Hópur kvenna fær ekki að keppa í hlaupagreinum án lyfja Ástrós Ýr Eggertsdóttir skrifar 26. apríl 2018 15:30 Caster Semenya er ríkjandi Ólympíumeistari í 800m hlaupi kvenna vísir/getty Alþjóða frjálsíþróttasambandið IAAF hefur samþykkt nýjar reglur sem banna konum sem eru að eðlisfari með hátt testosterón magn að keppa í sumum hlaupavegalengdum á mótum þess nema taka lyf. BBC greinir frá þessu í dag.Nýja reglugerðin mun taka gildi 1. nóvember og á við um allar hlaupavegalengdir frá 400m og upp í mílu (1,6 km). Það eru 400m, 400m grindahlaup, 800m og 1500m og boðhlaup í sömu vegalengdum. Reglurnar eiga að jafna samkeppnina og koma í veg fyrir að konur með hátt testosterón hafi forskot á aðra keppendur. „Þessar reglur snúast ekki um svindl heldur að jafna möguleika allra keppenda til þess að tryggja sanngjarna keppni,“ sagði forseti IAAF, Sebastian Coe. Vilji hlaupararnir ekki taka inn áskilin lyf þá mega þær ekki keppa í hlaupunum, að minnsta kosti ekki í kvennaflokki. Þeim sé frjálst að hlaupa í öðrum vegalengdum eða hlaupa meðal karlmanna. Þá eiga reglurnar ekki við á mótum sem eru ekki viðurkennd af IAAF sem alþjóðleg mót. Caster Semenya frá Suður Afríu er ein af þeim sem fellur undir þennan hóp hlaupara. Hún hefur áður þurft að fara í kynprófanir í tengslum við hlaup sín en niðurstöður þeirra hafa ekki verið gerðar opinberar. Semenya er ríkjandi Ólympíumeistari í 800m hlaupi kvenna. Semenya sendi frá sér tíst þegar ákvörðun IAAF hafði verið gerð opinber þar sem hún sagði: „Ég er 97 prósent viss um að ykkur líkar ekki við mig, en ég er 100 prósent viss um að mér er alveg sama.“pic.twitter.com/fic76ojjqh — Caster Semenya (@caster800m) April 26, 2018 Frjálsar íþróttir Mest lesið Björn Borg tók of stóran skammt af eiturlyfjum Sport Róbert hættir hjá HSÍ Handbolti Kastaði stól í Eyjum og fékk þriggja leikja bann Handbolti Enduðu á nærbuxunum og gátu ekki flogið Fótbolti Sjáðu dramatíkina á Anfield: Van Dijk skoraði og Simeone brjálaðist Fótbolti „Þessi viðbrögð eru auðvitað ekki í lagi“ Fótbolti Fékk viljandi rautt og gæti misst af úrslitaleiknum Íslenski boltinn „Maður spyr sig hvar maður á heppnina inni“ Íslenski boltinn Vann Ólympíubrons en ætlar að keppa á Steraleikunum og slá heimsmetið Sport Skylda að klippa vel neglur í handbolta Handbolti Fleiri fréttir Slæm byrjun Chelsea skilaði Bayern sigri Orri skilaði þremur úr horninu í miklum markaleik Í beinni: Man. City - Napoli | De Bruyne, Höjlund og McTominay aftur í Manchester Í beinni: Newcastle - Barcelona | Spænska stóveldið án Yamal Fyrst til að verða heimsmeistari í báðum greinum Sædís og Arna í Meistaradeild Evrópu Fékk viljandi rautt og gæti misst af úrslitaleiknum Mourinho strax kominn með nýtt starf Ólöf Helga tekur við stjórninni: „Orðnar mjög spenntar fyrir fyrsta þætti“ Skylda að klippa vel neglur í handbolta Messi að framlengja við Inter Miami Róbert hættir hjá HSÍ Enduðu á nærbuxunum og gátu ekki flogið Wildcard hugleiðingar Fantasýn: Haaland inn, Salah út og bíða með Isak Kastaði stól í Eyjum og fékk þriggja leikja bann Fær nýjan þriggja ára samning þrátt fjögur töp í fyrstu fjórum leikjunum Ísland stendur í stað þrátt fyrir stórsigur Fimm sigurmörk á síðustu sjö mínútunum Björn Borg tók of stóran skammt af eiturlyfjum Vann Ólympíubrons en ætlar að keppa á Steraleikunum og slá heimsmetið „Maður spyr sig hvar maður á heppnina inni“ Sjáðu dramatíkina á Anfield: Van Dijk skoraði og Simeone brjálaðist „Þetta verður erfitt, en við munum reyna okkar besta” Dagskráin í dag: Meiri Meistaradeild og Big Ben „Svekkjandi að við gefum þeim fjögur mörk“ „Sex til sjö leikmenn haltrandi inni á vellinum“ Mourinho tekur við Benfica „Þessi viðbrögð eru auðvitað ekki í lagi“ Janus sagður á leið til Barcelona Swansea gafst ekki upp og skaut Forest úr leik Sjá meira
