Breiðholti, Grafarholti og í Elliðaárdal Birkir vill þriðja til fjórða sæti hjá Samfylkingu Lítið snjóflóð féll á snjótroðara í Hlíðarfjalli Tímamótasamningur Sjúkratrygginga og SÁÁ Hætta á snjóflóðum til fjalla í Eyjafirði Sjá meira
Jákvæð skilaboð á samfélagsmiðlum eru gjarnan notuð sem eins konar skammtímaredding við vanlíðan. Þetta segir doktorsnemi í sálfræði sem vinnur að rannsóknum á andlegri líðan ungmenna. Hún segir mikilvægt að sinna geðheilbrigðisrækt af sama krafti og líkamsrækt. Fíkn eða frelsi? Þetta var yfirskrift málstofu í Háskólanum í Reykjavík í dag, en þar var einblínt á sálræn og félagsleg áhrif snjalltækja, samfélagsmiðla og tölvuleikja. Þorlákur Helgason, dósent við sálfræðideild skólans, flutti upphafserindið. Hann segir snjallsíma og samfélagsmiðla hannaða til þess að halda fólki við efnið, þar sem það leiti sífellt einhvers konar viðurkenningar. „Ein sterkasta styrking sem til er fyrir hegðun er athygli, læk og samfélagið, þessir félagslegu styrkleikar. Þeir eru alveg morandi í símanum, þú þarft ekki að hitta fólk augliti til auglitis,“ segir Þorlákur. Ingibjörg Eva Þórisdóttir er doktorsnemi við sálfræðideild skólans, en hún hefur undanfarin ár rannsakað andlega líðan ungs fólks í tengslum við samfélagsmiðlanotkun. Hún segir að það sé orðið „normið“ að fólk, sérstaklega ungt, noti snjallsímann klukkustundum saman á hverjum einasta degi. Þrátt fyrir að daglegar athafnir séu í sífellt meiri mæli skipulagðar í gegnum miðlana sé nauðsynlegt að leyfa þeim ekki að stjórna lífi sínu. „Ég held þú getir alveg tekið þátt í samfélaginu með hóflegri notkun. Fjórir tímar á dag, það er tíminn sem við erum að skoða núna, unglingar sem eyða fjórum tímum á dag eða meira, það er rosalega mikill tími,“ segir Ingibjörg.Mikilvægt að rækta andann Hún segir rannsóknir merkja greinilega tengingu milli vanlíðanar og mikillar notkunar samfélagsmiðla. Hins vegar átti fólk sig í sífellt meiri mæli á mikilvægi þess að sinna andlegri heilbrigði rétt eins og líkamlegri. „Geðheilbrigðisefling þarf að vera jafn eðlilegur hluti af heilsueflingu eins og tannhirða, hreyfing eða það að borða hollt og gott,“ bendir Ingibjörg á. Þannig beinist geðheilbrigðisefling ekki bara að því að leita sér hjálpar þegar manni líði illa, heldur að einblína á hvað láti manni raunverulega líða vel. „Læk“, athugasemdr og nýir fylgjendur á Instagram sé oft notað til að fylla upp í gat, sem einstaklingurinn ætti í raun og veru að stoppa í sjálfur. „Það hvað þú ert með marga followers, það skiptir ekki máli. Í heildarsamhenginu þarf það ekki að skipta máli. Við þurfum að viðurkenna okkur sjálf til að byrja með.“
Mest lesið Systir og amma drengs í meðferð létust í Suður-Afríku Innlent Deildi nöfnum skjólstæðinga á Instagram Innlent „Þetta er alveg ásættanlegur samningur“ Innlent „Að öllu óbreyttu mun þjóðvegurinn fara í sundur“ Innlent „Við erum pottþétt að koma út í mínus, hversu miklum vitum við ekki“ Innlent Það helsta úr fyrsta skammti Epstein-skjalanna Erlent Pútín sagður hafa valið Witkoff Erlent Svona á að raða í uppþvottavélina Innlent Epstein-skjölin birt Erlent Íslendingar þægileg fórnarlömb fyrir vasaþjófa Innlent Fleiri fréttir Grunuð um að koma til landsins til að brjóta á öldruðum Leggja hald á skip á alþjóðahafsvæði undan ströndum Venesúela Bindur vonir við Vor til vinstri Systir og amma drengs í meðferð létust í Suður-Afríku „Við erum pottþétt að koma út í mínus, hversu miklum vitum við ekki“ „Þetta er alveg ásættanlegur samningur“ Deildi nöfnum skjólstæðinga á Instagram Íslendingar þægileg fórnarlömb fyrir vasaþjófa „Að öllu óbreyttu mun þjóðvegurinn fara í sundur“ Vonbrigði í Vík og rýnt í Epstein-skjölin Morgundagurinn sá stysti á árinu Langtímaleigan 23 þúsund krónum dýrari á ári Grenjandi rigning og hífandi rok á aðfangadag Reyndi að komast inn á lögreglustöð með fíkniefni Svona á að raða í uppþvottavélina „Verður vonandi til að styrkja íslensku einkareknu miðlana“ Talinn hafa komið til landsins til að stela Snorkstelpan snýr aftur eftir ágreining um höfundarrétt Framlög til einkarekinna fjölmiðla næstum tvöfaldast Meðferð við spilafíkn loks niðurgreidd af Sjúkratryggingum Kílómetragjaldið bitni helst á sparneytnum eldsneytisbílum Tvær íslenskar konur létust í umferðarslysinu í Suður-Afríku Íslendingar lentu í alvarlegu slysi í Suður-Afríku Stóraukið fjármagn til Frú Ragnheiðar Standi ekki til að leggja niður Rás 2 þrátt fyrir boðaða heimild Bæta hjóla- og göngustíga í Breiðholti, Grafarholti og í Elliðaárdal Birkir vill þriðja til fjórða sæti hjá Samfylkingu Lítið snjóflóð féll á snjótroðara í Hlíðarfjalli Tímamótasamningur Sjúkratrygginga og SÁÁ Hætta á snjóflóðum til fjalla í Eyjafirði Sjá meira