ÍR bikarmeistari í frjálsum íþróttum Ástrós Ýr Eggertsdóttir skrifar 28. júlí 2018 15:44 Frá fögnuði ÍR á bikarmótinu fyrir ári síðan í Kaplakrika Vísir/ÓskarÓ ÍR er bikarmeistari í frjálsum íþróttum annað árið í röð. Aðeins þremur stigum munaði á liðum ÍR og FH. Breiðablik varð í þriðja sæti. Mikið af helsta frjálsíþróttafólki Íslands var mætt til keppni í Borgarnesi. Guðni Valur Guðnason, kastari úr ÍR, vann örugglega keppni í kúluvarpi. Hans kastaði lengst 17,37 metra sem var jafnframt bæting á hans persónulega meti. Thelma Lind Kristjánsdóttir bætti 36 ára gamalt Íslandsmet í kringlukasti á dögunum. Hún náði ekki eins góðu kasti í dag en vann þó kringlukastkeppnina í dag með tæpum fimm metrum, hennar lengsta kast var 49,67 metrar. Tiana Ósk Whithorth vann keppni í 100m hlaupi og nýkrýndi Evrópumeistarinn Guðbjörg Jóna Bjarnadóttir sigraði í 400m hlaupi. Hin sextán ára Agla María Kristjánsdóttir vann nokkuð óvænt keppni í þrístökki. Mjög mjótt var á mununum, aðeins þremur sentimetrum munaði á henni og Hildigunni Þórarinsdóttur sem varð í öðru sæti. Agla María stökk 11,88 metra og Hildigunnur 11,85. Eins og oft áður endaði keppni dagsins á boðhlaupum. Hlaupin eru oft þar sem úrslit stigakeppninnar ráðast. Sveit ÍR vann í karlaflokki á tímanum 1:59,68 mínútu. Sveit FH varð í örðu sæti á 2:00,88 mínútu. Með sigrinum gulltryggðu ÍR-ingar sigur sinn í karlaflokki og vörðu þar með titil sinn frá því í fyrra. Lið ÍR fékk 58 stig í heildina í karlaflokki á móti 49 stigum FH. Í kvennaflokki hafði sveit ÍR-A einnig vinninginn, þær voru um fimm sekúndum á undan sveit FH-A. Þrátt fyrir það hafði FH betur í stigakeppninni í kvennaflokki líkt og í fyrra með 64 stigum gegn 58 stigum ÍR. Heildarúrslitin réðust á þremur stigum og hafði lið ÍR betur og er því bikarmeistari í frjálsum íþróttum annað árið í röð. Lið ÍR fékk samanlagt 116 stig og lið FH 113. Lið Breiðabliks varð í þriðja sæti með 91 stig. Bæði lið FH og ÍR sendu inn tvö lið, A og B, í kvennaflokki en bara eitt í karlaflokki. Stigasöfnun B-liðanna fór ekki upp í stigasöfnun A-liðanna heldur var talin sér. Heildarstig liðanna eru samansett af liðinu í karlaflokki og A-liðinu í kvennaflokki. Frjálsar íþróttir Mest lesið Þegar Dagur féll á lyfjaprófi: „Var með magasár í hálft ár“ Handbolti „Eftir síðasta mót sögðu þeir bara strax að þeir vildu fá Ísland“ Handbolti Solskjær ekki lengur líklegastur Enski boltinn Bruno Fernandes hakkaður í gærkvöldi Enski boltinn Mætir Liverpool en fær gæsahúð þegar hann heyrir „You'll Never Walk Alone“ Enski boltinn Sjáðu magnaða vörslu hins 43 ára Gordon: „Ein mín besta á ferlinum“ Fótbolti Guðjón Valur fær Garðar til Gummersbach Handbolti Snýr aftur til Íslands og tekur við ÍBV Íslenski boltinn „Mjög hentugt að fá viku til að koma honum inn í hlutina“ Körfubolti Meistaraþjálfari danska landsliðsins segist hafa breytt um stíl Handbolti Fleiri fréttir Katarar vilja halda fyrsta HM félagsliða hjá konunum Mátti ekki koma inn á vegna þess að hún var með eyrnalokk Hannover staðfestir kaupin á Stefáni Teiti KKÍ stefnir að því að spila jólabolta Meistaraþjálfari danska landsliðsins segist hafa breytt um stíl Sjáðu magnaða vörslu hins 43 ára Gordon: „Ein mín besta á ferlinum“ Svarar formanni KKÍ: „Eins og að gráta