Tónlist, tækni og hönnun rennur saman í eitt Stefán Þór Hjartarson skrifar 27. febrúar 2018 08:00 Eftir þriggja ára vinnu fer fyrsta vara Genki Instruments að detta á markað á næstu vikum. VÍSIR/ERNIR Genki Instruments er tónlistartæknifyrirtæki þar sem verkfræði, hönnun og tónlist renna saman í eitt. Fyrirtækið fæddist, eins og margir sprotar, þegar stofnendurnir Ólafur Bjarki Bogason og Daníel Grétarsson voru í námi. Þeir voru að leita sér að lokaverkefni í rafmagnsverkfræði og fóru þá, verandi miklir tónlistaraðdáendur, að leita að vandamálum á skilum tækni og tónlistar. Þeir sækja um með þessar hugmyndir í Startup Reykjavík sumarið 2015 og það ýtir þeim beina leið út í alvöruna. Þeir fara að tala við tónlistarfólk til að reyna að finna eitthvað vandamál og það kemur fljótlega í ljós að það er fartölvan sem flestir vilja losna við úr sinni uppstillingu. „Markmið okkar í fyrirtækinu hefur verið að gera tækni aðgengilegri og náttúrulegri. Tækni í tónlist veitir fólki ótrúlegt afl og sköpunarkraft. Það er hægt að búa til hljóðheima, lög og útsetningar einn heima í tölvunni sem hefði ekki verið mögulegt fyrir hundrað manns fyrir nokkrum áratugum – en á sama tíma er öll tæknin: tölvurnar og takkaborðin og allt það sem gerir fólki þetta kleift, að binda þig svolítið niður – það er ekkert rosalega kreatívt að hreyfa mús á skjá miðað við það að spila á hljóðfæri og það er svolítið útgangspunkturinn á bakvið þessa fyrstu vöru okkar,“ segir Haraldur. Inn í fyrirtækið kom Jón Helgi Hólmgeirsson, vöruhönnuður og tónlistarmaður, sem hafði nýlokið mastersnámi í samspilshönnun. Hann hafði sjálfur verið að glíma við sama vandamál í lokaverkefninu sínu; verið að leita að lausn á því hversu ónáttúrulegt það væri fyrir tónlistarmann að vinna með tölvu á sviði. Þarna rann hönnunin inn í samspilið og úr varð Wave, fyrsta vara Genki Instruments sem hefur verið í þróun undanfarin þrjú ár. Um er að ræða hring sem tónlistarmaðurinn ber á vísifingri og hægt er að nota til að stjórna hljóði með hreyfingum, slætti handar og með því að ýta á hnappa á hringnum með þumalfingri. Wave tengist með Bluetooth og auðvelt er að stilla hann til að stjórna hverju sem er.Hópfjármögnun í mars „Við vorum að leita að því hvernig væri að hægt að beisla þennan kraft og þessa möguleika sem tæknin gefur tónlistarfólki en á sama tíma að leyfa því að tjá sig á náttúrulegri og eðlilegri hátt. Undanfarin þrjú ár hafa einkennst af því að þróa tiltölulega hratt einhverja vöru og koma henni í hendurnar á fólki til að prófa. Fyrsta útgáfa var tilbúin í ágúst 2015, þá var fólk að hreyfa stór box aftan á höndunum á sér – sem þeim fannst bara gaman, en það var ekkert til að nota á sviði. Þá hófst leitin að því hvernig væri hægt að gera þetta betra, hvernig væri hægt að veita fólki meiri stjórn og hvernig getur þetta orðið eitthvað sem fólk virkilega vill nota og getur bætt einhverju við flutninginn eða í sköpuninni.“ Sumarið 2017 var komin frumgerð af Wave og á síðasta Iceland Airwaves kom ákveðin prófraun þegar Wave var notað á tónleikum hljómsveitarinnar aYia á Iceland Airwaves hátíðinni. Það heppnaðist vel og Wave fer í hópfjármögnun í mars. „Það sem gerir okkur kleift að vera þrjú ár í þróun, og að í rauninni það að allt hugvit og þekking sem hefur skapast er íslenskt, er að við fengum styrk frá Tækniþróunarsjóði Rannís og Hönnunarsjóði. Við værum ekki hérna nema fyrir þessa sjóði. Við höfum séð um alla grunnþróunina hérna heima, sem er bara mjög verðmætt fyrir íslenskt atvinnulíf,“ segir Haraldur og bendir á að ef einhverjir vilja prófa eða kaupa hringinn þá er það bara að hafa samband. Genki Instruments bjóða öllum að fagna því að Wave sé að koma á markað en því verður fagnað á skemmtistaðnum Húrra á þriðjudagskvöldið 6. mars klukkan 20. Þar verður hægt að prófa Wave, fá nánari upplýsingar og panta Wave á besta mögulega verði. Startup