Hlakkar til að þurfa ekki að sinna síða hárinu Hersir Aron Ólafsson skrifar 1. febrúar 2018 19:45 Ellefu ára stúlka ætlar að láta raka af sér allt hárið og gefa í hárkollur fyrir krabbameinssjúka. Samhliða safnar hún áheitum fyrir félag ungs fólks með krabbamein. Hún hefur engar áhyggjur af útkomunni og hlakkar til að þurfa ekki að sinna síða hárinu. Ester Amíra Ægisdóttir er 11 ára gamall Hafnfirðingur sem þekkir krabbamein ágætlega. Þannig hafa báðar ömmur hennar greinst með, og sigrast á, krabbameini. Önnur þeirra missti hárið og notaðist við hárkollu um nokkra hríð. Ester segir þó að hugmyndin hafi í raun kviknað upp úr þurru. „Það var svona þegar við fórum í sumarbústað um jólin fór mig að langa til að raka af mér hárið. Bara af því bara, ég veti ekki af vherju. Svo fór ég að hugsa, afhverju ekki að gera eitthvað úr því og styrkja gott málefni?“ segir Ester. Ester ákvað að gefa hárið í hárkollugerð og safna í leiðinni áheitum fyrir Kraft, félag ungs fólks með krabbamein. „Ég ætlaði að safna 100 þúsund og já, það gengur mjög vel. Ég er búin að ná því markmiði þannig að hárið fer af.“Fínt að þurfa ekki að sinna hárinu Hún hefur nú þegar safnað á þriðja hundrað þúsund krónum, en hárið verður rakað af á viðburðinum Perlað af Krafti í Hörpu á sunnudaginn. Þar ætlar fjöldi fólks að koma saman yfir skemmtiatriðum og perla armbönd sem seld eru til styrktar Krafti. Ester segir að auk þess sem henni finnist gott að styrkja gott málefni sé hún spennt fyrir þægindunum sem fylgja muni hárleysinu. „Tíminn sem fer í að greiða þetta á morgnana og eftir sund, sturtu, íþróttir og æfingar o.s.frv. það fer alltaf svo mikill tími að ég held að þetta verði bara ógeðslega þægilegt sko.“ Fjölskylda Esterar og heimilishundurinn Valentín hafa öll tekið afar vel í framtakið, en aðspurður kveðst Valentín þó ekki geta hugsað sér að láta raka af sér hárið – þó málefnið sé gott. Ester segir skólafélagana einnig gríðarlega spennta fyrir uppátækinu. Hún segist hafa litlar áhyggjur af því að útkoman verði henni ekki að skapi. „Nei, ég er bara spennt sko. Það vex aftur á ef þetta kemur ekki eins vel út og mig langaði. Ég er glöð með að gera góðverk og það vex aftur á þetta hár.“ Mest lesið Samþykktu aldrei að Sanna fengi oddvitasætið Innlent Minnir á hvernig Hitler komst til valda Innlent Þjóðverjar yfirgefa Grænland Erlent Rúmlega tuttugu látnir eftir árekstur tveggja hraðlesta Erlent Önnur stúlka með móður sinni þegar Högni var klófestur Innlent Vilja beita „ofurvopni“ ESB gegn Bandaríkjunum Erlent Líkir kærunni við „faglega aftöku“ Innlent Sambandið aldrei verra: Ísland gæti bæst á listann Innlent Boðar leiðtogaráðið á aukafund vegna hótana Trumps Erlent Ræddi við Trump: „Hlakka til að sjá hann“ Erlent Fleiri fréttir Samþykktu aldrei að Sanna fengi oddvitasætið Minnir á hvernig Hitler komst til valda VG og Sanna sameina krafta sína Sala á grænlenskum á Íslandi nær tvöfaldast Ekkert athugavert við fundinn og stjórnin starfshæf Stjórnvöld „í blindflugi“ í menntamálum í rúman áratug Haldið upp á 80 ára afmæli Hveragerðis allt afmælisárið Sambandið aldrei verra: Ísland gæti bæst á listann Dæmi um að nemendur hafi aldrei mætt í leikfimi Grænlandstollar vonbrigði og verðbólga spillir kjarasamningum Stöðugleikasamningarnir gætu sprungið strax í haust Heimsmálin, Grænland, menntun og fjölmiðlun á Sprengisandi Karólína Helga skákaði sitjandi oddvita í Hafnarfirði Ísland standi með Grænlandi og Danmörku Vonar að skólarnir verði frjálsir frá símum í haust Álagning aldrei hærri: Eldsneytisverð hefði átt að lækka enn frekar Líkir kærunni við „faglega aftöku“ „Vegferð ákæruvaldsins til skammar“ Menntamálaráðherra tekur yfir hjúkrunarheimilin Fjögur handtekin á Akureyri grunuð um innbrot Viðvarandi óvissuástand bitni á langtímaáætlunum fyrirtækja Einn endaði á hliðinni og þrjú klemmdust á milli Var í símanum við neyðarlínuna þegar ekið var aftan á hann Ákvörðunin á ábyrgð stjórnenda Icelandair en ekki flugmanna „Hef hvergi hallað réttu máli“ Önnur stúlka með móður sinni þegar Högni var klófestur Fá þau að vera aftur á lista með Hildi? Fimm bíla árekstur á Reykjanesbraut og tveir fluttir á slysadeild Eigum eftir að sjá hvort Guðbrandur bæti upp fyrir hegðun sína Umfangsmikil lögregluaðgerð við Glerárgötu á Akureyri Sjá meira
