Mál Eugenes ekki tekið upp á ný fyrr en hann borgar fyrir brottvísun Hersir Aron Ólafsson skrifar 5. janúar 2018 19:42 Mál nígerísks manns sem vísað var úr landi í júní verður ekki tekið upp á ný fyrr en hann hefur greitt reikning upp á 1,1 milljón króna. Um er að ræða kostnað við brottvísun hans og fylgd úr landi í sumar. Vinir mannsins standa fyrir styrktartónleikum í kvöld, en börnin hans þrjú eru með dvalarleyfi hér á landi ásamt móður sinni. Nígeríumanninum Eugene Imoto var vísað úr landi þann 20. júní 2017, en þá hafði umsókn hans og fjölskyldu hans um vernd hérlendis verið í vinnslu í um þrjú ár. Þau héldu því fram að þau hefðu orðið fyrir ofsóknum í heimalandinu vegna trúar sinnar, en þau eru kristin. Þegar honum var vísað úr landi hafði Eugene fengið atvinnuleyfi hérlendis og var við störf á Sægreifanum við Geirsgötu. Rekstrarstjóri Sægreifans segir hann hafa verið góðan starfskraft og brottvísun hans komið flatt upp á samstarfsfólk. „20. júní í fyrra þá hringir hann í okkur og segir okkur að hann geti ekki komið í vinnuna morguninn eftir því það sé búið að handtaka hann og eigi að senda hann úr landi á morgun,“ segir Ester Hansen, starfsmanna- og rekstrarstjóri á Sægreifanum í samtali við fréttastofu Stöðvar 2. Á þessum tíma höfðu Eugene og kona hans eignast þrjú börn, en tvö þeirra fæddust hér á landi. Það yngsta var aðeins um hálfs árs gamalt þegar honum var vísað brott. Konan og börnin fengu dvalarleyfi hérlendis um 2 mánuðum síðar.Mál Eugenes verður ekki opnað á ný nema hann greiði ríkinu 1,1 milljón króna.VísirAðstandendur hans telja brottvísunina brot á barnasáttmála Sameinuðu þjóðanna, þar sem segir m.a. að tryggja beri að barn sé ekki skilið frá foreldrum sínum gegn vilja þeirra. Ætla þau því að láta reyna á endurupptöku málsins á grundvelli svokallaðrar fjölskyldusameiningar. Þar er hins vegar hindrun í veginum, en mál Eugenes verður ekki opnað á ný nema hann greiði ríkinu reikning uppá um 1,1 milljón króna. Er þar um að ræða kostnað vegna brottvísunar hans og fylgdar úr landi. Þennan pening á fjölskyldan ekki til. „Hann má ekki vinna vegna þess að það er búið að senda hann í burtu þannig að tónleikarnir eiga að reyna að safna fé til að geta opnað málið aftur og leyft honum að koma til baka,“ segir Ester. Forsvarsmenn Útlendingastofnunar vildu ekki veita viðtal vegna málsins. Upplýsingafulltrúi vísaði hins vegar til þess að heimild væri fyrir slíkri gjaldtöku í lögum um útlendinga. Aðstandendur hans segja því ekki annað í stöðunni en að safna pening. Ester kveðst hafa trú á að hægt verði að sameina fjölskylduna að lokum. „Ég er mjög vongóð um það vegna þess að ég ætla að trúa á mannréttindi og að við getum á endanum náð honum aftur heim. Ég veit ekki hversu langan tíma það tekur en ég trúi því samt að það muni gerast og við munum fara hvaða leið sem við þurfum til að gera það.“ Mest lesið Hrindir af stað söfnun fyrir móður stúlkunnar sem lést í Suður-Afríku Innlent Breiddi út faðminn fyrir rasista: „Þið þurfið ekki að biðjast afsökunar á að vera hvít lengur“ Erlent „Þetta hefur verið þungur tími“ Innlent Sprengdu rússneskan hershöfðingja í loft upp í Moskvu Erlent Undirbúningur árásarinnar stóð yfir í marga mánuði Erlent Naut aðstoðar samskiptasérfræðinga vegna veiðigjaldamálsins Innlent Trump skipar sendifulltrúa fyrir Grænland Erlent Varð vitni að ótrúlegum norðurljósum: „Mér fannst þetta magnað“ Innlent Málið sem Trump getur ekki losað sig við Erlent „Ég hef aldrei upplifað annan eins harm“ Innlent Fleiri fréttir „Ég hef aldrei upplifað annan eins harm“ Vill leiða lista Sjálfstæðismanna í Reykjanesbæ „Þetta hefur verið þungur tími“ Naut aðstoðar samskiptasérfræðinga vegna veiðigjaldamálsins Hrindir af stað söfnun fyrir móður stúlkunnar sem lést í Suður-Afríku Varð vitni að ótrúlegum norðurljósum: „Mér fannst þetta magnað“ Færir nýársboðið fram á þrettándann Fjórir fluttir á sjúkrahús eftir bílveltu á Suðurlandi Leggur aftur til hverfislögreglustöð í Breiðholti Nú má heita Love, Tóní, Ranimosk og Draumur Kvartar til umboðsmanns og vonar að Vegagerðin sjái að sér Ætlar ekki að beita sér í máli starfsmanns Útlendingastofnunar „Ég vil ekki nokkurn tímann sjá neitt svona aftur“ Gyðingar á Íslandi upplifa aukinn ótta Ferðaþjónusta blómstrar í uppsveitum Árnessýslu „Þetta er bara ljótt“ Hljóti að vera komið að því að skoða öryggisgæslu við skóla Ætlar að skýra hvenær rjúfa megi þagnarskyldu Þagnarskylda heilbrigðisstarfsfólks og öryggisgæsla við grunnskóla Eyjólfur í orlof og Inga þrefaldur ráðherra Vegagerðin segir flóðin í Vík fyrirséð Fjölmiðlar, bókmenntir og hægrimennska á Sprengisandi „En hver sagði að þetta ætti að vera auðvelt?“ Milljónir til almannatengla og átta sinnum meira en í fyrra Grunuð um að koma til landsins til að brjóta á öldruðum Leggja hald á skip á alþjóðahafsvæði undan ströndum Venesúela Bindur vonir við Vor til vinstri Systir og amma drengs í meðferð létust í Suður-Afríku „Við erum pottþétt að koma út í mínus, hversu miklum vitum við ekki“ „Þetta er alveg ásættanlegur samningur“ Sjá meira
Mál nígerísks manns sem vísað var úr landi í júní verður ekki tekið upp á ný fyrr en hann hefur greitt reikning upp á 1,1 milljón króna. Um er að ræða kostnað við brottvísun hans og fylgd úr landi í sumar. Vinir mannsins standa fyrir styrktartónleikum í kvöld, en börnin hans þrjú eru með dvalarleyfi hér á landi ásamt móður sinni. Nígeríumanninum Eugene Imoto var vísað úr landi þann 20. júní 2017, en þá hafði umsókn hans og fjölskyldu hans um vernd hérlendis verið í vinnslu í um þrjú ár. Þau héldu því fram að þau hefðu orðið fyrir ofsóknum í heimalandinu vegna trúar sinnar, en þau eru kristin. Þegar honum var vísað úr landi hafði Eugene fengið atvinnuleyfi hérlendis og var við störf á Sægreifanum við Geirsgötu. Rekstrarstjóri Sægreifans segir hann hafa verið góðan starfskraft og brottvísun hans komið flatt upp á samstarfsfólk. „20. júní í fyrra þá hringir hann í okkur og segir okkur að hann geti ekki komið í vinnuna morguninn eftir því það sé búið að handtaka hann og eigi að senda hann úr landi á morgun,“ segir Ester Hansen, starfsmanna- og rekstrarstjóri á Sægreifanum í samtali við fréttastofu Stöðvar 2. Á þessum tíma höfðu Eugene og kona hans eignast þrjú börn, en tvö þeirra fæddust hér á landi. Það yngsta var aðeins um hálfs árs gamalt þegar honum var vísað brott. Konan og börnin fengu dvalarleyfi hérlendis um 2 mánuðum síðar.Mál Eugenes verður ekki opnað á ný nema hann greiði ríkinu 1,1 milljón króna.VísirAðstandendur hans telja brottvísunina brot á barnasáttmála Sameinuðu þjóðanna, þar sem segir m.a. að tryggja beri að barn sé ekki skilið frá foreldrum sínum gegn vilja þeirra. Ætla þau því að láta reyna á endurupptöku málsins á grundvelli svokallaðrar fjölskyldusameiningar. Þar er hins vegar hindrun