yfir bensínverði á meðan þú ert á Ferrari“ „Mjög hentugt að fá viku til að koma honum inn í hlutina“ Fæstir leikir hjá Man Utd síðan í fyrri heimsstyrjöld Enn einn Bliki kveður Kópavoginn: Áslaug Munda semur við Parma Á leið á Ólympíuleikana ári eftir að hann missti báða foreldra sína í flugslysi „Eitthvað sem ég þarf að venjast“ Guðjón Valur fær Garðar til Gummersbach Snýr aftur til Íslands og tekur við ÍBV Mætir Liverpool en fær gæsahúð þegar hann heyrir „You'll Never Walk Alone“ Stuðningsmenn Færeyinga gista í ferju í Oslóarhöfn Carrick nú talinn líklegastur til að taka við Man Utd „Eftir síðasta mót sögðu þeir bara strax að þeir vildu fá Ísland“ „Myndum að sjálfsögðu taka honum opnum örmum“ „Íþróttaskuld“ eða „íþróttasukk“ Mikel Arteta hrósaði Arne Slot NFL-meistararnir úr leik í nótt Þegar Dagur féll á lyfjaprófi: „Var með magasár í hálft ár“ Bruno Fernandes hakkaður í gærkvöldi Dagskráin í dag: Liverpool í bikarnum og síðasta lausa sætið í NFL Kemi tilþrifin: „Ég skoraði aðeins meira og er myndarlegri“ Helgi Már: Lögðumst bara flatir fyrir þeim Hilmar Smári: Gott að spila aftur í Garðabænum Solskjær ekki lengur líklegastur Hákon lagði upp en Endrick sá til þess að Lille félli úr bikarnum Sjá meira
ÍR er bikarmeistari í frjálsum íþróttum annað árið í röð. Aðeins þremur stigum munaði á liðum ÍR og FH. Breiðablik varð í þriðja sæti. Mikið af helsta frjálsíþróttafólki Íslands var mætt til keppni í Borgarnesi. Guðni Valur Guðnason, kastari úr ÍR, vann örugglega keppni í kúluvarpi. Hans kastaði lengst 17,37 metra sem var jafnframt bæting á hans persónulega meti. Thelma Lind Kristjánsdóttir bætti 36 ára gamalt Íslandsmet í kringlukasti á dögunum. Hún náði ekki eins góðu kasti í dag en vann þó kringlukastkeppnina í dag með tæpum fimm metrum, hennar lengsta kast var 49,67 metrar. Tiana Ósk Whithorth vann keppni í 100m hlaupi og nýkrýndi Evrópumeistarinn Guðbjörg Jóna Bjarnadóttir sigraði í 400m hlaupi. Hin sextán ára Agla María Kristjánsdóttir vann nokkuð óvænt keppni í þrístökki. Mjög mjótt var á mununum, aðeins þremur sentimetrum munaði á henni og Hildigunni Þórarinsdóttur sem varð í öðru sæti. Agla María stökk 11,88 metra og Hildigunnur 11,85. Eins og oft áður endaði keppni dagsins á boðhlaupum. Hlaupin eru oft þar sem úrslit stigakeppninnar ráðast. Sveit ÍR vann í karlaflokki á tímanum 1:59,68 mínútu. Sveit FH varð í örðu sæti á 2:00,88 mínútu. Með sigrinum gulltryggðu ÍR-ingar sigur sinn í karlaflokki og vörðu þar með titil sinn frá því í fyrra. Lið ÍR fékk 58 stig í heildina í karlaflokki á móti 49 stigum FH. Í kvennaflokki hafði sveit ÍR-A einnig vinninginn, þær voru um fimm sekúndum á undan sveit FH-A. Þrátt fyrir það hafði FH betur í stigakeppninni í kvennaflokki líkt og í fyrra með 64 stigum gegn 58 stigum ÍR. Heildarúrslitin réðust á þremur stigum og hafði lið ÍR betur og er því bikarmeistari í frjálsum íþróttum annað árið í röð. Lið ÍR fékk samanlagt 116 stig og lið FH 113. Lið Breiðabliks varð í þriðja sæti með 91 stig. Bæði lið FH og ÍR sendu inn tvö lið, A og B, í kvennaflokki en bara eitt í karlaflokki. Stigasöfnun B-liðanna fór ekki upp í stigasöfnun A-liðanna heldur var talin sér. Heildarstig liðanna eru samansett af liðinu í karlaflokki og A-liðinu í kvennaflokki.
