Rík ástæða til að búa sig undir nýja persónuverndarlöggjöf Hersir Aron Ólafsson skrifar 13. janúar 2018 20:00 Smærri fyrirtæki þurfa að bretta upp ermar og búa sig undir breytta tíma í persónuvernd. Ný persónuverndarlöggjöf sem tekur gildi í vor mun hafa gríðarlega mikil áhrif á alla sem vinna persónuupplýsingar. Helga Þórisdóttir, forstjóri Persónuverndar, segir að margir sýsli með slíkar upplýsingar án þess að átta sig á því. Löggjöfin, sem tekur gildi í maí, er einhver sú umfangsmesta sem Evrópusambandið hefur gefið frá sér um árabil. Hún telur alls 99 greinar og gjörbreytir umhverfi fjölmargra aðila sem sýsla með persónuupplýsingar. Forstjóri Persónuverndar segir að stjórnvöld og stærri fyrirtæki hérlendis virðist í heildina litið nokkuð vel búin undir það sem koma skal. „Síðan er það spurningin um smærri aðila. Það sem er að varast í því er að smáir aðilar á borð við einkafyrirtæki geta sum hver verið með umfangsmikla vinnslu persónuupplýsinga undir. Ég myndi beina þeim alvarlegu tilmælum til þeirra aðila að fara að bretta upp ermar ef þeir eru ekki þegar búnir að því,“ segir Helga. Helga bendir á að persónuupplýsingar í skilningi reglnanna séu afar víðtækt hugtak. „Nafn, heimili, kennitala, símanúmer, bílnúmer. Þetta er það hefðbundna og svo bætist við þetta nýja umhverfi sem tæknibyltingin er að færa okkur.“Facebook gleymir engu Þannig geti það eitt að halda bók yfir innhringd símtöl á skrifstofu talist vinnsla persónuupplýsinga, enda sýslað með nöfn, símanúmer og svo framvegis. Helga bendir þó á að mikilvægust sé sú mikla réttindaaukning sem almenningi er færð. Hún segir fólk oft lítið meðvitað um það í hve miklum mæli upplýsingar þess eru notaðar. „Fólk heldur að það sé bara að tala við fjölskyldu og vini, en áttar sig ekki á því að það er að veita stórfyrirtæki í Bandaríkjunum aðgang að öllu sem það setur þarna inn,“ bendir Helga á. Helga segir aðalatriðið vera að enginn megi vinna upplýsingar án þess að hafa til þess skýra heimild. Mikilvægt sé því að fyrirtæki skoði sín mál og athugi hvort svo sé í öllum tilfellum, enda geta afleiðingar brota verið alvarlegar. Þannig er persónuverndaryfirvöldum veittar stórauknar sektarheimildir og geta þau fyrir alvarleg brot sektað fyrirtæki um allt að 20 milljón evrur eða 4% af árlegri heildarveltu á heimsvísu, hvort heldur er hærra. „Umfangsmikil vinnsla persónuupplýsinga, þeir sem vinna viðkvæmar persónuupplýsingar eða þeir sem eru að taka nýja tækni í notkun – allir þessir aðilar þurfa algjörlega að vera vissir um að þeir séu að starfa innan heimildar. Þetta eru þeir aðilar sem má gefa sér að athygli Persónuverndar muni beinast að,“ segir Helga að lokum. Mest lesið Bein útsending: Konur streyma á Arnarhól Innlent Sættir sig ekki við sýknu tálbeitunnar Innlent Meinað að taka þátt þar sem hún þurfti að hafa barnið með sér Innlent Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Trump stendur loks við stóru orðin Erlent Blöskrar „vælið“ vegna Norðuráls Innlent Allt að áttatíu þúsund mæti í miðbæinn og götulokanir í gildi Innlent Nýtt fíkniefni læðist inn á íslenskan markað Innlent „Fyrst og fremst erum við að biðja um að fá að vera skráð í okkar hús“ Innlent Íslendingar meðal sakborninga en enginn í varðhaldi Innlent Vara við vafasömum Excel-skjölum í umferð „bókstaflega út um allt“ Innlent Fleiri fréttir Nýtt fíkniefni læðist inn á íslenskan markað Hóf störf of snemma eftir kvörtun vegna heimilisofbeldis Vara við vafasömum Excel-skjölum í umferð „bókstaflega út um allt“ Meinað að taka þátt þar sem hún þurfti að hafa barnið með sér Vill fund vegna „alvarlegrar stöðu“ á lánamarkaði Þingnefnd ræðir stöðuna á Grundartanga: „Þetta er bara óljóst“ Sjálfstæðismenn stefna á leiðtogaprófkjör í borginni Íslendingar meðal sakborninga en enginn í varðhaldi Bein útsending: Konur