Mál Eugenes ekki tekið upp á ný fyrr en hann borgar fyrir brottvísun Hersir Aron Ólafsson skrifar 5. janúar 2018 19:42 Mál nígerísks manns sem vísað var úr landi í júní verður ekki tekið upp á ný fyrr en hann hefur greitt reikning upp á 1,1 milljón króna. Um er að ræða kostnað við brottvísun hans og fylgd úr landi í sumar. Vinir mannsins standa fyrir styrktartónleikum í kvöld, en börnin hans þrjú eru með dvalarleyfi hér á landi ásamt móður sinni. Nígeríumanninum Eugene Imoto var vísað úr landi þann 20. júní 2017, en þá hafði umsókn hans og fjölskyldu hans um vernd hérlendis verið í vinnslu í um þrjú ár. Þau héldu því fram að þau hefðu orðið fyrir ofsóknum í heimalandinu vegna trúar sinnar, en þau eru kristin. Þegar honum var vísað úr landi hafði Eugene fengið atvinnuleyfi hérlendis og var við störf á Sægreifanum við Geirsgötu. Rekstrarstjóri Sægreifans segir hann hafa verið góðan starfskraft og brottvísun hans komið flatt upp á samstarfsfólk. „20. júní í fyrra þá hringir hann í okkur og segir okkur að hann geti ekki komið í vinnuna morguninn eftir því það sé búið að handtaka hann og eigi að senda hann úr landi á morgun,“ segir Ester Hansen, starfsmanna- og rekstrarstjóri á Sægreifanum í samtali við fréttastofu Stöðvar 2. Á þessum tíma höfðu Eugene og kona hans eignast þrjú börn, en tvö þeirra fæddust hér á landi. Það yngsta var aðeins um hálfs árs gamalt þegar honum var vísað brott. Konan og börnin fengu dvalarleyfi hérlendis um 2 mánuðum síðar.Mál Eugenes verður ekki opnað á ný nema hann greiði ríkinu 1,1 milljón króna.VísirAðstandendur hans telja brottvísunina brot á barnasáttmála Sameinuðu þjóðanna, þar sem segir m.a. að tryggja beri að barn sé ekki skilið frá foreldrum sínum gegn vilja þeirra. Ætla þau því að láta reyna á endurupptöku málsins á grundvelli svokallaðrar fjölskyldusameiningar. Þar er hins vegar hindrun í veginum, en mál Eugenes verður ekki opnað á ný nema hann greiði ríkinu reikning uppá um 1,1 milljón króna. Er þar um að ræða kostnað vegna brottvísunar hans og fylgdar úr landi. Þennan pening á fjölskyldan ekki til. „Hann má ekki vinna vegna þess að það er búið að senda hann í burtu þannig að tónleikarnir eiga að reyna að safna fé til að geta opnað málið aftur og leyft honum að koma til baka,“ segir Ester. Forsvarsmenn Útlendingastofnunar vildu ekki veita viðtal vegna málsins. Upplýsingafulltrúi vísaði hins vegar til þess að heimild væri fyrir slíkri gjaldtöku í lögum um útlendinga. Aðstandendur hans segja því ekki annað í stöðunni en að safna pening. Ester kveðst hafa trú á að hægt verði að sameina fjölskylduna að lokum. „Ég er mjög vongóð um það vegna þess að ég ætla að trúa á mannréttindi og að við getum á endanum náð honum aftur heim. Ég veit ekki hversu langan tíma það tekur en ég trúi því samt að það muni gerast og við munum fara hvaða leið sem við þurfum til að gera það.