Leyfilegt að standa í vögnum Strætó á ferð um landsbyggðina Hersir Aron Ólafsson skrifar 5. janúar 2018 21:00 Leyfilegt er að standa í vögnum Strætó sem aka áætlunarferðir á landsbyggðinni. Forstjórinn segir slíkt það þó heyra til mikilla undantekninga. Erfitt sé að tryggja að farþegar noti belti þegar ekið er við hættulegar aðstæður á þjóðvegum. Algengt er að farþegar í hópbifreiðum sem aka um þjóðvegi landsins sitji sætisbeltalausir í sætum sínum, með tilheyrandi hættu. Þannig er t.a.m. talið að nokkrir farþegar í rútuslysinu á Suðurlandi í lok desember hafi verið beltalausir og því kastast út úr bílnum. Í kjölfar slyssins sagði svæðisstjóri rútufyrirtækisins að þó rútan hefði verið búin öryggisbeltum í hverju sæti, væri erfitt að tryggja að allir notuðu beltin. „Það er leyfilegt að standa en það er í algjörum undantekningartilfellum sem slíkt gerist,“ segir Jóhannes S. Rúnarsson, forstjóri Strætó. „Oftast, og eiginlega held ég alltaf, sendum við aukavagn ef farþegafjöldinn er það mikill að einhver þarf að standa.“ Jóhannes segir að þó farþegum sé ekki beinlínis bannað að standa sé það afar óalgengt að nýting vagnanna sé svo mikil að ekki séu sæti fyrir alla farþega. Allir vagnar sem aki um þjóðvegi á landsbyggðinni séu búnir öryggisbeltum í hverju sæti. Aftur á móti sé nánast ógerningur sé að tryggja að farþegarnir noti beltin. Þetta sé eitthvað sem skoða mætti í framleiðsluferli hópferðabíla – enda væri hugsanlega hægt að leysa málið með nokkuð auðveldum hætti. „Ég sé fyrir mér að framleiðendur þessara vagna í framtíðinni muynu hafa einhvers konar gaumljós í mælaborði bílstjórans sem gefi til kynna ef ekki eru allir spenntir. Hann muni þá ekkert keyra af stað ef slíkt er,“ segir Jóhannes. Samkvæmt reglugerð er farþegum í ökutækjum skylt að nota öryggisbelti. Þó eru gerðar á því undantekningar í nokkrum tilfellum, m.a. í akstri strætisvagna innanbæjar. Aftur á móti aka strætisvagnar á höfuðborgarsvæðinu víða á hraðbrautum þar sem er allt að 80 kílómetra hámarkshraði gildir. Jóhannes segir hins vegar erfitt að taka upp sætisbeltanotkun í slíkum strætóferðum. „Vagnarnir eru þannig hannaðir að það eru 30 sæti og 60 stæði, þannig að það þyrfti að taka allt til gagngerrar endurskoðunar í þessum heimi ef það ætti að breyta þessu. Mér er sagt að þetta myndi kippa grundvelli undan rekstri almenningssamganga í þéttbýli.“ Tengdar fréttir Segir rútuna hafa verið vel búna til vetraraksturs og öryggisbelti í öllum sætum Björgunaraðgerðir í Eldhrauni í gær voru þær umfangsmestu á Suðurlandi á þessari öld. 28. desember 2017 18:30 „Rútan ætti ekki að fara af stað fyrr en allir eru komnir í belti“ Guðmundur Vignir Steinsson, aðstoðarslökkviliðsstjóri á Kirkjubæjarklaustri, furðar sig á því að ekki sé gengið úr skugga um að farþegar í hópferðarbifreiðum noti bílbelti. 28. desember 2017 08:39 Mest lesið Klórar sér í kollinum yfir kvennaverkfallinu Innlent Kona í fjölbýlishúsinu talin brennuvargur en gengur laus Innlent Skýrt ákall um heilsdagsverkfall á kvennafrídegi í ár Innlent „Það getur einhver verið að tæla barnið þitt fyrir framan þig“ Innlent Gerðu árás á rússneska efnaverksmiðju í Bryansk Erlent Lýstu yfir hættustigi vegna flugvélar í vanda Innlent Hálfsdagslokun leikskóla skyndilega orðin að heilsdagslokun Innlent „Alvarlegt áfall á Grundartanga” sem beri að bregðast við hratt Innlent Kettlingur í hættu vegna sprautunála og haldið í gíslingu af nágranna Innlent Trump gæti veitt sjálfum sér tugi milljarða í bætur frá eigin stjórn Erlent Fleiri fréttir Aflýsa verkfalli