Leyfilegt að standa í vögnum Strætó á ferð um landsbyggðina Hersir Aron Ólafsson skrifar 5. janúar 2018 21:00 Leyfilegt er að standa í vögnum Strætó sem aka áætlunarferðir á landsbyggðinni. Forstjórinn segir slíkt það þó heyra til mikilla undantekninga. Erfitt sé að tryggja að farþegar noti belti þegar ekið er við hættulegar aðstæður á þjóðvegum. Algengt er að farþegar í hópbifreiðum sem aka um þjóðvegi landsins sitji sætisbeltalausir í sætum sínum, með tilheyrandi hættu. Þannig er t.a.m. talið að nokkrir farþegar í rútuslysinu á Suðurlandi í lok desember hafi verið beltalausir og því kastast út úr bílnum. Í kjölfar slyssins sagði svæðisstjóri rútufyrirtækisins að þó rútan hefði verið búin öryggisbeltum í hverju sæti, væri erfitt að tryggja að allir notuðu beltin. „Það er leyfilegt að standa en það er í algjörum undantekningartilfellum sem slíkt gerist,“ segir Jóhannes S. Rúnarsson, forstjóri Strætó. „Oftast, og eiginlega held ég alltaf, sendum við aukavagn ef farþegafjöldinn er það mikill að einhver þarf að standa.“ Jóhannes segir að þó farþegum sé ekki beinlínis bannað að standa sé það afar óalgengt að nýting vagnanna sé svo mikil að ekki séu sæti fyrir alla farþega. Allir vagnar sem aki um þjóðvegi á landsbyggðinni séu búnir öryggisbeltum í hverju sæti. Aftur á móti sé nánast ógerningur sé að tryggja að farþegarnir noti beltin. Þetta sé eitthvað sem skoða mætti í framleiðsluferli hópferðabíla – enda væri hugsanlega hægt að leysa málið með nokkuð auðveldum hætti. „Ég sé fyrir mér að framleiðendur þessara vagna í framtíðinni muynu hafa einhvers konar gaumljós í mælaborði bílstjórans sem gefi til kynna ef ekki eru allir spenntir. Hann muni þá ekkert keyra af stað ef slíkt er,“ segir Jóhannes. Samkvæmt reglugerð er farþegum í ökutækjum skylt að nota öryggisbelti. Þó eru gerðar á því undantekningar í nokkrum tilfellum, m.a. í akstri strætisvagna innanbæjar. Aftur á móti aka strætisvagnar á höfuðborgarsvæðinu víða á hraðbrautum þar sem er allt að 80 kílómetra hámarkshraði gildir. Jóhannes segir hins vegar erfitt að taka upp sætisbeltanotkun í slíkum strætóferðum. „Vagnarnir eru þannig hannaðir að það eru 30 sæti og 60 stæði, þannig að það þyrfti að taka allt til gagngerrar endurskoðunar í þessum heimi ef það ætti að breyta þessu. Mér er sagt að þetta myndi kippa grundvelli undan rekstri almenningssamganga í þéttbýli.“ Tengdar fréttir Segir rútuna hafa verið vel búna til vetraraksturs og öryggisbelti í öllum sætum Björgunaraðgerðir í Eldhrauni í gær voru þær umfangsmestu á Suðurlandi á þessari öld. 28. desember 2017 18:30 „Rútan ætti ekki að fara af stað fyrr en allir eru komnir í belti“ Guðmundur Vignir Steinsson, aðstoðarslökkviliðsstjóri á Kirkjubæjarklaustri, furðar sig á því að ekki sé gengið úr skugga um að farþegar í hópferðarbifreiðum noti bílbelti. 28. desember 2017 08:39 Mest lesið Hrindir af stað söfnun fyrir móður stúlkunnar sem lést í Suður-Afríku Innlent Málið sem Trump getur ekki losað sig við Erlent Varð vitni að ótrúlegum norðurljósum: „Mér fannst þetta magnað“ Innlent Færir nýársboðið fram á þrettándann Innlent Þau eru tilnefnd sem maður ársins Innlent Fjórir fluttir á sjúkrahús eftir bílveltu á Suðurlandi Innlent „Ég vil ekki nokkurn tímann sjá neitt svona aftur“ Innlent Ætlar ekki að beita sér í máli starfsmanns Útlendingastofnunar Innlent Leggur aftur til hverfislögreglustöð í Breiðholti Innlent Hljóti að vera komið að því að skoða öryggisgæslu við skóla