„Ég hafði aldrei hugsað þetta sem Lion King-atriði“ Guðný Hrönn skrifar 17. janúar 2018 10:00 Til vinstri má sjá Davíð Þór halda á Huldu Guðnýju á meðan mamman, Hólmfríður Berentsdóttir, fylgist með. Til hægri má sjá Rafiki halda á Simba litla. Davíð Þór Jónsson, sóknarprestur í Laugarneskirkju, hefur undanfarið vakið lukku hjá Lion King-aðdáendum í skírnarathöfnum. Hann hefur nefnilega vanið sig á að lyfta barninu sem verið er að skíra upp fyrir höfuð í lok athafnarinnar. Þessi gjörningur minnir óneitanlega á eitt þekktasta atriði teiknimyndarinnar Lion King frá árinu 1994, þegar Rafiki sýnir öllum dýrunum í skóginum Simba litla. Spurður út í gjörninginn segir Davíð: „Þetta er ekkert sem ég fann upp, ég var einu sinni í skírn hjá Erni Bárði Jónssyni og að lokinni skírninni fékk hann barnið í fangið og tók svona Rafiki-senu.“„Ég tengdi það nú ekkert við Lion King, mér fannst þetta bara fallegt atriði svo ég vandi mig á að gera þetta sjálfur.“ „Það var svo bara fyrir nokkrum dögum sem eitt foreldri þakkaði mér fyrir athöfnina og sagði: „Mér fannst sérstaklega skemmtilegt Lion King-atriðið í lokin.“ Ég hafði aldrei hugsað þetta sem Lion King-atriði og ég skildi ekki alveg hvað hann átti við. Þetta er bara eitthvað sem ég sá kollega gera og fannst virka vel,“ segir Davíð og hlær. Davíð þykir viðeigandi að nota þessa aðferð til að kynna barnið sem verið er að skíra fyrir fólki. „Barnið er miðpunktur skírnarinnar og þá er gott að enda athöfnina á að sýna söfnuðinum barnið, aðalatriðið. Eins og alltaf þegar fólk er tekið inn í eitthvert nýtt samfélag, nýjan hóp, þá er fólki stillt upp og kynnt fyrir öllum.“ Davíð segir að í skírnarathöfnum fái prestar oft svigrúm til að slá á létta stengi og gera eitthvað sniðugt. „Skírnir eru svo miklar fjölskylduathafnir þannig að maður gerir þetta bara eftir því hvernig stemningin er.“ Mest lesið Grátbað um að fá að deyja en fagnar nú öllum framförum Lífið Stjórn fyrirtækisins hefur formlega rannsókn Lífið Borgarbörnin orðin sveitaballasjúk: „Ef þú ferð þangað sérðu ekki einn síma á lofti“ Lífið Sætar og seiðandi einhleypar sumarskvísur Lífið Coldplay kom óvart upp um framhjáhald forstjórans Lífið Tognaður í báðum lærum og blöðrur á öllum tám Lífið „Ég gat ekki haldið aftur tárunum“ Lífið Af hverju vinkar Teslan alltaf á sama stað? Lífið Næturskrunið eyðileggi svefninn og ungmennin vansvefta Lífið Bragason leikur Zeldu prinsessu Lífið Fleiri fréttir Grátbað um að fá að deyja en fagnar nú öllum framförum Stjórn fyrirtækisins hefur formlega rannsókn Bragason leikur Zeldu prinsessu Borgarbörnin orðin sveitaballasjúk: „Ef þú ferð þangað sérðu ekki einn síma á lofti“ Næturskrunið eyðileggi svefninn og ungmennin vansvefta Ótrúleg upplifun að vera í algjöru myrkri á tónleikum Tognaður í báðum lærum og blöðrur á öllum tám Sætar og seiðandi einhleypar sumarskvísur Coldplay kom óvart upp um framhjáhald forstjórans Útilokar fimmta hjónabandið: „Ég held ég sé búinn með það“ Sýnishorn úr nýjustu mynd Hlyns Pálmasonar Pete Davidson að verða pabbi: „Nú vita allir að við sváfum saman“ Af hverju vinkar Teslan alltaf á sama stað? Connie Francis er látin „Maður þarf alltaf að hafa augun opin“ „Ég gat ekki haldið aftur tárunum“ Birta og Króli eiga von á dreng Sumarlegt og ofurhollt kínóasalat að hætti Jönu Emma Watson svipt ökuleyfinu Yngsti gusumeistari landsins Sjarmerandi raðhús í 105 Sögufrægur gítar Stones fannst hálfri öld eftir að honum var stolið „Þetta er miklu stærra en fólk gerir sér grein fyrir“ „Óljósir, fallegir og stundum óþægilegir hlutir“ Óútgefinni tónlist Beyoncé stolið úr bíl danshöfundar „Þú stýrir þínum rokkstjörnulífsstíl“ „Yndislegir vinir gáfu okkur saman í plötubúð“ Sögulegt sveitaball í hundrað ár Boxari selur íbúð með heitum potti og Esju útsýni Telur að 511 kílómetra hlaupið styrki hlauparann Sjá meira
