Rík ástæða til að búa sig undir nýja persónuverndarlöggjöf Hersir Aron Ólafsson skrifar 13. janúar 2018 20:00 Smærri fyrirtæki þurfa að bretta upp ermar og búa sig undir breytta tíma í persónuvernd. Ný persónuverndarlöggjöf sem tekur gildi í vor mun hafa gríðarlega mikil áhrif á alla sem vinna persónuupplýsingar. Helga Þórisdóttir, forstjóri Persónuverndar, segir að margir sýsli með slíkar upplýsingar án þess að átta sig á því. Löggjöfin, sem tekur gildi í maí, er einhver sú umfangsmesta sem Evrópusambandið hefur gefið frá sér um árabil. Hún telur alls 99 greinar og gjörbreytir umhverfi fjölmargra aðila sem sýsla með persónuupplýsingar. Forstjóri Persónuverndar segir að stjórnvöld og stærri fyrirtæki hérlendis virðist í heildina litið nokkuð vel búin undir það sem koma skal. „Síðan er það spurningin um smærri aðila. Það sem er að varast í því er að smáir aðilar á borð við einkafyrirtæki geta sum hver verið með umfangsmikla vinnslu persónuupplýsinga undir. Ég myndi beina þeim alvarlegu tilmælum til þeirra aðila að fara að bretta upp ermar ef þeir eru ekki þegar búnir að því,“ segir Helga. Helga bendir á að persónuupplýsingar í skilningi reglnanna séu afar víðtækt hugtak. „Nafn, heimili, kennitala, símanúmer, bílnúmer. Þetta er það hefðbundna og svo bætist við þetta nýja umhverfi sem tæknibyltingin er að færa okkur.“Facebook gleymir engu Þannig geti það eitt að halda bók yfir innhringd símtöl á skrifstofu talist vinnsla persónuupplýsinga, enda sýslað með nöfn, símanúmer og svo framvegis. Helga bendir þó á að mikilvægust sé sú mikla réttindaaukning sem almenningi er færð. Hún segir fólk oft lítið meðvitað um það í hve miklum mæli upplýsingar þess eru notaðar. „Fólk heldur að það sé bara að tala við fjölskyldu og vini, en áttar sig ekki á því að það er að veita stórfyrirtæki í Bandaríkjunum aðgang að öllu sem það setur þarna inn,“ bendir Helga á. Helga segir aðalatriðið vera að enginn megi vinna upplýsingar án þess að hafa til þess skýra heimild. Mikilvægt sé því að fyrirtæki skoði sín mál og athugi hvort svo sé í öllum tilfellum, enda geta afleiðingar brota verið alvarlegar. Þannig er persónuverndaryfirvöldum veittar stórauknar sektarheimildir og geta þau fyrir alvarleg brot sektað fyrirtæki um allt að 20 milljón evrur eða 4% af árlegri heildarveltu á heimsvísu, hvort heldur er hærra. „Umfangsmikil vinnsla persónuupplýsinga, þeir sem vinna viðkvæmar persónuupplýsingar eða þeir sem eru að taka nýja tækni í notkun – allir þessir aðilar þurfa algjörlega að vera vissir um að þeir séu að starfa innan heimildar. Þetta eru þeir aðilar sem má gefa sér að athygli Persónuverndar muni beinast að,“ segir Helga að lokum. Mest lesið Samþykktu aldrei að Sanna fengi oddvitasætið Innlent Minnir á hvernig Hitler komst til valda Innlent Þjóðverjar yfirgefa Grænland Erlent Rúmlega tuttugu látnir eftir árekstur tveggja hraðlesta Erlent Fann kattarhræ í margnota poka úti í hrauni Innlent Danir máttlausir gagnvart rússnesku ógninni í 20 ár Erlent Önnur stúlka með móður sinni þegar Högni var klófestur Innlent Boðar leiðtogaráðið á aukafund vegna hótana Trumps Erlent Sala á grænlenskum