Innlent Fleiri fréttir Hrindir af stað söfnun fyrir móður stúlkunnar sem lést í Suður-Afríku Varð vitni að ótrúlegum norðurljósum: „Mér fannst þetta magnað“ Færir nýársboðið fram á þrettándann Fjórir fluttir á sjúkrahús eftir bílveltu á Suðurlandi Leggur aftur til hverfislögreglustöð í Breiðholti Nú má heita Love, Tóní, Ranimosk og Draumur Kvartar til umboðsmanns og vonar að Vegagerðin sjái að sér Ætlar ekki að beita sér í máli starfsmanns Útlendingastofnunar „Ég vil ekki nokkurn tímann sjá neitt svona aftur“ Gyðingar á Íslandi upplifa aukinn ótta Ferðaþjónusta blómstrar í uppsveitum Árnessýslu „Þetta er bara ljótt“ Hljóti að vera komið að því að skoða öryggisgæslu við skóla Ætlar að skýra hvenær rjúfa megi þagnarskyldu Þagnarskylda heilbrigðisstarfsfólks og öryggisgæsla við grunnskóla Eyjólfur í orlof og Inga þrefaldur ráðherra Vegagerðin segir flóðin í Vík fyrirséð Fjölmiðlar, bókmenntir og hægrimennska á Sprengisandi „En hver sagði að þetta ætti að vera auðvelt?“ Milljónir til almannatengla og átta sinnum meira en í fyrra Grunuð um að koma til landsins til að brjóta á öldruðum Leggja hald á skip á alþjóðahafsvæði undan ströndum Venesúela Bindur vonir við Vor til vinstri Systir og amma drengs í meðferð létust í Suður-Afríku „Við erum pottþétt að koma út í mínus, hversu miklum vitum við ekki“ „Þetta er alveg ásættanlegur samningur“ Deildi nöfnum skjólstæðinga á Instagram Íslendingar þægileg fórnarlömb fyrir vasaþjófa „Að öllu óbreyttu mun þjóðvegurinn fara í sundur“ Vonbrigði í Vík og rýnt í Epstein-skjölin Sjá meira
Leyfilegt er að standa í vögnum Strætó sem aka áætlunarferðir á landsbyggðinni. Forstjórinn segir slíkt það þó heyra til mikilla undantekninga. Erfitt sé að tryggja að farþegar noti belti þegar ekið er við hættulegar aðstæður á þjóðvegum. Algengt er að farþegar í hópbifreiðum sem aka um þjóðvegi landsins sitji sætisbeltalausir í sætum sínum, með tilheyrandi hættu. Þannig er t.a.m. talið að nokkrir farþegar í rútuslysinu á Suðurlandi í lok desember hafi verið beltalausir og því kastast út úr bílnum. Í kjölfar slyssins sagði svæðisstjóri rútufyrirtækisins að þó rútan hefði verið búin öryggisbeltum í hverju sæti, væri erfitt að tryggja að allir notuðu beltin. „Það er leyfilegt að standa en það er í algjörum undantekningartilfellum sem slíkt gerist,“ segir Jóhannes S. Rúnarsson, forstjóri Strætó. „Oftast, og eiginlega held ég alltaf, sendum við aukavagn ef farþegafjöldinn er það mikill að einhver þarf að standa.“ Jóhannes segir að þó farþegum sé ekki beinlínis bannað að standa sé það afar óalgengt að nýting vagnanna sé svo mikil að ekki séu sæti fyrir alla farþega. Allir vagnar sem aki um þjóðvegi á landsbyggðinni séu búnir öryggisbeltum í hverju sæti. Aftur á móti sé nánast ógerningur sé að tryggja að farþegarnir noti beltin. Þetta sé eitthvað sem skoða mætti í framleiðsluferli hópferðabíla – enda væri hugsanlega hægt að leysa málið með nokkuð auðveldum hætti. „Ég sé fyrir mér að framleiðendur þessara vagna í framtíðinni muynu hafa einhvers konar gaumljós í mælaborði bílstjórans sem gefi til kynna ef ekki eru allir spenntir. Hann muni þá ekkert keyra af stað ef slíkt er,“ segir Jóhannes. Samkvæmt reglugerð er farþegum í ökutækjum skylt að nota öryggisbelti. Þó eru gerðar á því undantekningar í nokkrum tilfellum, m.a. í akstri strætisvagna innanbæjar. Aftur á móti aka strætisvagnar á höfuðborgarsvæðinu víða á hraðbrautum þar sem er allt að 80 kílómetra hámarkshraði gildir. Jóhannes segir hins vegar erfitt að taka upp sætisbeltanotkun í slíkum strætóferðum. „Vagnarnir eru þannig hannaðir að það eru 30 sæti og 60 stæði, þannig að það þyrfti að taka allt til gagngerrar endurskoðunar í þessum heimi ef það ætti að breyta þessu. Mér er sagt að þetta myndi kippa grundvelli undan rekstri almenningssamganga í þéttbýli.“