Frjálsar íþróttir Mest lesið Þegar Dagur féll á lyfjaprófi: „Var með magasár í hálft ár“ Handbolti „Eftir síðasta mót sögðu þeir bara strax að þeir vildu fá Ísland“ Handbolti Solskjær ekki lengur líklegastur Enski boltinn Bruno Fernandes hakkaður í gærkvöldi Enski boltinn Mætir Liverpool en fær gæsahúð þegar hann heyrir „You'll Never Walk Alone“ Enski boltinn Sjáðu magnaða vörslu hins 43 ára Gordon: „Ein mín besta á ferlinum“ Fótbolti Guðjón Valur fær Garðar til Gummersbach Handbolti Snýr aftur til Íslands og tekur við ÍBV Íslenski boltinn „Mjög hentugt að fá viku til að koma honum inn í hlutina“ Körfubolti Meistaraþjálfari danska landsliðsins segist hafa breytt um stíl Handbolti Fleiri fréttir Katarar vilja halda fyrsta HM félagsliða hjá konunum Mátti ekki koma inn á vegna þess að hún var með eyrnalokk Hannover staðfestir kaupin á Stefáni Teiti KKÍ stefnir að því að spila jólabolta Meistaraþjálfari danska landsliðsins segist hafa breytt um stíl Sjáðu magnaða vörslu hins 43 ára Gordon: „Ein mín besta á ferlinum“ Svarar formanni KKÍ: „Eins og að gráta yfir bensínverði á meðan þú ert á Ferrari“ „Mjög hentugt að fá viku til að koma honum inn í hlutina“ Fæstir leikir hjá Man Utd síðan í fyrri heimsstyrjöld Enn einn Bliki kveður Kópavoginn: Áslaug Munda semur við Parma Á leið á Ólympíuleikana ári eftir að hann missti báða foreldra sína í flugslysi „Eitthvað sem ég þarf að venjast“ Guðjón Valur fær Garðar til Gummersbach Snýr aftur til Íslands og tekur við ÍBV Mætir Liverpool en fær gæsahúð þegar hann heyrir „You'll Never Walk Alone“ Stuðningsmenn Færeyinga gista í ferju í Oslóarhöfn Carrick nú talinn líklegastur til að taka við Man Utd „Eftir síðasta mót sögðu þeir bara strax að þeir vildu fá Ísland“ „Myndum að sjálfsögðu taka honum opnum örmum“ „Íþróttaskuld“ eða „íþróttasukk“ Mikel Arteta hrósaði Arne Slot NFL-meistararnir úr leik í nótt Þegar Dagur féll á lyfjaprófi: „Var með magasár í hálft ár“ Bruno Fernandes hakkaður í gærkvöldi Dagskráin í dag: Liverpool í bikarnum og síðasta lausa sætið í NFL Kemi tilþrifin: „Ég skoraði aðeins meira og er myndarlegri“ Helgi Már: Lögðumst bara flatir fyrir þeim Hilmar Smári: Gott að spila aftur í Garðabænum Solskjær ekki lengur líklegastur Hákon lagði upp en Endrick sá til þess að Lille félli úr bikarnum Sjá meira