Erlent

Ebóla skýtur upp kollinum í Kongó

Samúel Karl Ólason skrifar
Frá ebólufaraldri í Monróvíu í janúar 2015.
Frá ebólufaraldri í Monróvíu í janúar 2015. Vísir/AFP
Ebólaveiran hefur skotið upp kollinum í Lýðstjórnarveldinu Kongó og hafa minnst sautján látið lífið. Alþjóðaheilbrigðisstofnunin (WHO) hefur varið einni milljón dala í að koma í veg fyrir útbreiðslu veirunnar en enn sem komið er er hún staðbundin í norðvesturhluta landsins og þá að mestu í Bikoro.

Læknar segja fyrsta smitið hafa komið upp í desember.

Yfirvöld Kongó tilkynntu nú í morgun að fjögur ný smit hefðu verið staðfest en tveir dagar eru síðan lýst var yfir að faraldur stæði yfir. Talið er að minnst 25 hafi smitast.Tæp fjögur ár eru síðan rúmlega ellefu þúsund manns létust vegna ebólufaraldurs í Vestur-Afríku, að mestu í Líberíu Gíneu og Síerra Leóne,  en sá faraldur var sá versti í sögunni samkvæmt WHO.

Ebóla uppgötvaðist í Kongó árið 1976. Síðan þá hafa níu faraldrar stungið upp kollinum þar og sá síðasti árið 2017. Hann stóð þó stutt yfir og er það talið vegna góðra viðbragða WHO og stjórnvalda. Samkvæmt CNN segir WHO að viðbrögðin að þessu sinni muni byggja á faraldrinum 2017.Nágrannaríki Kongó hafa virkjað viðbragðsaðila sína til að koma í veg fyrir frekari útbreiðslu.
Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.