Davíð Þór Jónsson, sóknarprestur í Laugarneskirkju, hefur undanfarið vakið lukku hjá Lion King-aðdáendum í skírnarathöfnum. Hann hefur nefnilega vanið sig á að lyfta barninu sem verið er að skíra upp fyrir höfuð í lok athafnarinnar. Þessi gjörningur minnir óneitanlega á eitt þekktasta atriði teiknimyndarinnar Lion King frá árinu 1994, þegar Rafiki sýnir öllum dýrunum í skóginum Simba litla. Spurður út í gjörninginn segir Davíð: „Þetta er ekkert sem ég fann upp, ég var einu sinni í skírn hjá Erni Bárði Jónssyni og að lokinni skírninni fékk hann barnið í fangið og tók svona Rafiki-senu.“„Ég tengdi það nú ekkert við Lion King, mér fannst þetta bara fallegt atriði svo ég vandi mig á að gera þetta sjálfur.“ „Það var svo bara fyrir nokkrum dögum sem eitt foreldri þakkaði mér fyrir athöfnina og sagði: „Mér fannst sérstaklega skemmtilegt Lion King-atriðið í lokin.“ Ég hafði aldrei hugsað þetta sem Lion King-atriði og ég skildi ekki alveg hvað hann átti við. Þetta er bara eitthvað sem ég sá kollega gera og fannst virka vel,“ segir Davíð og hlær. Davíð þykir viðeigandi að nota þessa aðferð til að kynna barnið sem verið er að skíra fyrir fólki. „Barnið er miðpunktur skírnarinnar og þá er gott að enda athöfnina á að sýna söfnuðinum barnið, aðalatriðið. Eins og alltaf þegar fólk er tekið inn í eitthvert nýtt samfélag, nýjan hóp, þá er fólki stillt upp og kynnt fyrir öllum.“ Davíð segir að í skírnarathöfnum fái prestar oft svigrúm til að slá á létta stengi og gera eitthvað sniðugt. „Skírnir eru svo miklar fjölskylduathafnir þannig að maður gerir þetta bara eftir því hvernig stemningin er.“
Mest lesið Grátbað um að fá að deyja en fagnar nú öllum framförum Lífið Stjórn fyrirtækisins hefur formlega rannsókn Lífið Borgarbörnin orðin sveitaballasjúk: „Ef þú ferð þangað sérðu ekki einn síma á lofti“ Lífið Sætar og seiðandi einhleypar sumarskvísur Lífið Coldplay kom óvart upp um framhjáhald forstjórans Lífið Tognaður í báðum lærum og blöðrur á öllum tám Lífið „Ég gat ekki haldið aftur tárunum“ Lífið Af hverju vinkar Teslan alltaf á sama stað? Lífið Næturskrunið eyðileggi svefninn og ungmennin vansvefta Lífið Bragason leikur Zeldu prinsessu Lífið Fleiri fréttir Grátbað um að fá að deyja en fagnar nú öllum framförum Stjórn fyrirtækisins hefur formlega rannsókn Bragason leikur Zeldu prinsessu Borgarbörnin orðin sveitaballasjúk: „Ef þú ferð þangað sérðu ekki einn síma á lofti“ Næturskrunið eyðileggi svefninn og ungmennin vansvefta Ótrúleg upplifun að vera í algjöru myrkri á tónleikum Tognaður í báðum lærum og blöðrur á öllum tám Sætar og seiðandi einhleypar sumarskvísur Coldplay kom óvart upp um framhjáhald forstjórans Útilokar fimmta hjónabandið: „Ég held ég sé búinn með það“ Sýnishorn úr nýjustu mynd Hlyns Pálmasonar Pete Davidson að verða pabbi: „Nú vita allir að við sváfum saman“ Af hverju vinkar Teslan alltaf á sama stað? Connie Francis er látin „Maður þarf alltaf að hafa augun opin“ „Ég gat ekki haldið aftur tárunum“ Birta og Króli eiga von á dreng Sumarlegt og ofurhollt kínóasalat að hætti Jönu Emma Watson svipt ökuleyfinu Yngsti gusumeistari landsins Sjarmerandi raðhús í 105 Sögufrægur gítar Stones fannst hálfri öld eftir að honum var stolið „Þetta er miklu stærra en fólk gerir sér grein fyrir“ „Óljósir, fallegir og stundum óþægilegir hlutir“ Óútgefinni tónlist Beyoncé stolið úr bíl danshöfundar „Þú stýrir þínum rokkstjörnulífsstíl“ „Yndislegir vinir gáfu okkur saman í plötubúð“ Sögulegt sveitaball í hundrað ár Boxari selur íbúð með heitum potti og Esju útsýni Telur að 511 kílómetra hlaupið styrki hlauparann Sjá meira