Fjölmargar hættur steðja að vatnsbólum Lovísa Arnardóttir skrifar 18. janúar 2018 06:00 Fjölmargar hættur steðja að vatnsbólum og nauðsynlegt að fylgjast vel með. vísir/getty Umhverfismál „Miðað við fyrri ár var þessi ákveðni frostakafli mjög langur. Við höfum ekki séð svona frost í nokkuð langan tíma. En leysingin sem gerði síðastliðinn föstudag var ekkert sérstök,“ segir Einar Sveinbjörnsson veðurfræðingur. Hann segir flóðið á föstudag lítið í sögulegu samhengi. „Við skjóta yfirferð má finna frá því um 1960 þrjú til fjögur leysingartilvik sem öll voru mun stærri en nú.“ Það var í apríl árið 1962, febrúar 1968 og tvisvar í febrúar árið 1982. Einar segir þó slíka hláku og leysingar alls ekki það eina sem ógnar vatnsbólinu. Hann segir mikilvægt að huga að ýmissi umhverfisvá eins og jarðvegsmengun, olíuóhöppum og auknu álagi vegna aukinnar umferðar fólks á vatnsverndarsvæðunum. „Mikið er fjallað þar um Heiðmörk og Bláfjöll, en minna um sjálfan Suðurlandsveg, en hluti hans liggur óvarinn fyrir mengunarslysi. Til dæmis ef olíubíll færi á hliðina mjög nærri brunnsvæði Gvendarbrunna og nágrennis.“ Einar segir eina lausn vera að tengja saman mikilvægustu vatnstökusvæðin, Kaldárbotna, Gvendarbrunna og Vatnsendakrika. „Best er vitanlega að tengja þessi þrjú svæði saman með vatnslögn ofan byggðar. Ef eitt þeirra verður fyrir mengun eða öðru umhverfisálagi geta hin tvö miðlað vatni án þess að nokkur yrði þess var.“ Aðeins sex af tuttugu holum á Vatnsverndarsvæði Heiðmerkur eru í notkun eftir að jarðvegs- og saurgerlar mældust í þeim í vikunni. Í tilkynningu frá Veitum og Heilbrigðiseftirliti Reykjavíkur segir að líkleg ástæða þessarar mengunar sé „mikil hlákutíð undanfarið í kjölfar langs frostakafla. Við slíkar aðstæður getur yfirborðsvatn komist í grunnvatn og flutt með sér gerla.“ Hjá Veitum eru viðbragðsáætlanir vegna aukinnar hláku. Þess vegna eru fjórar holur við Gvendarbrunna ekki í notkun frá byrjun október til loka mars. „Það sem við sáum núna var aukið magn af jarðvegsgerlum í holu sem hefur ekki verið viðkvæm fyrir þessu áður, það er hola sem kallast V-1,“ sagði Ólöf Snæhólm, upplýsingafulltrúi Veitna. Einn saurgerill fannst í sýnum sem tekin voru úr V-4, V-5 og V-14 þann 9. janúar, það er einn gerill í hverju sýni. Einnig mældist aukið magn jarðvegsgerla í þeim. Þessum holum var strax lokað sem og holu V-3 sem sýndi aukið magn jarðvegsgerla samkvæmt upplýsingum frá Veitum. lovisaa@frettabladid.is Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Grunaður hraðbankaþjófur nennti ekki með austur nóttina örlagaríku Innlent Mannskæð skotárás í skóla í Bandaríkjunum Erlent Ekki séð neitt þessu líkt á sínum fjörutíu ára ferli Innlent Til skoðunar að flytja Sjálfstæðisflokkinn úr Valhöll Innlent Glímdi við veikindi fyrir andlátið sem breyttu persónuleika hans Innlent Stefna Open AI vegna sjálfsvígs sonarins Erlent Supu hveljur á fundi með ráðherra á Egilsstöðum Innlent Er við góða líkamlega heilsu en heilinn að „bregðast honum“ Erlent Kynna drög að nýrri stefnu í heilbrigðismálum Innlent Raðsundlaugarkúkari gengur laus í Oulu Erlent Fleiri fréttir