Leyfilegt að standa í vögnum Strætó á ferð um landsbyggðina Hersir Aron Ólafsson skrifar 5. janúar 2018 21:00 Leyfilegt er að standa í vögnum Strætó sem aka áætlunarferðir á landsbyggðinni. Forstjórinn segir slíkt það þó heyra til mikilla undantekninga. Erfitt sé að tryggja að farþegar noti belti þegar ekið er við hættulegar aðstæður á þjóðvegum. Algengt er að farþegar í hópbifreiðum sem aka um þjóðvegi landsins sitji sætisbeltalausir í sætum sínum, með tilheyrandi hættu. Þannig er t.a.m. talið að nokkrir farþegar í rútuslysinu á Suðurlandi í lok desember hafi verið beltalausir og því kastast út úr bílnum. Í kjölfar slyssins sagði svæðisstjóri rútufyrirtækisins að þó rútan hefði verið búin öryggisbeltum í hverju sæti, væri erfitt að tryggja að allir notuðu beltin. „Það er leyfilegt að standa en það er í algjörum undantekningartilfellum sem slíkt gerist,“ segir Jóhannes S. Rúnarsson, forstjóri Strætó. „Oftast, og eiginlega held ég alltaf, sendum við aukavagn ef farþegafjöldinn er það mikill að einhver þarf að standa.“ Jóhannes segir að þó farþegum sé ekki beinlínis bannað að standa sé það afar óalgengt að nýting vagnanna sé svo mikil að ekki séu sæti fyrir alla farþega. Allir vagnar sem aki um þjóðvegi á landsbyggðinni séu búnir öryggisbeltum í hverju sæti. Aftur á móti sé nánast ógerningur sé að tryggja að farþegarnir noti beltin. Þetta sé eitthvað sem skoða mætti í framleiðsluferli hópferðabíla – enda væri hugsanlega hægt að leysa málið með nokkuð auðveldum hætti. „Ég sé fyrir mér að framleiðendur þessara vagna í framtíðinni muynu hafa einhvers konar gaumljós í mælaborði bílstjórans sem gefi til kynna ef ekki eru allir spenntir. Hann muni þá ekkert keyra af stað ef slíkt er,“ segir Jóhannes. Samkvæmt reglugerð er farþegum í ökutækjum skylt að nota öryggisbelti. Þó eru gerðar á því undantekningar í nokkrum tilfellum, m.a. í akstri strætisvagna innanbæjar. Aftur á móti aka strætisvagnar á höfuðborgarsvæðinu víða á hraðbrautum þar sem er allt að 80 kílómetra hámarkshraði gildir. Jóhannes segir hins vegar erfitt að taka upp sætisbeltanotkun í slíkum strætóferðum. „Vagnarnir eru þannig hannaðir að það eru 30 sæti og 60 stæði, þannig að það þyrfti að taka allt til gagngerrar endurskoðunar í þessum heimi ef það ætti að breyta þessu. Mér er sagt að þetta myndi kippa grundvelli undan rekstri almenningssamganga í þéttbýli.“ Tengdar fréttir Segir rútuna hafa verið vel búna til vetraraksturs og öryggisbelti í öllum sætum Björgunaraðgerðir í Eldhrauni í gær voru þær umfangsmestu á Suðurlandi á þessari öld. 28. desember 2017 18:30 „Rútan ætti ekki að fara af stað fyrr en allir eru komnir í belti“ Guðmundur Vignir Steinsson, aðstoðarslökkviliðsstjóri á Kirkjubæjarklaustri, furðar sig á því að ekki sé gengið úr skugga um að farþegar í hópferðarbifreiðum noti bílbelti. 28. desember 2017 08:39 Mest lesið Þjóðhátíðargestum hleypt inn í Herjólfshöll meðan veðrið gengur yfir Innlent Klíndu límmiðum á Ormsson sem versla ekki einu sinni við Rapyd Innlent „Manneskja sem er komin á þetta plan hlýtur að vera rökþrota“ Innlent Breyti engu á jörðu niðri að viðurkenna sjálfstæði Palestínu Erlent Fjölskyldufaðir stunginn meðan sonurinn horfði á Innlent Opnun Samverks á Hellu fagnað Innlent Þjóðarpúls Gallups: Kristrún og Þorgerður gætu myndað meirihluta án Flokks fólksins Innlent Trump ræsir út kjarnorkukafbáta eftir „ögrandi“ ummæli Rússa Erlent Þjóðhátíð í Eyjum: Farþegafjöldi í Herjólfi komi á óvart Innlent Fékk sex milljónum of há laun og neitaði að endurgreiða þau Innlent Fleiri fréttir