Hlakkar til að þurfa ekki að sinna síða hárinu Hersir Aron Ólafsson skrifar 1. febrúar 2018 19:45 Ellefu ára stúlka ætlar að láta raka af sér allt hárið og gefa í hárkollur fyrir krabbameinssjúka. Samhliða safnar hún áheitum fyrir félag ungs fólks með krabbamein. Hún hefur engar áhyggjur af útkomunni og hlakkar til að þurfa ekki að sinna síða hárinu. Ester Amíra Ægisdóttir er 11 ára gamall Hafnfirðingur sem þekkir krabbamein ágætlega. Þannig hafa báðar ömmur hennar greinst með, og sigrast á, krabbameini. Önnur þeirra missti hárið og notaðist við hárkollu um nokkra hríð. Ester segir þó að hugmyndin hafi í raun kviknað upp úr þurru. „Það var svona þegar við fórum í sumarbústað um jólin fór mig að langa til að raka af mér hárið. Bara af því bara, ég veti ekki af vherju. Svo fór ég að hugsa, afhverju ekki að gera eitthvað úr því og styrkja gott málefni?“ segir Ester. Ester ákvað að gefa hárið í hárkollugerð og safna í leiðinni áheitum fyrir Kraft, félag ungs fólks með krabbamein. „Ég ætlaði að safna 100 þúsund og já, það gengur mjög vel. Ég er búin að ná því markmiði þannig að hárið fer af.“Fínt að þurfa ekki að sinna hárinu Hún hefur nú þegar safnað á þriðja hundrað þúsund krónum, en hárið verður rakað af á viðburðinum Perlað af Krafti í Hörpu á sunnudaginn. Þar ætlar fjöldi fólks að koma saman yfir skemmtiatriðum og perla armbönd sem seld eru til styrktar Krafti. Ester segir að auk þess sem henni finnist gott að styrkja gott málefni sé hún spennt fyrir þægindunum sem fylgja muni hárleysinu. „Tíminn sem fer í að greiða þetta á morgnana og eftir sund, sturtu, íþróttir og æfingar o.s.frv. það fer alltaf svo mikill tími að ég held að þetta verði bara ógeðslega þægilegt sko.“ Fjölskylda Esterar og heimilishundurinn Valentín hafa öll tekið afar vel í framtakið, en aðspurður kveðst Valentín þó ekki geta hugsað sér að láta raka af sér hárið – þó málefnið sé gott. Ester segir skólafélagana einnig gríðarlega spennta fyrir uppátækinu. Hún segist hafa litlar áhyggjur af því að útkoman verði henni ekki að skapi. „Nei, ég er bara spennt sko. Það vex aftur á ef þetta kemur ekki eins vel út og mig langaði. Ég er glöð með að gera góðverk og það vex aftur á þetta hár.“ Mest lesið Allt að áttatíu þúsund mæti í miðbæinn og götulokanir í gildi Innlent Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Trump stendur loks við stóru orðin Erlent „Fyrst og fremst erum við að biðja um að fá að vera skráð í okkar hús“ Innlent Lofar látum og vísar gagnrýni Samtaka atvinnulífsins á bug Innlent Belgar komu í veg fyrir samþykkt um nýtingu rússneskra eigna Erlent Brunaði austur til að finna litla frænda Innlent Trump slaufar öllum viðræðum við Kanada út af sjónvarpsauglýsingu sem fór fyrir brjóstið á honum Erlent Starfsmenn Kubbs og Terra grunaðir um samráð Innlent Þjóðin klofin í afstöðu til þess hvort jafnrétti kynjanna hafi verið náð Innlent Villur í dómum sömdum með aðstoð gervigreindar Erlent Fleiri fréttir Bein útsending: Nútíma kvennabarátta – Staða kvenna af erlendum uppruna á vinnumarkaði Dóra Björt stefnir á formanninn Þjóðin klofin í afstöðu til þess hvort jafnrétti kynjanna hafi verið náð Bein útsending: Umhverfismat vegna Sundabrautar kynnt Varnar- og öryggisstefna fyrir Ísland: Áhersla á Norðurslóðir, NATO