Ellefu ára stúlka ætlar að láta raka af sér allt hárið og gefa í hárkollur fyrir krabbameinssjúka. Samhliða safnar hún áheitum fyrir félag ungs fólks með krabbamein. Hún hefur engar áhyggjur af útkomunni og hlakkar til að þurfa ekki að sinna síða hárinu. Ester Amíra Ægisdóttir er 11 ára gamall Hafnfirðingur sem þekkir krabbamein ágætlega. Þannig hafa báðar ömmur hennar greinst með, og sigrast á, krabbameini. Önnur þeirra missti hárið og notaðist við hárkollu um nokkra hríð. Ester segir þó að hugmyndin hafi í raun kviknað upp úr þurru. „Það var svona þegar við fórum í sumarbústað um jólin fór mig að langa til að raka af mér hárið. Bara af því bara, ég veti ekki af vherju. Svo fór ég að hugsa, afhverju ekki að gera eitthvað úr því og styrkja gott málefni?“ segir Ester. Ester ákvað að gefa hárið í hárkollugerð og safna í leiðinni áheitum fyrir Kraft, félag ungs fólks með krabbamein. „Ég ætlaði að safna 100 þúsund og já, það gengur mjög vel. Ég er búin að ná því markmiði þannig að hárið fer af.“Fínt að þurfa ekki að sinna hárinu Hún hefur nú þegar safnað á þriðja hundrað þúsund krónum, en hárið verður rakað af á viðburðinum Perlað af Krafti í Hörpu á sunnudaginn. Þar ætlar fjöldi fólks að koma saman yfir skemmtiatriðum og perla armbönd sem seld eru til styrktar Krafti. Ester segir að auk þess sem henni finnist gott að styrkja gott málefni sé hún spennt fyrir þægindunum sem fylgja muni hárleysinu. „Tíminn sem fer í að greiða þetta á morgnana og eftir sund, sturtu, íþróttir og æfingar o.s.frv. það fer alltaf svo mikill tími að ég held að þetta verði bara ógeðslega þægilegt sko.“ Fjölskylda Esterar og heimilishundurinn Valentín hafa öll tekið afar vel í framtakið, en aðspurður kveðst Valentín þó ekki geta hugsað sér að láta raka af sér hárið – þó málefnið sé gott. Ester segir skólafélagana einnig gríðarlega spennta fyrir uppátækinu. Hún segist hafa litlar áhyggjur af því að útkoman verði henni ekki að skapi. „Nei, ég er bara spennt sko. Það vex aftur á ef þetta kemur ekki eins vel út og mig langaði. Ég er glöð með að gera góðverk og það vex aftur á þetta hár.“
Mest lesið Samþykktu aldrei að Sanna fengi oddvitasætið Innlent Minnir á hvernig Hitler komst til valda Innlent Þjóðverjar yfirgefa Grænland Erlent Rúmlega tuttugu látnir eftir árekstur tveggja hraðlesta Erlent Önnur stúlka með móður sinni þegar Högni var klófestur Innlent Vilja beita „ofurvopni“ ESB gegn Bandaríkjunum Erlent Líkir kærunni við „faglega aftöku“ Innlent Sambandið aldrei verra: Ísland gæti bæst á listann Innlent Boðar leiðtogaráðið á aukafund vegna hótana Trumps Erlent Ræddi við Trump: „Hlakka til að sjá hann“ Erlent Fleiri fréttir Samþykktu aldrei að Sanna fengi oddvitasætið Minnir á hvernig Hitler komst til valda VG og Sanna sameina krafta sína Sala á grænlenskum á Íslandi nær tvöfaldast Ekkert athugavert við fundinn og stjórnin starfshæf Stjórnvöld „í blindflugi“ í menntamálum í rúman áratug Haldið upp á 80 ára afmæli Hveragerðis allt afmælisárið Sambandið aldrei verra: Ísland gæti bæst á listann Dæmi um að nemendur hafi aldrei mætt í leikfimi Grænlandstollar vonbrigði og verðbólga spillir kjarasamningum Stöðugleikasamningarnir gætu sprungið strax í haust Heimsmálin, Grænland, menntun og fjölmiðlun á Sprengisandi Karólína Helga skákaði sitjandi oddvita í Hafnarfirði Ísland standi með Grænlandi og Danmörku Vonar að skólarnir verði frjálsir frá símum í haust Álagning aldrei hærri: Eldsneytisverð hefði átt að lækka enn frekar Líkir kærunni við „faglega aftöku“ „Vegferð ákæruvaldsins til skammar“ Menntamálaráðherra tekur yfir hjúkrunarheimilin Fjögur handtekin á Akureyri grunuð um innbrot Viðvarandi óvissuástand bitni á langtímaáætlunum fyrirtækja Einn endaði á hliðinni og þrjú klemmdust á milli Var í símanum við neyðarlínuna þegar ekið var aftan á hann Ákvörðunin á ábyrgð stjórnenda Icelandair en ekki flugmanna „Hef hvergi hallað réttu máli“ Önnur stúlka með móður sinni þegar Högni var klófestur Fá þau að vera aftur á lista með Hildi? Fimm bíla árekstur á Reykjanesbraut og tveir fluttir á slysadeild Eigum eftir að sjá hvort Guðbrandur bæti upp fyrir hegðun sína Umfangsmikil lögregluaðgerð við Glerárgötu á Akureyri Sjá meira