Verður afríska undrið nýr þungavigtarmeistari UFC? Pétur Marinó Jónsson skrifar 20. janúar 2018 17:15 Þegar Ngannou rotaði Overeem í hans síðasta bardaga. Vísir/Getty Það er ekki á hverjum degi sem barist er um þungavigtartitil UFC. Sú er raunin í nótt og er boðið upp á einn besta þungavigtarbardaga í langan tíma. Þeir Stipe Miocic og Francis Ngannou mætast í nótt um þungavigtartitil UFC. Afríska undrið Ngannou hefur komið eins og stormsveipur í UFC og klárað alla bardaga sína. Í nótt fær hann sitt erfiðasta verkefni til þessa þegar hann mætir sjálfum þungavigtarmeistaranum Stipe Miocic. Engum hefur tekist að halda þungavigtarbeltinu lengi eða frá því þungavigtin var fyrst sett á laggirnar á UFC 12 árið 1997. Enginn hefur varið titilinn oftar en tvisvar en fimm menn hafa afrekað það (Randy Couture, Tim Sylvia, Brock Lesnar, Cain Velasquez, og Stipe Miocic). Með sigri getur Miocic bætt hið arfaslaka met yfir flestar titilvarnir í sögu þungavigtarinnar í UFC. Þrjár titilvarnir í röð er ekkert stórkostlegur árangur en væri nýtt met í þungavigtinni. Þegar verið er að ræða um svo stóra menn þarf oft ekki nema eitt gott högg og þá er bardaginn búinn. Það er því ekki mikið rúm fyrir mistök í þungavigtinni. Þungavigtarmeistarinn Stipe Miocic er oft vanmetinn. Til marks um það er áskorandinn Francis Ngannou talinn sigurstranglegri af veðbönkum. Miocic gerir einfalda hluti vel og kemst seint á forsíður blaðanna með kjaftinum sínum. Hann vill bara klára málin í búrinu og halda svo heim til Cleveland þar sem hann starfar enn sem slökkviliðsmaður meðfram bardagaferlinum. Upprisa Francis Ngannou hefur verið með ólíkindum. Þessi kamerúnski bardagamaður byrjaði bara að æfa MMA fyrir fjórum árum síðan og sýnir miklar framfarir í hverjum bardaga. Ngannou var með stóra drauma í Kamerún sem ungur maður og ætlaði sér að verða heimsmeistari í boxi. Þar var hlegið að honum enda vann hann þá í sandnámu í bænum Batié í Kamerún og ekkert sem benti til þess að hann myndi afreka nokkuð í bardagaheiminum. Hann ákvað þó að taka skrefið og flytja í höfuðborgina til að læra box og flutti síðar til Parísar. Hann hafði ekkert á milli handanna í Frakklandi og bjó á götunni. Hann fann þó bardagaklúbb og þar var hann sannfærður um að gefa MMA séns frekar en boxinu. Ekki leið á löngu þar til hann var kominn í UFC og er hann nú einn mest spennandi þungavigtarmaður heims. Ngannou hefur verið gríðarlega fljótur að bæta sig tæknilega og er ofan á það með alla þá líkamlegu þætti sem þungavigtarmaður þarf að bera. Uppgangur hans hefur því verið mjög hraður enda hefur hann klárað alla sína andstæðinga í UFC. Rothöggin hans hafa heyrst um allan heim og má segja að hann sé á barmi þess að verða stjarna. Rothöggið hans gegn Alistair Overeem í desember var til að mynda eitt af rothöggum ársins 2017. Það verður því gríðarlega athyglisvert að sjá hvað gerist þegar þeir Stipe Miocic og Francis Ngannou mætast í búrinu í nótt. Nær Miocic að bæta metið eða verður Ngannou enn einn nýji þungavigtarmeistarinn? UFC 220 verður sýnt á Stöð 2 Sport í nótt en bein útsending hefst kl 3. MMA Tengdar fréttir Búrið: Bardagamaður sem þú myndir búa til í UFC tölvuleiknum Þungarvigtarbardagi Stipe Miocic og Francis Ngannou er í brennidepli í Búrinu á Stöð 2 Sport. 18. janúar 2018 16:30 Holloway labbaði í gegnum Aldo og rothöggið sem heyrðist um allan heim UFC 218 um nýliðna helgi olli engum vonbrigðum enda var boðið upp á frábæra bardaga. 4. desember 2017 15:00 Mest lesið Segir Eið Smára ekki fá það hrós sem hann á skilið Sport „Ísland er eini óvinur okkar“ Fótbolti Leiðin á HM: Daðraði við Deschamps fyrir viðtalið Fótbolti Þjálfari tilbúinn að hætta og tyrkneska þjóðin beðin afsökunar Fótbolti Tíu mánaða bann fyrir að taka lyf við hárlosi Fótbolti Sjáðu fundinn í heild: Arnar sat fyrir svörum í Frakklandi Fótbolti Liðsfélagi Elíasar sagður ljúga til um aldur Fótbolti Þeir eiga ekki að sjá eftir neinu Fótbolti „Kann nokkur orð sem ég get ekki sagt hérna“ Fótbolti Njarðvíkingar semja við öðruvísi Kana Körfubolti Fleiri fréttir Svíþjóð fetaði í fótspor Íslands og tapaði í Kósovó Arftaki Ten Hag ekki stýrt félagsliði síðan 2019 Man City og úrvalsdeildin náð sáttum varðandi