og samstarf við Bandaríkin Allt að áttatíu þúsund mæti í miðbæinn og götulokanir í gildi Flugumferðarstjórar aflýsa vinnustöðvunum á morgun og laugardag Lofar látum og vísar gagnrýni Samtaka atvinnulífsins á bug „Fyrst og fremst erum við að biðja um að fá að vera skráð í okkar hús“ Þriggja ára fangelsi eftir flug frá Berlín Fann aldagamlan mun, brást hárrétt við og langar að gerast fornleifafræðingur Brunaði austur til að finna litla frænda „Þá erum við að tala um 60 milljarða í töpuðum útflutningstekjum“ Kvíðið starfsfólk, handtökur og fornminjafundur Starfsmenn Kubbs og Terra grunaðir um samráð Lúkas Geir áfrýjar eins og hinir tveir Kvenleiðtogar á kvennafrídegi: Kristrún með fjölskyldunni, Inga vill kíkja á Arnarhól og Þorgerður með í baráttuanda Landsnet fagnar sigri í baráttu við landeigendur Falsað myndband af kennara og nemanda fór í dreifingu Nýr lögreglustjóri á Austurlandi verði skipaður á allra næstu dögum Gagnrýna lítinn fyrirvara á skipulagi kvennafrídagsins „Við finnum fyrir mikilli spennu frá heimsbyggðinni“ Verktakar hafi greinilega nóg því þeir kjósi frekar að bíða en lækka Pallborðið: Dómgreindarbrestur hjá CoolBet Guðmundur til ráðherra og framkvæmdastjóri HK tekur við Sjaldan eins erfitt að kaupa fasteign og konur undirbúa verkfall Titringur í hreppnum vegna lögheimilisflutninga Sigmundur seinn: „Er þingmaðurinn í salnum?“ Halla tekur sér frí og vill að karlmenn axli ábyrgð Embættismenn sitji að hámarki í fjórtán ár og aðstoðarmenn hætti fyrir kosningar Sjá meira
Ellefu ára stúlka ætlar að láta raka af sér allt hárið og gefa í hárkollur fyrir krabbameinssjúka. Samhliða safnar hún áheitum fyrir félag ungs fólks með krabbamein. Hún hefur engar áhyggjur af útkomunni og hlakkar til að þurfa ekki að sinna síða hárinu. Ester Amíra Ægisdóttir er 11 ára gamall Hafnfirðingur sem þekkir krabbamein ágætlega. Þannig hafa báðar ömmur hennar greinst með, og sigrast á, krabbameini. Önnur þeirra missti hárið og notaðist við hárkollu um nokkra hríð. Ester segir þó að hugmyndin hafi í raun kviknað upp úr þurru. „Það var svona þegar við fórum í sumarbústað um jólin fór mig að langa til að raka af mér hárið. Bara af því bara, ég veti ekki af vherju. Svo fór ég að hugsa, afhverju ekki að gera eitthvað úr því og styrkja gott málefni?“ segir Ester. Ester ákvað að gefa hárið í hárkollugerð og safna í leiðinni áheitum fyrir Kraft, félag ungs fólks með krabbamein. „Ég ætlaði að safna 100 þúsund og já, það gengur mjög vel. Ég er búin að ná því markmiði þannig að hárið fer af.“Fínt að þurfa ekki að sinna hárinu Hún hefur nú þegar safnað á þriðja hundrað þúsund krónum, en hárið verður rakað af á viðburðinum Perlað af Krafti í Hörpu á sunnudaginn. Þar ætlar fjöldi fólks að koma saman yfir skemmtiatriðum og perla armbönd sem seld eru til styrktar Krafti. Ester segir að auk þess sem henni finnist gott að styrkja gott málefni sé hún spennt fyrir þægindunum sem fylgja muni hárleysinu. „Tíminn sem fer í að greiða þetta á morgnana og eftir sund, sturtu, íþróttir og æfingar o.s.frv. það fer alltaf svo mikill tími að ég held að þetta verði bara ógeðslega þægilegt sko.“ Fjölskylda Esterar og heimilishundurinn Valentín hafa öll tekið afar vel í framtakið, en aðspurður kveðst Valentín þó ekki geta hugsað sér að láta raka af sér hárið – þó málefnið sé gott. Ester segir skólafélagana einnig gríðarlega spennta fyrir uppátækinu. Hún segist hafa litlar áhyggjur af því að útkoman verði henni ekki að skapi. „Nei, ég er bara spennt sko. Það vex aftur á ef þetta kemur ekki eins vel út og mig langaði. Ég er glöð með að gera góðverk og það vex aftur á þetta hár.“
