„Verður ekkert hönnuður með því að ákveða það bara“ Guðný Hrönn skrifar 1. febrúar 2018 10:45 Netverjar hafa undanfarið verið duglegir við að vekja athygli á því að úrin frá Nora Watches virðast fást á vefsíðum á borð við Aliexpress. Undanfarið hefur borið nokkuð á því að fólk sé að kaupa hræódýra hluti, svo sem armbandsúr og skartgripi, í miklu magni frá Kína í gegnum vefverslanir og selja á Íslandi á uppsprengdu verði undir þeim formerkjum að um íslenska hönnun sé að ræða. Nýjasta dæmið eru armbandsúrin frá Nora sem eru markaðssett sem íslensk hönnun. Á Facebook-síðu Nora segir meðal annars: „Öll hönnun og vöruþróun á sér stað á vinnustofu á Íslandi.“ En netverjar hafa undanfarið vakið athygli á að úrin eru keypt í netverslun í Kína og að ekki sé um íslenska hönnun að ræða. Halla Helgadóttir, framkvæmdastjóri Hönnunarmiðstöðvar Íslands, segir þessa þróun slæma en huggar sig þó við að flestir séu að verða æ meðvitaðri um mikilvægi hönnunar og áhugasamari um vandaða hönnun. „Þú verður ekkert hönnuður með því að ákveða það bara sjálfur,“ segir Halla. „Það liggur yfirleitt þriggja til fjögurra ára nám að baki því að vera hönnuður. Hönnun er starfsgrein og það að vera hönnuður er ekki það sama og að búa eitthvað til. Það er mikill misskilningur,“ útskýrir Halla sem finnst stundum eins og orðið „hönnun“ sé notað ansi frjálslega. Halla tekur dæmi: „Eins og sagan sem ég heyrði um daginn af konu sem kaupir ódýr teppi í IKEA og klippir þau á ákveðinn hátt. Svo leggur hún gríðarlega á þau og selur sem sína hönnun.“ „Annars held ég að vitundarvakningin sé að aukast og á undanförnum árum hefur áhugi á hönnun og virðing fyrir menntun verið að færast í vöxt.“ Tengdar fréttir Bora göt í Ikea-skeiðar og kalla íslenska hönnun Ikea-skeiðin hans afa vekur athygli en mismikla lukku. 9. febrúar 2016 10:10 Framkvæmdastjóri IKEA fagnar gataskeiðunum "Mér finnst þetta flott hugvit,“ segir Þórarinn Ævarsson um gataskeiðina "Skeiðin hans afa“. 9. febrúar 2016 14:49 Mest lesið Draumalíf: „Fæstir þora úr búbblunni sinni“ Áskorun „Þetta er svona í alvöru, ekki bara í bíómyndum“ Lífið Var ráðskona Kára Stefánssonar þegar ástin kviknaði Lífið Þegar allt sauð upp úr Lífið Krakkatían: Skrekkur, Hamlet og höfuðborgir Lífið Áratugir af óvissu enduðu með einni setningu í ræktinni Lífið Neistaflug hjá Guggu og Flona á rúntinum Lífið Ástin spyr ekki um aldur hjá þessum pörum Lífið Miðasala á Björk hefst á morgun Tónlist Oprah sú valdamesta Lífið Fleiri fréttir Grey's Anatomy stjarna með krabbamein Þegar allt sauð upp úr „Þetta er svona í alvöru, ekki bara í bíómyndum“ Krakkatían: Skrekkur, Hamlet og höfuðborgir Var ráðskona Kára Stefánssonar þegar ástin kviknaði Áratugir af óvissu enduðu með einni setningu í ræktinni Neistaflug hjá Guggu og Flona á rúntinum Gríðarlega löng röð í verslun Nocco Litlu munaði að þyrlan þyrfti að nauðlenda „Fólk hló og grét til skiptis“ Fréttatía vikunnar: Staða íslenskunnar, ríkislögreglustjóri og formannskjör Tíu stellingar sem örva G-blettinn Einstök íslensk verk sem hlutu hönnunarverðlaunin Fleiri lög berjast um farseðilinn þrátt fyrir óvissuna Glæsihús augnlæknis til sölu Ólöf Skafta og Kristín dannaðar í miðborginni Af og frá að fimmti þáttur hafi verið klipptur extra mikið Áföll og samskiptamynstur erfast milli kynslóða Tíu töff pelsar fyrir veturinn „Mjög pirruð út í hvort annað eftir frumsýninguna“ Ölgerðin lítur Orkutal „öfgahægrisins“ alvarlegum augum Spennandi fiski-takkó fyrir alla fjölskylduna Kastaði sér niður fimmtán stiga: „Marinn, þjáður og aumkunarverður“ „Get ekki hætt að hlusta og gráta“ Lögmálið um lítil typpi Dansandi bræður slá í gegn á stóra sviðinu Safaríkur kjúklingaréttur sem slær alltaf í gegn Smart og stílíseruð í Sigvaldablokk Stórstjörnur í snjóbrettasenunni fögnuðu Fann engin önnur ráð en „að ganga í söfnuð Votta Jehóva“ Sjá meira