“ Mest lesið Stóra tjaldið fellt og hætt við brennuna vegna óveðurs Innlent Klíndu límmiðum á Ormsson sem versla ekki einu sinni við Rapyd Innlent „Manneskja sem er komin á þetta plan hlýtur að vera rökþrota“ Innlent „Það var töluvert verra veður en spáin sagði“ Innlent Þjóðhátíðargestum hleypt inn í Herjólfshöll meðan veðrið gengur yfir Innlent Læti í miðbænum og í veðrinu Innlent Breyti engu á jörðu niðri að viðurkenna sjálfstæði Palestínu Erlent Fjölskyldufaðir stunginn meðan sonurinn horfði á Innlent Opnun Samverks á Hellu fagnað Innlent Þjóðarpúls Gallups: Kristrún og Þorgerður gætu myndað meirihluta án Flokks fólksins Innlent Fleiri fréttir Hnífurinn reyndist grilltangir „Það var töluvert verra veður en spáin sagði“ Hávaðarok á Snæfellsnesi og Faxaflóa Læti í miðbænum og í veðrinu Stóra tjaldið fellt og hætt við brennuna vegna óveðurs Þjóðhátíðargestum hleypt inn í Herjólfshöll meðan veðrið gengur yfir Klíndu límmiðum á Ormsson sem versla ekki einu sinni við Rapyd Opnun Samverks á Hellu fagnað „Manneskja sem er komin á þetta plan hlýtur að vera rökþrota“ Þjóðarpúls Gallups: Kristrún og Þorgerður gætu myndað meirihluta án Flokks fólksins „Ég upplifi þetta sem mikinn yfirgang og ofbeldi“ Íbúar við Þjórsá æfir og þrumuveður um Versló Handtekinn með reipi um hálsinn eftir ofsaakstur á flugbraut undir áhrifum fíkniefna Búast við þrumuveðri og vatnavöxtum Ný verðskrá kindakjöts vonbrigði fyrir sauðfjárbændur Sagði foreldrana líklega hafa dottið í aðdraganda andlátsins Fjölskyldufaðir stunginn meðan sonurinn horfði á Fundu engan hvítabjörn Hraunbreiðan þykknar og líkur á framhlaupum aukast „Hann skilar algjörlega auðu í náttúruverndarmálum“ Þjóðhátíð í Eyjum: Farþegafjöldi í Herjólfi komi á óvart Skýrara hvar besta veðrið verður um helgina Vann skemmdir á golfvelli og skildi eftir smokk Trump hækkar tolla á Ísland og viðbúnaður á Þjóðhátíð Þyrlan farin vestur í hvítabjarnareftirlit Fékk sex milljónum of há laun og neitaði að endurgreiða þau Annasamt ár á Bessastöðum: Kóngafólk, keisari, umtöluð undirskrift og brúnir skór Áhrifin af stöðvunarkröfunni óveruleg Mengun gæti borist á Snæfellsnes og Vestfirði Hlutum kastað til í verslun og könnu í bílrúðu Sjá meira
Mál nígerísks manns sem vísað var úr landi í júní verður ekki tekið upp á ný fyrr en hann hefur greitt reikning upp á 1,1 milljón króna. Um er að ræða kostnað við brottvísun hans og fylgd úr landi í sumar. Vinir mannsins standa fyrir styrktartónleikum í kvöld, en börnin hans þrjú eru með dvalarleyfi hér á landi ásamt móður sinni. Nígeríumanninum Eugene Imoto var vísað úr landi þann 20. júní 2017, en þá hafði umsókn hans og fjölskyldu hans um vernd hérlendis verið í vinnslu í um þrjú ár. Þau héldu því fram að þau hefðu orðið fyrir ofsóknum í heimalandinu vegna trúar sinnar, en þau eru kristin. Þegar honum var vísað úr landi hafði Eugene fengið atvinnuleyfi hérlendis og var við störf á Sægreifanum við Geirsgötu. Rekstrarstjóri Sægreifans segir hann hafa verið góðan starfskraft og brottvísun hans komið flatt upp á samstarfsfólk. „20. júní í fyrra þá hringir hann í okkur og segir okkur að hann geti ekki komið í vinnuna morguninn eftir því það sé búið að handtaka hann og eigi að senda hann úr landi á morgun,“ segir Ester Hansen, starfsmanna- og rekstrarstjóri á Sægreifanum í samtali við fréttastofu Stöðvar 2. Á þessum tíma höfðu Eugene og kona hans eignast þrjú börn, en tvö þeirra fæddust hér á landi. Það yngsta var aðeins um hálfs árs gamalt þegar honum var vísað brott. Konan og börnin fengu dvalarleyfi hérlendis um 2 mánuðum síðar.Mál Eugenes verður ekki opnað á ný nema hann greiði ríkinu 1,1 milljón króna.VísirAðstandendur hans telja brottvísunina brot á barnasáttmála Sameinuðu þjóðanna, þar sem segir m.a. að tryggja beri að barn sé ekki skilið frá foreldrum sínum gegn vilja