á Íslandi nær tvöfaldast Innlent Ræddi við Trump: „Hlakka til að sjá hann“ Erlent Fleiri fréttir Fann kattarhræ í margnota poka úti í hrauni Samþykktu aldrei að Sanna fengi oddvitasætið Minnir á hvernig Hitler komst til valda VG og Sanna sameina krafta sína Sala á grænlenskum á Íslandi nær tvöfaldast Ekkert athugavert við fundinn og stjórnin starfshæf Stjórnvöld „í blindflugi“ í menntamálum í rúman áratug Haldið upp á 80 ára afmæli Hveragerðis allt afmælisárið Sambandið aldrei verra: Ísland gæti bæst á listann Dæmi um að nemendur hafi aldrei mætt í leikfimi Grænlandstollar vonbrigði og verðbólga spillir kjarasamningum Stöðugleikasamningarnir gætu sprungið strax í haust Heimsmálin, Grænland, menntun og fjölmiðlun á Sprengisandi Karólína Helga skákaði sitjandi oddvita í Hafnarfirði Ísland standi með Grænlandi og Danmörku Vonar að skólarnir verði frjálsir frá símum í haust Álagning aldrei hærri: Eldsneytisverð hefði átt að lækka enn frekar Líkir kærunni við „faglega aftöku“ „Vegferð ákæruvaldsins til skammar“ Menntamálaráðherra tekur yfir hjúkrunarheimilin Fjögur handtekin á Akureyri grunuð um innbrot Viðvarandi óvissuástand bitni á langtímaáætlunum fyrirtækja Einn endaði á hliðinni og þrjú klemmdust á milli Var í símanum við neyðarlínuna þegar ekið var aftan á hann Ákvörðunin á ábyrgð stjórnenda Icelandair en ekki flugmanna „Hef hvergi hallað réttu máli“ Önnur stúlka með móður sinni þegar Högni var klófestur Fá þau að vera aftur á lista með Hildi? Fimm bíla árekstur á Reykjanesbraut og tveir fluttir á slysadeild Eigum eftir að sjá hvort Guðbrandur bæti upp fyrir hegðun sína Sjá meira
Smærri fyrirtæki þurfa að bretta upp ermar og búa sig undir breytta tíma í persónuvernd. Ný persónuverndarlöggjöf sem tekur gildi í vor mun hafa gríðarlega mikil áhrif á alla sem vinna persónuupplýsingar. Helga Þórisdóttir, forstjóri Persónuverndar, segir að margir sýsli með slíkar upplýsingar án þess að átta sig á því. Löggjöfin, sem tekur gildi í maí, er einhver sú umfangsmesta sem Evrópusambandið hefur gefið frá sér um árabil. Hún telur alls 99 greinar og gjörbreytir umhverfi fjölmargra aðila sem sýsla með persónuupplýsingar. Forstjóri Persónuverndar segir að stjórnvöld og stærri fyrirtæki hérlendis virðist í heildina litið nokkuð vel búin undir það sem koma skal. „Síðan er það spurningin um smærri aðila. Það sem er að varast í því er að smáir aðilar á borð við einkafyrirtæki geta sum hver verið með umfangsmikla vinnslu persónuupplýsinga undir. Ég myndi beina þeim alvarlegu tilmælum til þeirra aðila að fara að bretta upp ermar ef þeir eru ekki þegar búnir að því,“ segir Helga. Helga bendir á að persónuupplýsingar í skilningi reglnanna séu afar víðtækt hugtak. „Nafn, heimili, kennitala, símanúmer, bílnúmer. Þetta er það hefðbundna og svo bætist við þetta nýja umhverfi sem tæknibyltingin er að færa okkur.