Mál Eugenes ekki tekið upp á ný fyrr en hann borgar fyrir brottvísun Hersir Aron Ólafsson skrifar 5. janúar 2018 19:42 Mál nígerísks manns sem vísað var úr landi í júní verður ekki tekið upp á ný fyrr en hann hefur greitt reikning upp á 1,1 milljón króna. Um er að ræða kostnað við brottvísun hans og fylgd úr landi í sumar. Vinir mannsins standa fyrir styrktartónleikum í kvöld, en börnin hans þrjú eru með dvalarleyfi hér á landi ásamt móður sinni. Nígeríumanninum Eugene Imoto var vísað úr landi þann 20. júní 2017, en þá hafði umsókn hans og fjölskyldu hans um vernd hérlendis verið í vinnslu í um þrjú ár. Þau héldu því fram að þau hefðu orðið fyrir ofsóknum í heimalandinu vegna trúar sinnar, en þau eru kristin. Þegar honum var vísað úr landi hafði Eugene fengið atvinnuleyfi hérlendis og var við störf á Sægreifanum við Geirsgötu. Rekstrarstjóri Sægreifans segir hann hafa verið góðan starfskraft og brottvísun hans komið flatt upp á samstarfsfólk. „20. júní í fyrra þá hringir hann í okkur og segir okkur að hann geti ekki komið í vinnuna morguninn eftir því það sé búið að handtaka hann og eigi að senda hann úr landi á morgun,“ segir Ester Hansen, starfsmanna- og rekstrarstjóri á Sægreifanum í samtali við fréttastofu Stöðvar 2. Á þessum tíma höfðu Eugene og kona hans eignast þrjú börn, en tvö þeirra fæddust hér á landi. Það yngsta var aðeins um hálfs árs gamalt þegar honum var vísað brott. Konan og börnin fengu dvalarleyfi hérlendis um 2 mánuðum síðar.Mál Eugenes verður ekki opnað á ný nema hann greiði ríkinu 1,1 milljón króna.VísirAðstandendur hans telja brottvísunina brot á barnasáttmála Sameinuðu þjóðanna, þar sem segir m.a. að tryggja beri að barn sé ekki skilið frá foreldrum sínum gegn vilja þeirra. Ætla þau því að láta reyna á endurupptöku málsins á grundvelli svokallaðrar fjölskyldusameiningar. Þar er hins vegar hindrun í veginum, en mál Eugenes verður ekki opnað á ný nema hann greiði ríkinu reikning uppá um 1,1 milljón króna. Er þar um að ræða kostnað vegna brottvísunar hans og fylgdar úr landi. Þennan pening á fjölskyldan ekki til. „Hann má ekki vinna vegna þess að það er búið að senda hann í burtu þannig að tónleikarnir eiga að reyna að safna fé til að geta opnað málið aftur og leyft honum að koma til baka,“ segir Ester. Forsvarsmenn Útlendingastofnunar vildu ekki veita viðtal vegna málsins. Upplýsingafulltrúi vísaði hins vegar til þess að heimild væri fyrir slíkri gjaldtöku í lögum um útlendinga. Aðstandendur hans segja því ekki annað í stöðunni en að safna pening. Ester kveðst hafa trú á að hægt verði að sameina fjölskylduna að lokum. „Ég er mjög vongóð um það vegna þess að ég ætla að trúa á mannréttindi og að við getum á endanum náð honum aftur heim. Ég veit ekki hversu langan tíma það tekur en ég trúi því samt að það muni gerast og við munum fara hvaða leið sem við þurfum til að gera það.