Reykjavík viðskiptahraðallinn hefst þann 11. júní en opnað hefur verið fyrir umsóknir. Birtist í Fréttablaðinu Tónlist Mest lesið Margbraut á sér ökklann á Snæfellsjökli Lífið Verðmiðinn hækkar á höll Antons Lífið Þakka aðdáendum fyrir að hafa fjármagnað nýja húsið Lífið „Ég er búin að fæða þrjú börn en þetta er versta sem ég hef upplifað“ Lífið Langar að berjast við OnlyFans-stelpur Lífið Skúli og Gríma fengu sér hund Lífið Íslenski Eurovision-hópurinn lagður af stað Lífið Biðin langa: Rúmt ár í herlegheitin Leikjavísir Söngkonan Jill Sobule lést í húsbruna Lífið Batinn á vefjagigt kom úr óvæntri átt Lífið samstarf Fleiri fréttir „Ég er búin að fæða þrjú börn en þetta er versta sem ég hef upplifað“ Þakka aðdáendum fyrir að hafa fjármagnað nýja húsið Íslenski Eurovision-hópurinn lagður af stað Mætti í eigið afmæli í lokaðri líkkistu Verðmiðinn hækkar á höll Antons Skúli og Gríma fengu sér hund Menningarlegt heimili með stórbrotnu útsýni Stærsta tímahylki Íslandssögunnar Langar að berjast við OnlyFans-stelpur Margbraut á sér ökklann á Snæfellsjökli Söngkonan Jill Sobule lést í húsbruna Dóttir De Niro kemur út sem trans Rapphljómsveit til rannsóknar hjá hryðjuverkadeildinni Segist hafa gert merka uppgötvun nú þegar hann „nálgast endalok lífs“ síns „Þetta er lúmskt skrímsli“ Michael Bolton með ólæknandi krabbamein Forsalan sögð slá öll fyrri met „Burtu með fordóma“ tónleikar á Selfossi 1. maí Hafa náð að auka ráðstöfunartekjur sínar um 37 prósent Ofsakláði grípur Spaugstofumenn Segir netheima kexruglaðra hafa gert sig að mennskum boxpúða Hver myndi vinna í slag, hundrað gaurar eða ein górilla? Með flygil Halldórs Laxness inni í stofu Gerði samning við Apple: „Þetta er ótrúleg viðurkenning“ Jamie XX, De La Soul og Joy Anonymous á nýrri tónlistarhátíð í Laugardal Gengst við kókaínfíkn sinni Justin Bieber nýtur sín norður í landi Risa fataherbergi í glæsilegri íbúð Patriks sem nú er til sölu Getum verið gröð án þess að blotna eða fá ris Hélt lítill kall í stjörnustríði væri Obi-Wan Kenobi Sjá meira
Genki Instruments er tónlistartæknifyrirtæki þar sem verkfræði, hönnun og tónlist renna saman í eitt. Fyrirtækið fæddist, eins og margir sprotar, þegar stofnendurnir Ólafur Bjarki Bogason og Daníel Grétarsson voru í námi. Þeir voru að leita sér að lokaverkefni í rafmagnsverkfræði og fóru þá, verandi miklir tónlistaraðdáendur, að leita að vandamálum á skilum tækni og tónlistar. Þeir sækja um með þessar hugmyndir í Startup Reykjavík sumarið 2015 og það ýtir þeim beina leið út í alvöruna. Þeir fara að tala við tónlistarfólk til að reyna að finna eitthvað vandamál og það kemur fljótlega í ljós að það er fartölvan sem flestir vilja losna við úr sinni uppstillingu. „Markmið okkar í fyrirtækinu hefur verið að gera tækni aðgengilegri og náttúrulegri. Tækni í tónlist veitir fólki ótrúlegt afl og sköpunarkraft. Það er hægt að búa til hljóðheima, lög og útsetningar einn heima í tölvunni sem hefði ekki verið mögulegt fyrir hundrað manns fyrir nokkrum áratugum – en á sama tíma er öll tæknin: tölvurnar og takkaborðin og allt það sem gerir fólki þetta kleift, að binda þig svolítið niður – það er ekkert rosalega kreatívt að hreyfa mús á skjá miðað við það að spila á hljóðfæri og það er svolítið útgangspunkturinn á bakvið þessa fyrstu vöru okkar,“ segir Haraldur. Inn í fyrirtækið kom Jón Helgi Hólmgeirsson, vöruhönnuður og tónlistarmaður, sem hafði nýlokið mastersnámi í samspilshönnun. Hann hafði sjálfur verið að glíma við sama vandamál í lokaverkefninu sínu; verið að leita að lausn á því hversu ónáttúrulegt það væri fyrir tónlistarmann að vinna með tölvu á sviði. Þarna rann hönnunin inn í samspilið og úr varð Wave, fyrsta vara Genki Instruments sem hefur verið í þróun undanfarin þrjú ár. Um er að ræða hring sem tónlistarmaðurinn ber á vísifingri og hægt er að nota til að stjórna hljóði með hreyfingum, slætti