þeirra. Ætla þau því að láta reyna á endurupptöku málsins á grundvelli svokallaðrar fjölskyldusameiningar. Þar er hins vegar hindrun í veginum, en mál Eugenes verður ekki opnað á ný nema hann greiði ríkinu reikning uppá um 1,1 milljón króna. Er þar um að ræða kostnað vegna brottvísunar hans og fylgdar úr landi. Þennan pening á fjölskyldan ekki til. „Hann má ekki vinna vegna þess að það er búið að senda hann í burtu þannig að tónleikarnir eiga að reyna að safna fé til að geta opnað málið aftur og leyft honum að koma til baka,“ segir Ester. Forsvarsmenn Útlendingastofnunar vildu ekki veita viðtal vegna málsins. Upplýsingafulltrúi vísaði hins vegar til þess að heimild væri fyrir slíkri gjaldtöku í lögum um útlendinga. Aðstandendur hans segja því ekki annað í stöðunni en að safna pening. Ester kveðst hafa trú á að hægt verði að sameina fjölskylduna að lokum. „Ég er mjög vongóð um það vegna þess að ég ætla að trúa á mannréttindi og að við getum á endanum náð honum aftur heim. Ég veit ekki hversu langan tíma það tekur en ég trúi því samt að það muni gerast og við munum fara hvaða leið sem við þurfum til að gera það.“
Mest lesið Stóra tjaldið fellt og hætt við brennuna vegna óveðurs Innlent Klíndu límmiðum á Ormsson sem versla ekki einu sinni við Rapyd Innlent „Manneskja sem er komin á þetta plan hlýtur að vera rökþrota“ Innlent „Það var töluvert verra veður en spáin sagði“ Innlent Þjóðhátíðargestum hleypt inn í Herjólfshöll meðan veðrið gengur yfir Innlent Læti í miðbænum og í veðrinu Innlent Breyti engu á jörðu niðri að viðurkenna sjálfstæði Palestínu Erlent Fjölskyldufaðir stunginn meðan sonurinn horfði á Innlent Opnun Samverks á Hellu fagnað Innlent Þjóðarpúls Gallups: Kristrún og Þorgerður gætu myndað meirihluta án Flokks fólksins Innlent Fleiri fréttir Hnífurinn reyndist grilltangir „Það var töluvert verra veður en spáin sagði“ Hávaðarok á Snæfellsnesi og Faxaflóa Læti í miðbænum og í veðrinu Stóra tjaldið fellt og hætt við brennuna vegna óveðurs Þjóðhátíðargestum hleypt inn í Herjólfshöll meðan veðrið gengur yfir Klíndu límmiðum á Ormsson sem versla ekki einu sinni við Rapyd Opnun Samverks á Hellu fagnað „Manneskja sem er komin á þetta plan hlýtur að vera rökþrota“ Þjóðarpúls Gallups: Kristrún og Þorgerður gætu myndað meirihluta án Flokks fólksins „Ég upplifi þetta sem mikinn yfirgang og ofbeldi“ Íbúar við Þjórsá æfir og þrumuveður um Versló Handtekinn með reipi um hálsinn eftir ofsaakstur á flugbraut undir áhrifum fíkniefna Búast við þrumuveðri og vatnavöxtum Ný verðskrá kindakjöts vonbrigði fyrir sauðfjárbændur Sagði foreldrana líklega hafa dottið í aðdraganda andlátsins Fjölskyldufaðir stunginn meðan sonurinn horfði á Fundu engan hvítabjörn Hraunbreiðan þykknar og líkur á framhlaupum aukast „Hann skilar algjörlega auðu í náttúruverndarmálum“ Þjóðhátíð í Eyjum: Farþegafjöldi í Herjólfi komi á óvart Skýrara hvar besta veðrið verður um helgina Vann skemmdir á golfvelli og skildi eftir smokk Trump hækkar tolla á Ísland og viðbúnaður á Þjóðhátíð Þyrlan farin vestur í hvítabjarnareftirlit Fékk sex milljónum of há laun og neitaði að endurgreiða þau Annasamt ár á Bessastöðum: Kóngafólk, keisari, umtöluð undirskrift og brúnir skór Áhrifin af stöðvunarkröfunni óveruleg Mengun gæti borist á Snæfellsnes og Vestfirði Hlutum kastað til í verslun og könnu í bílrúðu Sjá meira