Tengdar fréttir Segir rútuna hafa verið vel búna til vetraraksturs og öryggisbelti í öllum sætum Björgunaraðgerðir í Eldhrauni í gær voru þær umfangsmestu á Suðurlandi á þessari öld. 28. desember 2017 18:30 „Rútan ætti ekki að fara af stað fyrr en allir eru komnir í belti“ Guðmundur Vignir Steinsson, aðstoðarslökkviliðsstjóri á Kirkjubæjarklaustri, furðar sig á því að ekki sé gengið úr skugga um að farþegar í hópferðarbifreiðum noti bílbelti. 28. desember 2017 08:39 Mest lesið Hrindir af stað söfnun fyrir móður stúlkunnar sem lést í Suður-Afríku Innlent Málið sem Trump getur ekki losað sig við Erlent Varð vitni að ótrúlegum norðurljósum: „Mér fannst þetta magnað“ Innlent Færir nýársboðið fram á þrettándann Innlent Þau eru tilnefnd sem maður ársins Innlent Fjórir fluttir á sjúkrahús eftir bílveltu á Suðurlandi Innlent „Ég vil ekki nokkurn tímann sjá neitt svona aftur“ Innlent Ætlar ekki að beita sér í máli starfsmanns Útlendingastofnunar Innlent Leggur aftur til hverfislögreglustöð í Breiðholti Innlent Hljóti að vera komið að því að skoða öryggisgæslu við skóla Innlent Fleiri fréttir Hrindir af stað söfnun fyrir móður stúlkunnar sem lést í Suður-Afríku Varð vitni að ótrúlegum norðurljósum: „Mér fannst þetta magnað“ Færir nýársboðið fram á þrettándann Fjórir fluttir á sjúkrahús eftir bílveltu á Suðurlandi Leggur aftur til hverfislögreglustöð í Breiðholti Nú má heita Love, Tóní, Ranimosk og Draumur Kvartar til umboðsmanns og vonar að Vegagerðin sjái að sér Ætlar ekki að beita sér í máli starfsmanns Útlendingastofnunar „Ég vil ekki nokkurn tímann sjá neitt svona aftur“ Gyðingar á Íslandi upplifa aukinn ótta Ferðaþjónusta blómstrar í uppsveitum Árnessýslu „Þetta er bara ljótt“ Hljóti að vera komið að því að skoða öryggisgæslu við skóla Ætlar að skýra hvenær rjúfa megi þagnarskyldu Þagnarskylda heilbrigðisstarfsfólks og öryggisgæsla við grunnskóla Eyjólfur í orlof og Inga þrefaldur ráðherra Vegagerðin segir flóðin í Vík fyrirséð Fjölmiðlar, bókmenntir og hægrimennska á Sprengisandi „En hver sagði að þetta ætti að vera auðvelt?“ Milljónir til almannatengla og átta sinnum meira en í fyrra Grunuð um að koma til landsins til að brjóta á öldruðum Leggja hald á skip á alþjóðahafsvæði undan ströndum Venesúela Bindur vonir við Vor til vinstri Systir og amma drengs í meðferð létust í Suður-Afríku „Við erum pottþétt að koma út í mínus, hversu miklum vitum við ekki“ „Þetta er alveg ásættanlegur samningur“ Deildi nöfnum skjólstæðinga á Instagram Íslendingar þægileg fórnarlömb fyrir vasaþjófa „Að öllu óbreyttu mun þjóðvegurinn fara í sundur“ Vonbrigði í Vík og rýnt í Epstein-skjölin Sjá meira
Segir rútuna hafa verið vel búna til vetraraksturs og öryggisbelti í öllum sætum Björgunaraðgerðir í Eldhrauni í gær voru þær umfangsmestu á Suðurlandi á þessari öld. 28. desember 2017 18:30
„Rútan ætti ekki að fara af stað fyrr en allir eru komnir í belti“ Guðmundur Vignir Steinsson, aðstoðarslökkviliðsstjóri á Kirkjubæjarklaustri, furðar sig á því að ekki sé gengið úr skugga um að farþegar í hópferðarbifreiðum noti bílbelti. 28. desember 2017 08:39