handar og með því að ýta á hnappa á hringnum með þumalfingri. Wave tengist með Bluetooth og auðvelt er að stilla hann til að stjórna hverju sem er.Hópfjármögnun í mars „Við vorum að leita að því hvernig væri að hægt að beisla þennan kraft og þessa möguleika sem tæknin gefur tónlistarfólki en á sama tíma að leyfa því að tjá sig á náttúrulegri og eðlilegri hátt. Undanfarin þrjú ár hafa einkennst af því að þróa tiltölulega hratt einhverja vöru og koma henni í hendurnar á fólki til að prófa. Fyrsta útgáfa var tilbúin í ágúst 2015, þá var fólk að hreyfa stór box aftan á höndunum á sér – sem þeim fannst bara gaman, en það var ekkert til að nota á sviði. Þá hófst leitin að því hvernig væri hægt að gera þetta betra, hvernig væri hægt að veita fólki meiri stjórn og hvernig getur þetta orðið eitthvað sem fólk virkilega vill nota og getur bætt einhverju við flutninginn eða í sköpuninni.“ Sumarið 2017 var komin frumgerð af Wave og á síðasta Iceland Airwaves kom ákveðin prófraun þegar Wave var notað á tónleikum hljómsveitarinnar aYia á Iceland Airwaves hátíðinni. Það heppnaðist vel og Wave fer í hópfjármögnun í mars. „Það sem gerir okkur kleift að vera þrjú ár í þróun, og að í rauninni það að allt hugvit og þekking sem hefur skapast er íslenskt, er að við fengum styrk frá Tækniþróunarsjóði Rannís og Hönnunarsjóði. Við værum ekki hérna nema fyrir þessa sjóði. Við höfum séð um alla grunnþróunina hérna heima, sem er bara mjög verðmætt fyrir íslenskt atvinnulíf,“ segir Haraldur og bendir á að ef einhverjir vilja prófa eða kaupa hringinn þá er það bara að hafa samband. Genki Instruments bjóða öllum að fagna því að Wave sé að koma á markað en því verður fagnað á skemmtistaðnum Húrra á þriðjudagskvöldið 6. mars klukkan 20. Þar verður hægt að prófa Wave, fá nánari upplýsingar og panta Wave á besta mögulega verði. Startup Reykjavík viðskiptahraðallinn hefst þann 11. júní en opnað hefur verið fyrir umsóknir.
Birtist í Fréttablaðinu Tónlist Mest lesið Margbraut á sér ökklann á Snæfellsjökli Lífið Verðmiðinn hækkar á höll Antons Lífið Þakka aðdáendum fyrir að hafa fjármagnað nýja húsið Lífið „Ég er búin að fæða þrjú börn en þetta er versta sem ég hef upplifað“ Lífið Langar að berjast við OnlyFans-stelpur Lífið Skúli og Gríma fengu sér hund Lífið Íslenski Eurovision-hópurinn lagður af stað Lífið Biðin langa: Rúmt ár í herlegheitin Leikjavísir Söngkonan Jill Sobule lést í húsbruna Lífið Batinn á vefjagigt kom úr óvæntri átt Lífið samstarf Fleiri fréttir „Ég er búin að fæða þrjú börn en þetta er versta sem ég hef upplifað“ Þakka aðdáendum fyrir að hafa fjármagnað nýja húsið Íslenski Eurovision-hópurinn lagður af stað Mætti í eigið afmæli í lokaðri líkkistu Verðmiðinn hækkar á höll Antons Skúli og Gríma fengu sér hund Menningarlegt heimili með stórbrotnu útsýni Stærsta tímahylki Íslandssögunnar Langar að berjast við OnlyFans-stelpur Margbraut á sér ökklann á Snæfellsjökli Söngkonan Jill Sobule lést í húsbruna Dóttir De Niro kemur út sem trans Rapphljómsveit til rannsóknar hjá hryðjuverkadeildinni Segist hafa gert merka uppgötvun nú þegar hann „nálgast endalok lífs“ síns „Þetta er lúmskt skrímsli“ Michael Bolton með ólæknandi krabbamein Forsalan sögð slá öll fyrri met „Burtu með fordóma“ tónleikar á Selfossi 1. maí Hafa náð að auka ráðstöfunartekjur sínar um 37 prósent Ofsakláði grípur Spaugstofumenn Segir netheima kexruglaðra hafa gert sig að mennskum boxpúða Hver myndi vinna í slag, hundrað gaurar eða ein górilla? Með flygil Halldórs Laxness inni í stofu Gerði samning við Apple: „Þetta er ótrúleg viðurkenning“ Jamie XX, De La Soul og Joy Anonymous á nýrri tónlistarhátíð í Laugardal Gengst við kókaínfíkn sinni Justin Bieber nýtur sín norður í landi Risa fataherbergi í glæsilegri íbúð Patriks sem nú er til sölu Getum verið gröð án þess að blotna eða fá ris Hélt lítill kall í stjörnustríði væri Obi-Wan Kenobi Sjá meira