Fyrirliði stúlknaliðs Íslands í hópfimleikum, Hekla Björt Birkisdóttir, er bjartsýn á möguleika liðsins sem keppir í undanúrslitum á EM í Portúgal í kvöld.
„Við erum mjög vel stemmdar, æfingin í dag gekk sjúklega vel. Við negldum öll stökkin okkar og vorum yfirvegaðar,“ sagði Hekla eftir æfingu liðsins í gær.
Ísland er Evrópumeistari í stúlknaflokki og þó liðið sé mjög breytt frá því sem var fyrir tveimur árum á EM í Slóveníu telur Hekla liðið geta keppt um gullið að nýju. Fyrsta markmiðið er að komast í úrslitin á föstudag.
„Auðvitað ráðum við ekki hvað hin liðin gera en þetta er markmiðið okkar, að reyna að komast í úrslit.“
„Við erum búnar að æfa saman síðan í júlí, það voru erfiðleikar á æfingatímabilinu en þetta gekk rosalega vel. Við erum orðnar sjúklega góðar og liðsheildin geðveik þannig að við erum vel stemmdar í þetta mót á morgun,“ sagði Hekla.
Liðið keppir í undanúrslitum í kvöld, klukkan 19:00 að íslenskum tíma.
„Erum sjúklega góðar og liðsheildin geðveik“
Ástrós Ýr Eggertsdóttir í Lissabon skrifar

Mest lesið

Diogo Jota lést í bílslysi
Fótbolti


Yfirlýsing frá Liverpool: „Ólýsanlegur missir“
Enski boltinn

Glódís mætti ekki á æfingu
Fótbolti





