Hlakkar til að þurfa ekki að sinna síða hárinu Hersir Aron Ólafsson skrifar 1. febrúar 2018 19:45 Ellefu ára stúlka ætlar að láta raka af sér allt hárið og gefa í hárkollur fyrir krabbameinssjúka. Samhliða safnar hún áheitum fyrir félag ungs fólks með krabbamein. Hún hefur engar áhyggjur af útkomunni og hlakkar til að þurfa ekki að sinna síða hárinu. Ester Amíra Ægisdóttir er 11 ára gamall Hafnfirðingur sem þekkir krabbamein ágætlega. Þannig hafa báðar ömmur hennar greinst með, og sigrast á, krabbameini. Önnur þeirra missti hárið og notaðist við hárkollu um nokkra hríð. Ester segir þó að hugmyndin hafi í raun kviknað upp úr þurru. „Það var svona þegar við fórum í sumarbústað um jólin fór mig að langa til að raka af mér hárið. Bara af því bara, ég veti ekki af vherju. Svo fór ég að hugsa, afhverju ekki að gera eitthvað úr því og styrkja gott málefni?“ segir Ester. Ester ákvað að gefa hárið í hárkollugerð og safna í leiðinni áheitum fyrir Kraft, félag ungs fólks með krabbamein. „Ég ætlaði að safna 100 þúsund og já, það gengur mjög vel. Ég er búin að ná því markmiði þannig að hárið fer af.“Fínt að þurfa ekki að sinna hárinu Hún hefur nú þegar safnað á þriðja hundrað þúsund krónum, en hárið verður rakað af á viðburðinum Perlað af Krafti í Hörpu á sunnudaginn. Þar ætlar fjöldi fólks að koma saman yfir skemmtiatriðum og perla armbönd sem seld eru til styrktar Krafti. Ester segir að auk þess sem henni finnist gott að styrkja gott málefni sé hún spennt fyrir þægindunum sem fylgja muni hárleysinu. „Tíminn sem fer í að greiða þetta á morgnana og eftir sund, sturtu, íþróttir og æfingar o.s.frv. það fer alltaf svo mikill tími að ég held að þetta verði bara ógeðslega þægilegt sko.“ Fjölskylda Esterar og heimilishundurinn Valentín hafa öll tekið afar vel í framtakið, en aðspurður kveðst Valentín þó ekki geta hugsað sér að láta raka af sér hárið – þó málefnið sé gott. Ester segir skólafélagana einnig gríðarlega spennta fyrir uppátækinu. Hún segist hafa litlar áhyggjur af því að útkoman verði henni ekki að skapi. „Nei, ég er bara spennt sko. Það vex aftur á ef þetta kemur ekki eins vel út og mig langaði. Ég er glöð með að gera góðverk og það vex aftur á þetta hár.“ Mest lesið Ætlar ekki að beita sér í máli starfsmanns Útlendingastofnunar Innlent Sextán ára fékk greitt fyrir að færa Epstein stúlkur Erlent Hljóti að vera komið að því að skoða öryggisgæslu við skóla Innlent „Þetta er bara ljótt“ Innlent „Ég vil ekki nokkurn tímann sjá neitt svona aftur“ Innlent Milljónir til almannatengla og átta sinnum meira en í fyrra Innlent Systir og amma drengs í meðferð létust í Suður-Afríku Innlent Eyjólfur í orlof og Inga þrefaldur ráðherra Innlent Fóru um borð í vélvana rússneskt skip Erlent „En hver sagði að þetta ætti að vera auðvelt?“ Innlent Fleiri fréttir Nú má heita Love, Tóní, Ranimosk og Draumur Kvartar til umboðsmanns og vonar að Vegagerðin sjái að sér Ætlar ekki að beita sér í máli starfsmanns Útlendingastofnunar „Ég vil ekki nokkurn tímann sjá neitt svona aftur“ Gyðingar á Íslandi upplifa aukinn ótta Ferðaþjónusta blómstrar í uppsveitum Árnessýslu „Þetta er bara ljótt“ Hljóti að vera komið að því að skoða öryggisgæslu við skóla Ætlar að skýra hvenær rjúfa megi þagnarskyldu Þagnarskylda heilbrigðisstarfsfólks og öryggisgæsla við grunnskóla Eyjólfur í orlof og Inga þrefaldur ráðherra Vegagerðin segir flóðin í Vík fyrirséð Fjölmiðlar, bókmenntir og hægrimennska á Sprengisandi „En hver sagði að þetta ætti að vera auðvelt?“ Milljónir til almannatengla og átta sinnum meira en í fyrra Grunuð um að koma til landsins til að brjóta á öldruðum Leggja hald á skip á alþjóðahafsvæði undan ströndum Venesúela Bindur vonir við Vor til vinstri Systir og amma drengs í meðferð létust í Suður-Afríku „Við erum pottþétt að koma út í mínus, hversu miklum vitum við ekki“ „Þetta er alveg ásættanlegur samningur“ Deildi nöfnum skjólstæðinga á Instagram Íslendingar þægileg fórnarlömb fyrir vasaþjófa „Að öllu óbreyttu mun þjóðvegurinn fara í sundur“ Vonbrigði í Vík og rýnt í Epstein-skjölin Morgundagurinn sá stysti á árinu Langtímaleigan 23 þúsund krónum dýrari á ári Grenjandi rigning og hífandi rok á aðfangadag Reyndi að komast inn á lögreglustöð með fíkniefni Svona á að raða í uppþvottavélina Sjá meira