Alþjóða frjálsíþróttasambandið IAAF hefur samþykkt nýjar reglur sem banna konum sem eru að eðlisfari með hátt testosterón magn að keppa í sumum hlaupavegalengdum á mótum þess nema taka lyf. BBC greinir frá þessu í dag.Nýja reglugerðin mun taka gildi 1. nóvember og á við um allar hlaupavegalengdir frá 400m og upp í mílu (1,6 km). Það eru 400m, 400m grindahlaup, 800m og 1500m og boðhlaup í sömu vegalengdum. Reglurnar eiga að jafna samkeppnina og koma í veg fyrir að konur með hátt testosterón hafi forskot á aðra keppendur. „Þessar reglur snúast ekki um svindl heldur að jafna möguleika allra keppenda til þess að tryggja sanngjarna keppni,“ sagði forseti IAAF, Sebastian Coe. Vilji hlaupararnir ekki taka inn áskilin lyf þá mega þær ekki keppa í hlaupunum, að minnsta kosti ekki í kvennaflokki. Þeim sé frjálst að hlaupa í öðrum vegalengdum eða hlaupa meðal karlmanna. Þá eiga reglurnar ekki við á mótum sem eru ekki viðurkennd af IAAF sem alþjóðleg mót. Caster Semenya frá Suður Afríu er ein af þeim sem fellur undir þennan hóp hlaupara. Hún hefur áður þurft að fara í kynprófanir í tengslum við hlaup sín en niðurstöður þeirra hafa ekki verið gerðar opinberar. Semenya er ríkjandi Ólympíumeistari í 800m hlaupi kvenna. Semenya sendi frá sér tíst þegar ákvörðun IAAF hafði verið gerð opinber þar sem hún sagði: „Ég er 97 prósent viss um að ykkur líkar ekki við mig, en ég er 100 prósent viss um að mér er alveg sama.“pic.twitter.com/fic76ojjqh — Caster Semenya (@caster800m) April 26, 2018
Frjálsar íþróttir Mest lesið Björn Borg tók of stóran skammt af eiturlyfjum Sport Róbert hættir hjá HSÍ Handbolti Kastaði stól í Eyjum og fékk þriggja leikja bann Handbolti Enduðu á nærbuxunum og gátu ekki flogið Fótbolti Sjáðu dramatíkina á Anfield: Van Dijk skoraði og Simeone brjálaðist Fótbolti „Þessi viðbrögð eru auðvitað ekki í lagi“ Fótbolti Fékk viljandi rautt og gæti misst af úrslitaleiknum Íslenski boltinn „Maður spyr sig hvar maður á heppnina inni“ Íslenski boltinn Vann Ólympíubrons en ætlar að keppa á Steraleikunum og slá heimsmetið Sport Skylda að klippa vel neglur í handbolta Handbolti Fleiri fréttir Slæm byrjun Chelsea skilaði Bayern sigri Orri skilaði þremur úr horninu í miklum markaleik Í beinni: Man. City - Napoli | De Bruyne, Höjlund og McTominay aftur í Manchester Í beinni: Newcastle - Barcelona | Spænska stóveldið án Yamal Fyrst til að verða heimsmeistari í báðum greinum Sædís og Arna í Meistaradeild Evrópu Fékk viljandi rautt og gæti misst af úrslitaleiknum Mourinho strax kominn með nýtt starf Ólöf Helga tekur við stjórninni: „Orðnar mjög spenntar fyrir fyrsta þætti“ Skylda að klippa vel neglur í handbolta Messi að framlengja við Inter Miami Róbert hættir hjá HSÍ Enduðu á nærbuxunum og gátu ekki flogið Wildcard hugleiðingar Fantasýn: Haaland inn, Salah út og bíða með Isak Kastaði stól í Eyjum og fékk þriggja leikja bann Fær nýjan þriggja ára samning þrátt fjögur töp í fyrstu fjórum leikjunum Ísland stendur í stað þrátt fyrir stórsigur Fimm sigurmörk á síðustu sjö mínútunum Björn Borg tók of stóran skammt af eiturlyfjum Vann Ólympíubrons en ætlar að keppa á Steraleikunum og slá heimsmetið „Maður spyr sig hvar maður á heppnina inni“ Sjáðu dramatíkina á Anfield: Van Dijk skoraði og Simeone brjálaðist „Þetta verður erfitt, en við munum reyna okkar besta” Dagskráin í dag: Meiri Meistaradeild og Big Ben „Svekkjandi að við gefum þeim fjögur mörk“ „Sex til sjö leikmenn haltrandi inni á vellinum“ Mourinho tekur við Benfica „Þessi viðbrögð eru auðvitað ekki í lagi“ Janus sagður á leið til Barcelona Swansea gafst ekki upp og skaut Forest úr leik Sjá meira