Leyfilegt að standa í vögnum Strætó á ferð um landsbyggðina Hersir Aron Ólafsson skrifar 5. janúar 2018 21:00 Leyfilegt er að standa í vögnum Strætó sem aka áætlunarferðir á landsbyggðinni. Forstjórinn segir slíkt það þó heyra til mikilla undantekninga. Erfitt sé að tryggja að farþegar noti belti þegar ekið er við hættulegar aðstæður á þjóðvegum. Algengt er að farþegar í hópbifreiðum sem aka um þjóðvegi landsins sitji sætisbeltalausir í sætum sínum, með tilheyrandi hættu. Þannig er t.a.m. talið að nokkrir farþegar í rútuslysinu á Suðurlandi í lok desember hafi verið beltalausir og því kastast út úr bílnum. Í kjölfar slyssins sagði svæðisstjóri rútufyrirtækisins að þó rútan hefði verið búin öryggisbeltum í hverju sæti, væri erfitt að tryggja að allir notuðu beltin. „Það er leyfilegt að standa en það er í algjörum undantekningartilfellum sem slíkt gerist,“ segir Jóhannes S. Rúnarsson, forstjóri Strætó. „Oftast, og eiginlega held ég alltaf, sendum við aukavagn ef farþegafjöldinn er það mikill að einhver þarf að standa.“ Jóhannes segir að þó farþegum sé ekki beinlínis bannað að standa sé það afar óalgengt að nýting vagnanna sé svo mikil að ekki séu sæti fyrir alla farþega. Allir vagnar sem aki um þjóðvegi á landsbyggðinni séu búnir öryggisbeltum í hverju sæti. Aftur á móti sé nánast ógerningur sé að tryggja að farþegarnir noti beltin. Þetta sé eitthvað sem skoða mætti í framleiðsluferli hópferðabíla – enda væri hugsanlega hægt að leysa málið með nokkuð auðveldum hætti. „Ég sé fyrir mér að framleiðendur þessara vagna í framtíðinni muynu hafa einhvers konar gaumljós í mælaborði bílstjórans sem gefi til kynna ef ekki eru allir spenntir. Hann muni þá ekkert keyra af stað ef slíkt er,“ segir Jóhannes. Samkvæmt reglugerð er farþegum í ökutækjum skylt að nota öryggisbelti. Þó eru gerðar á því undantekningar í nokkrum tilfellum, m.a. í akstri strætisvagna innanbæjar. Aftur á móti aka strætisvagnar á höfuðborgarsvæðinu víða á hraðbrautum þar sem er allt að 80 kílómetra hámarkshraði gildir. Jóhannes segir hins vegar erfitt að taka upp sætisbeltanotkun í slíkum strætóferðum. „Vagnarnir eru þannig hannaðir að það eru 30 sæti og 60 stæði, þannig að það þyrfti að taka allt til gagngerrar endurskoðunar í þessum heimi ef það ætti að breyta þessu. Mér er sagt að þetta myndi kippa grundvelli undan rekstri almenningssamganga í þéttbýli.“ Tengdar fréttir Segir rútuna hafa verið vel búna til vetraraksturs og öryggisbelti í öllum sætum Björgunaraðgerðir í Eldhrauni í gær voru þær umfangsmestu á Suðurlandi á þessari öld. 28. desember 2017 18:30 „Rútan ætti ekki að fara af stað fyrr en allir eru komnir í belti“ Guðmundur Vignir Steinsson, aðstoðarslökkviliðsstjóri á Kirkjubæjarklaustri, furðar sig á því að ekki sé gengið úr skugga um að farþegar í hópferðarbifreiðum noti bílbelti. 28. desember 2017 08:39 Mest lesið Vaktin: Tillagan samþykkt og annarri umræðu um veiðigjöld lokið Innlent Vændiskaupendur séu oftast fjölskyldufeður á leið til vinnu eða fundar Innlent Indversk tenniskona skotin til bana af föður sínum við morgunverðarborðið Erlent „Hann er að eigna sér eitthvað sem hann á ekki“ Innlent Fordæmalaus ákvörðun sem gæti breytt Alþingi til framtíðar Innlent Hóta að loka svæðinu við Seljalandsfoss Innlent Lögregla rannsakar alvarlegt slys í Lágafellslaug Innlent Opinberar gamalt ástarsamband við táningsstúlku Innlent Velti bílnum við Fjarðarhraun Innlent „Liggur alveg ljóst fyrir að þetta frumvarp er drasl“ Innlent Fleiri fréttir Airbnb-íbúðir leigðar undir fölsku flaggi Opinberar