Ellefu ára stúlka ætlar að láta raka af sér allt hárið og gefa í hárkollur fyrir krabbameinssjúka. Samhliða safnar hún áheitum fyrir félag ungs fólks með krabbamein. Hún hefur engar áhyggjur af útkomunni og hlakkar til að þurfa ekki að sinna síða hárinu. Ester Amíra Ægisdóttir er 11 ára gamall Hafnfirðingur sem þekkir krabbamein ágætlega. Þannig hafa báðar ömmur hennar greinst með, og sigrast á, krabbameini. Önnur þeirra missti hárið og notaðist við hárkollu um nokkra hríð. Ester segir þó að hugmyndin hafi í raun kviknað upp úr þurru. „Það var svona þegar við fórum í sumarbústað um jólin fór mig að langa til að raka af mér hárið. Bara af því bara, ég veti ekki af vherju. Svo fór ég að hugsa, afhverju ekki að gera eitthvað úr því og styrkja gott málefni?“ segir Ester. Ester ákvað að gefa hárið í hárkollugerð og safna í leiðinni áheitum fyrir Kraft, félag ungs fólks með krabbamein. „Ég ætlaði að safna 100 þúsund og já, það gengur mjög vel. Ég er búin að ná því markmiði þannig að hárið fer af.“Fínt að þurfa ekki að sinna hárinu Hún hefur nú þegar safnað á þriðja hundrað þúsund krónum, en hárið verður rakað af á viðburðinum Perlað af Krafti í Hörpu á sunnudaginn. Þar ætlar fjöldi fólks að koma saman yfir skemmtiatriðum og perla armbönd sem seld eru til styrktar Krafti. Ester segir að auk þess sem henni finnist gott að styrkja gott málefni sé hún spennt fyrir þægindunum sem fylgja muni hárleysinu. „Tíminn sem fer í að greiða þetta á morgnana og eftir sund, sturtu, íþróttir og æfingar o.s.frv. það fer alltaf svo mikill tími að ég held að þetta verði bara ógeðslega þægilegt sko.“ Fjölskylda Esterar og heimilishundurinn Valentín hafa öll tekið afar vel í framtakið, en aðspurður kveðst Valentín þó ekki geta hugsað sér að láta raka af sér hárið – þó málefnið sé gott. Ester segir skólafélagana einnig gríðarlega spennta fyrir uppátækinu. Hún segist hafa litlar áhyggjur af því að útkoman verði henni ekki að skapi. „Nei, ég er bara spennt sko. Það vex aftur á ef þetta kemur ekki eins vel út og mig langaði. Ég er glöð með að gera góðverk og það vex aftur á þetta hár.“
Mest lesið Ætlar ekki að beita sér í máli starfsmanns Útlendingastofnunar Innlent Sextán ára fékk greitt fyrir að færa Epstein stúlkur Erlent Hljóti að vera komið að því að skoða öryggisgæslu við skóla Innlent „Þetta er bara ljótt“ Innlent „Ég vil ekki nokkurn tímann sjá neitt svona aftur“ Innlent Milljónir til almannatengla og átta sinnum meira en í fyrra Innlent Systir og amma drengs í meðferð létust í Suður-Afríku Innlent Eyjólfur í orlof og Inga þrefaldur ráðherra Innlent Fóru um borð í vélvana rússneskt skip Erlent „En hver sagði að þetta ætti að vera auðvelt?“ Innlent Fleiri fréttir Nú má heita Love, Tóní, Ranimosk og Draumur Kvartar til umboðsmanns og vonar að Vegagerðin sjái að sér Ætlar ekki að beita sér í máli starfsmanns Útlendingastofnunar „Ég vil ekki nokkurn tímann sjá neitt svona aftur“ Gyðingar á Íslandi upplifa aukinn ótta Ferðaþjónusta blómstrar í uppsveitum Árnessýslu „Þetta er bara ljótt“ Hljóti að vera komið að því að skoða öryggisgæslu við skóla Ætlar að skýra hvenær rjúfa megi þagnarskyldu Þagnarskylda heilbrigðisstarfsfólks og öryggisgæsla við grunnskóla Eyjólfur í orlof og Inga þrefaldur ráðherra Vegagerðin segir flóðin í Vík fyrirséð Fjölmiðlar, bókmenntir og hægrimennska á Sprengisandi „En hver sagði að þetta ætti að vera auðvelt?“ Milljónir til almannatengla og átta sinnum meira en í fyrra Grunuð um að koma til landsins til að brjóta á öldruðum Leggja hald á skip á alþjóðahafsvæði undan ströndum Venesúela Bindur vonir við Vor til vinstri Systir og amma drengs í meðferð létust í Suður-Afríku „Við erum pottþétt að koma út í mínus, hversu miklum vitum við ekki“ „Þetta er alveg ásættanlegur samningur“ Deildi nöfnum skjólstæðinga á Instagram Íslendingar þægileg fórnarlömb fyrir vasaþjófa „Að öllu óbreyttu mun þjóðvegurinn fara í sundur“ Vonbrigði í Vík og rýnt í Epstein-skjölin Morgundagurinn sá stysti á árinu Langtímaleigan 23 þúsund krónum dýrari á ári Grenjandi rigning og hífandi rok á aðfangadag Reyndi að komast inn á lögreglustöð með fíkniefni Svona á að raða í uppþvottavélina Sjá meira