Bylting framundan en Landspítalinn þurfi að hlaupa hraðar Faðir plokksins kenndi ráðherra að plokka Gátu ekki opnað hraðbankann þrátt fyrir ítrekaðar tilraunir Kári Stefánsson í beinni, erfiður hraðbanki og Dönum ekki skemmt Óttuðust um ferðamenn sem sátu fastir í Markarfljóti Glímdi við veikindi fyrir andlátið sem breyttu persónuleika hans Hraðbankaþjófur játar sök Framlengja gæsluvarðhald yfir leiðbeinandanum um fjórar vikur Supu hveljur á fundi með ráðherra á Egilsstöðum Grunaður hraðbankaþjófur nennti ekki með austur nóttina örlagaríku Með mikla áverka og mjög kaldur þegar hann fannst Móðirin áfram í haldi og húsleit á Írlandi Til skoðunar að flytja Sjálfstæðisflokkinn úr Valhöll Losun Íslands jókst á öllum sviðum og langt í land með skuldbindingar Bylting í heilbrigðisþjónustu og áróður Bandaríkjamanna Vilja halda leiðbeinandanum áfram bak við lás og slá Kynna drög að nýrri stefnu í heilbrigðismálum Ekki séð neitt þessu líkt á sínum fjörutíu ára ferli Innbrot og slagsmál í miðborginni Segir dóminn áfellisdóm yfir seinagangi lögreglu í kynferðisbrotamálum Málafjöldi tvöfaldast milli ára: „Hálfur milljarður farinn nú þegar“ Heilbrigðisráðuneytið færir sig um set Enginn vilji taka ábyrgð á því hvenær eigi að loka Reynisfjöru Minntust þess ekki að hafa brennt tösku fyrir Stefán Blackburn Sakar eftirlitsaðila um að framfylgja ekki leigubílalögum Játaði Hamraborgarmálið, grunaður í hraðbankamálinu og vitni í Gufunesmálinu Hraðbankinn fannst á Hólmsheiði „Starfsemi sem þarf auðvitað bara að stoppa" Ekkjan, fjársvikahrina og ferðamenn sem hunsa lokanir Lenti næstum framan á vörubíl við framúrakstur Sjá meira
Umhverfismál „Miðað við fyrri ár var þessi ákveðni frostakafli mjög langur. Við höfum ekki séð svona frost í nokkuð langan tíma. En leysingin sem gerði síðastliðinn föstudag var ekkert sérstök,“ segir Einar Sveinbjörnsson veðurfræðingur. Hann segir flóðið á föstudag lítið í sögulegu samhengi. „Við skjóta yfirferð má finna frá því um 1960 þrjú til fjögur leysingartilvik sem öll voru mun stærri en nú.“ Það var í apríl árið 1962, febrúar 1968 og tvisvar í febrúar árið 1982. Einar segir þó slíka hláku og leysingar alls ekki það eina sem ógnar vatnsbólinu. Hann segir mikilvægt að huga að ýmissi umhverfisvá eins og jarðvegsmengun, olíuóhöppum og auknu álagi vegna aukinnar umferðar fólks á vatnsverndarsvæðunum. „Mikið er fjallað þar um Heiðmörk og Bláfjöll, en minna um sjálfan Suðurlandsveg, en hluti hans liggur óvarinn fyrir mengunarslysi. Til dæmis ef olíubíll færi á hliðina mjög nærri brunnsvæði Gvendarbrunna og nágrennis.“ Einar segir eina lausn vera að tengja saman mikilvægustu vatnstökusvæðin, Kaldárbotna, Gvendarbrunna og Vatnsendakrika. „Best er vitanlega að tengja þessi þrjú svæði saman með vatnslögn ofan byggðar. Ef eitt þeirra verður fyrir mengun eða öðru umhverfisálagi geta hin tvö miðlað vatni án þess að nokkur yrði þess var.“ Aðeins sex af tuttugu holum á Vatnsverndarsvæði Heiðmerkur eru í notkun eftir að jarðvegs- og saurgerlar mældust í þeim í vikunni. Í tilkynningu frá Veitum og Heilbrigðiseftirliti Reykjavíkur segir að líkleg ástæða þessarar mengunar sé „mikil hlákutíð undanfarið í kjölfar langs frostakafla. Við slíkar aðstæður getur yfirborðsvatn komist í grunnvatn og flutt með sér gerla.