í veginum, en mál Eugenes verður ekki opnað á ný nema hann greiði ríkinu reikning uppá um 1,1 milljón króna. Er þar um að ræða kostnað vegna brottvísunar hans og fylgdar úr landi. Þennan pening á fjölskyldan ekki til. „Hann má ekki vinna vegna þess að það er búið að senda hann í burtu þannig að tónleikarnir eiga að reyna að safna fé til að geta opnað málið aftur og leyft honum að koma til baka,“ segir Ester. Forsvarsmenn Útlendingastofnunar vildu ekki veita viðtal vegna málsins. Upplýsingafulltrúi vísaði hins vegar til þess að heimild væri fyrir slíkri gjaldtöku í lögum um útlendinga. Aðstandendur hans segja því ekki annað í stöðunni en að safna pening. Ester kveðst hafa trú á að hægt verði að sameina fjölskylduna að lokum. „Ég er mjög vongóð um það vegna þess að ég ætla að trúa á mannréttindi og að við getum á endanum náð honum aftur heim. Ég veit ekki hversu langan tíma það tekur en ég trúi því samt að það muni gerast og við munum fara hvaða leið sem við þurfum til að gera það.“
Mest lesið Hrindir af stað söfnun fyrir móður stúlkunnar sem lést í Suður-Afríku Innlent Breiddi út faðminn fyrir rasista: „Þið þurfið ekki að biðjast afsökunar á að vera hvít lengur“ Erlent „Þetta hefur verið þungur tími“ Innlent Sprengdu rússneskan hershöfðingja í loft upp í Moskvu Erlent Undirbúningur árásarinnar stóð yfir í marga mánuði Erlent Naut aðstoðar samskiptasérfræðinga vegna veiðigjaldamálsins Innlent Trump skipar sendifulltrúa fyrir Grænland Erlent Varð vitni að ótrúlegum norðurljósum: „Mér fannst þetta magnað“ Innlent Málið sem Trump getur ekki losað sig við Erlent „Ég hef aldrei upplifað annan eins harm“ Innlent Fleiri fréttir „Ég hef aldrei upplifað annan eins harm“ Vill leiða lista Sjálfstæðismanna í Reykjanesbæ „Þetta hefur verið þungur tími“ Naut aðstoðar samskiptasérfræðinga vegna veiðigjaldamálsins Hrindir af stað söfnun fyrir móður stúlkunnar sem lést í Suður-Afríku Varð vitni að ótrúlegum norðurljósum: „Mér fannst þetta magnað“ Færir nýársboðið fram á þrettándann Fjórir fluttir á sjúkrahús eftir bílveltu á Suðurlandi Leggur aftur til hverfislögreglustöð í Breiðholti Nú má heita Love, Tóní, Ranimosk og Draumur Kvartar til umboðsmanns og vonar að Vegagerðin sjái að sér Ætlar ekki að beita sér í máli starfsmanns Útlendingastofnunar „Ég vil ekki nokkurn tímann sjá neitt svona aftur“ Gyðingar á Íslandi upplifa aukinn ótta Ferðaþjónusta blómstrar í uppsveitum Árnessýslu „Þetta er bara ljótt“ Hljóti að vera komið að því að skoða öryggisgæslu við skóla Ætlar að skýra hvenær rjúfa megi þagnarskyldu Þagnarskylda heilbrigðisstarfsfólks og öryggisgæsla við grunnskóla Eyjólfur í orlof og Inga þrefaldur ráðherra Vegagerðin segir flóðin í Vík fyrirséð Fjölmiðlar, bókmenntir og hægrimennska á Sprengisandi „En hver sagði að þetta ætti að vera auðvelt?“ Milljónir til almannatengla og átta sinnum meira en í fyrra Grunuð um að koma til landsins til að brjóta á öldruðum Leggja hald á skip á alþjóðahafsvæði undan ströndum Venesúela Bindur vonir við Vor til vinstri Systir og amma drengs í meðferð létust í Suður-Afríku „Við erum pottþétt að koma út í mínus, hversu miklum vitum við ekki“ „Þetta er alveg ásættanlegur samningur“ Sjá meira
Breiddi út faðminn fyrir rasista: „Þið þurfið ekki að biðjast afsökunar á að vera hvít lengur“ Erlent
Breiddi út faðminn fyrir rasista: „Þið þurfið ekki að biðjast afsökunar á að vera hvít lengur“ Erlent