Undanfarið hefur borið nokkuð á því að fólk sé að kaupa hræódýra hluti, svo sem armbandsúr og skartgripi, í miklu magni frá Kína í gegnum vefverslanir og selja á Íslandi á uppsprengdu verði undir þeim formerkjum að um íslenska hönnun sé að ræða. Nýjasta dæmið eru armbandsúrin frá Nora sem eru markaðssett sem íslensk hönnun. Á Facebook-síðu Nora segir meðal annars: „Öll hönnun og vöruþróun á sér stað á vinnustofu á Íslandi.“ En netverjar hafa undanfarið vakið athygli á að úrin eru keypt í netverslun í Kína og að ekki sé um íslenska hönnun að ræða. Halla Helgadóttir, framkvæmdastjóri Hönnunarmiðstöðvar Íslands, segir þessa þróun slæma en huggar sig þó við að flestir séu að verða æ meðvitaðri um mikilvægi hönnunar og áhugasamari um vandaða hönnun. „Þú verður ekkert hönnuður með því að ákveða það bara sjálfur,“ segir Halla. „Það liggur yfirleitt þriggja til fjögurra ára nám að baki því að vera hönnuður. Hönnun er starfsgrein og það að vera hönnuður er ekki það sama og að búa eitthvað til. Það er mikill misskilningur,“ útskýrir Halla sem finnst stundum eins og orðið „hönnun“ sé notað ansi frjálslega. Halla tekur dæmi: „Eins og sagan sem ég heyrði um daginn af konu sem kaupir ódýr teppi í IKEA og klippir þau á ákveðinn hátt. Svo leggur hún gríðarlega á þau og selur sem sína hönnun.“ „Annars held ég að vitundarvakningin sé að aukast og á undanförnum árum hefur áhugi á hönnun og virðing fyrir menntun verið að færast í vöxt.“
Tengdar fréttir Bora göt í Ikea-skeiðar og kalla íslenska hönnun Ikea-skeiðin hans afa vekur athygli en mismikla lukku. 9. febrúar 2016 10:10 Framkvæmdastjóri IKEA fagnar gataskeiðunum "Mér finnst þetta flott hugvit,“ segir Þórarinn Ævarsson um gataskeiðina "Skeiðin hans afa“. 9. febrúar 2016 14:49 Mest lesið Draumalíf: „Fæstir þora úr búbblunni sinni“ Áskorun „Þetta er svona í alvöru, ekki bara í bíómyndum“ Lífið Var ráðskona Kára Stefánssonar þegar ástin kviknaði Lífið Þegar allt sauð upp úr Lífið Krakkatían: Skrekkur, Hamlet og höfuðborgir Lífið Áratugir af óvissu enduðu með einni setningu í ræktinni Lífið Neistaflug hjá Guggu og Flona á rúntinum Lífið Ástin spyr ekki um aldur hjá þessum pörum Lífið Miðasala á Björk hefst á morgun Tónlist Oprah sú valdamesta Lífið Fleiri fréttir Grey's Anatomy stjarna með krabbamein Þegar allt sauð upp úr „Þetta er svona í alvöru, ekki bara í bíómyndum“ Krakkatían: Skrekkur, Hamlet og höfuðborgir Var ráðskona Kára Stefánssonar þegar ástin kviknaði Áratugir af óvissu enduðu með einni setningu í ræktinni Neistaflug hjá Guggu og Flona á rúntinum Gríðarlega löng röð í verslun Nocco Litlu munaði að þyrlan þyrfti að nauðlenda „Fólk hló og grét til skiptis“ Fréttatía vikunnar: Staða íslenskunnar, ríkislögreglustjóri og formannskjör Tíu stellingar sem örva G-blettinn Einstök íslensk verk sem hlutu hönnunarverðlaunin Fleiri lög berjast um farseðilinn þrátt fyrir óvissuna Glæsihús augnlæknis til sölu Ólöf Skafta og Kristín dannaðar í miðborginni Af og frá að fimmti þáttur hafi verið klipptur extra mikið Áföll og samskiptamynstur erfast milli kynslóða Tíu töff pelsar fyrir veturinn „Mjög pirruð út í hvort annað eftir frumsýninguna“ Ölgerðin lítur Orkutal „öfgahægrisins“ alvarlegum augum Spennandi fiski-takkó fyrir alla fjölskylduna Kastaði sér niður fimmtán stiga: „Marinn, þjáður og aumkunarverður“ „Get ekki hætt að hlusta og gráta“ Lögmálið um lítil typpi Dansandi bræður slá í gegn á stóra sviðinu Safaríkur kjúklingaréttur sem slær alltaf í gegn Smart og stílíseruð í Sigvaldablokk Stórstjörnur í snjóbrettasenunni fögnuðu Fann engin önnur ráð en „að ganga í söfnuð Votta Jehóva“ Sjá meira
Bora göt í Ikea-skeiðar og kalla íslenska hönnun Ikea-skeiðin hans afa vekur athygli en mismikla lukku. 9. febrúar 2016 10:10
Framkvæmdastjóri IKEA fagnar gataskeiðunum "Mér finnst þetta flott hugvit,“ segir Þórarinn Ævarsson um gataskeiðina "Skeiðin hans afa“. 9. febrúar 2016 14:49