Mest lesið Allt að áttatíu þúsund mæti í miðbæinn og götulokanir í gildi Innlent Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Trump stendur loks við stóru orðin Erlent „Fyrst og fremst erum við að biðja um að fá að vera skráð í okkar hús“ Innlent Lofar látum og vísar gagnrýni Samtaka atvinnulífsins á bug Innlent Belgar komu í veg fyrir samþykkt um nýtingu rússneskra eigna Erlent Brunaði austur til að finna litla frænda Innlent Trump slaufar öllum viðræðum við Kanada út af sjónvarpsauglýsingu sem fór fyrir brjóstið á honum Erlent Starfsmenn Kubbs og Terra grunaðir um samráð Innlent Þjóðin klofin í afstöðu til þess hvort jafnrétti kynjanna hafi verið náð Innlent Villur í dómum sömdum með aðstoð gervigreindar Erlent Fleiri fréttir Bein útsending: Nútíma kvennabarátta – Staða kvenna af erlendum uppruna á vinnumarkaði Dóra Björt stefnir á formanninn Þjóðin klofin í afstöðu til þess hvort jafnrétti kynjanna hafi verið náð Bein útsending: Umhverfismat vegna Sundabrautar kynnt Varnar- og öryggisstefna fyrir Ísland: Áhersla á Norðurslóðir, NATO og samstarf við Bandaríkin Allt að áttatíu þúsund mæti í miðbæinn og götulokanir í gildi Flugumferðarstjórar aflýsa vinnustöðvunum á morgun og laugardag Lofar látum og vísar gagnrýni Samtaka atvinnulífsins á bug „Fyrst og fremst erum við að biðja um að fá að vera skráð í okkar hús“ Þriggja ára fangelsi eftir flug frá Berlín Fann aldagamlan mun, brást hárrétt við og langar að gerast fornleifafræðingur Brunaði austur til að finna litla frænda „Þá erum við að tala um 60 milljarða í töpuðum útflutningstekjum“ Kvíðið starfsfólk, handtökur og fornminjafundur Starfsmenn Kubbs og Terra grunaðir um samráð Lúkas Geir áfrýjar eins og hinir tveir Kvenleiðtogar á kvennafrídegi: Kristrún með fjölskyldunni, Inga vill kíkja á Arnarhól og Þorgerður með í baráttuanda Landsnet fagnar sigri í baráttu við landeigendur Falsað myndband af kennara og nemanda fór í dreifingu Nýr lögreglustjóri á Austurlandi verði skipaður á allra næstu dögum Gagnrýna lítinn fyrirvara á skipulagi kvennafrídagsins „Við finnum fyrir mikilli spennu frá heimsbyggðinni“ Verktakar hafi greinilega nóg því þeir kjósi frekar að bíða en lækka Pallborðið: Dómgreindarbrestur hjá CoolBet Guðmundur til ráðherra og framkvæmdastjóri HK tekur við Sjaldan eins erfitt að kaupa fasteign og konur undirbúa verkfall Titringur í hreppnum vegna lögheimilisflutninga Sigmundur seinn: „Er þingmaðurinn í salnum?“ Halla tekur sér frí og vill að karlmenn axli ábyrgð Embættismenn sitji að hámarki í fjórtán ár og aðstoðarmenn hætti fyrir kosningar Sjá meira
Trump slaufar öllum viðræðum við Kanada út af sjónvarpsauglýsingu sem fór fyrir brjóstið á honum Erlent
Kvenleiðtogar á kvennafrídegi: Kristrún með fjölskyldunni, Inga vill kíkja á Arnarhól og Þorgerður með í baráttuanda
Trump slaufar öllum viðræðum við Kanada út af sjónvarpsauglýsingu sem fór fyrir brjóstið á honum Erlent