auglýsingasamninga Benóný Breki bjargaði stigi í Eistlandi Þeir eiga ekki að sjá eftir neinu Liðsfélagi Elíasar sagður ljúga til um aldur Bestu mörkin: Getur reynslumesti þjálfarinn ekki leyst úr þessu? „Kann nokkur orð sem ég get ekki sagt hérna“ Fær líklega inn aðra týpu en Albert í liðið Sjáðu fundinn í heild: Arnar sat fyrir svörum í Frakklandi Leiðin á HM: Daðraði við Deschamps fyrir viðtalið Njarðvíkingar semja við öðruvísi Kana „Við munum þurfa að leggja okkur alla fram“ Dúettinn sem er að taka yfir tennisheiminn „Ísland er eini óvinur okkar“ Sjáðu FHL sækja stig gegn Þrótti Tíu mánaða bann fyrir að taka lyf við hárlosi Onana græðir á skiptunum til Tyrklands Þjálfari tilbúinn að hætta og tyrkneska þjóðin beðin afsökunar „Ætlum að keyra inn í þetta“ „Tottenham Hotspur er ekki til sölu“ Áhorfandi sló leikmann og missti af ótrúlegri endurkomu Alcaraz tekur toppsætið af Sinner eftir sigur á Opna bandaríska „Maður er í þessu fyrir svona leiki“ Segir Eið Smára ekki fá það hrós sem hann á skilið Dagskráin í dag: Íslenska U21 landsliðið mætir Eistum Íbúð landsliðsmanns Úkraínu í rúst eftir sprengjuárás Rússa Forráðamenn PSG ósáttir við læknateymi landsliðsins Doncic náði allskonar tölfræðiáföngum í kvöld Víkingar á fleygiferð eftir EM pásuna Sjá meira
Það er ekki á hverjum degi sem barist er um þungavigtartitil UFC. Sú er raunin í nótt og er boðið upp á einn besta þungavigtarbardaga í langan tíma. Þeir Stipe Miocic og Francis Ngannou mætast í nótt um þungavigtartitil UFC. Afríska undrið Ngannou hefur komið eins og stormsveipur í UFC og klárað alla bardaga sína. Í nótt fær hann sitt erfiðasta verkefni til þessa þegar hann mætir sjálfum þungavigtarmeistaranum Stipe Miocic. Engum hefur tekist að halda þungavigtarbeltinu lengi eða frá því þungavigtin var fyrst sett á laggirnar á UFC 12 árið 1997. Enginn hefur varið titilinn oftar en tvisvar en fimm menn hafa afrekað það (Randy Couture, Tim Sylvia, Brock Lesnar, Cain Velasquez, og Stipe Miocic). Með sigri getur Miocic bætt hið arfaslaka met yfir flestar titilvarnir í sögu þungavigtarinnar í UFC. Þrjár titilvarnir í röð er ekkert stórkostlegur árangur en væri nýtt met í þungavigtinni. Þegar verið er að ræða um svo stóra menn þarf oft ekki nema eitt gott högg og þá er bardaginn búinn. Það er því ekki mikið rúm fyrir mistök í þungavigtinni. Þungavigtarmeistarinn Stipe Miocic er oft vanmetinn. Til marks um það er áskorandinn Francis Ngannou talinn sigurstranglegri af veðbönkum. Miocic gerir einfalda hluti vel og kemst seint á forsíður blaðanna með kjaftinum sínum. Hann vill bara klára málin í búrinu og halda svo heim til Cleveland þar sem hann starfar enn sem slökkviliðsmaður meðfram bardagaferlinum. Upprisa Francis Ngannou hefur verið með ólíkindum. Þessi kamerúnski bardagamaður byrjaði bara að æfa MMA fyrir fjórum árum síðan og sýnir miklar framfarir í hverjum bardaga. Ngannou var með stóra drauma í Kamerún sem ungur maður og ætlaði sér að verða heimsmeistari í boxi. Þar var hlegið að honum enda vann hann þá í sandnámu í bænum Batié í Kamerún og ekkert sem benti til þess að hann myndi afreka nokkuð í bardagaheiminum. Hann ákvað þó að taka skrefið og flytja í höfuðborgina til að læra box og flutti síðar til Parísar. Hann hafði ekkert á milli handanna í Frakklandi og bjó á götunni. Hann fann þó bardagaklúbb og þar var hann sannfærður um að gefa MMA séns frekar en boxinu. Ekki leið á löngu þar til hann var kominn í UFC og er hann nú einn mest spennandi þungavigtarmaður heims. Ngannou hefur verið gríðarlega fljótur að bæta sig tæknilega og er ofan á það með alla þá líkamlegu þætti sem þungavigtarmaður þarf að bera. Uppgangur hans hefur því verið mjög hraður enda hefur hann klárað alla sína andstæðinga í UFC. Rothöggin hans hafa heyrst um allan heim og má segja að hann sé á barmi þess að verða stjarna. Rothöggið hans gegn Alistair Overeem í desember var til að mynda eitt af rothöggum ársins 2017. Það verður því gríðarlega athyglisvert að sjá hvað gerist þegar þeir Stipe Miocic og Francis Ngannou mætast í búrinu í nótt. Nær Miocic að bæta metið eða verður Ngannou enn einn nýji þungavigtarmeistarinn? UFC 220 verður sýnt á Stöð 2 Sport í nótt en bein útsending hefst kl 3.