öðru sinni Umferðarslys á Fagradal og veginum lokað Segir sorglega illa hafa verið haldið á hagsmunum flugsins Umferðarteppa í Ártúnsbrekku vegna aftanákeyrslu Bein útsending: Verndum vatnið Víða vetrarfærð, Fjarðarheiði lokuð og björgunarsveitir aðstoða fólk í föstum bílum Kettlingur í hættu vegna sprautunála og haldið í gíslingu af nágranna Kona í fjölbýlishúsinu talin brennuvargur en gengur laus „Vonbrigði hvað kom lítið út úr fundinum í gær“ Fangavörður rekinn fyrir að stela af fanga Óvissa á Grundartanga og flugumferðarstjórar funda Hafsteinn Dan tekur við formennsku í refsiréttarnefnd Klórar sér í kollinum yfir kvennaverkfallinu Hálfsdagslokun leikskóla skyndilega orðin að heilsdagslokun „Alvarlegt áfall á Grundartanga” sem beri að bregðast við hratt Ný samnorræn og baltnesk gervigreindarmiðstöð opnuð í dag „Það getur einhver verið að tæla barnið þitt fyrir framan þig“ Lýstu yfir hættustigi vegna flugvélar í vanda Fjölgun á þeim sem lögregla fylgir úr landi Skýrt ákall um heilsdagsverkfall á kvennafrídegi í ár Kynfræðsla ekki endilega forgangsatriði í fermingarfræðslu Fleiri stöðugildi sjúkraþjálfara muni fara í skriffinnsku „Þessi starfsemi er komin til að vera“ Samþykktu leiðtogaprófkjör hjá Viðreisn í Reykjavík Kannast ekki við gagnrýni á fegurðarsamkeppni ungmenna Ekki sé gagnlegt að etja Krabbameinsfélaginu og Ljósinu saman Stöðva framleiðslu í álverinu á Grundartanga Óvissustig vegna snjóflóðahættu í Ólafsfjarðarmúla Olíuboranir að hefjast beint norður af Íslandi Óttast afleiðingar þess að fjársterkari kaupendur sitji einir að markaðnum Sjá meira
Leyfilegt er að standa í vögnum Strætó sem aka áætlunarferðir á landsbyggðinni. Forstjórinn segir slíkt það þó heyra til mikilla undantekninga. Erfitt sé að tryggja að farþegar noti belti þegar ekið er við hættulegar aðstæður á þjóðvegum. Algengt er að farþegar í hópbifreiðum sem aka um þjóðvegi landsins sitji sætisbeltalausir í sætum sínum, með tilheyrandi hættu. Þannig er t.a.m. talið að nokkrir farþegar í rútuslysinu á Suðurlandi í lok desember hafi verið beltalausir og því kastast út úr bílnum. Í kjölfar slyssins sagði svæðisstjóri rútufyrirtækisins að þó rútan hefði verið búin öryggisbeltum í hverju sæti, væri erfitt að tryggja að allir notuðu beltin. „Það er leyfilegt að standa en það er í algjörum undantekningartilfellum sem slíkt gerist,“ segir Jóhannes S. Rúnarsson, forstjóri Strætó. „Oftast, og eiginlega held ég alltaf, sendum við aukavagn ef farþegafjöldinn er það mikill að einhver þarf að standa.“ Jóhannes segir að þó farþegum sé ekki beinlínis bannað að standa sé það afar óalgengt að nýting vagnanna sé svo mikil að ekki séu sæti fyrir alla farþega. Allir vagnar sem aki um þjóðvegi á landsbyggðinni séu búnir öryggisbeltum í hverju sæti. Aftur á móti sé nánast ógerningur sé að tryggja að farþegarnir noti beltin. Þetta sé eitthvað sem skoða mætti í framleiðsluferli hópferðabíla – enda væri hugsanlega hægt að leysa málið með nokkuð auðveldum hætti. „Ég sé fyrir mér að framleiðendur þessara vagna í framtíðinni muynu hafa einhvers konar gaumljós í mælaborði bílstjórans sem gefi til kynna ef ekki eru allir spenntir. Hann muni þá ekkert keyra af stað ef slíkt er,“ segir Jóhannes. Samkvæmt reglugerð er farþegum í ökutækjum skylt að nota öryggisbelti. Þó eru gerðar á því undantekningar í nokkrum tilfellum, m.a. í akstri strætisvagna innanbæjar. Aftur á móti aka strætisvagnar á höfuðborgarsvæðinu víða á hraðbrautum þar sem er allt að 80 kílómetra hámarkshraði gildir. Jóhannes segir hins vegar erfitt að taka upp sætisbeltanotkun í slíkum strætóferðum. „Vagnarnir eru þannig hannaðir að það eru 30 sæti og 60 stæði, þannig að það þyrfti að taka allt til gagngerrar endurskoðunar í þessum heimi ef það ætti að breyta þessu. Mér er sagt að þetta myndi kippa grundvelli undan rekstri almenningssamganga í þéttbýli.“