“ Hjá Veitum eru viðbragðsáætlanir vegna aukinnar hláku. Þess vegna eru fjórar holur við Gvendarbrunna ekki í notkun frá byrjun október til loka mars. „Það sem við sáum núna var aukið magn af jarðvegsgerlum í holu sem hefur ekki verið viðkvæm fyrir þessu áður, það er hola sem kallast V-1,“ sagði Ólöf Snæhólm, upplýsingafulltrúi Veitna. Einn saurgerill fannst í sýnum sem tekin voru úr V-4, V-5 og V-14 þann 9. janúar, það er einn gerill í hverju sýni. Einnig mældist aukið magn jarðvegsgerla í þeim. Þessum holum var strax lokað sem og holu V-3 sem sýndi aukið magn jarðvegsgerla samkvæmt upplýsingum frá Veitum. lovisaa@frettabladid.is
Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Grunaður hraðbankaþjófur nennti ekki með austur nóttina örlagaríku Innlent Mannskæð skotárás í skóla í Bandaríkjunum Erlent Ekki séð neitt þessu líkt á sínum fjörutíu ára ferli Innlent Til skoðunar að flytja Sjálfstæðisflokkinn úr Valhöll Innlent Glímdi við veikindi fyrir andlátið sem breyttu persónuleika hans Innlent Stefna Open AI vegna sjálfsvígs sonarins Erlent Supu hveljur á fundi með ráðherra á Egilsstöðum Innlent Er við góða líkamlega heilsu en heilinn að „bregðast honum“ Erlent Kynna drög að nýrri stefnu í heilbrigðismálum Innlent Raðsundlaugarkúkari gengur laus í Oulu Erlent Fleiri fréttir Bylting framundan en Landspítalinn þurfi að hlaupa hraðar Faðir plokksins kenndi ráðherra að plokka Gátu ekki opnað hraðbankann þrátt fyrir ítrekaðar tilraunir Kári Stefánsson í beinni, erfiður hraðbanki og Dönum ekki skemmt Óttuðust um ferðamenn sem sátu fastir í Markarfljóti Glímdi við veikindi fyrir andlátið sem breyttu persónuleika hans Hraðbankaþjófur játar sök Framlengja gæsluvarðhald yfir leiðbeinandanum um fjórar vikur Supu hveljur á fundi með ráðherra á Egilsstöðum Grunaður hraðbankaþjófur nennti ekki með austur nóttina örlagaríku Með mikla áverka og mjög kaldur þegar hann fannst Móðirin áfram í haldi og húsleit á Írlandi Til skoðunar að flytja Sjálfstæðisflokkinn úr Valhöll Losun Íslands jókst á öllum sviðum og langt í land með skuldbindingar Bylting í heilbrigðisþjónustu og áróður Bandaríkjamanna Vilja halda leiðbeinandanum áfram bak við lás og slá Kynna drög að nýrri stefnu í heilbrigðismálum Ekki séð neitt þessu líkt á sínum fjörutíu ára ferli Innbrot og slagsmál í miðborginni Segir dóminn áfellisdóm yfir seinagangi lögreglu í kynferðisbrotamálum Málafjöldi tvöfaldast milli ára: „Hálfur milljarður farinn nú þegar“ Heilbrigðisráðuneytið færir sig um set Enginn vilji taka ábyrgð á því hvenær eigi að loka Reynisfjöru Minntust þess ekki að hafa brennt tösku fyrir Stefán Blackburn Sakar eftirlitsaðila um að framfylgja ekki leigubílalögum Játaði Hamraborgarmálið, grunaður í hraðbankamálinu og vitni í Gufunesmálinu Hraðbankinn fannst á Hólmsheiði „Starfsemi sem þarf auðvitað bara að stoppa" Ekkjan, fjársvikahrina og ferðamenn sem hunsa lokanir Lenti næstum framan á vörubíl við framúrakstur Sjá meira