MMA Tengdar fréttir Búrið: Bardagamaður sem þú myndir búa til í UFC tölvuleiknum Þungarvigtarbardagi Stipe Miocic og Francis Ngannou er í brennidepli í Búrinu á Stöð 2 Sport. 18. janúar 2018 16:30 Holloway labbaði í gegnum Aldo og rothöggið sem heyrðist um allan heim UFC 218 um nýliðna helgi olli engum vonbrigðum enda var boðið upp á frábæra bardaga. 4. desember 2017 15:00 Mest lesið Segir Eið Smára ekki fá það hrós sem hann á skilið Sport „Ísland er eini óvinur okkar“ Fótbolti Leiðin á HM: Daðraði við Deschamps fyrir viðtalið Fótbolti Þjálfari tilbúinn að hætta og tyrkneska þjóðin beðin afsökunar Fótbolti Tíu mánaða bann fyrir að taka lyf við hárlosi Fótbolti Sjáðu fundinn í heild: Arnar sat fyrir svörum í Frakklandi Fótbolti Liðsfélagi Elíasar sagður ljúga til um aldur Fótbolti Þeir eiga ekki að sjá eftir neinu Fótbolti „Kann nokkur orð sem ég get ekki sagt hérna“ Fótbolti Njarðvíkingar semja við öðruvísi Kana Körfubolti Fleiri fréttir Svíþjóð fetaði í fótspor Íslands og tapaði í Kósovó Arftaki Ten Hag ekki stýrt félagsliði síðan 2019 Man City og úrvalsdeildin náð sáttum varðandi auglýsingasamninga Benóný Breki bjargaði stigi í Eistlandi Þeir eiga ekki að sjá eftir neinu Liðsfélagi Elíasar sagður ljúga til um aldur Bestu mörkin: Getur reynslumesti þjálfarinn ekki leyst úr þessu? „Kann nokkur orð sem ég get ekki sagt hérna“ Fær líklega inn aðra týpu en Albert í liðið Sjáðu fundinn í heild: Arnar sat fyrir svörum í Frakklandi Leiðin á HM: Daðraði við Deschamps fyrir viðtalið Njarðvíkingar semja við öðruvísi Kana „Við munum þurfa að leggja okkur alla fram“ Dúettinn sem er að taka yfir tennisheiminn „Ísland er eini óvinur okkar“ Sjáðu FHL sækja stig gegn Þrótti Tíu mánaða bann fyrir að taka lyf við hárlosi Onana græðir á skiptunum til Tyrklands Þjálfari tilbúinn að hætta og tyrkneska þjóðin beðin afsökunar „Ætlum að keyra inn í þetta“ „Tottenham Hotspur er ekki til sölu“ Áhorfandi sló leikmann og missti af ótrúlegri endurkomu Alcaraz tekur toppsætið af Sinner eftir sigur á Opna bandaríska „Maður er í þessu fyrir svona leiki“ Segir Eið Smára ekki fá það hrós sem hann á skilið Dagskráin í dag: Íslenska U21 landsliðið mætir Eistum Íbúð landsliðsmanns Úkraínu í rúst eftir sprengjuárás Rússa Forráðamenn PSG ósáttir við læknateymi landsliðsins Doncic náði allskonar tölfræðiáföngum í kvöld Víkingar á fleygiferð eftir EM pásuna Sjá meira
Búrið: Bardagamaður sem þú myndir búa til í UFC tölvuleiknum Þungarvigtarbardagi Stipe Miocic og Francis Ngannou er í brennidepli í Búrinu á Stöð 2 Sport. 18. janúar 2018 16:30
Holloway labbaði í gegnum Aldo og rothöggið sem heyrðist um allan heim UFC 218 um nýliðna helgi olli engum vonbrigðum enda var boðið upp á frábæra bardaga. 4. desember 2017 15:00