Þjóðhátíðargestum hleypt inn í Herjólfshöll meðan veðrið gengur yfir Klíndu límmiðum á Ormsson sem versla ekki einu sinni við Rapyd Opnun Samverks á Hellu fagnað „Manneskja sem er komin á þetta plan hlýtur að vera rökþrota“ Þjóðarpúls Gallups: Kristrún og Þorgerður gætu myndað meirihluta án Flokks fólksins „Ég upplifi þetta sem mikinn yfirgang og ofbeldi“ Íbúar við Þjórsá æfir og þrumuveður um Versló Handtekinn með reipi um hálsinn eftir ofsaakstur á flugbraut undir áhrifum fíkniefna Búast við þrumuveðri og vatnavöxtum Ný verðskrá kindakjöts vonbrigði fyrir sauðfjárbændur Sagði foreldrana líklega hafa dottið í aðdraganda andlátsins Fjölskyldufaðir stunginn meðan sonurinn horfði á Fundu engan hvítabjörn Hraunbreiðan þykknar og líkur á framhlaupum aukast „Hann skilar algjörlega auðu í náttúruverndarmálum“ Þjóðhátíð í Eyjum: Farþegafjöldi í Herjólfi komi á óvart Skýrara hvar besta veðrið verður um helgina Vann skemmdir á golfvelli og skildi eftir smokk Trump hækkar tolla á Ísland og viðbúnaður á Þjóðhátíð Þyrlan farin vestur í hvítabjarnareftirlit Fékk sex milljónum of há laun og neitaði að endurgreiða þau Annasamt ár á Bessastöðum: Kóngafólk, keisari, umtöluð undirskrift og brúnir skór Áhrifin af stöðvunarkröfunni óveruleg Mengun gæti borist á Snæfellsnes og Vestfirði Hlutum kastað til í verslun og könnu í bílrúðu Óheppilegt ef fölsk mynd varpar sök á saklausan mann Skiptar skoðanir um umfang og kostnað vegna listaverks Ólafs í Eyjum Sakar sveitastjórann um atvinnuróg og „kæfandi klámhögg“ „Komið nóg af áföllum“ Níu ára og með sitt eigið „Fannars bakarí“ í Njarðvík Sjá meira
Leyfilegt er að standa í vögnum Strætó sem aka áætlunarferðir á landsbyggðinni. Forstjórinn segir slíkt það þó heyra til mikilla undantekninga. Erfitt sé að tryggja að farþegar noti belti þegar ekið er við hættulegar aðstæður á þjóðvegum. Algengt er að farþegar í hópbifreiðum sem aka um þjóðvegi landsins sitji sætisbeltalausir í sætum sínum, með tilheyrandi hættu. Þannig er t.a.m. talið að nokkrir farþegar í rútuslysinu á Suðurlandi í lok desember hafi verið beltalausir og því kastast út úr bílnum. Í kjölfar slyssins sagði svæðisstjóri rútufyrirtækisins að þó rútan hefði verið búin öryggisbeltum í hverju sæti, væri erfitt að tryggja að allir notuðu beltin. „Það er leyfilegt að standa en það er í algjörum undantekningartilfellum sem slíkt gerist,“ segir Jóhannes S. Rúnarsson, forstjóri Strætó. „Oftast, og eiginlega held ég alltaf, sendum við aukavagn ef farþegafjöldinn er það mikill að einhver þarf að standa.“ Jóhannes segir að þó farþegum sé ekki beinlínis bannað að standa sé það afar óalgengt að nýting vagnanna sé svo mikil að ekki séu sæti fyrir alla farþega. Allir vagnar sem aki um þjóðvegi á landsbyggðinni séu búnir öryggisbeltum í hverju sæti. Aftur á móti sé nánast ógerningur sé að tryggja að farþegarnir noti beltin. Þetta sé eitthvað sem skoða mætti í framleiðsluferli hópferðabíla – enda væri hugsanlega hægt að leysa málið með nokkuð auðveldum hætti. „Ég sé fyrir mér að framleiðendur þessara vagna í framtíðinni muynu hafa einhvers konar gaumljós í mælaborði bílstjórans sem gefi til kynna ef ekki eru allir spenntir. Hann muni þá ekkert keyra af stað ef slíkt er,“ segir Jóhannes. Samkvæmt reglugerð er farþegum í ökutækjum skylt að nota öryggisbelti. Þó eru gerðar á því undantekningar í nokkrum tilfellum, m.a. í akstri strætisvagna innanbæjar. Aftur á móti aka strætisvagnar á höfuðborgarsvæðinu víða á hraðbrautum þar sem er allt að 80 kílómetra hámarkshraði gildir. Jóhannes segir hins vegar erfitt að taka upp sætisbeltanotkun í slíkum strætóferðum. „Vagnarnir eru þannig hannaðir að það eru 30 sæti og 60 stæði, þannig að það þyrfti að taka allt til gagngerrar endurskoðunar í þessum heimi ef það ætti að breyta þessu. Mér er sagt að þetta myndi kippa grundvelli undan rekstri almenningssamganga í þéttbýli.“