“ Mest lesið Fimm handteknir eftir að skoti var hleypt af Innlent Þungt haldinn eftir árekstur á Hafnarfjarðarvegi Innlent „Kom hvergi nærri samræði hans við barnunga stúlkuna“ Innlent Alvarlega særður eftir hnífstunguárás Innlent Maður leiddur út í járnum í lögregluaðgerð í Tryggvagötu Innlent Airbnb-íbúðir leigðar undir fölsku flaggi Innlent Mennirnir enn í haldi lögreglu Innlent Leggja til að veiðigjaldið verði innleitt í skrefum Innlent Slökkt á eldsneytisflæði rétt eftir flugtak og ruglingur milli flugmanna Erlent Hvaðan kemur „kjarnorkuákvæðið“? Innlent Fleiri fréttir Þurfi að taka á þeim sem telji sig geta keypt líkama annarra Hríðskotabyssa í poka kom Íslendingi á lista CIA Nafn mannsins sem lést í mótorhjólaslysinu Vonar að minnihlutinn sýni ábyrgð svo ekki þurfi að beita ákvæðinu aftur Telja jákvæðu skrefin of fá Fyrsta sjálfvirka bílaþvottastöðin opnuð á Selfossi Alvarlega særður eftir hnífstunguárás Mennirnir enn í haldi lögreglu Staðan á Alþingi og refsilaus vændiskaup Leggja til að veiðigjaldið verði innleitt í skrefum Hvaðan kemur „kjarnorkuákvæðið“? Þungt haldinn eftir árekstur á Hafnarfjarðarvegi Einn handtekinn eftir stunguárás Fimm handteknir eftir að skoti var hleypt af „Kom hvergi nærri samræði hans við barnunga stúlkuna“ Maður leiddur út í járnum í lögregluaðgerð í Tryggvagötu Airbnb-íbúðir leigðar undir fölsku flaggi Opinberar gamalt ástarsamband við táningsstúlku „Liggur alveg ljóst fyrir að þetta frumvarp er drasl“ Forstöðumaður spilar og syngur fyrir gesti Sundlaugar Akureyrar Sögulegur dagur á Alþingi og vændi í Airbnb-íbúðum Árekstur bíls og vespu á Hafnarfjarðarvegi Sögulegur dagur á Alþingi: Lýðræðisákvæði eða kjarnorkusprengja? Varðskipið Þór heldur heim frá Noregi í næstu viku Frumvarpið komið yfir erfiðasta hjallann en gæti átt nóg eftir Einn handtekinn í mansalsrannsókn lögreglunnar Vændiskaupendur séu oftast fjölskyldufeður á leið til vinnu eða fundar Lögregla rannsakar slys í sundlauginni í Stykkishólmi Kristrún fái ef til vill að bragða á eigin meðali fyrr en síðar Hóta að loka svæðinu við Seljalandsfoss Sjá meira
Mál nígerísks manns sem vísað var úr landi í júní verður ekki tekið upp á ný fyrr en hann hefur greitt reikning upp á 1,1 milljón króna. Um er að ræða kostnað við brottvísun hans og fylgd úr landi í sumar. Vinir mannsins standa fyrir styrktartónleikum í kvöld, en börnin hans þrjú eru með dvalarleyfi hér á landi ásamt móður sinni. Nígeríumanninum Eugene Imoto var vísað úr landi þann 20. júní 2017, en þá hafði umsókn hans og fjölskyldu hans um vernd hérlendis verið í vinnslu í um þrjú ár. Þau héldu því fram að þau hefðu orðið fyrir ofsóknum í heimalandinu vegna trúar sinnar, en þau eru kristin. Þegar honum var vísað úr landi hafði Eugene fengið atvinnuleyfi hérlendis og var við störf á Sægreifanum við Geirsgötu. Rekstrarstjóri Sægreifans segir hann hafa verið góðan starfskraft og brottvísun hans komið flatt upp á samstarfsfólk. „20. júní í fyrra þá hringir hann í okkur og segir okkur að hann geti ekki komið í vinnuna morguninn eftir því það sé búið að handtaka hann og eigi að senda hann úr landi á morgun,“ segir Ester Hansen, starfsmanna- og rekstrarstjóri á Sægreifanum í samtali við fréttastofu Stöðvar 2. Á þessum tíma höfðu Eugene og kona hans eignast þrjú börn, en tvö þeirra fæddust hér á landi. Það yngsta var aðeins um hálfs árs gamalt þegar honum var vísað brott. Konan og börnin fengu dvalarleyfi hérlendis um 2 mánuðum síðar.Mál Eugenes verður ekki opnað á ný nema hann greiði ríkinu 1,1 milljón króna.VísirAðstandendur hans telja brottvísunina brot á barnasáttmála Sameinuðu þjóðanna, þar sem segir m.a. að tryggja beri að barn sé ekki