streyma á Arnarhól Blöskrar „vælið“ vegna Norðuráls Neita öllum ásökunum um samráð Leggja til breytingar við Reykjavíkurflugvöll eftir að lá við árekstri kennsluvéla Sættir sig ekki við sýknu tálbeitunnar Heimilar umferð um Vonarskarð Sennilegt að ástand Þingvallavegar hafi haft áhrif á aðdraganda banaslyss Miðla sögu jafnréttisbaráttunnar á Íslandi til útlanda Bein útsending: Nútíma kvennabarátta – Staða kvenna af erlendum uppruna á vinnumarkaði Dóra Björt stefnir á formanninn Þjóðin klofin í afstöðu til þess hvort jafnrétti kynjanna hafi verið náð Bein útsending: Umhverfismat vegna Sundabrautar kynnt Varnar- og öryggisstefna fyrir Ísland: Áhersla á Norðurslóðir, NATO og samstarf við Bandaríkin Allt að áttatíu þúsund mæti í miðbæinn og götulokanir í gildi Flugumferðarstjórar aflýsa vinnustöðvunum á morgun og laugardag Lofar látum og vísar gagnrýni Samtaka atvinnulífsins á bug „Fyrst og fremst erum við að biðja um að fá að vera skráð í okkar hús“ Þriggja ára fangelsi eftir flug frá Berlín Fann aldagamlan mun, brást hárrétt við og langar að gerast fornleifafræðingur Brunaði austur til að finna litla frænda „Þá erum við að tala um 60 milljarða í töpuðum útflutningstekjum“ Kvíðið starfsfólk, handtökur og fornminjafundur Sjá meira
Smærri fyrirtæki þurfa að bretta upp ermar og búa sig undir breytta tíma í persónuvernd. Ný persónuverndarlöggjöf sem tekur gildi í vor mun hafa gríðarlega mikil áhrif á alla sem vinna persónuupplýsingar. Helga Þórisdóttir, forstjóri Persónuverndar, segir að margir sýsli með slíkar upplýsingar án þess að átta sig á því. Löggjöfin, sem tekur gildi í maí, er einhver sú umfangsmesta sem Evrópusambandið hefur gefið frá sér um árabil. Hún telur alls 99 greinar og gjörbreytir umhverfi fjölmargra aðila sem sýsla með persónuupplýsingar. Forstjóri Persónuverndar segir að stjórnvöld og stærri fyrirtæki hérlendis virðist í heildina litið nokkuð vel búin undir það sem koma skal. „Síðan er það spurningin um smærri aðila. Það sem er að varast í því er að smáir aðilar á borð við einkafyrirtæki geta sum hver verið með umfangsmikla vinnslu persónuupplýsinga undir. Ég myndi beina þeim alvarlegu tilmælum til þeirra aðila að fara að bretta upp ermar ef þeir eru ekki þegar búnir að því,“ segir Helga. Helga bendir á að persónuupplýsingar í skilningi reglnanna séu afar víðtækt hugtak. „Nafn, heimili, kennitala, símanúmer, bílnúmer. Þetta er það hefðbundna og svo bætist við þetta nýja umhverfi sem tæknibyltingin er að færa okkur.“Facebook gleymir engu Þannig geti það eitt að halda bók yfir innhringd símtöl á skrifstofu talist vinnsla persónuupplýsinga, enda sýslað með nöfn, símanúmer og svo framvegis. Helga bendir þó á að mikilvægust sé sú mikla réttindaaukning sem almenningi er færð. Hún segir fólk oft lítið meðvitað um það í hve miklum mæli upplýsingar þess eru notaðar. „Fólk heldur að það sé bara að tala við fjölskyldu og vini, en áttar sig ekki á því að það er að veita stórfyrirtæki í Bandaríkjunum aðgang að öllu sem það setur þarna inn,“ bendir Helga á. Helga segir aðalatriðið vera að enginn megi vinna upplýsingar án þess að hafa til þess skýra heimild. Mikilvægt sé því að fyrirtæki skoði sín mál og athugi hvort svo sé í öllum tilfellum, enda geta afleiðingar brota verið alvarlegar. Þannig er persónuverndaryfirvöldum veittar stórauknar sektarheimildir og geta þau fyrir alvarleg brot sektað fyrirtæki um allt að 20 milljón evrur eða 4% af árlegri heildarveltu á heimsvísu, hvort heldur er hærra. „Umfangsmikil vinnsla persónuupplýsinga, þeir sem vinna viðkvæmar persónuupplýsingar eða þeir sem eru að taka nýja tækni í notkun – allir þessir aðilar þurfa algjörlega að vera vissir um að þeir séu að starfa innan heimildar. Þetta eru þeir aðilar sem má gefa sér að athygli Persónuverndar muni beinast að,“ segir Helga að lokum.