Tengdar fréttir Segir rútuna hafa verið vel búna til vetraraksturs og öryggisbelti í öllum sætum Björgunaraðgerðir í Eldhrauni í gær voru þær umfangsmestu á Suðurlandi á þessari öld. 28. desember 2017 18:30 „Rútan ætti ekki að fara af stað fyrr en allir eru komnir í belti“ Guðmundur Vignir Steinsson, aðstoðarslökkviliðsstjóri á Kirkjubæjarklaustri, furðar sig á því að ekki sé gengið úr skugga um að farþegar í hópferðarbifreiðum noti bílbelti. 28. desember 2017 08:39 Mest lesið Þjóðhátíðargestum hleypt inn í Herjólfshöll meðan veðrið gengur yfir Innlent Klíndu límmiðum á Ormsson sem versla ekki einu sinni við Rapyd Innlent „Manneskja sem er komin á þetta plan hlýtur að vera rökþrota“ Innlent Breyti engu á jörðu niðri að viðurkenna sjálfstæði Palestínu Erlent Fjölskyldufaðir stunginn meðan sonurinn horfði á Innlent Opnun Samverks á Hellu fagnað Innlent Þjóðarpúls Gallups: Kristrún og Þorgerður gætu myndað meirihluta án Flokks fólksins Innlent Trump ræsir út kjarnorkukafbáta eftir „ögrandi“ ummæli Rússa Erlent Þjóðhátíð í Eyjum: Farþegafjöldi í Herjólfi komi á óvart Innlent Fékk sex milljónum of há laun og neitaði að endurgreiða þau Innlent Fleiri fréttir Þjóðhátíðargestum hleypt inn í Herjólfshöll meðan veðrið gengur yfir Klíndu límmiðum á Ormsson sem versla ekki einu sinni við Rapyd Opnun Samverks á Hellu fagnað „Manneskja sem er komin á þetta plan hlýtur að vera rökþrota“ Þjóðarpúls Gallups: Kristrún og Þorgerður gætu myndað meirihluta án Flokks fólksins „Ég upplifi þetta sem mikinn yfirgang og ofbeldi“ Íbúar við Þjórsá æfir og þrumuveður um Versló Handtekinn með reipi um hálsinn eftir ofsaakstur á flugbraut undir áhrifum fíkniefna Búast við þrumuveðri og vatnavöxtum Ný verðskrá kindakjöts vonbrigði fyrir sauðfjárbændur Sagði foreldrana líklega hafa dottið í aðdraganda andlátsins Fjölskyldufaðir stunginn meðan sonurinn horfði á Fundu engan hvítabjörn Hraunbreiðan þykknar og líkur á framhlaupum aukast „Hann skilar algjörlega auðu í náttúruverndarmálum“ Þjóðhátíð í Eyjum: Farþegafjöldi í Herjólfi komi á óvart Skýrara hvar besta veðrið verður um helgina Vann skemmdir á golfvelli og skildi eftir smokk Trump hækkar tolla á Ísland og viðbúnaður á Þjóðhátíð Þyrlan farin vestur í hvítabjarnareftirlit Fékk sex milljónum of há laun og neitaði að endurgreiða þau Annasamt ár á Bessastöðum: Kóngafólk, keisari, umtöluð undirskrift og brúnir skór Áhrifin af stöðvunarkröfunni óveruleg Mengun gæti borist á Snæfellsnes og Vestfirði Hlutum kastað til í verslun og könnu í bílrúðu Óheppilegt ef fölsk mynd varpar sök á saklausan mann Skiptar skoðanir um umfang og kostnað vegna listaverks Ólafs í Eyjum Sakar sveitastjórann um atvinnuróg og „kæfandi klámhögg“ „Komið nóg af áföllum“ Níu ára og með sitt eigið „Fannars bakarí“ í Njarðvík Sjá meira
Segir rútuna hafa verið vel búna til vetraraksturs og öryggisbelti í öllum sætum Björgunaraðgerðir í Eldhrauni í gær voru þær umfangsmestu á Suðurlandi á þessari öld. 28. desember 2017 18:30
„Rútan ætti ekki að fara af stað fyrr en allir eru komnir í belti“ Guðmundur Vignir Steinsson, aðstoðarslökkviliðsstjóri á Kirkjubæjarklaustri, furðar sig á því að ekki sé gengið úr skugga um að farþegar í hópferðarbifreiðum noti bílbelti. 28. desember 2017 08:39