gamalt ástarsamband við táningsstúlku „Liggur alveg ljóst fyrir að þetta frumvarp er drasl“ Forstöðumaður spilar og syngur fyrir gesti Sundlaugar Akureyrar Sögulegur dagur á Alþingi og vændi í Airbnb-íbúðum Árekstur bíls og vespu á Hafnarfjarðarvegi Sögulegur dagur á Alþingi: Lýðræðisákvæði eða kjarnorkusprengja? Varðskipið Þór heldur heim frá Noregi í næstu viku Frumvarpið komið yfir erfiðasta hjallann en gæti átt nóg eftir Einn handtekinn í mansalsrannsókn lögreglunnar Vændiskaupendur séu oftast fjölskyldufeður á leið til vinnu eða fundar Lögregla rannsakar slys í sundlauginni í Stykkishólmi Kristrún fái ef til vill að bragða á eigin meðali fyrr en síðar Hóta að loka svæðinu við Seljalandsfoss „Hann er að eigna sér eitthvað sem hann á ekki“ „Hræðilegar fréttir fyrir lýðræðið á Íslandi“ Fordæmalaus ákvörðun sem gæti breytt Alþingi til framtíðar Dramatík á Alþingi og bílastæðablús hjá World Class Velti bílnum við Fjarðarhraun Flytja hluta starfsemi SAk vegna myglu Sjá ekki fyrir endann á umfangsmikilli rannsókn á fíkniefnaframleiðslu „Þetta er alvarlegur áfellisdómur yfir forsætisráðherra“ Vaktin: Tillagan samþykkt og annarri umræðu um veiðigjöld lokið Fundu 36 hugsanlega þolendur mansals á Íslandi í alþjóðlegri lögregluaðgerð „Eftir þetta hvassviðri í þinginu í gær heldur lífið áfram“ Tekjur af laxveiði í Borgarfirði eru vel yfir 50% af tekjum landbúnaðar á svæðinu Krefjast bóta verði ekki fallið frá áformum um skólaþorp Halda áfram að ræða veiðigjöldin Tekur önnur Íslendinga þátt í erfiðustu og lengstu kappreið í heimi Draga Dettifoss til Reykjavíkur Sjá meira
Leyfilegt er að standa í vögnum Strætó sem aka áætlunarferðir á landsbyggðinni. Forstjórinn segir slíkt það þó heyra til mikilla undantekninga. Erfitt sé að tryggja að farþegar noti belti þegar ekið er við hættulegar aðstæður á þjóðvegum. Algengt er að farþegar í hópbifreiðum sem aka um þjóðvegi landsins sitji sætisbeltalausir í sætum sínum, með tilheyrandi hættu. Þannig er t.a.m. talið að nokkrir farþegar í rútuslysinu á Suðurlandi í lok desember hafi verið beltalausir og því kastast út úr bílnum. Í kjölfar slyssins sagði svæðisstjóri rútufyrirtækisins að þó rútan hefði verið búin öryggisbeltum í hverju sæti, væri erfitt að tryggja að allir notuðu beltin. „Það er leyfilegt að standa en það er í algjörum undantekningartilfellum sem slíkt gerist,“ segir Jóhannes S. Rúnarsson, forstjóri Strætó. „Oftast, og eiginlega held ég alltaf, sendum við aukavagn ef farþegafjöldinn er það mikill að einhver þarf að standa.“ Jóhannes segir að þó farþegum sé ekki beinlínis bannað að standa sé það afar óalgengt að nýting vagnanna sé svo mikil að ekki séu sæti fyrir alla farþega. Allir vagnar sem aki um þjóðvegi á landsbyggðinni séu búnir öryggisbeltum í hverju sæti. Aftur á móti sé nánast ógerningur sé að tryggja að farþegarnir noti beltin. Þetta sé eitthvað sem skoða mætti í framleiðsluferli hópferðabíla – enda væri hugsanlega hægt að leysa málið með nokkuð auðveldum hætti. „Ég sé fyrir mér að framleiðendur þessara vagna í framtíðinni muynu hafa einhvers konar gaumljós í mælaborði bílstjórans sem gefi til kynna ef ekki eru allir spenntir. Hann muni þá ekkert keyra af stað ef slíkt er,“ segir Jóhannes. Samkvæmt reglugerð er farþegum í ökutækjum skylt að nota öryggisbelti. Þó eru gerðar á því undantekningar í nokkrum tilfellum, m.a. í akstri strætisvagna innanbæjar. Aftur á móti aka strætisvagnar á höfuðborgarsvæðinu víða á hraðbrautum þar sem er allt að 80 kílómetra hámarkshraði gildir. Jóhannes segir hins vegar erfitt að taka upp sætisbeltanotkun í slíkum strætóferðum. „Vagnarnir eru þannig hannaðir að það eru 30 sæti og 60 stæði, þannig að það þyrfti að taka allt til gagngerrar endurskoðunar í þessum heimi ef það ætti að breyta þessu. Mér er sagt að þetta myndi kippa grundvelli undan rekstri almenningssamganga í þéttbýli.“