skilið frá foreldrum sínum gegn vilja þeirra. Ætla þau því að láta reyna á endurupptöku málsins á grundvelli svokallaðrar fjölskyldusameiningar. Þar er hins vegar hindrun í veginum, en mál Eugenes verður ekki opnað á ný nema hann greiði ríkinu reikning uppá um 1,1 milljón króna. Er þar um að ræða kostnað vegna brottvísunar hans og fylgdar úr landi. Þennan pening á fjölskyldan ekki til. „Hann má ekki vinna vegna þess að það er búið að senda hann í burtu þannig að tónleikarnir eiga að reyna að safna fé til að geta opnað málið aftur og leyft honum að koma til baka,“ segir Ester. Forsvarsmenn Útlendingastofnunar vildu ekki veita viðtal vegna málsins. Upplýsingafulltrúi vísaði hins vegar til þess að heimild væri fyrir slíkri gjaldtöku í lögum um útlendinga. Aðstandendur hans segja því ekki annað í stöðunni en að safna pening. Ester kveðst hafa trú á að hægt verði að sameina fjölskylduna að lokum. „Ég er mjög vongóð um það vegna þess að ég ætla að trúa á mannréttindi og að við getum á endanum náð honum aftur heim. Ég veit ekki hversu langan tíma það tekur en ég trúi því samt að það muni gerast og við munum fara hvaða leið sem við þurfum til að gera það.“
Mest lesið Fimm handteknir eftir að skoti var hleypt af Innlent Þungt haldinn eftir árekstur á Hafnarfjarðarvegi Innlent „Kom hvergi nærri samræði hans við barnunga stúlkuna“ Innlent Alvarlega særður eftir hnífstunguárás Innlent Maður leiddur út í járnum í lögregluaðgerð í Tryggvagötu Innlent Airbnb-íbúðir leigðar undir fölsku flaggi Innlent Mennirnir enn í haldi lögreglu Innlent Leggja til að veiðigjaldið verði innleitt í skrefum Innlent Slökkt á eldsneytisflæði rétt eftir flugtak og ruglingur milli flugmanna Erlent Hvaðan kemur „kjarnorkuákvæðið“? Innlent Fleiri fréttir Þurfi að taka á þeim sem telji sig geta keypt líkama annarra Hríðskotabyssa í poka kom Íslendingi á lista CIA Nafn mannsins sem lést í mótorhjólaslysinu Vonar að minnihlutinn sýni ábyrgð svo ekki þurfi að beita ákvæðinu aftur Telja jákvæðu skrefin of fá Fyrsta sjálfvirka bílaþvottastöðin opnuð á Selfossi Alvarlega særður eftir hnífstunguárás Mennirnir enn í haldi lögreglu Staðan á Alþingi og refsilaus vændiskaup Leggja til að veiðigjaldið verði innleitt í skrefum Hvaðan kemur „kjarnorkuákvæðið“? Þungt haldinn eftir árekstur á Hafnarfjarðarvegi Einn handtekinn eftir stunguárás Fimm handteknir eftir að skoti var hleypt af „Kom hvergi nærri samræði hans við barnunga stúlkuna“ Maður leiddur út í járnum í lögregluaðgerð í Tryggvagötu Airbnb-íbúðir leigðar undir fölsku flaggi Opinberar gamalt ástarsamband við táningsstúlku „Liggur alveg ljóst fyrir að þetta frumvarp er drasl“ Forstöðumaður spilar og syngur fyrir gesti Sundlaugar Akureyrar Sögulegur dagur á Alþingi og vændi í Airbnb-íbúðum Árekstur bíls og vespu á Hafnarfjarðarvegi Sögulegur dagur á Alþingi: Lýðræðisákvæði eða kjarnorkusprengja? Varðskipið Þór heldur heim frá Noregi í næstu viku Frumvarpið komið yfir erfiðasta hjallann en gæti átt nóg eftir Einn handtekinn í mansalsrannsókn lögreglunnar Vændiskaupendur séu oftast fjölskyldufeður á leið til vinnu eða fundar Lögregla rannsakar slys í sundlauginni í Stykkishólmi Kristrún fái ef til vill að bragða á eigin meðali fyrr en síðar Hóta að loka svæðinu við Seljalandsfoss Sjá meira