Mest lesið Bein útsending: Konur streyma á Arnarhól Innlent Sættir sig ekki við sýknu tálbeitunnar Innlent Meinað að taka þátt þar sem hún þurfti að hafa barnið með sér Innlent Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Trump stendur loks við stóru orðin Erlent Blöskrar „vælið“ vegna Norðuráls Innlent Allt að áttatíu þúsund mæti í miðbæinn og götulokanir í gildi Innlent Nýtt fíkniefni læðist inn á íslenskan markað Innlent „Fyrst og fremst erum við að biðja um að fá að vera skráð í okkar hús“ Innlent Íslendingar meðal sakborninga en enginn í varðhaldi Innlent Vara við vafasömum Excel-skjölum í umferð „bókstaflega út um allt“ Innlent Fleiri fréttir Nýtt fíkniefni læðist inn á íslenskan markað Hóf störf of snemma eftir kvörtun vegna heimilisofbeldis Vara við vafasömum Excel-skjölum í umferð „bókstaflega út um allt“ Meinað að taka þátt þar sem hún þurfti að hafa barnið með sér Vill fund vegna „alvarlegrar stöðu“ á lánamarkaði Þingnefnd ræðir stöðuna á Grundartanga: „Þetta er bara óljóst“ Sjálfstæðismenn stefna á leiðtogaprófkjör í borginni Íslendingar meðal sakborninga en enginn í varðhaldi Bein útsending: Konur streyma á Arnarhól Blöskrar „vælið“ vegna Norðuráls Neita öllum ásökunum um samráð Leggja til breytingar við Reykjavíkurflugvöll eftir að lá við árekstri kennsluvéla Sættir sig ekki við sýknu tálbeitunnar Heimilar umferð um Vonarskarð Sennilegt að ástand Þingvallavegar hafi haft áhrif á aðdraganda banaslyss Miðla sögu jafnréttisbaráttunnar á Íslandi til útlanda Bein útsending: Nútíma kvennabarátta – Staða kvenna af erlendum uppruna á vinnumarkaði Dóra Björt stefnir á formanninn Þjóðin klofin í afstöðu til þess hvort jafnrétti kynjanna hafi verið náð Bein útsending: Umhverfismat vegna Sundabrautar kynnt Varnar- og öryggisstefna fyrir Ísland: Áhersla á Norðurslóðir, NATO og samstarf við Bandaríkin Allt að áttatíu þúsund mæti í miðbæinn og götulokanir í gildi Flugumferðarstjórar aflýsa vinnustöðvunum á morgun og laugardag Lofar látum og vísar gagnrýni Samtaka atvinnulífsins á bug „Fyrst og fremst erum við að biðja um að fá að vera skráð í okkar hús“ Þriggja ára fangelsi eftir flug frá Berlín Fann aldagamlan mun, brást hárrétt við og langar að gerast fornleifafræðingur Brunaði austur til að finna litla frænda „Þá erum við að tala um 60 milljarða í töpuðum útflutningstekjum“ Kvíðið starfsfólk, handtökur og fornminjafundur Sjá meira