Tengdar fréttir Segir rútuna hafa verið vel búna til vetraraksturs og öryggisbelti í öllum sætum Björgunaraðgerðir í Eldhrauni í gær voru þær umfangsmestu á Suðurlandi á þessari öld. 28. desember 2017 18:30 „Rútan ætti ekki að fara af stað fyrr en allir eru komnir í belti“ Guðmundur Vignir Steinsson, aðstoðarslökkviliðsstjóri á Kirkjubæjarklaustri, furðar sig á því að ekki sé gengið úr skugga um að farþegar í hópferðarbifreiðum noti bílbelti. 28. desember 2017 08:39 Mest lesið Vaktin: Tillagan samþykkt og annarri umræðu um veiðigjöld lokið Innlent Vændiskaupendur séu oftast fjölskyldufeður á leið til vinnu eða fundar Innlent Indversk tenniskona skotin til bana af föður sínum við morgunverðarborðið Erlent „Hann er að eigna sér eitthvað sem hann á ekki“ Innlent Fordæmalaus ákvörðun sem gæti breytt Alþingi til framtíðar Innlent Hóta að loka svæðinu við Seljalandsfoss Innlent Lögregla rannsakar alvarlegt slys í Lágafellslaug Innlent Opinberar gamalt ástarsamband við táningsstúlku Innlent Velti bílnum við Fjarðarhraun Innlent „Liggur alveg ljóst fyrir að þetta frumvarp er drasl“ Innlent Fleiri fréttir Airbnb-íbúðir leigðar undir fölsku flaggi Opinberar gamalt ástarsamband við táningsstúlku „Liggur alveg ljóst fyrir að þetta frumvarp er drasl“ Forstöðumaður spilar og syngur fyrir gesti Sundlaugar Akureyrar Sögulegur dagur á Alþingi og vændi í Airbnb-íbúðum Árekstur bíls og vespu á Hafnarfjarðarvegi Sögulegur dagur á Alþingi: Lýðræðisákvæði eða kjarnorkusprengja? Varðskipið Þór heldur heim frá Noregi í næstu viku Frumvarpið komið yfir erfiðasta hjallann en gæti átt nóg eftir Einn handtekinn í mansalsrannsókn lögreglunnar Vændiskaupendur séu oftast fjölskyldufeður á leið til vinnu eða fundar Lögregla rannsakar slys í sundlauginni í Stykkishólmi Kristrún fái ef til vill að bragða á eigin meðali fyrr en síðar Hóta að loka svæðinu við Seljalandsfoss „Hann er að eigna sér eitthvað sem hann á ekki“ „Hræðilegar fréttir fyrir lýðræðið á Íslandi“ Fordæmalaus ákvörðun sem gæti breytt Alþingi til framtíðar Dramatík á Alþingi og bílastæðablús hjá World Class Velti bílnum við Fjarðarhraun Flytja hluta starfsemi SAk vegna myglu Sjá ekki fyrir endann á umfangsmikilli rannsókn á fíkniefnaframleiðslu „Þetta er alvarlegur áfellisdómur yfir forsætisráðherra“ Vaktin: Tillagan samþykkt og annarri umræðu um veiðigjöld lokið Fundu 36 hugsanlega þolendur mansals á Íslandi í alþjóðlegri lögregluaðgerð „Eftir þetta hvassviðri í þinginu í gær heldur lífið áfram“ Tekjur af laxveiði í Borgarfirði eru vel yfir 50% af tekjum landbúnaðar á svæðinu Krefjast bóta verði ekki fallið frá áformum um skólaþorp Halda áfram að ræða veiðigjöldin Tekur önnur Íslendinga þátt í erfiðustu og lengstu kappreið í heimi Draga Dettifoss til Reykjavíkur Sjá meira
Segir rútuna hafa verið vel búna til vetraraksturs og öryggisbelti í öllum sætum Björgunaraðgerðir í Eldhrauni í gær voru þær umfangsmestu á Suðurlandi á þessari öld. 28. desember 2017 18:30
„Rútan ætti ekki að fara af stað fyrr en allir eru komnir í belti“ Guðmundur Vignir Steinsson, aðstoðarslökkviliðsstjóri á Kirkjubæjarklaustri, furðar sig á því að ekki sé gengið úr skugga um að farþegar í hópferðarbifreiðum noti bílbelti. 28. desember 2017 08:39