Tengdar fréttir Segir rútuna hafa verið vel búna til vetraraksturs og öryggisbelti í öllum sætum Björgunaraðgerðir í Eldhrauni í gær voru þær umfangsmestu á Suðurlandi á þessari öld. 28. desember 2017 18:30 „Rútan ætti ekki að fara af stað fyrr en allir eru komnir í belti“ Guðmundur Vignir Steinsson, aðstoðarslökkviliðsstjóri á Kirkjubæjarklaustri, furðar sig á því að ekki sé gengið úr skugga um að farþegar í hópferðarbifreiðum noti bílbelti. 28. desember 2017 08:39 Mest lesið Klórar sér í kollinum yfir kvennaverkfallinu Innlent Kona í fjölbýlishúsinu talin brennuvargur en gengur laus Innlent Skýrt ákall um heilsdagsverkfall á kvennafrídegi í ár Innlent „Það getur einhver verið að tæla barnið þitt fyrir framan þig“ Innlent Gerðu árás á rússneska efnaverksmiðju í Bryansk Erlent Lýstu yfir hættustigi vegna flugvélar í vanda Innlent Hálfsdagslokun leikskóla skyndilega orðin að heilsdagslokun Innlent „Alvarlegt áfall á Grundartanga” sem beri að bregðast við hratt Innlent Kettlingur í hættu vegna sprautunála og haldið í gíslingu af nágranna Innlent Trump gæti veitt sjálfum sér tugi milljarða í bætur frá eigin stjórn Erlent Fleiri fréttir Aflýsa verkfalli öðru sinni Umferðarslys á Fagradal og veginum lokað Segir sorglega illa hafa verið haldið á hagsmunum flugsins Umferðarteppa í Ártúnsbrekku vegna aftanákeyrslu Bein útsending: Verndum vatnið Víða vetrarfærð, Fjarðarheiði lokuð og björgunarsveitir aðstoða fólk í föstum bílum Kettlingur í hættu vegna sprautunála og haldið í gíslingu af nágranna Kona í fjölbýlishúsinu talin brennuvargur en gengur laus „Vonbrigði hvað kom lítið út úr fundinum í gær“ Fangavörður rekinn fyrir að stela af fanga Óvissa á Grundartanga og flugumferðarstjórar funda Hafsteinn Dan tekur við formennsku í refsiréttarnefnd Klórar sér í kollinum yfir kvennaverkfallinu Hálfsdagslokun leikskóla skyndilega orðin að heilsdagslokun „Alvarlegt áfall á Grundartanga” sem beri að bregðast við hratt Ný samnorræn og baltnesk gervigreindarmiðstöð opnuð í dag „Það getur einhver verið að tæla barnið þitt fyrir framan þig“ Lýstu yfir hættustigi vegna flugvélar í vanda Fjölgun á þeim sem lögregla fylgir úr landi Skýrt ákall um heilsdagsverkfall á kvennafrídegi í ár Kynfræðsla ekki endilega forgangsatriði í fermingarfræðslu Fleiri stöðugildi sjúkraþjálfara muni fara í skriffinnsku „Þessi starfsemi er komin til að vera“ Samþykktu leiðtogaprófkjör hjá Viðreisn í Reykjavík Kannast ekki við gagnrýni á fegurðarsamkeppni ungmenna Ekki sé gagnlegt að etja Krabbameinsfélaginu og Ljósinu saman Stöðva framleiðslu í álverinu á Grundartanga Óvissustig vegna snjóflóðahættu í Ólafsfjarðarmúla Olíuboranir að hefjast beint norður af Íslandi Óttast afleiðingar þess að fjársterkari kaupendur sitji einir að markaðnum Sjá meira
Segir rútuna hafa verið vel búna til vetraraksturs og öryggisbelti í öllum sætum Björgunaraðgerðir í Eldhrauni í gær voru þær umfangsmestu á Suðurlandi á þessari öld. 28. desember 2017 18:30
„Rútan ætti ekki að fara af stað fyrr en allir eru komnir í belti“ Guðmundur Vignir Steinsson, aðstoðarslökkviliðsstjóri á Kirkjubæjarklaustri, furðar sig á því að ekki sé gengið úr skugga um að farþegar í hópferðarbifreiðum noti bílbelti. 28. desember 2017 08:39