“Facebook gleymir engu Þannig geti það eitt að halda bók yfir innhringd símtöl á skrifstofu talist vinnsla persónuupplýsinga, enda sýslað með nöfn, símanúmer og svo framvegis. Helga bendir þó á að mikilvægust sé sú mikla réttindaaukning sem almenningi er færð. Hún segir fólk oft lítið meðvitað um það í hve miklum mæli upplýsingar þess eru notaðar. „Fólk heldur að það sé bara að tala við fjölskyldu og vini, en áttar sig ekki á því að það er að veita stórfyrirtæki í Bandaríkjunum aðgang að öllu sem það setur þarna inn,“ bendir Helga á. Helga segir aðalatriðið vera að enginn megi vinna upplýsingar án þess að hafa til þess skýra heimild. Mikilvægt sé því að fyrirtæki skoði sín mál og athugi hvort svo sé í öllum tilfellum, enda geta afleiðingar brota verið alvarlegar. Þannig er persónuverndaryfirvöldum veittar stórauknar sektarheimildir og geta þau fyrir alvarleg brot sektað fyrirtæki um allt að 20 milljón evrur eða 4% af árlegri heildarveltu á heimsvísu, hvort heldur er hærra. „Umfangsmikil vinnsla persónuupplýsinga, þeir sem vinna viðkvæmar persónuupplýsingar eða þeir sem eru að taka nýja tækni í notkun – allir þessir aðilar þurfa algjörlega að vera vissir um að þeir séu að starfa innan heimildar. Þetta eru þeir aðilar sem má gefa sér að athygli Persónuverndar muni beinast að,“ segir Helga að lokum.
Mest lesið Samþykktu aldrei að Sanna fengi oddvitasætið Innlent Minnir á hvernig Hitler komst til valda Innlent Þjóðverjar yfirgefa Grænland Erlent Rúmlega tuttugu látnir eftir árekstur tveggja hraðlesta Erlent Fann kattarhræ í margnota poka úti í hrauni Innlent Danir máttlausir gagnvart rússnesku ógninni í 20 ár Erlent Önnur stúlka með móður sinni þegar Högni var klófestur Innlent Boðar leiðtogaráðið á aukafund vegna hótana Trumps Erlent Sala á grænlenskum á Íslandi nær tvöfaldast Innlent Ræddi við Trump: „Hlakka til að sjá hann“ Erlent Fleiri fréttir Fann kattarhræ í margnota poka úti í hrauni Samþykktu aldrei að Sanna fengi oddvitasætið Minnir á hvernig Hitler komst til valda VG og Sanna sameina krafta sína Sala á grænlenskum á Íslandi nær tvöfaldast Ekkert athugavert við fundinn og stjórnin starfshæf Stjórnvöld „í blindflugi“ í menntamálum í rúman áratug Haldið upp á 80 ára afmæli Hveragerðis allt afmælisárið Sambandið aldrei verra: Ísland gæti bæst á listann Dæmi um að nemendur hafi aldrei mætt í leikfimi Grænlandstollar vonbrigði og verðbólga spillir kjarasamningum Stöðugleikasamningarnir gætu sprungið strax í haust Heimsmálin, Grænland, menntun og fjölmiðlun á Sprengisandi Karólína Helga skákaði sitjandi oddvita í Hafnarfirði Ísland standi með Grænlandi og Danmörku Vonar að skólarnir verði frjálsir frá símum í haust Álagning aldrei hærri: Eldsneytisverð hefði átt að lækka enn frekar Líkir kærunni við „faglega aftöku“ „Vegferð ákæruvaldsins til skammar“ Menntamálaráðherra tekur yfir hjúkrunarheimilin Fjögur handtekin á Akureyri grunuð um innbrot Viðvarandi óvissuástand bitni á langtímaáætlunum fyrirtækja Einn endaði á hliðinni og þrjú klemmdust á milli Var í símanum við neyðarlínuna þegar ekið var aftan á hann Ákvörðunin á ábyrgð stjórnenda Icelandair en ekki flugmanna „Hef hvergi hallað réttu máli“ Önnur stúlka með móður sinni þegar Högni var klófestur Fá þau að vera aftur á lista með Hildi? Fimm bíla árekstur á Reykjanesbraut og tveir fluttir á slysadeild Eigum eftir að sjá hvort Guðbrandur bæti upp fyrir hegðun sína Sjá meira